Morgunblaðið - 16.12.1995, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 45
AÐSENDAR GREINAR
Aðstæður geðsjúkra frá sjónar-
hóli félagsráðgjafa á geðdeild
Sveinbjörg Júlía
Svavarsdóttir.
TILEFNI þessarar
greinar er einkum að
vekja fólk til um-
hugsunar um málefni
geðsjúkra og skýra frá
aðstæðum þeirra frá
sjónarhóli félagsráð-
gjafa.
í því samfélagi sem
við búum er gert ráð
fyrir því að einstakling-
arnir séu sterkir og allt
sé slétt og fellt. Það
þykir ekki við hæfi að
sýna tilfinningar og
bera vandamál sín á
torg. Að sýna slík við-
brögð er talið merki um
að eitthvað sé að hjá
viðkomandi einstaklingi. Þess vegna
byrgja margir sem verða andlega
veikir vanlíðan sína innra með sér.
Fólk vill almennt ekki vera öðrum
byrði eða vera fyrir og leggur ekki
áhyggjur sínar á herðar öðrum. Það
kann oft heldur ekki að sýna slíkar
tilfinningar, hefur ekki alist upp við
það og veit ekki hvernig bregðast
skuli við öðrum við slíkar aðstæður.
Umræðan um líðan okkar tilheyrir
ekki hinu almenna daglega sam-
skiptamynstri okkar. Afleiðingar
þess að fólk byrgir áhyggjur sínar
inni og talar ekki um þau vandamál
sem upp koma, geta m.a. orðið þær
að áhyggjur lokast inni óunnar. Ein-
staklingurinn getur þá orðið þung-
lyndur og fyllst vonleysi. Það á jafnt
við okkur öll að eiga erfitt með að
tjá og taka á móti tilfínningum, án
tillits til stéttar eða stöðu. Við erum
háð þeim tíma sem við lifum og því
samfélagi sem við búum í. Það upp-
eldi sem við fáum hefur líka áhrif,
þannig að við göngum áfram með
sömu fordóma í þessum málum.
Öll stefnum við að líkamlegu,
andlegu og félagslegu heilbrigði og
það er opinbert markmið að koma
upp félags- og heilbrigðisþjónustu
sem kemur til móts við þarfir fólks-
ins í landinu. í lögum
um heilbrigðisþjónustu
segir að „allir lands-
menn skulu eiga kost á
fullkomnustu heilbrigð-
isþjónustu, sem á hveij-
um tíma er tök á að
veita til verndar and-
legri, líkamlegri og fé-
lagslegri heilbrigði“(l).
En því miður virðist
ekki alltaf fara saman
góðar og skilmerkileg-
ar lagagreinar og sá
raunveruleiki sem við
búum við.
Félagsráðgjafar
starfandi á geðdeildum
hafa velt því töluvert
mikið fyrir sér hvað veldur því að
svo erfiðlega gengur að vinna í anda
laga um heilbrigðisþjónustu og þá
sérstaklega með málefni er tengjast
geðsjúkum. Á undanförnum árum
hefur athygli manna beinst æ meira
að áhrifum félagslegra þátta á or-
sakir geðsjúkdóma og rannsóknir
hafa leitt í ljós að sterkt samband
er á milli geðsjúkdóma og félags-
legra vandamála. Davið Goldberg,
D.M. bendir á þessa orsakaþætti í
grein um geðheilbrigðismál og segir
m.a. að líf hvers og eins mótist af
félagslegu umhverfi. Því meira fé-
lagslegt mótlæti þess meiri hætta
er á depurð. Svo virðist sem félags-
legt mótlæti auki ekki aðeins hætt-
una á geðrænum sjúkdómum heldur
dragi einnig úr bata (2).
Eftir aðalfund félags íslenskra
heimilislækna sem haldinn var 17.
september 1994 birtist yfirlýsing í
íjölmiðlum m.a. um að mikil félags-
leg vandamál hefðu áhrif á líkam-
lega og andlega heilsu fólks og enn-
fremur að ef unnið væri með félags-
legu málin væru meiri líkur á því
að álag á einstaklinginn yrði minna
og að líkur á betra heilsufari ykist.
Félagsráðgjafar taka undir þessi
sjónarmið. Það er hlutverk þeirra
Erfiðlega gengur, segir
Sveinbjörg Júlía Svav-
arsdóttir, að vinna í
anda laga um heilbrigð-
isþjónustu.
að hafa yfirsýn yfir félagslega stöðu
skjólstæðinga og áhersla er lögð á
skjótar lausnir. Máli skiptir hvers
konar hjálp er veitt og hvernig hún
er veitt. Meðal verkefna er að veita
ráðgjöf og stuðning í persónulegum
málefnum og gefa upplýsingar um
félagsleg réttindi. Þá er unnið með
einstaklingum, hjónum og fjölskyld-
um í þverfaglegu meðferðarteymi
og málum fylgt eftir á göngudeild
eftir að vistun á geðdeild lýkur.
Meginmarkmiðið er að veita stuðn-
ing til þess að takast á við ýmis
vandamál, komast yfir erfiðleika og
mynda jákvæð tengsl við umhverfið.
Kappkostað er að vinna í anda laga
um heilbrigðismál. Mikilvægt er að
kanna hæfileika og styrk einstakl-
ingsins til að vinna úr tilfmningum
sínum. Huga þarf að tengslaneti
skjólstæðings og þörf hans fyrir
faglega hjálp með það markmið að
komast yfir erfiðleikana. Flestir sem
eiga við andleg veikindi að stríða
sjá ekki samhengi á milli heilsu
sinnar, svo sem þunglyndis og kvíða,
og vandamála sem upp koma. Skjól-
stæðingar verða að reiða sig á fag-
fólk og því skiptir miklu máli að
vinna vel að málefnum þeirra og
reyna að koma í veg fyrir að þeir
missi andlegt, líkamlegt eða félags-
legt viðnám. Nauðsynlegt er að
skilja hvernig skjólstæðingur upplif-
ir stöðu sína, því skilningur hans
getur verið aðalhluti vandans sem
vinna þarf með. Samspil einstakl-
ings við t.d. fjölskyldu, skóla, vinnu-
félaga og vini hefur mótandi áhrif
á það hvernig hann bregst við
vandamálum, enda er hann hluti af
heild. Hér reynir á samstöðu fag-
fólks, sem er forsenda þess að góð-
ur árangur náist.
Félagsráðgjafar verða varir við
að skjólstæðingar sem leggjast inn
vegna geðsjúkdóms eiga oft erfitt
uppdráttar í þjóðfélaginu eftir út-
skrift, þegar þeir koma úr því
verndaða umhverfi sem er í kring-
um þá í meðferð. Sérstaklega getur
það reynst erfitt fyrir þá sem eiga
við langvarandi veikindi að stríða
og þurfa algjörlega að reiða sig á
stoðkerfið. Það getur verið átak að
þurfa að skipuleggja lífið á ný við
skerta getu. Geðsjúkum er oft
þröngur stakkur skorinn og andleg-
ur sjúkdómur getur haft ófyrirséðar
afleiðingar fyrir viðkomandi ein-
stakling sem á oft við atvinnu-
missi, fjárhagserfiðleika og hús-
næðisvanda að stríða. Mikill tími
fer í að leysa úr málum, sem aftur
veldur oft auknu andlegu álagi sem
getur hindrað einstaklinginn í að
koma sér áfram, fá viðurkenningu
og lifa eðlilega.
Hér reynir á samvinnu með-
ferðaraðila og er eftirfarandi tilvitn-
un úr grein Svövu Stefánsdóttur,
yfirfélagsráðgjafa á kvennadeild
Landspítalans, lýsandi í þessu sam-
bandi, en þar segir m.a. að sál, lík-
ami og félagslegar aðstæður séu
strengir í heilbrigði hverrar mann-
eskju sem þurfa að vera samstilltir,
ef góður hljómur á að nást. Ef starfa
á í anda laga um heilbrigðisþjónustu
til verndar andlegu, líkamlegu og
félagslegu heilbrigði er nauðsynlegt
að fagaðilar vinni, þverfaglega í
meðferðarteymi og unnið sé mark-
visst með alla þessa þætti (3). Ekki
er nóg að hafa góð meðferðarúr-
Leyndardómur jólanna
Gangið til Guðs borðs
umjólin, segir Jakob
Ágúst Hjálmarsson,
sem hér fjallar um
leyndardóm jólanna.
Jakob Ágúst
Iijálmarsson
NÚ NÁLGAST hei-
lög jól og sem endra-
nær er undirbúningur-
inn viðamikill og lang-
ur. Þjónustuaðilar búa
sig undir að verða við
óskum neytenda og
auglýsingaiðnaðurinn
kemur þessu öllu á
framfæri og gyllir
boðin. Englar eru
áberandi í auglýsing-
um enda eru þeir
„inni“ núna. Þar sem
þeir birtast á auglýs-
ingasíðum, í auglýs-
ingatímum sjónvarps-
stöðvanna og náttúr-
lega þar sem þeir
hanga í verslunarhúsunum, vísa
þeir okkur þó á að sjálfur jólavið-
burðurinn er himneskt fyrirbæri,
eitthvað yfirnáttúrulegt.
Jólasöguna sjálfa er hægt að
segja í máli og myndum og draga
fram alla hugsanlega fleti hennar;
tala um þýðingu þess barns er var
í jötu lagt margt fyrir löngu í
Austurlöndum. En kjarni hennar,
leyndardómurinn verður ekki fang-
aður í orðum. Lýsingar ritninganna
og allra jólasagnanna koma því
ekki til skila einar sér. Annað verð-
ur að koma til. Ef við ætlum að
sjá inn í himininn, sjá englana og
heyra þá syngja dýrðaróð sinn
verður andi mannsins og Andi
Guðs að eiga stund saman.
Ýmsar sögur segja frá þessu
líka án þess að gera annað en að
vísa leiðina: Jól á hafi úti, í ein-
semd á sjúkrahúsi, í dýrlegustu
guðsþjónustu, aftan-
söngurinn í þorps-
kirkju bernskunnar.
Allt sögur af snert-
ingu hins himneska
við sál manns,
upplúkningu jarð-
neskra augna fyrir ei-
lífð Guðs ellegar sann-
leiksstund í þessu lífi
sem verður síðar
grundvöllur fyrir and-
legum vexti og
þroska.
Margt í jólahaldi
okkar vísar á mikilvæg
andleg verðmæti svo
sem hefðir og helgisið-
ir sem eiga því hlut-
verki að gegna að opna anda okk-
ar og stuðla að tilfinningalegum
þroska. En þá gildir að láta ekki
hið ytra yfirbuga hið innra, ekki
láta umstangið kæfa hina innri
andlegu upplifun heldur láta allt
miða að því að maður sjálfur og
fólkið í kringum mann nái því að
setjast inn í jólafriðinn, hátíðina.
Yið sækjum því í kirkju og ger-
um það að meginþætti jólahaldsins
hjá okkur, komum þúsundum sam-
an til helgra tíða og syngjum jóla-
söngvana kæru og látum sál okkar
sökkva inn í leyndardómana.
Við höfum á undanförnum árum
náð að uppgötva að nýju helgasta
leyndardóm kristins trúarlífs: Mál-
tíð Drottins. Já, altarisgöngum
hefur fjölgað mjög og ef mælt
væri í prósentum þá væri aukning
milli sumra undangenginna ára
ævintýraleg í öðru samhengi. En
ræði fyrir geðsjúka á stofnunum,
heldur þarf að leggja ríka áherslu
á tengsl milli einstakra stofnana og
við almenning. Fagaðilar á hinum
mismunandi stofnunum vinna oft
að sama málinu samtímis án þess .
að vita af því. Það getur leitt til
þess að skjólstæðingar fá mismun-
andi skilaboð sem geta valdið mis-
skilningi og dregið úr árangri. Með
aukinni samvinnu myndi sparast
tími, fjármagn og fyrirhöfn, en
umfram allt yrði skilvirkni meiri og
betri heiidarsýn fengist.
Þekkingarleysi meðal almennings
á málefnum geðsjúkra er talsvert
og það andstreymi sem geðsjúkir
mæta vegna þess getur dregið úr
viðnámi þeirra. Erfitt getur reynst
fyrir geðsjúkan einstakling að sýna
fram á veikindi sín þar sem geðsjúk-
dómur er ekki sýnilegur og þeir sem
við andleg veikindi eiga að stríða
eru mjög viðkvæmir fyrir almenn-
ingsáliti og hafa mikla þörf fyrir
nærgætni og skilning. Aðgát skal
höfð í nærveru sálar. Hægt er að
vinna gegn fordómum og þekking-
arleysi á þessum málum með skipu-
lögðu fræðslu- og kynningarstarfi,
jafnt fyrir aðstandendur og almenna
borgara. Aukin fræðsla í skólum um
málefni geðsjúkra er talin nauðsyn-
leg með fyrirbyggjandi starf í huga.
Það ætti að vera kominn tími til að
viðurkenna að andlegur sjúkdómur
getur leitt til félagslegrar fötlunar
og þeir sem veikjast eiga rétt á full-
komnustu þjónustu sem mögulegt'
er að veita.
Vandamál geðsjúkra vegur þungt
fyrir þjóðfélagið í heild. Sameigin-
lega ætti að vera hægt að létta þá
byrði sem hvílir á þeim sem eiga
við veikindi að stríða. Enginn viil
veikjast, en allri geta veikst.
Heimildir: (1) Lög um heilbrigðis-
þjónustu, 1. gr. stj. tíð. A nr.
97/1990 (2) David Goldberg, D.M:
Acta Psychiatr Scand 1994
(suppI.385):66-70 (3) Svava Stef-
ánsdóttir: Heildarsýn í heilbrigðis-:
þjónustu, Heilbrigðisþing 1980.
Höfundur er félagsráðgjafi á geð-
deild Landspítala.
þessi mikilvægi siður hefur hins-
vegar ekki enn orðið sá þáttur í
jólahaldinu sem vert er.
Messa á jólanótt er forn siður
og nýr í kristnum löndum og gefur
okkur óviðjafnanlegt tækifæri til
þess að lifa leyndardóm holdtekju
guðdómsins, það undur að Guð
gerðist maður og að setja jólin
fyrir okkur í rétt samhengi við
kross Krists og upprisu. Eg er
þess fullviss að sá siður eigi eftir
að eflast og breiðast út meðal okk-
ar kristinna manna á íslandi sem
og annars staðar að hafa hátíðlega
messu á jólanótt þar sem gengið
er til altaris til hinnar sönnu jóla- ’
máltíðar Drottins.
Eg hvet þá sem lært hafa að
meta máltíð Drottins til að veita
þeim tækifærum athygli sem þeir
hafa til að ganga til Guðs borðs
um jólin. Slík messa hefur verið
vel sótt undanfarin ár í Dómkirkj-
unni í Reykjavík á jólanótt og þyk-
ir góð viðbót við hið hefðbundna
helgihald kirkjunnar okkar, aftan-
sönginn og hátíðarguðsþjón-
ustunnar.
Höfundur er dómkirkjuprestur.
Scetir sófar
d óviðjafnanlegu verði
HÚSGA GNALAGERINN
Smiðjuvegi 9 (gul gata) - Kópa - simi 564 1475 Opið v.d. 10-19 lau. 11-17, sun 13-17.