Morgunblaðið - 16.12.1995, Qupperneq 40
40 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
TILEFNI þessarar greinar er
að í október var haldinn opinn
fundur í umhverfisnefnd Reykja-
víkurborgar. Þar var eitt aðalum-
ræðuefnið umhverfi Elliðaánna.
Framsögur voru haldnar um jarð-
fræði, gróðurfar, skipulagsmál og
mannvirkjagerð við og í ánum. I
síðasttalda erindinu var og komið
inn á laxveiðar og rannsóknir á
laxi.
Framsagan var góð en þegar
fyrirspurnir voru leyfðar beindust
þær nær eingöngu að lífríkinu í
ánum, sérstaklega laxi. Komu þar
nokkrar spurningar er varða rann-
sóknir Veiðimálastofnunar á ánum
en erfitt var um vik að svara þeim
þar sern enginn fulltrúi stofnunar-
innar var í forsvari á háborðinu.
Mig langar því til að skýra í stuttu
máli í hveiju þessar rannsóknir eru
fólgnar og til hvers.
Veiðimálastofnun hefur stundað
samfelldar rannsóknir í Elliðaám
og Elliðavatni frá 1988. Þar áður
hafði stofnunin verið með afmörk-
uð verkefni t.d. árin 1982, 1985
og 1975-76. Reykjavíkurborg hef-
ur um árabil rekið klakstöð og síð-
ar seiðaeldisstöð við Elliðaárnar.
Sá rekstur hefur verið Veiðimála-
stofnun óviðkomandi, utan þess að
nú allra síðustu ár hafa seiði frá
stöðinni verið notuð í hluta þeirra
rannsóknaþátta sem unnir eru á
okkar vegum.
Elliðaárnar eru ein
af þremur viðmiðunar-
ám (indexám) sem
Veiðimálastofnun hef-
ur á jafnmörgum stöð-
um á landinu, hinar
eru Vesturdalsá í
Vopnafirði og Núpsá í
Miðfirði. Rannsókn-
irnar miðast að því að
fá mat á sem flesta
þætti í lífsferli laxins.
Fylgst er með
ástandi yngri seiðaár-
ganga í ánum á hveiju
hausti. Þéttleiki seiða
eftir aldri er metinn,
lengd og þyngd ald-
urshópa, kynjaskipt-
ing og hvort klak hafi heppnast.
Niðurgönguseiði eru veidd á vorin.
Seiðin sem veiðast eru einstakl-
ingsmerkt með örmerkjum, lengd-
ar- og þyngdarmæld og síðan
sleppt áfram niður ána. Sjaldan
veiðast meira en 10-20% göngunn-
ar, en það nægir til þess að fá
hlutfall merktra/ómerktra laxa í
veiðinni ári seinna. Þá er hægt að
reikna út fjölda seiða sem gengu
út og endurheimtur þeirra úr hafi.
Síðan er laxinn úr stangveiðinni
einstaklingsskráður (stærð, kyn,
veiðidagur) eins og í öðrum ám og
hreistursýnum safnað til þess að
sjá aldurssamsetningu þess fískjar
sem kemur til baka og hve hátt
hlutfall hefur gengið
niður aftur sem hop-
lax og lifað það af að
koma til hrygningar á
ný. í Elliðaánum hefur
í áratugi verið talning
á fullorðnum laxi upp
ána yfir sumarið og
nú^ síðustu tvö ár í
Vesturdalsá.
Með því að hafa
yfirsýn yfir þessa
þætti er mögulegt,
með langtímarann-
sóknum, að sjá hvar
helst kreppir að í lífs-
ferli laxins og hvort
það er í mannlegu
valdi að hafa einhver
áhrif þar á. Einnig hvort það er
meira eða minna háð þeim skilyrð-
um sem náttúran setur fiskistofn-
um, hvernig stærð þeirra er háttað
á hveijum tíma. I því sambandi
eru einnig skráðir umhverfisþættir
og athugað hvort sveiflur í stofn-
stærð ráðist af þeim s.s. hitafar,
vatnsmagn í ánum og sjávarskil-
yrði.
Þá hafa rannsóknirnar skilað
verulegum upplýsingum um
gönguhegðun seiða og fullorðins
lax í ánum, hvenær sólarhrings
göngur standa yfir, ferlið yfir sum-
arið og hvaða ytri þættir örva
göngurnar.
Til þess að meta hvort hægt sé
að auka laxgengd í laxveiðiár með
ræktunaraðgerðum þurfa þessar
grunnforsendur að vera fyrir hendi
sem upp eru taldar hér að framan.
En seiði sem sleppt er þurfa einnig
að hafa þá eiginleika að líkjast sem
mest náttúrulegum seiðum. Því
höfum við jafnframt verið með til-
raunir í smáum stíl í Elliðaánum,
til þess að reyna mismúnandi að-
ferðir við sleppingu eldisseiða í og
við árnar. Öll seiðin, sem þannig
hefur verið sleppt, eiga foreldra
úr náttúrulegum stofni árinnar og
þau eru öll merkt. Við höfum dæmi
um sleppihópa sem hafa nánast
ekkert skilað sér til baka og upp
í það að vera hálfdrættingar á við
náttúruleg gönguseiði í endur-
heimtum, en það er með því besta
sem náðst hefur hérlendis. Loks
Nú stendur fyrir dyrum,
segir Þórólfur Antons-
son, úttekt á vistfræði
vatnasviðs Elliðaánna.
má geta þess að fylgst hefur verið
árlega með silungastofnum Elliða-
vatns frá 1987 m.t.t. aldurs- og
lengdardreifingar, kynþroska,
fæðu, vaxtar og fleiri þátta.
Skrifaðar hafa verið áfanga-
skýrslur árlega um rannsóknirnar
á vatnasvæði Elliðaánna, en nú
stendur yfir samantekt á þessum
gögnum í heild og er áætlað að því
ljúki um mitt næsta ár. Við höfum
einnig í nokkur ár verið að benda
á að Elliðaárnár eru undir miklu
álagi af gerðum okkar mannanna.
Óskert búsvæði eru frumforsenda
þess að stofnar lífvera haldi styrk
sínum. Sá dagur getur komið að
einhveijum þeim mörkum verði náð
að lífríkið gefi sig snögglega. í slík-
um tilfellum, sem þekkt eru víða
erlendis, kostar það mikla ijármuni
að endurheimta lífríki, ef það er
þá hægt. Forráðamenn borgarinnar
eni vonandi að taka við sér, því
nú stendur fyrir dyrum úttekt á
vistfræði vatnasviðs Elliðaánna,
sem er góð byijun.
Misjafnt er hvernig viðhorf fólks
er til líffræðirannsókna. Þær þurfa
oft á tíðum að standa yfir lengri
tíma til þess að skila árangri. I
nútímaveröld þar sem fólk er vant
því að fara út í búð og kaupa „pat-
entlausn“ á vandamálum sínum,
er skilningur oft takmarkaður fyr-
ir því að það taki nokkur ár að
ráða í tiltekin vandamál. Sem
dæmi um þessi viðhorf er að einn
fyrirspyijandi á fyrrnefndum fundi
í Ráðhúsinu sagði á þá leið að
miðað við allar þessar rannsóknir
ætti að vera nóg að ganga niður
á bakka Eiliðaánna með háf og
þá mundi lax stökkva upp í háf-
inn. Einnig eru líffræðingar oft
fyrir kappsömum athafnamönnum
og hagvaxtarspekingum, þar sem
niðurstöður þeirra í líffræðirann-
sóknum eru oftar en ekki að láta
náttúruna sem mest í friði.
En til hvers eru þá þessar rann-
sóknir ef við getum ekki búið til
fiskistofna af þeirri stærð og gerð
sem hver óskar sér? Þetta er orðið
stærra viðfangsefni að svara en
svo að rýmist hér og mun ég því
efna í aðra grein um það að nokkr-
um dögum liðnum. Þar mun ég
reyna að draga saman í grófum
dráttum hvað rannsóknir á Veiði-
málastofnun hafa skilað fram á
við í þekkingu, sem aftur nýtist
til veiðimála í landinu.
Höfundur starfar á Veiðimála-
stofnun.
Rannsóknir á líf-
ríki Elliðaáa
Þórólfur
Antonsson
SNUBBÓTTAR fregnir í ljós-
vakamiðlum af miklum skuldum
Reykhólahrepps og afsögn sveitar-
stjóra og sér í lagi athugasemdir
sjálfskipaðra fréttaskýrenda innan
hreppsnefndar við Tímann og DV
hafa undanfarið gefið almenningi
allskuggalega mynd. Nefnilega þá
að sveitarfélagið hafi verið fádæma
illa rekið og allt væri sóun spillts
sveitarstjóra að kenna sem engum
viðvörunum grandvarra hafi hlýtt
og þar að auki látið greipar sópa
um fé hreppsins.
Ástandið séð í samhengi
Meirihluti L-lista hefur ráðið
hreppsnefnd og var það ákvörðun
oddvita, Stefáns Magnússonar, að
ráða Bjarna P. Magnússon sveitar-
stjóra. Hreppsnefnd markar stefnu
og hefur eftirlit með og ber ábyrgð
á framkvæmdum og getur verið
stolt af árangri stjórnartíma meiri-
hluta L-lista. Reynsla og þekking
Bjarna P. hafa nýst framúrskar-
andi vel við uppbyggingu sveitarfé-
lagsins og að fyrri for-
ystumönnum þess
ólöstuðum ber hann af
fyrir að hafa nú loks
komið á skipulagi og
þjónustu sem annars
staðar hafa þótt sjálf-
sögð í áratugi.
Unnið hefur verið
aðalskipulag, dvalar-
heimili klárað og kom-
ið í fyrirmyndarrekst-
ur, sorphreinsun kom-
ið á, borað eftir heitu
vatni í Geiradal með
góðum árangri, hafn-
araðstaða bætt, sund-
laug í niðurníðslu end-
urnýjuð, mikið viðhald
framkvæmt á húseignum hrepps-
ins. Þá hefur tjaldstæði og hrein-
lætisaðstöðu fyrir ferðamenn verið
komið upp, félagslegar íbúðir full-
búnar, götur Reykhóla upplýstar,
ný vatnsveita lögð, Þörungaverk-
smiðjan styrkt með hlutabréfa-
kaupum o.s.frv. Skuldir hreppsins
eru minni á íbúa en
margra annarra sveit-
arfélaga sem þó reka
ekki sveitarstjóra sína.
Skuldum á hins vegar
eftir að koma í lang-
tímalán á hagstæðari
kjörum. Hreppurinn á
miklar eignir og mætti
selja af þeim. Þá er
rekstur hreppsins ekki
slæmur en dvalar-
heimili sem hreppur-
inn tók yfir með skuld-
um hefur reynst hon-
um erfitt, sér í lagi
vegna þess að ríkið
kippti að sér hendinni
í því dæmi. Taki ríkið
réttlátan þátt í því þá er fjárhags-
vandinn leystur. Það hlýtur að vera
betri kostur að þessi þjónusta sé
rekin af natni og metnaði í héraði,
heldur en að gamla fólkið sé flutt
úr heimahögum í bæinn á yfirfull-
ar, undirmannaðar, ópersónulegar
stofnanir.
Öflugur forystumaður
Bjarni P. hefur breytt Reykhóla-
hreppi úr því að vera fáheyrður,
hrörnandi afkimi, komið honum á
kortið og á þjónustustig menningar-
samfélags. Þetta hefur skilað sér í
aukinni verðmætasköpun, fleiri
tekjumöguleikum íbúaima, at-
hafnavilja og einstaklingsframtaki,
stöðvun fólksflótta.
Úr Reykhólahreppi koma árlega
gjaldeyrisskapandi útflutningsaf-
urðir: þörungamjöl, grásleppu-
hrogn, æðardúnn sem að verðmæti
nema álíka upphæð og skuldir
hreppsins. Bjarni hefur unnið af
ósérhlífni, ekki tíundað mikla vinnu
unna utan skrifstofutíma í þágu
hreppsins, ekki vílað fyrir sér að
ganga sjálfur í erfiðisvinnu á vegum
hreppsins þegar þörf var á. Þá hef-
ur hann rétt hjálparhönd í haust-
önnum bænda, tekið þátt í gleði og
raunum íbúa hreppsins. Hreppurinn
hefur styrkt fjölmörg þróunarverk-
efni einstaklinga til nýsköpunar.
Bjarni hefur keypt dýrt hús af
hreppnum á staðnum og þannig
veðjað á framtíðina með hreppsbú-
um. Hvað viðskipti hans við hrepp-
inn varðar er af kunnugum talið
að sé allt reiknað muni það vera
hreppurinn sem skuldi Bjarna frek-
ar en hitt.
Að bíta höndina sem fóðrar
Oddviti mun hafa haft frum-
kvæði að því að semja um vand-
ræðalaus starfslok við Bjarna sem
hafði staðið í skilum með sín við-
skipti við hreppinn. En að svo búnu
sneri oddviti skyndilega við blað-
inu, tók saman við fyrrum and-
stæðinga og hófu þeir fyrirvara-
laust málatilbúnað á hendur
Bjarna. Hinn nýi meirihluti hnykkti
síðan á með ófrægingu í blöðum,
völdum upplýsingum, hálfkveðnum
vísum, lúalegast var það að látið
var að því liggja að fjölskyldu-
tengsl Bjarna við einn hrepps-
nefndarfulltrúa hefðu einhveija
þýðingu. Ekki leið heldur á löngu
áður en börn hans fóru að verða
fyrir aðkasti í skólanum.
Oddviti fríar sig af ábyrgð af
stjórnarárum sínum með Bjarna í
sinni þjónustu, myndar nýjan meiri-
Málefni Reykhóla-
hrepps eru umij'öllunar-
efni Magnúsar V.
Jónssonar, sem telur
ómaklega vegið að
Bjarna P. Magnússyni.
hluta með háværustu gagnrýnend-
um sínum, þeir grípa síðan í pils-
fald félagsmálaráðuneytis og benda
á Bjarna sem einn allsheijar synda-
sel. Virðist sem oddvita hafi fundist
Bjarni skyggja á sig og vilji nú sjálf-
ur koma inn sem bjargvættur.
Ástæður óvildar í garð Bjarna eru
margþættar en allar sprottnar af
því að hann hefur sett almanna-
hagsmuni ofar einstaklingshags-
munum. Ríkið lagði niður tilrauna-
-stöð á Reykhólum og við ráðstöfun
lands, rollukvóta og húsa sóttust
fleiri eftir en fengu og hafa síðan
ekki litið Bjarna réttu auga þó þær
ákvarðanir hafi að litlu verið hans.
Við útboð skólaaksturs og ákvarð-
anatöku í því sambandi bakaði hann
sér enn fleiri óvildarmenn því enn
sóttust fleiri eftir en fengu. Það að
gæta hagsmuna sveitarfélagsins
hefur þannig skapað honum ómak-
lega óvild einstaklinga sem sjá ein-
ungis eigin skammtímahagsmuni
og neita að skilja nokkuð annað.
Oskiljanlegt er þó að mestu and-
stæðingar hans í nýjum meirihluta
hreppsnefndar skuli vera þeir sem
beint og öðrum miklu fremur hafa
notið framkvæmda hreppsins,
framkvæmda sem þeir nú dæma
sem sukk. Það eina sem sameinar
fulltrúa núverandi meirihluta
hreppsnefndar Reykhólahrepps er
óvild sem stafar af minnimáttar-
kennd gagnvart manni sem hefur
eiginleika sem þá skortir: framtíð-
arsýn og forystuhæfileika. Ef fram
heldur sem horfir mun sagan þó
eigna þeim tvö afrek: að hafa rúið
góðan dreng mannorði og komið
Reykhólum í flo’kk með Djúpuvík.
Höfundur cr bóndi að Scljanesi í
Rcykhólnbreppi.
Mifzið úrval af jólafatnaði
Tilboð laugardag og sunnudag.
20% afsláttur
af peysum og blússum.
Opið laugardag kl. 10-18 - sunnudag kl. 13-17
mmarion
Reykjavíkurvegi 64, sími 565 I I 47.
Ómakleg aðför
Magnús V.
Jónsson