Morgunblaðið - 16.12.1995, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRVERINU
IFPL og Faroe Seafood í Grimsby sameinast
Vella sameinaðs fyrir-
tækis um 9 milljarðar
VERKSMIÐJAIFPL í Grimsby.
FRETTIR: EVROPA
Reuter
LEIÐTOGAR Evrópusambandsins og Mercosur stilla sér upp
til myndatöku í spænsku konungshöllinni í Madríd. Jóhann
Karl konungur og Soffía drottning eru fyrir miðju.
Tímamótasamningur við Mercosur
Stefntaðfrí-
verzlunarsvæði
Madríd. Reuter.
Arleg framleiðsla
verður um 23.000
tonn af afurðum
SAMKVÆMT hluthafasamkomu-
lagi hafa eigendur fyrirtækjanna
IFPL og Faroe Seafood komið sér
saman um að sameina rekstur fyrir-
tækjanna í eitt. Bæði fyrirtækin reka
fiskréttaverksmiðjur í Grimsby í
Bretiandi, en IFPL keypti í sumar
helming hlutafjár í Faroe Seafood.
Sameining gengur í gildi fljótlega
eftir áramót. Hlutdeild IFPL í sam-
einuðu fyrirtæki mun verða 75%.
Velta sameinaðs fyrirtækis er tæp-
lega 9 milljarðar fsl. kr. og heildar-
framleiðsla verður í kring um 23.000
tonn. Forstjóri hins sameinaða fyrir-
tækis verður Agnar Friðriksson.
Ákveðin samrunaþróun hefur átt
sér stað á Bretlandsmarkaði á síð-
ustu árum. Fyrirtæki hafa samein-
ast, þannig að nú eru færri en sterk-
ari fyrirtæki á markaðinum. Þessi
þróun stafar af harðnandi sam-
keppni en einnig vegna þess að kröf-
ur hafa verið auknar til fyrirtækj-
anna í tengslum við framleiðslu og
gæðaeftirlit og skýrslugerð til að
hægt sé að rekja ferli vörunnar.
Þetta eru skyldur sem krefjast
mannafla og kostnaðar og smærri
fyrirtæki eiga því erfitt með að
standa undir þeim.
Tvö stærstu fyrirtæki í dreifingu
og framleiðslu á fiski í Bretlandi í
dag eru Birdseye og Ross Young sem
eru dótturfyrirtæki alþjóðlegra risa
í matvælaframleiðslu, hið fyrrnefnda
er í eigu Unilever sem er í hópi
stærstu matvælaframleiðslufyrir-
tækja í heimi og hið síðarnefnda í
eigu United Bisquits. Með samein-
ingu IFPL og Faroe Seafood Comp-
any má ætla að fyrirtækið skipi sér
sess sem þriðja til fjórða stærsta
fyrirtækið á þessu sviði á Bretlands-
eyjum og er að svipaðri stærð og
Albert Fisher group.
Vesti kr. 3.600
Blússur frá kr. 4.700
Pils kr. 4.900
Húfa kr. 1.200
JOSS KRIAiGLUIUNI
Verslunarskýrslur sýna að versl-
anir í Bretlandi dreifa frystum fiski
árlega fyrir 330-350 milljónir sterl-
ingspunda, miðað við verð frá verk-
smiðju. Helmingur þessarar fisksölu
fer fram undir merkjum stórverslana
(private label) hinn helmingurinn er
seldur undir merkjum framleiðenda.
Verksmiðja IFPL framleiðir ár-
Iega vörur fyrir andvirði 70 m. sterl-
ingspunda. Um það bil 90% af þess-
um vörum er dreift til
stórverslana og í fiest-
um tilvikum er fram-
leiðslan seld undir
merkjum viðkomandi
stórverslana. í kring
um 10% af verksmiðju-
unninni vöru IFPL fer
til veitingahúsa. Með
tilliti til ofangreindra
talna má áætla að hlut-
deild hins sameinaða
fyrirtækis á breskum
smásölumarkaði verði
eitthvað í kring um
18-19%. Þannig má
segja að fimmti hver
fiskur sem seldur er í
smásöluverslunum í
Bretlandi í frystu formi
komi frá hinu nýsam-
einaða fyrirtæki og ef eingöngu er
talin með sú vara sem seld er undir
merkjum stórverslana er um rúm-
lega þriðjungs hlutdeild að ræða.
Kostir sameiningarinnar
í grundvallaratriðum verður til
sterkari eining sem hefur betri stöðu
á markaðinum. Um leið skapast
tækifæri til þess að fara inn á svið
sem eru áður ónumin. Þannig vinna
menn land inn á þessum stóra mark-
að sem menn þekkja orðið nokkuð
vel til á.
Síðustu tvö til þijú ár hefur rekst-
ur Faroe Seafood Company í
Grimsby gengið fremur illa. í ágúst
s.l. var skipt um yfirstjórn í fyrirtæk-
inu og tók þá Agnar Friðriksson
forstjóri IFPL við yfirstjórn þess.
Síðan þá hefur verið unnið að því
að koma betra skipulagi á rekstur-
inn. Með því að sameina verksmiðju
IFPL og verksmiðju Faroe Seafood
Company skapast betri nýting á
tækjum og húsakosti fyrir bæði fyr-
irtækin og bætt markaðsstaða gerir
þeim kleift að vinna að aukinni sér-
hæfingu.
Framleiðsla fyrirtækjanna
tveggja hefur að mörgu leyti verið
fremur ólík og þau hafa sótt hvort
inn á sinn markaðinn. 65-70% af
hráefnisnotkun verksmiðjanna
beggja er þorskur og ýsa og vonast
menn til þess að í framtíðinni geti
íslenskir framleiðendur tekið að sér
að vinna dýrara sérunnið hráefni
fyrir sameinaða verksmiðju.
Einn af kostum sameiningarinnar
er sá að með henni skapast tengsl
við kaupendur sem IFPL hefur ekki
verið í viðskiptum við áður kaup-
endahópur fyritækjanna skarast
þannig ekki eins og sjá má hér að
ofan heldur er um að ræða hreina
viðbót. Einnig ávinnast sambönd við
framleiðendur í Færeyjum en eins
og fyrr segir hefur færeyska verk-
smiðjan keypt inn rúm 7000 tonn
af hráefni árlega.
Starfsemi IFPL
í dag vinna hins vegar um 600
manns við verksmiðjuna í Grimsby
og árið 1995 er gert ráð fyrir því
að velta fyrirtækisins verði u.þ.b.
58 m. pund en til samanburðar má
geta þess að veltan 1994 var 56.3
milljón pund og það ár skilaði fyrir-
tækið um það bil 130
milljón kr. hagnaði.
Stór hluti af vörum
fyrirtækisins fara inn á
breskan smásölumark-
að, til stórverslana sem
selja vöruna undir eigin
vörumerki. Nokkur
hluti er seldur til veit-
ingastaða og er
McDonalds veitinga-
húsakeðjan þar stærst.
Helstu kaupendur vöru
frá IFPL eru frysti-
markaðakeðjan Ice-
land, Tesco, McDon-
alds, Brake Bros og
Asda. Auk þess er hluti
framleiðslunnar fluttur
til Frakklands, þar sem
vörunni er dreift á veg-
um söluskrifstofu SH í Frakklandi.
í dag framleiðir verksmiðjan mik-
ið úrval fiskrétta úr fjölmörgum físk-
tegundum, svo sem þorski og ýsu
alaskaufsa, lýsing, hokinhala frá
suður Kyrrahafi og karfa sem er
vinsæll víða í Evrópu.
Auk þess sem IFPL selur unna
verksmiðjuvöru er fyrirtækið einnig
með mikil umsvif í bulk sölu í gegn-
um söluskrifstofu fyrirtækisins. Um
er að ræða fiskfök, síld og rækju
sem seld er til framleiðenda og heild-
sala víða í Bretlandi.
Heildarmagn verksmiðjuvöru árið
1995 mun verða um 13,500 tonn
en til að framleiða slíkt magn þarf
u.þ.b. 6,500 tonn af fiskblokk, um
2,500 tonn af flökum og flakastykkj-
um og 450 tonn af rækju.
Fullunnin vara sem framleidd er
fyrir smásölumarkað í Bretlandi er
pakkað í áprentaðar öskjur. Pakkn-
ingarnar eru keyptar frá breskum
framleiðendum en einnig frá Plast-
prent og Umbúðamiðstöðinni. Þessi
viðskipti hafa verið að aukast og
gert er ráð fyrir að í framtíðinni
muni meira af þessum viðskiptum
flytjist yfír til hinna íslensku um-
búðaframleiðenda.
Faroe Seafood
Hjá fyrirtækinu vinna nú um 300
manns og er velta þess á árinu 1995
áætluð 32 m. punda. sem er nokkuð
í samræmi við veltu síðustu ára.
Helstu viðskiptavinir Faroe Sea-
food Company eru stórverslanirnar
Sainsbury, Marks og Spencer, Morri-
sons, Tesco, Aldi, Gateway og
Safeway.
Heildarmagn verksmiðjuunninnar
vöru verður árið 1995 um 9,600
tonn og eru notuð um 7,300 tonn
af físki til framleiðslunnar. Um það
bil 66% hráefnisins eru flök en 33%
hráefnis eru fiskblokkir og flaka-
skammtar.
LEIÐTOGAR aðildarríkja Evrópu-
sambandsins undirrituðu á fundi
sínum í Madríd í gær viðskipta-
samning við Mercosur, tollabanda-
lag fjögurra Suður-Ameríkuríkja.
Samningurinn markar tímamót í
samskiptum bandalaganna og er
með honum stefnt að sameiginlegu
fríverzlunarsvæði.
„Samningurinn ryður brautina
fyrir aðra slíka. Hann er sá fyrsti
sinnar tegundar, sem kveður á um
pólitísk samskipti og viðskipta-
tengsl. Hann hefði verið óhugsandi
fyrir tíu árum,“ sagði Manuel Mar-
in, sem fer með tengsl við Róm-
önsku Ameríku í framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins.
Fríverzlun á fimm árum
Mercosur-ríkin eru Argentína,
Uruguay, Paraguay og Brazilía.
Þau gerðu með sér viðskiptabanda-
lag fyrir fjórum árum, en í byijun
þessa árs varð það að tollabanda-
• TANSU CiHer, forsætisráð-
herra Tyrklands, hefur verið
boðið til Madríd til skrafs og
ráðagerða með „þríeyki" ESB,
þ.e. leiðtogum núverandi for-
ysturíkis, þess síðasta ogþess
næsta (Spánar, Frakklands og
Ítalíu). Fundur Qillers og leiðtog-
anna fer fram í dag og er um-
ræðuefnið framkvæmd tolla-
bandalags Tyrklands og ESB,
sem tekur gildi um áramót.
• FORSÆTISRÁÐHERRAR
norrænu ESB-ríkjanna þriggja
hittust á morgunverðarfundi í
Madríd í gærmorgun og báru
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Hluti af pappírsflóðinu á leiðtoga-
fundi Evrópusambandsins í Madrid,
sem hófst í gær er skýrsla um sam-
keppnisstöðu ESB. Skýrslan er
samin af nefnd tólf frammámanna
í evrópsku viðskiptalífi undir for-
sæti ítalans Ciampi, fyrrum seðla-
bankastjóra og forsætisráðherra
utanflokkastjórnar. í skýrslunni er
bent á að Evrópa standi höllum
fæti gagnvart Bandaríkjunum og
Suðaustur-Asíu.
Einn fulltrúanna í nefndinni var
Svíinn Percy Barnevik forstjóri
ABB, sænsk-bandaríska stórfyrir-
tækisins, sem hefur höfuðstöðvar í
lagi. í Mercosur-ríkjunum búa 60%
íbúa Rómönsku Ameríku og saman-
lögð landsframleiðsla þeirra er 46
billjónir króna. Þannig er Mercosur
fjórða öflugasta viðskiptaveldi
heims á eftir Bandaríkjunum, ESB
og Japan. í samningnum er stefnt
að því að fjarlægja viðskiptahindr-
anir á fimm árum, þannig að full
fríverzlun komist á.
Fríverzlun við stærstan
hluta Ameríku?
Forsetar Argentínu, Paraguay
og Uruguay voru viðstaddir undir-
ritun samningsins í gær. Julio
Sanguinetti, foresti Uruguay, sagði
að fljótlega myndi „Atlantshafið
mjókka".
Gangi markmið samningsins við
Mercosur eftir og verði af áformum
um að stórauka fríverzlun ESB og
Bandaríkjanna, munu Vestur-Evr-
ópa og langstærstur hluti Ameríku
verða eitt fríverzlunarsvæði.
saman bækur sínar fyrir leið-
togafundinn.
• MARIANNE Jelved, efna-
hagsmálaráðherra Danmerkur,
segir að halda verði nýja þjóðar-
atkvæðagreiðslu, eigi Danmörk
að taka þátt í Efnahags- og mynt-
bandalagi Evrópuríkja (EMU) og
slíkt sé ekki hægt á næstunni.
Jelved segist hvort sem er hafa
litla trú á að Danir vilji vera
með. Almenningur hefur ekki
verið hrifinn af þátttöku í mynt-
bandalaginu, en stór hluti stjórn-
málamanna og sérfræðinga er
fylgjandi aðild.
Sviss. Barnevik kynnti skýrsluna í
Svíþjóð í vikunni og lagði þá áherslu
á að evrópsk fyrirtæki ættu að bera
sig saman við bestu fyrirtækin í
sinni grein, en ekki aðeins önnur
evrópsk fyrirtæki. í skýrslunni er
lögð áhersla á áframhaldandi afnám
hafta á evrópsku viðskiptalífi. Varð-
andi samkeppnisstöðuna sé helsta
vandamálið að Evrópa tölti töluvert
á eftir bæði Bandaríkjunum og
Suð-austur-Asíu. í umsögn Financ-
ial Times um skýrsluna segir að
hún beri af fyrir skýrleika, sem
verður annars ekki sagt um allar
pappírsafurðir ESB.
Agnar Friðriksson
forstjóri.
Qiller til Madríd
Samkeppnisstaða ESB
Evrópa á eftir Banda-
ríkjunum og Asíu