Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Forsætisráðherra
á villigötum
í Morgunblaðinu í
dag, fímmtudaginn 14.
desember, rýfur Davíð
Oddsson forsætisráð-
herra áratugalanga
þögn sína um réttinda-
mál kvenna með nokkuð
sérstæðum hætti. Hann
segist andvígur já-
kvæðri mismunun
kvenna vegna þess að
ef slíkt fyrirkomulag
væri tekið upp yrðu kon-
ur taldar hafa fengið
tiltékin störf óverð-
skuldað. Máli sínu til
stuðnings vísar hann í
viðhorf sem hann segist
heyra úr ráðhúsinu í
Reykjavík sem að hans mati eru
„afskaplega sérstæð og afturhalds-
söm“.
Orðrétt segir í frétt Morgunblaðs-
Núverandi formaður
Sjálfstæðisflokksins,
forsætisráðherra og
fyrrverandi borgarstjóri,
Davíð Oddsson, hefur
haft ótal tækifæri til að
sýna að hann meti konur
að verðleikum, segir
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, en látið öll
þau tækifæri ónotuð.
ins: „Hann segist t.a.m. hafa lesið í
viðtali við núverandi borgarstjóra að
ákveðinn einstaklingur hafi ekki
fengið starf hjá sér nema af því að
hann var kona.“ Mér er ekki ljóst í
hvaða viðtal forsætisráðherrann er
að vísa en get mér þess til að hann
sé dyggur lesandi kvennablaðsins
Veru en þar svaraði ég þeirri spurn-
ingu blaðsins hvernig femínisminn
birtist í störfum borgarstjórnar
Reykjavíkur. Spurningunni svaraði
ég á þá leið að nauðsyn-
legt væri að hafa
ákveðið hugarfar og
samfélagssýn í fartesk-
inu ef menn ætluðu sér
að rétta hlut kvenna.
Nefndi ég ýmis dæmi
um hvemig Reykjavík-
urlistinn ynni að þessu
í borgarstjórn Reykja-
víkur. Þar sagði ég
m.a.: „í ráðningamál-
um borgarinnar reyn-
um við markvisst að
auka hlut kvenna í
stjórnunarstöðum.
Þannig var t.d. ráðin
kona í starf forstjóra
Strætisvagna Reykja-
víkur og þegar staða borgarritara
losnaði var ráðin kona í það starf.“
Jafnframt sagðist ég sannfærð um
að hún hefði ekki verið ráðin til þess-
ara starfa ef ákvarðanir væru ekki
teknar með réttu hugarfari.
Sá einstaklingur sem hér um ræð-
ir átti skilið að fá þetta tiltekna starf
algjörlega óháð því hvort hann væri
karl eða kona. Um það erum við
forsætisráðherra sammála. Að öllum
öðrum umsækjendum ólöstuðum var
þetta hæfasti einstaklingurinn sem
sótti um starfíð. Eins og frægt er
orðið voru sjálfstæðismenn í borgar-
stjórn hins vegar of þröngsýnir til
að viðurkenna þetta og láta umsækj-
andann njóta sannmælis. Og þar
erum við einmitt komin að þeim
merg málsins að það þarf ákveðið
hugarfar til að skynja sinn vitjunar-
tíma. Sjálfstæðismenn, hvort heldur
sem er í landsstjórninni eða borgar-
stjórninni, hafa ekki verið gæddir
þessu hugarfari og því ekki borið
gæfu til, um langt árabil, að fela
konum ábyrgðarstörf og æðstu emb-
ætti. Nægir þar að minna á hvemig
þeir fóru að ráði sínu við borgar-
stjóraskiptin á síðasta kjörtímabili
og við val á ráðherrum í núverandi
ríkisstjórn. Veldur sá er á heldur.
Núverandi flokksformaður Sjálf-
stæðisflokksins og forsætisráðherra
og fyrrverandi borgarstjóri, Davíð
Oddsson, hefur haft ótal tækifæri til
að sýna og sanna að hann meti kon-
ur að verðleikum en látið öll þau
tækifæri ónotuð.
I borgarstjórn Reykjavíkur eru
konur í meirihluta og konur gegna
lykilhlutverki í starfi Reykjavíkurlist-
ans. Síðan ég varð borgarstjóri í
Reykjavík hafa fímm konur verið
ráðnar til að gegna mikilvægum
embættum sem losnað hafa í æðstu
stjómsýslu Reykjavíkurborgar. Þetta
eru borgarritari, fjárreiðustjóri
Reykjavíkurborgar, /orstjóri SVR,
skrifstofustjóri Heilbrigðiseftirlits
Reykjavíkurborgar og fjármálastjóri
Dagvista barna. Að auki hafa tvær
konur verið ráðnar sem verkefnis-
stjórar í mikilvæg tímabundin verk-
efni, annars vegar vegna yfirtöku
gmnnskólans og hins vegar vegna
reynslusveitarfélagaverkefnis. Allar
þessar konur urðu fyrir valinu vegna
þess að þær voru fremstar meðal
jafningja. Engin þeirra var ráðin
vegna þess eins að hún er kona.
Ymsir karlmenn í forystu stjórnmál-
anna hafa því miður verið glám-
skyggnir á hæfileika kvenna og þar
af leiðandi hafa konur ekki uppskor-
ið eins og þær hafa sáð til. Þetta
hefur bæði verið þeim sjálfum og
samfélaginu öllu til ama og ógagns.
Af frétt Morgunblaðsins má ráða
að eftir áratuga baráttu kvenna hafí
forsætisráðherra loksins áttað sig á
tímans þunga nið. Hann hafi loksins
skilið og skynjað að Sjálfstæðisflokk-
urinn kemst ekki hjá því öllu lengur
að hlusta á sjónarmið kvenna. Það
er ánægjulegt. Það dapurlega er hins
vegar að það virðist enginn hugur
fylgja máli. Engin réttlætis- eða
sanngirnissjónarmið eru höfð að leið-
arljósi. Afstaða forsætisráðherrans
byggist einvörðungu á hyggindum
sem í hag koma. Flokkurinn þarf
fylgi. Það er auðvitað ekki nema
satt og rétt að flokkar þrífast ekki
án fylgis en ósköp væri dapurlegt
um að litast í stjórnmálasögunni ef
forystumenn í stjórnmálum hefðu
sætt sig við að hafa það éitt sér til
ágætis að vera duglegir smalar og
sporgöngumenn. Sem betur fer stát-
ar hún líka af konum og körlum, sem
taka sér það fyrir hendur að ryðja
brautir þar sem illfærir troðningar
voru áður.
Höfundur er borgarstjóri.
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
SUNNUDAGINN
17. desember gengst
Æskulýðssamband
kirkjunnar í Reykjavík-
urprófastsdæmum
(ÆSKR) fyrir friðarhá-
tíð í og við Hallgríms-
kirkju í Reykjavík.
Markmiðið með hátíð-
inni er að gefa ungling-
um og ungu fólki kost
á að hittast, taka hönd-
um saman og gleðjast í
kirkjunni síðasta sunnu-
dag fyrir jól.
Friðarboðskapur jól-
anna er fáum ehs mikið
hjartans mál og ungl-
ingum og ungu fólki.
Ungt fólk hugsar til
framtíðar og leitar lausnar á vanda-
málum samtímans mannkyni til far-
sældar.
Friðarhátíð ungs fólks er unnin í
samstarfi ÆSKR við Hitt húsið, fé-
lagsmiðstöðvamar í Reykjavík, Fé-
lag framhaldsskólanema, Ung-
mennahreyfíngu RKÍ, KFUM,
KFUK og KSS.
Fatasöfnun kl. 12—20
Þrátt fyrir að friður sé í sjónmáli
í gömlu Júgóslavíu berast ennþá
óskir um aðstoð. Frið-
arhátíðin hefst því á
fatasöfnun í samstarfi
við Hjálparstofnun
kirkjunnar. Fatasöfn-
unin mun fara fram í
tjöldum fyrir utan Hall-
grímskirkju og stendur
aðeins frá kl. 12-20
þann 17. desember.
Ekki verður tekið við
fötum á öðrum tímum.
Fólk er beðið um að
flokka föt sem það gef-
ur í bamaföt, karl-
mannsföt og kvenföt.
Að átakinu koma einn-
ig Bandalag íslenskra
skáta sem lánar tjöld
og Skóverslun Steinars
Waage sem mun hafa tiltækan skó-
gám þar sem tekið verður á móti
notuðum skóm. Nú er bara að tína
til hlý föt sem liggja ónotuð og koma
þeim í gagnið á ný!
Ævintýraleg messa kl. 20.30
Um kvöldið verður messa í Hall-
grímskirkju og þá fyllum við kirkj-
una af unglingum og ungu fólki.
Um tónlistina sjá Háskólakórinn,
félagar úr kór Menntaskólans við
Sund og unglingakór Grensáskirkju,
strengja- og blásarasveit frá Tónlist-
arskólanum í Reykjavík ogliljóm-
sveit undir stjórn Sigurðar Ingimars-
sonar. Leikhópar úr Götuleikhúsinu,
Hinu húsinu og Kramhúsinu flytja
guðspjallið. Lesarar verða skáldkon-
an Didda og Gunnar Helgason leik-
ari og prestur verður Hildur Sigurð-
ardóttir o.fl. Haukur Ingi Jónasson
prédikar. Skipulagðar verða hópferð-
ir frá öllum kirkjum prófastsdæm-
anna í Reykjavík og frá öllum félags-
miðstöðvum borgarinnar. Nauðsyn-
legt er að skrá sig í ferðirnar.
Það er ósk okkar sem að átakinu
stöndum að messan sé sniðin að
Friðarhátíð verður
í Hallgrímskirkju
sunnudaginn 17.
desember. Haukur
Ingi Jónasson fjallar
um þennan atburð.
ungu fólki og að inntak textanna,
tónlistarinnar og friðarboðskaparins
verði skýr og auðgandi.
Það er óhætt að lofa því að þetta
kvöld verður þeim sem taka þátt
ógleymanlegt ævintýri. Hallgríms-
kirkja rúmar aðeins 1200 manns og
því er vert að hvetja fólk til að
mæta tímanlega vilji það fá sæti!
Höfundur er guðfræðingur og
framkvæmdastjóri Æskulýðssam-
bands kirkjunnar í Reykjavíkur-
prófastsdæmum.
Friðarhátíð
Nú fyllum við stærstu kirkju
landsins af ungu fólki!
Haukur Ingi
Jónasson
Sól stattu kyrr
Eitthvert vit-
lausasta frumvarp
þingsögunnar
FYRIR Alþingi liggur eitthvert
vitlausasta frumvarp sem þar hefur
verið lagt fram. Það er ekki aðeins
að frumvarpið sé vitlaust í sjálfu
sér, heldur eru forsendur þess
byggðar á misskilningi.
Þetta er frumvarpið um
tímareikning á Islandi,
flutningsmenn Vil-
hjálmur Egilsson, Árni
M. Mathiesen, Arn-
björg Sveinsdóttir og
Guðni Ágústsson.
Tillaga flutnings-
manna er sú að hætta
alfarið að miða tíma-
reikning á íslandi við
hnattstöðu landsins.
Þess í stað leggja flutn-
ingsmenn til að farið
verði eftir skrifstofu-
tíma á meginlandi Evr-
ópu, eða eins og segir
í greinargerð frum-
varpsins, að „sól verði
hæst á lofti klukkan hálfþijú á dag-
inn“. Flutningsmenn benda á, að
þessi breyting verði hinum vinnandi
manni mjög kærkomin, því að nú-
verandi tímareikningur hefur leitt
til þess, að „margt fólk hefur tak-
markaða möguleika til að njóta sum-
arsins því að sólin hefur horfið af
sjóndeildarhringnum þegar vinnu-
deginum lýkur“.
Á að miða dagmál á
íslandi við morgunverð
í Brússel, spyr Harald-
ur Blöndal, sem hér
fjallar um „eitthvert
vitlausasta frumvarp
þingsögnnnar“.
Þessu hyggjast flutningsmenn ná
með því að taka upp „sumartíma á
íslandi".
Nú er hins vegar sá hængur á,
að ákveðið var með lögum nr.
6/1968 um tímareikning á íslandi,
að hér á landi skyldi gilda miðtími
Greenwich. Það þýðir einfaldlega,
að allt árið gildir svofelldur sumar-
tími á landinu. Skal það útskýrt
nánar.
I Konungsskuggsjá segir:
„Það skaltu vita, að svo ferr
dægraskipti sem sólargangur; þvíat
sumum stöðum er þá miður dagr,
er sumum stöðum er mið nótt; en
sumum stöðum rennr þá dagr upp
og lýsir, er sumum stöðum tekr að
rökkva og nátta; þvíat jafnan fylgir
dagur sólinni og ljós, en skugginn
flýr sólina ok sækir þó eptir henni
æ sem hon líðr undan, ok er þar
jafnan nóttin sem skugginn er, en
þar er jafnan dagr sem ljósið er.“
f bamaskólum er börnum kennt,
að tíminn er reiknaður miðað við
hnattstöðu. Þegar sól er í hádegis-
stað er klukkan tólf. Börnum er
einnig kennt, að menn nota lengd-
ar- og breiddargráður til þess að
vita, hvar þeir eru. Breiddarbaugur-
inn 0° er dreginn um Greenwich í
Englandi, og er tíminn miðaður við
þennan stað, og nefndur heimstími,
eða Greenwich Mean Time. Heimin-
um er síðan skipt í tímabelti, og
miðað við Greenwich munar tíman-
um fram til austurs en aftur til vest-
urs. Yfir Kyrrahaf liggur svonefnd
dagalína, og skilur hún á milli þeirra
svæða, sem lengst eru komin frá
þeim tíma, sem skemmst eru komin.
Lína þessi liggur um Beringsund, -
þar munar degi, þótt ekki sé nema
örstundarferð á milli. Þar getur
maður skemmt sér tvö laugardags-
kvöld í röð.
Nú er það svo, að víða liggja
mörg timabelti yfir sama land.
Ákveður þá stjóm hvers lands mið-
tíma sinn, eða skiptir landinu í tíma-
belti eftir stærð landsins. Þannig
er einnar stundar munur milli Bret-
landseyja og meginlands Evrópu,
og einnar stundar munur milli Finn-
lands og Svíþjóðar, en Rússland
skiptist í mörg tímabelti. Á sama
hátt gildir ekki sami tími í Alaska
og New York eða Dallas og San
Francisco. Miðtími íslands er
klukkustund aftar en í Grenwich.
Þess vegna er klukkan ellefu á ís-
landi, þegar hún er tólf
á hádegi í Greenwich.
Með lögunum nr.
6/1968 var ákveðið að
miða tímareikning á
íslandi við miðtíma
Greenwich, þ.e. sumar-
tíminn var löggiltur allt
árið.
Uppruna sumar-
tímans má rekja til
Ófriðarins mikla
(1914-1918), en Þjóð-
verjar tóku hann upp
árið 1915 til þess að
ná betra samræmi milli
birtustunda og vinnu-
stunda. Þetta var gert
hernaðartilgangi.
Bretar ákváðu hins
vegar, til þess að auka hernaðar-
framleiðsluna, að semja við súff-
ragetturnar (bríetarnar eða kven-
réttindakonurnar). Lloyd Goerges
samþykkti að konur fengju kosn-
ingarétt og lét loka kránum milli
þtjú og fimm, en konurnar féllust
í staðinn á að fara að vinna í verk-
smiðjunum að vopnaframleiðslu.
Það sýndi sig, að sumartíminn dugði
Þjóðveijum ekki til sigurs.
Flutningsmenn vitna til þess í
frumvarpi sínu, að Evrópusamband-
ið hafi ákveðið samræmdan sumar-
tíma. Flutningsmenn leggja al-
rangan skilning í þessa samþykkt.
Þannig hefur það verið, að þau ríki
Evrópusambandins, sem voru með
sumartíma, skiptu ekki á sömu
stund milli sumar- og vetrartíma.
Þetta varð víða til vandræða. Þess
vegna var ákveðið, að skiptin ætti
sér stað á sömu stund í öllum lönd-
unum, eða eins og segir í sjöundu
tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins
94/21/EB frá 30 maí 1994 um
ákvæði varðandi sumartíma, að
„Þar sem aðildarríkin beita ákvæð-
um um sumartíma" skuli niiða lok
sumartíma við októberlok en ekki
við septemberlok eins og áður hefur
tíðkast. Þá er jafnframt tekið fram,
að af „landfræðilegum ástæðum
skulu sameiginleg ákvæði um sum-
artíma ekki gilda um umdæmi ríkj-
anna handan hafsins". Þessi sam-
þykkt felur hvorki í sér, að verið
sé að ákveða sama tíma um allt
landsvæðið innan Evrópubandalags-
ins eða að verið sé að skylda þjóðir
til þess að taka upp sumartíma. Það
er einungis verið að ákveða, að
skiptin milli tímans verði sama dag
hjá öllum þjóðunum. Liggja til þess
einfaldar fjárhagslegar forsendur,
sem ekki þarf að útskýra, - ekki
einu sinni fyrir flutningsmönnum
frumvarpsins um tímareikning. Og
það er einnig rétt að undirstrika,
að það gildir ekki sami tími í löndum
Evrópubandalagsins, - eins og fyrr
segir er tveggja stunda munur milli
Bretlandseyja og Finnlands.
Kjarni málsins er einfaldlega sá,
að þjóðir ákveða ekki mörk dags
og nætur með lagasetningu, heldur
laga þær tímatalið eftir sólinni og
himintunglunum. Júlíus Sesar lag-
færði tímatal heimsbyggðarinnar
með því tímatali, sem nefnt er júl-
íanska tímatalið. Þorsteinn surtur
kom á sumaraukanum til að rétta
af hið forna íslenzka tímatal. Greg-
oríanus páfi lét leiðrétta júlíanska
tímatalið, þegar ljóst var, að ekki
fór saman árstíð og dagatal.
Vilhjálmur Egilsson hefur færst
annað í fang. .Hann ætlar sér að
miða dagmál á íslandi, ekki við
fyrsta hanagal, heldur við morgun-
verð í Brussel.
Höfundur er hæstaréttarlögmað-
ur og áhugamaður um rím.
Haraldur
Blöndal