Morgunblaðið - 16.12.1995, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 47
________________AÐSEMPAR GREINAR_
Hvítlaukur: Er lyktin til bóta?
FRÆGÐ sína á hvítlaukur að
þakka lyktinni. Vinsældir hans eru
að þakka lyktsterkum brenni-
steinssamböndum. Mest áberandi
er allicin eða diallyl sulfinat. Lykt-
in af skornum hvítlauki er af því.
Lækningamáttur hvítlauks var
lengi talin vegna allicíns. Nú er
vitað að efnið er gagnslaust nær-
ingarfræðilega og jafnvel hættu-
legt. Margir framleiðendur hvít-
lauksafurða halda stöðugt fram
allicin-innihaldi sinnar vöru og
gagnsemi þess. Hér koma vísinda-
legar staðreyndir um hvítlauk og
allicín.
Allicin myndast þegar hvítlauk-
ur verður fyrir áverka og ver hann
fyrir utanaðkomandi áreiti, skor-
dýrum og sveppum. Ovirkt og
lyktarlaust alliin breytist í allicín
sem er lyktsterkt og ætandi.
Flest sem neytt er fer í gegnum
lifrina á leið út í blóðið. Rannsókn-
ir hafa leitt eftirfarandi í ljós.
Ekkert allicín sem máli skiptir
kemst framhjá lifrinni. Við gjöf
25 g hrás hvítlauks, finnst ekkert
allicín í blóði eða þvagi næstu
1-24 klst. Utan líkamans hefur
allicín reynst hindra vöxt bakter-
ía, en eftir neyslu 25 g hrás hvít-
laukssafa fannst lítil hömlun á
vexti sveppa í blóði og engin í
þvagi.
Hvítlauksafurðir lækka kó-
lesteról. Allicín hefur engin áhrif
á kólesteról-framleiðslu í frumu-
rækt sem bendir til þess að allicin
sé gagnslaust til-kólesteról lækk-
unar í mönnum.
Þetta og fleira staðfestir að
neysla allicín er gagnslaus og
allicín er ekki líffræðilega gagn-
legt efni úr hvítlauki og klárlega
ekki það sem jákvæð áhrif hvít-
lauks eru af.
Ýmsir framleiðendur halda
fram innihaldi vöru sinnar af allic-
ín en ekkert styður það. Við Kali-
forníuháskóla í Davis voru rann-
sökuð mörg vörumerki í leit að
allicín; 1. Kwai, 2.
Garlicin, 3. Allirich
Garlic, 4. Quintess-
ence, 5. Ilja Rogoff
í engu þessara
vörumerkja fannst
greinanlegt magn af
allicín þrátt fyrir lof-
orð um það. Frá 1932
hefur' fjöldi tilrauna
sýnt að allicín og hrár
hvítlaukur geta valdið
ýmsum heilsufars-
vandamálum: Blóð-
leysi, magasár,
snertiofnæmi, asthmi,
niðurgangur, eyðing
þarmaflóru, útbrot og
truflun á sæðisframleiðslu karla.
Þetta er ástæða þess að þjóðir sem
nota mikinn hvítlauk láta hann
liggja eða eldast þannig að hið
hættulega allicín ijúki úr eða
umbreytist í hættulaus gagnleg
efni.
Á fyrsta heimsþingi um heilsu-
farsleg áhrif hvítlauks dró Stjórn-
andi þess Dr. Robert Lin við Kali-
forníuháskóla í Irvine saman eftir-
farandi. „Hugmyndir um að allicín
sé eina virka efnið í hvítlauki eru
ekki byggðar á rökum, fremur
hefur efnið lítið með næringar-
fræðileg og lyfjafræðileg áhrif
hvítlauks að gera.“
Einföldustu og ódýrustu hvít-
lauksafurðirnar eru ferskur hvít-
laukur. Við áverka myndast allic-
ín. Allicin gerir hvorki greinarmun
á góðum eða slæmum bakteríum,
sýktum eða heilbrigðum frumum.
Þær drepast allar. Þegar önnur
efni í hvítlauki fara að hafa já-
kvæð áhrif er magn allicín orðið
það hátt að hætta er á bólgu og
sárum í munni, koki og maga.
Venjulegir skammtar sem notaðir
eru til matargerðar valda sjaldan
þessum einkennum en stórir
skammtar af hráu hvítlauksdufti
geta það.
Hvítlauksduft er úr þurrkuðum
hvítlauki. Að efna-
samsetningu er duftið
ekki bara þurrkaður
hrár hvítlaukur. Hrár
hvítlaukur er ca. 1%
alliin, forstig allicíns,
en duftið er helmingi
snauðara að alliini
sem tapast við
vinnslu.
Olía er framleidd
með eimun hrás hvít-
lauks. Olían er unnin
við hátt hitastig og
rokgjörn olía unnin
úr. Vítamín, steinefni,
amínósýrur og ensím
verða eftir og stór
hluti af jákvæðum áhrifum hvít-
lauks tapast. Gagnlegustu efnin í
hvítlauki eru vatnsleysanleg og
ekki í olíunni.
Gegnum tíðina hafa menn alltaf
notað sér að meðhöndla hvítlauk
fyrir neyslu. Hvítlaukur var leginn
í rauðvíni eða ediki og í gömlum
kínverskum textabókum er lýst
aðferðum sem taka tvö til þrjú ár
i vinnslu og auka lækningaeigin-
leika hans.
í Japan framleiðir Wakunaga
lírænan, kaldþroskaðan hvítlauk.
Hvítlaukurinn hlaut æðstu viður-
kenningu japanska vísinda- og
tækniráðuneytisins fyrir háþróað-
ar vinnsluaðferðir og gæði árið
1991. Bandaríska krabbameins-
stofnunin (NCI) hefur viðurkennt
hann og notar við rannsóknir á
áhrifum hvítlauks gegn krabba-
meini og bandaríska lyfjaeftirlitið
(FDA) hefur rannsakað hann og
telur hann öruggan og lausan við
aukaverkanir. Hann er algjörlega
laus við allicín.
Vinnsluaðferðirnar hafa vakið
athygli því svo virðist að með
vinnslunni fáist afurð sem standi
ferskum hvítlauki framar að flestu
leyti.
Á 1. heimsráðstefnu um heilsu-
farsleg áhrif hvítlauks voru 16 af
Hvítlauksafurðir lækka
kólesteról, segir
Rafn Líndal, sem hér
fjallar um hvítlauk sem
heilsubótarefni.
46 rannsóknum þar sem kald-
þroskaður hvítlaukur frá Waku-
naga var notaður.
Ráðstefnan var haldin í Wash-
ington DC árið 1990 í samvinnu
Bandaríkjastjórnar, háskólans í
Pennsylvaníu og fyrirtækisins
Nutrition International. Þar birtu
50 vísindamenn rannsóknir um
áhrif hvítlauks á heilsuna.
Eftirfarandi eru ummæli um
kaldþroskaða Wakunaga-hvít-
laukinn. Dr. Robert I. Lin við
Kaliforníu háskóla í Irvine: „Hvít-
laukurinn gæti orðið náttúruvara
eða fæðuefni sem lækkar
kólesteról og kemur í veg fyrir
myndun æðakölkunar í mönnum“.
Dr. David Kritchevsky frá
Winstar-stofnuninni í Fíladelfíu
sýndi fram á að hvítlaukur lækkar
LDL kólesteról, hið slæma, og
eykur hann HDL, hið góða. Kald-
þroskaði hvítlaukurinn stóð fersk-
um framar.
Dr. Herbert Pierson frá krabba-
meinsstofnun Bandaríkjanna, yf-
irmaður rannsókna á notkun
virkra efna í fæðunni gegn
krabbameini, sagði að hvítlaukur
væri mikilvægasta fæðan í barátt-
unni gegn krabbameini. Hvítlauk-
urinn frá Wakunaga væri sá eini
sinnar tegundar, lífrænt ræktaður
og stæðist kröfur um stöðlun og
öryggi.
Dr. Osamu Imada frá Texas-
háskóla gat þess að eini hvítlauk-
urinn sem væri öruggur í eitur-
efnaprófum væri kaldþroskaði
Rafn Líndal
hvítlaukurinn. Hann væri örugg-
ari en ferskur hvítlaukur og aðrar
hvítlauksafurðir þar sem hann
inniheldur ekkert allicín eða eitruð
niðurbrotsefni þess. Vinnslan yki
magn efna með næringar- og 1
lyfjafræðilega eiginleika eins og
S-allyl-cystein.
Árið 1991 voru haldnir fundir
í framhaldi af heimsráðstefnunni.
Dr. Raimo Hiltunen, prófessor
í náttúrlyíjafræði í Helsinki skýrði
frá því að kaldþroskaði hvítlauk-
urinn verndaði menn gegn
krabbameinSvaldandi efnum.
Gagnsemi gegn maga- og bijósta-
krabba, til að draga úr vexti húð-
krabbameins og til meðferðar við
krabbameini í þvagblöðru væri
staðfest.
Dr. Benjamín Lau, prófessor í
sýkla og ónæmisfræði við Loma
Linda-háskólann í Kaliforníu lét
þess getið að hvítlaukurinn yki
varnir líkamans gegn krabba-
meinsfrumum og sýklum, m.a.
með því að hjálpa frumum að losa
sig við skaðleg eiturefni.
Dr. Hiromichi Sumiyosi við
M.D. Anderson-krabbameins-
rannsóknarstöðina við Texas-
háskóla skýrði frá því að myndun
krabbameins hæfist með skemmd-
um á kjarna fruma, sem S-allyl-
cystein í hvítlauki gæti oft hæg-
lega komið í veg fyrir.
Framleiðendur og seljendur
hvítlauks sem stendur hinum
kaldþroskaða langt að baki hafa
reynt á ósmekklegan og ófaglegan
hátt að kasta rýrð á áðurnefndan
hvítlauk. Flest vörumerki eru aldr-
ei notuð í rannsóknum sökum
þess hve léleg þau eru. Á meðan
eru tugir rannsókna til í virtum
tímaritum á hinum kaldþroskaða
KYOLIC. Aðeins ein lyktarlaus
hvítlaukstegund er þess virði að
nota skv. rannsóknum. Árið 1994 —-
birtust 12 rannsóknir i viður-
kenndum bókum og vísindatíma-
ritum á Kyolic og heil bók var
skrifuð um hann. Þar til önnur
vörumerki sanna sig ætti fólk
aldrei að kaupa annað.
Höfundur er læknir.
Þrettánhundruðáttatíuogfj ögur?
Um hrörnan
íslenskrar tungu
og bókmenningar
SVO kvað skáldjöfurinn Hannes
Sigfússon í Ættjarðarkvæði sínu:
„Vetrarlangt yfir landið
leituðu móðir vindar
flettu bylgjublöðum
blásinn mel lásu...“
Þeir móðu vindar, sem skáldið
síðar líkir við úlfahjarðir, leita
„þess sem þér er kærast“, lindar-
innar heitu sem „fóstrar blóm og
frestar frostsins veldi um sinn“.
Lindin er íslensk menning og
„úlfahjarðir vinda“ vilja hana
feiga.
Vandinn
Sjaldan hefur þetta stórbrotna
kvæði átt brýnna erindi við íslend-
inga en einmitt nú á „vargöld,
vindöld" fjölmiðlaglaumsins.
„Bókaþjóðin“ er orðin „spóluþjóð“
og stór hluti hennar vart mellufær
á tungu feðra sinna. Lítill vafi er
á að málkerfið er að breytast, ein-
faldast, og skýringin sennilega sú
að enskan glymur í eyrum landans
sýknt og heilagt. Mér virðist það
nánast almenn regla að tungumál
einfaldist ef þau eru undir sterkum
áhrifum frá öðrum málum. Engil-
saxneska hafði býsna flókna mál-
fræði en blandaðist frönsku og
útkoman var nútíma enska sem
er mun einfaldara tungumál.
Sömu sögu er að segja
um skandinavísku
málin sem eru eins
konar blanda norrænu
og lágþýsku. í Noregi
hófust þessar miklu
breytingar á málkerf-
inu á síðari helming
fjórtándu aldar
(„Þrettánhundruðátta-
tíuogfjögur"). Um
sama leyti tók bók-
menningu Norðmanna
að hnigna all verulega,
stór hluti lærðra
manna dó drottni sín-
um í svarta dauða. Og
spurningin er hvort
slíkt hið sama er. uppi á teningnum
á Fróni, nema hvað okkar svarti-
dauði er andleg uppdráttarsýki,
orsökin tölvuveira andans. Til að
gera illt verra virðist fjöhniðla-
mennskan gera málfæri íslend-
inga klisjukenndara. Málið breyt-
ist í frasakennt „nýmál“, ekki
ósvipað því tungumáli alræðisrík-
isins sem George Orwell lýsir í
skáldsögunni Nítjánhundruðátta-
tíuogfjögur.
íslensk útgáfufélög beijast í
bökkum og fara á hausinn unn-
vörpum. Og ekki hafa þau drukkið
þennan bitra kaleik í botn, íslensk-
ir unglingar lesa tæpast nokkuð.
Guð hjálpi íslenskum forlögum
þegar þessi makalausa kynslóð
kemst á legg! Engu líkara er en
að unga fólkið sé hópur villimanna
sem hefur skyndilega ráðist inn í
landið. Líkt og villimenn er það
nánast ólæst, ofbeldis-
gjarnt, kann vart að
draga til stafs og lifir
í eilífu núi, hefur enga
sögulega vitund. Or-
sakavaldarnir eru
margir, hæst ber stór-
aukið skjáargláp, en
slíkt og þvílíkt athæfi
ku skadda hæfni
manna til að einbeita
sér að rituðu máli. En
við megum ekki
gleyma ábyrgð uppa-
lenda þessara greyja
sem gáfu þeim steina
í stað brauðs. Foreldr-
arnir unnu myrkranna
á milli til þess að geta keypt allt
þetta nýja rafeindaskran og eitr-
uðu fyrir börnum sínum með við-
bjóðnum. Réttast væri að rétta
hyskið og senda ungviðið á ein-
hveija Jótlandsheiðina í henni
Ameríku. Þar getur það glápt á
ofbeldismyndir þangað til það
dettur niður dautt.
Lausnin
En eigum við að sitja með hend-
ur í skauti og bíða þess að íslensk
tunga og bókmenntir líði undir lok?
Það skal aldrei! Stórefla verður ís-
lenskukennslu í skólum og fínna
leiðir til að gera bóklestur áhuga-
vekjandi fyrir ungt fólk. Útgáfufyr-
irtækin gætu efnt til samkeppni
þar sem ungmenni keppa um veg-
semdina „Bókaormur ársins“ og
verðlauna ber krakka sem sýna
góða kunnáttu í íslensku. Ríkis-
Ættjarðarkvæði Hann-
esar Sigfússonar birtist
í ljóðabók hans „Sprek
áeldinn“ 1961.
Stefán Snævarr segir
í grein þessari að „bóka-
þjóðin“ sé að breytast í
„spóluþjóð“.
stjórnin gæti lýst einhver næstu
ára „ár bókarinnar“ og „ár íslens-
kunnar“ með tilheyrandi hama-
gangi. Og virkja ætti „þjóðlega"
rokkara á borð við Megas og Bubba
til að tala máli bókar og tungu.
Eg segi stundum bæði í gamni og
alvöru að þegar Linda P. er farin
að tala eins og Snorri S. er sigur-
inn unninn! Það verður að gera
málræktina „kynæsandi", „töffa“ .
Umfram verður gott fólk að
bindast samtökum , nýstofnað
Lestrarfélag íslands er spor í rétta
átt. Og framtak Mjólkursamsöl-
unnar er til fyrirmyndar, hún aug-
lýsir málvernd með glæstum hætti.
„Með úlfum skal ýlfrað“, í mark-
aðsamfélagi verður að fara mark-
aðsleiðir. Ein slikra leiða er snið-
gengin („bojkott"). Þann stíg ber
að feta í baráttunni gegn „úlfa-
hjörðum vinda“. Til dæmis mætti
sniðganga útvarpsstöðvar sem mis-
þyrma íslensku, verðlauna hinar.
Ekki væri heldur úr vegi að nota
Stefán
Snævarr
menningarsjóð útvarpsstöðva til að
kosta íslenskuþjálfun útvarpsþula,
vel má fara „ríkisleiðir“ í sumum
tilvikum.
En ekkert kemur í stað þess
hljóðláta starfs sem vinna verður
á íslenskum heimilum. Þjóðhollir
foreldrar verða að ala börn sín upp
í „guðs ótta og góðum síðum“,
kenna þeim að meta bóklestur og
óbijálaða íslensku. Án slíkrar iðju
er allt unnið fyrir gýg.
Lokaorð
Ég hefði fullt eins geta kallað
greinarkorn þetta _ „Sautjánhundr-
uðáttíuogfjögur". í þann tíð voru
íslensk menning og tunga í full-
kominni niðumíðslu, málið orðið
talsvert dönskuskotið. Nokkru síð-
ar spáði danski málvísindamaður-
inn Rasmus Kristian Rask því að
íslenskan myndi líða undir lok inn-
an tvö hundruð ára. En viti menn,
líkið andaði og reis upp frá dauðum
með glæsibrag! Og ekki er öll nótt
úti enn, ef allir góðir Islendingar
taka höndum saman um að bægja
vágestum frá dyrum vorum hljóta
íslenskt mál og bókmenning að lifa
og dafna.
Skáldið Hannes lýkur ættjarð-
arkvæði sínu í vonardúr:
Kannski blæðir birtu
bleikri um asðar skýja
kannski opnast augu
allra linda á ný
renna gullnir röðlar
ijúfa umsát vetrar
fyrr en heitu hjarta
hennar blæðir út - ?“
Við verðum að iðja og biðja.
Höfundur gegnir rannsóknar-
stöðu í heimspeki við Háskókmn
í Björgvin í Noregi.