Morgunblaðið - 16.12.1995, Síða 46
46 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREIIMAR
Hvemig ffetum við vemdað beinin? Sigrún Guðjónsdóttir, Svanhildur Elentínus-
dóttir og Þórunn B. Bjömsdóttir úr faghópi um sjúkraþjálfun aldraðra gefa
góð ráð um hvemig styrkja má beinin og draga úr beinþynningu.
Sjúkra-
þjálfarinn
segir . . .
Vemdum
beinin
BEINþYNNING er algeng orsök þess
að bein brotna. Því er full ástæða
til þess að vekja athygli á hvað
lífshættir ráða miklu um það hve
sterk bein okkar eru. Heilbrigðir lífshættir
eins og regluleg hreyfing og hollt mataræði
eru mikilvægir allt lífið, þeir draga úr bein-
þynningu og styrkja beinin.
Bein þarfnast álags til þess að
styrkjast
Bein er lifandi vefur í stöðugri endurnýjun
og styrkist af því álagi sem hann verður
fyrir. Ef álagið er of lítið rýrna beinin, en
of mikið álag getur skaðað. Við þurfum að
ganga eða standa, í minnst þrjá tíma sam-
tals daglega, til þess að viðhalda eðlilegum
styrk beina.
Við 35 ára aldur hafa beinin náð hámarks
þéttleika. Þá dregur úr jafnvægi milli upp-
byggingar og niðurbrots beinvefs og bein-
þynning hefst í litlum mæli til að byrja
með. Þéttleiki beina er breytilegur milli ein-
staklinga. Hann er aðallega háður erfðum,
aldri, kynferði og lífsháttum.
Beinþynning er meiri hjá
konum en körlum
Beinþynning á sér oftast langan aðdrag-
anda og leiðir til þess að beinin verða kalk-
Morgunblaðið/RAX
GANGA er gulls ígildi. Víða eru komnir göngustígar og fátt jafnast á við góð-
an göngutúr í hreinu útilofti og fallegu umhverfi.
snauð, stökk og gljúp. Þá geta þau brotnað og lærleggsbrot við mjaðmarlið. Við samfall
af litlu tilefni. Algengust brota eru samfall á hryggjarlið kemur skyndilegur sár verkur
á hryggjarlið, framhandleggsbrot við úlnlið í bak, sem leiðir út til hliðanna og versnar
við snúning í bol. Þegar beinþynning er veru-
leg verða einkennin sjáanleg. Líkamshæðin
lækkar og bakið bognar. Merkjanleg ein-
kenni geta verið þrautir og þreytueinkenni
í baki. Sjúkdómurinn er alltaf greindur af
lækni, að undangenginni skoðun og rann-
sókn, til dæmis beinþéttnimælingu.
Karlmenn hafa sterkari bein en konur og
hafa af meiru að taka þegar rýrnun hefst.
Orust verður beinþynning hjá konum fyrstu
árin eftir tíðahvörf vegna taps á östrogeni,
kvenhormóni, sem vemdar beinin. í ellinni
verður tölverð beinþynning hjá báðum kynj-
um.
Góður líkamsburður verndar og
styrkir bein.
Líkamsþunginn styrkir beinin, þegar stig-
ið er til skiptis í fæturna, því að bein þéttist
við endurtekið álag á lengdarás þess. Allar
æfingar sem rétta úr bakinu styrkja það.
Gott ráð er að bera lítinn bakpoka allt að
kílói að þyngd. Bakpokinn, sem á að vera
fyrir neðan herðablöðin, hvetur til þess að
við réttum úr bakinu. Það er óæskilegt að
reyna mikið á bogið bak.
Þéttleika beina má auka með ýmsu móti,
til dæmis með göngu, dansi, golfi, tækjaþjálf-
un og lyftingum. Armréttur upp við vegg
sitjandi eða standandi eru auðveld aðferð til
að styrkja bein handleggja. Sjúkraþjálfarar
geta veitt ráðgjöf og leiðbeint nánar um
æfingar.
Góður líkamsburður og rétt líkamsbeiting
dregur úr sliti og skökku álagi á bein og er
beinvernd.
í upphafi skal
endinn skoða
Besta beinverndin er að temja sér hoila
lífshætti strax í æsku. Helstu þættir sem í
sameiningu stuðla að styrkleika beina eru
regluleg líkamsþjálfun, fjölbreytt mataræði
og kvenhormón. Reykingar og óhófleg kaffi-
og áfengisdrykkja hefur skaðleg áhrif á bein-
in. Kalk styrkir bein með flóknu samspili
hormóna og með hjálp D-vítamíns. Ráðlagð-
ur dagskammtur af kalki er 800 mg. Konur
á miðjum aldri og allir aldraðir ættu að leggja
áherslu á næga hreyfingu og huga að kalk-
inntöku ásamt D-vítamíni. Forvörn er góð
og aldrei er of seint að hefja beinvernd.
Sigrún Guðjónsdóttir er sjúkraþjálfari í
Hjúkrunarheimilinu Skjóli, Svanhildur
Elentínusdóttir er sjúkraþjálfari Hrafnistu
í Reykjavík og Þórunn B. Björnsdóttir er
sjúkraþjálfari Hrafnistu í Reykjavík í fag-
hópi um sjúkraþjálfun aldraðra.
Fj árlagafrum varpið
og lífeyristryggingar
orlofsuppbót og desemb-
eruppbót, sem þeir einir
fá sem eru með tekju-
tryggingu. Þær leggjast
líka ofan á heimilisupp-
bót og sérstaka heimil-
isuppbót. Með þessum
viðbótargreiðslum eru
útgjöldin komin í rúm-
lega 17,1 milljarð kr.
1995. Því hlýtur að verða
að gefa út fjáraukalög
fyrir árið 1995, svo end-
ar nái saman.
í fjárlagafrumvarpinu
er áformað að lækka
útgjöld lífeyristrygginga
1996 um 1.115 milljónir
í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið króna. Þar af eiga lífeyrisþegar að
1996 ertekið fram, að útgjöld lífeyris- taka á sig 985 m.kr. en aðrir 130
NÚ nýlega var birt
yfirlýsing frá ríkis-
stjóminni um að bætur
almannatrygginga
skuli hækka frá 1. jan-
úar 1996 um 450 millj-
ónir króna. Þetta þýðir
um 2,3% hækkun til
allra bótaþega á árinu
1996 miðað við rúm-
lega 17 milljarða fram-
lag til lífeyristrygginga
á íjárlögum 1996. Eng-
in nánari skýring
fylgdi, en sennilega er
þetta hluti 3,5 prósent-
anna, sem lofað var
áður.
Margrét H.
Sigurðardóttir
trygginga hækki um 1,4 milljarð kr.
frá fjáriögum 1995. í þessu orðalagi
fellst ákveðin blekking. Lítum nánar
á tölumar.
Reikningur lífeyristrygginga 1994,
16.356 milljónir kr.
Fjárlög 1995, 15.830 milljónir kr.
Frumvarp til fjárlaga 1996,17.225
milljónir kr.
Við sjáum að útgjöld lífeyristrygg-
inga 1994 voru 526 milljónum hærri
en fjárlög 1995. Það eru tveir þættir,
sem ekki hefur verið reiknað með í
Ijárlögum 1995, annars vegar 4,8%
hækkun bóta 1. mars 1995, sem gróft
reiknað hækka útgjöld um 634 millj-
ónir og hins vegar eingreiðsiur upp á
um 640 m.kr. Eingreiðslur 1994
námu 694 m.kr., en í ár var ekki
greiddur viðskiptakjarabati eins og í
fyrra og láglaunabætur eru lægri í ár.
Eingreiðslur eru láglaunabætur,
m.kr.
1. í fyrsta lagi á að fella niður 65.
grein laga nr. 117/1993 um almanna-
tryggingar, sem hljóðar þannig: „Þeg-
ar breyting verður á vikukaupi í al-
mennri verkamannavinnu, skal ráð-
herra innan 6 mánaða breyta upphæð
bóta.“ í raun hafa þessi lög verið í
gildi í 24 ár frá 1971, en nú á að
fella þessa tekjutengingu niður, og á
Alþingi að ákveða hækkun bóta. Þetta
er mjög alvarlegt mál og frekleg
móðgun við aldraða. Tekjutengingin
verður að standa. Ennfremur á að
fella eingreiðslur aðrar en desember-
uppbót inn í bótagreiðslur. Með þess-
um aðgerðum á að spara 450 m.kr.
2.1 öðru lagi á að leggja 10% skatt
á íjármagnstekjur (vexti o.fl.) til að
ná til þeirra fjármagnseigenda, sem
aldrei hafa greitt í lífeyrissjóð og
hafa fengið óskerta tekjutryggingu.
Auðvitað lendir þetta á öllum, sem
eiga peninga í banka. Þegar fjár-
magnstekjur eru orðnar skattskyldar
tekjur, skerða 45% af þeim tekju-
tryggingu og heimilisuppbót, og sér-
staka heimilisuppbótin lækkar. Þessi
aðgerð á að spara ríkinu 285 m.kr.
3. í þriðja lagi á að setja reglugerð
um útgreiðslu heimildarbóta og spara
þar með um 250 m.kr.
Þessar aðgerðir valda 7,3% lækkun
á bótum lífeyrisþega. Eru þær svo
háar, að nauðsyn sé að lækka þær?
Lítum nánar á greiðslur til lífeyris-
þega árið 1994: Sjá töflu.
Landsmenn voru 267.000, 1. des-
ember 1994. 10% af þeim voru 67
ára og eldri, 24.105 menn fengu elli-
lífeyri eða um 9% þjóðarinnar. Það
1%, sem ekki fær lífeyri, er vinnandi
fólk með yfir 120.203 kr. í laun og
eignatekjur á mánuði og langlegu-
sjúklingar, sem búnir eru að vera 4
mánuði eða lengur á sjúkrastofnun
Ellilífeyrisþegar
Sjómannalífeyrisþegar
Ellilífeyrisþegar alls:
Örorkulífeyrisþegar
Endurhæf. lífeyrisþ.
Örorkulífeyrisþ. alls:
Elli- og örorku-
lífeyrisþegar samtals:
Örorkustyrkur
Fæðingarorlof, bamalí-
feyrir
umönnunarbætur o.fl.
Bætur alls:
Aftenging launa og
tryggingabóta má alls
ekki verða að lögum,
segir Margrét H.
Sigurðardóttir, sem
telur illa höggvið að
öldruðum.
og eru komnir á sjúkratryggingar.
Örorku- og ellilífeyrisþegar, sem
fengu bætur, voru 32.058, eða 12%
landsmanna.
Lítum nú nánar á ellilífeyrisþega.
Þeir voru 24.439 með sjómönnum og
fengu greiddar: 10.141,6
m.kr. / 24.439 = 414.976 kr. á árinu
1994 eða 34.581 kr. á mánuði á
mann.
Meðaltalsgreiðslur voru því aðeins
34.581 kr. á mánuði. Er ástæða til
að lækka þessar bætur? Þetta er mun
lægri upphæð, en þingmenn ætluðu
sér skattfijálsa á mánuði ofan á önn-
ur laun.
Öryrkjar fengu örlítið hærri
greiðslu, sem gerði 3.212,2
24.439 10.141,6 m.kr.
7.455 3.175,1 m.kr.
164 37,1 m.kr.
7.619 3.212,2 m.kr.
32.058 13.353,8 m.kr.
202,7 m.kr.
2.799,5 m.kr. 16.356,0 m.kr.
m.kr. / 7.619 = 421.604 kr. á ári eða
35.134 kr. á mánuði. Það sést á þess-
um tölum að tekjur úr lífeyrissjóði
eru famar að hafa mikil áhrif á bóta-
greiðslur til lækkunar, því þær skerða
tekjutrygginguna og létta stórum
bagga af ríkinu.
Eg nefndi áður að fella ætti hluta
af eingreiðslunum inn í bætumar.
Ellilífeyrir á að hækka 1996 um 1,2%,
tekjutrygging um 7% og heimilisupp-
bót um 6%. Það er einkenniiegt með
ellilífeyrinn, hann lækkar alltaf með
árunum í hlutfall við tekjutrygging-
una. í raun ætti hann að vera 29.000
kr. í dag en ekki 12.921 kr. Og í
ofanálag er hann tekjutengdur síðan
1. febrúar 1992.
Það er líka svo auðvelt að skerða
tekjutrygginguna með launum, lífeyr-
issjóðstekjum, eignatekjum og nú síð-
ast fjármagnstekjum. Lífeyriskerfíð
er orðið heill fmmskógur, sem aðeins
fáir botna í. Síðustu fjögur árin, síðan
ellilífeyririnn var tekjutengdur 1.
febrúar 1992, hefur rignt yfir okkur
lögum og reglugerðum, sem flest
hafa það að markmiði að skerða hlut
bótaþegans.
Ég ráðlegg alþingismönnum að
kynna sér vel lífeyristryggingakerfið,
hvers konar ópskapnaður það er orð-
ið, og koma þvi til leiðar, að það verði
gert einfaldara.
Vonandi ber Alþingi gæfu til þess
að hætta við að setja lög um þær
spamaðartillögur, sem fram koma í
fjárlagafrumvarpinu og leiða til þess,
að ellilífeyrisþegar bera minna úr
býtum.
Það hlýtur að vera hægt að spara
einhvers staðar í kerfínu án þess að
ráðst á garðinn, þar sem hann er
lægstur. Þær lágu tekjur, sem flestir
lífeyrisþegar hafa, mega ekki minnka.
Aftenging launa og tryggingabóta
má alls ekki verða að lögum.
Höfundur er viðskiptafræðingur
og varaformaður Félags eldri
borgara í Reykjavík og nágrenni.
Fjöldi
24.105
334
Heildargreiðslur
10.076,2 m.kr.
65,4 m.kr.