Morgunblaðið - 16.12.1995, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 49
AÐSENDAR GREINAR
Hefur mönnum tekist
að túlka Biblíuna rétt?
DAVÍÐ Þór Jónsson,
radíusbróðir og vænta-
lega verðandi prestur,
og Snorri Óskarsson
Betelstjóri funduðu
saman á dögunum um
boðskap Bibliunnar, og
virðist eins og hinum
unga „guðfræðinema"
finnist þversagnir hinn-
ar helgu bókar keyri
um þverbak fram.
Snorri segir aftur að
Biblían sé mál málanna
og til þess að fá hinn
rétta og góða lífsfarveg Birna
þurfi ekki út fyrir hana Smith
að leita.
Ég vil því spytja: hefur mannkyn-
inu, út frá Biblíunni, tekist að búa
í sátt og samlyndi þau tæpu 2000
ár eftir að Kristur varð andlegur
ieiðtogi á jörðinni og kirkjur í nær
hveiju horni? Kristur var uppi á tím-
um mikils myrkurs og vera hans
hér á jörðinni var upphaf mikilla
breytinga í sögu mannkynsins.
Hann hóf ákveðið starf við að
hreinsa jörðina þá og starf hans
sneri þróuninni við að vissu marki.
Hefur fordæmingin virkað
rétt?
kreppa, ringulreið,
sundrung, styijaldir,
ótti, og spilling hefur
einkennt allt þetta
tímabil. Milljónir
manna hafa verið myrt-
ar, konur og saklaus
börn.
Hvers vegna hafa
hinar trúarlegu hug-
sjónir sem boðaðar
hafa verið mönnunum
í þúsundir ára ekki get-
að stöðvað stríð, kúg-
un, glæpi, sjúkdóma og
örbirgð? Hefur sú for-
dæming og guðsótti
sem predikuð hafa ver-
ið gegnum aldirnar verið röng óg
ekki virkað rétt?
Hefur mönnum tekist að túlka
Biblíuna rétt? Hefur kirkjan staðið
sig sem skyldi og hefur henni tek-
ist að koma boðskap Krists rétt til
skila? Hefur hún virkað sem sálna-
leiðtogi líkt og Kristur var? Hefur
hún sýnt hinum ýmsu trúarbrögð-
um heims umburðarlyndi og skiln-
ing? Hvar er kærleikurinn sem
Kristur boðaði og umber allt?
Mætti ekki nýta kirkjurnar
meira?
Varla er hægt að fá betri leið-
sögn til ljóssins en þá sem Kristur
boðaði í fjallræðu sinni: „Elskaðu
Guð þinn yfir alla hluti fram og
náungann eins og sjálfan þig“. En
það virðist því miður eins og mann-
kyninu hafi ekki tekist að meðtaka
þennan boðskap friðarhöfðingjans
nægjanlega. Því mikil andleg
Eitt er víst að í kirkjum standa
sífellt fleiri stólar auðir, og fólk fær
svalað trúarþorsta sínum víðs fjarri
þeim. „Ég spyr þvi kirkjunnar
menn: Væri ekki hægt að nýta
kirkjurnar meira? Mættum við ekki
standa oftar saman, sýna samhug
í verki við bænaiðkanir, ekki bara
þegar harmleikir steðja að? Væri
Má ekki nýta kirkjurnar
betur, spyr Birna
Smith, sem hér gagn-
rýnir sitthvað í kirkju-
legu starfi.
ekki ráð að hafa kirkjurnar opnar
bæði fyrir hópa og einstaklinga,
koma oftar saman í kirkjum,
kveikja á kertum, kyrra hugi okk-
ar, þakka og biðja saman fyrir landi
okkar og þjóð, fyrir friði í heimin-
um, fyrir æsku okkar og ríkis-
stjórn, fyrir öllum þeim sálum sem
sjá ekkert annað en myrkur og vilja
taka sitt eigið líf, nú eða bara
syngja saman og vera glöð eins og
börnin á sunnudögum?
Davíð Þór og Snorri voru heldur
ekki sáttir um túlkun Biblíunnar.
Það er ósköp eðlilegt því Biblían
og spádómsbækur hennar eru allar
skrifaðar á líkingamáli og hver sá
sem reynir að setja sig inní og túlka
þetta líkingamál verður að gera sér
grein fyrir því að það fæst enginn
skilningur á því sem þar er sagt
frá, nema líkingin sé til fulls skilin,
og þarf mikinn andlegan skilning
og þroska til að skilja þessi sann-
indi. Til eru margir biblíufræðarar
sem hafa kappkostað að túlka Bibl-
íuna eftir eigin geðþótta og troða
trú sinni uppá fólk, en eru því mið-
ur hvorki rökfastir né sjálfum sér
samkvæmir, trú sem að mínu áliti
er mannatilbúningur einn, og sést
það best á þeirri sundrung sem rík-
ir á milli biblíufræðara í dag. Sam-
anber fjölda þeirra trúarfélaga sem
kenna sig við Biblíuna.
Heimsendir
Við skulum skoða dæmisöguna
um heimsendi sem margir hafa
túlkað sjálfum sér eingöngu í hag.
Allir eiga að farast nema þeir út-
völdu. Jónas Guðmundsson var mik-
ill áhugamaður um úrlesningu bibl-
íunnar og skrifaði hann í bók sinni,
Vörðubrot, sem kom út árið 1944,
um fleiri þýðingar Biblíunnar á einu
og sama efninu, og tekur hann þar
sérstaklega fyrir söguna um hinn
fullsprottna akur, en hún er ein af
þeim fáu dæmisögum sem Kristur
hefur sjálfur útskýrt sérstaklega.
Jónas talaði um að auk íslensku
þýðingarinnar á þessari dæmisögu
séu aðrar til og hafi þær allt aðra
merkingu, þar er að finna bæði
þýðingu Ferrar Fenton og G. W.
Wade. Um hinn fullsprottna akur
segir í íslensku þýðingunni: En ak-
urinn er heimurinn, en góða sæðið,
það eru synir ríkisins, en illgresið,
það eru Synir hins vonda. En þýð.
Wade: Akurinn táknar heiminn og
það sem vex af góða sæðinu táknar
þegna hins guðlega veldis, en ill-
gresið táknar þá sem eru undir
áhrífavaldi hins illa. ísl. þýð., 39.
vers: En óvinurinn er sáði því er
djöfullinn en kornskurðartíminn er
endir veraldar, en kornskurðar-
mennirnir eru englar. Þýð. Wade:
Og óvinurinn, sem sáði sæðinu er
þeir spruttu upp af, táknar djöfulinn
og uppskerutíminn táknar endi þess
tímabils sem stendur yfir og upp-
skerumennirnir tákna engla.
ísl. þýð, 40 vers: Eins og illgres-
inu er safnað og það brennt á eldi,
þannig mun fara við endi veraldar.
Þýð. Wade: Þess vegna mun eins
að farið verða við endi þessa tíma-
bils, og þegar illgresinu er safnað
saman og það brennt upp í eldi.
Þýð. Fentons er mjög lík þýð. Wade.
Jónas sagði einnig frá amerískri
þýðingu: Þeir munu samansafna út
úr ríki hans öllu því sem veldur
synd, og þeim sem fremja ranglæti.
Endalok ákveðins ills tímabils
Það er augljóst af þessum til-
færðu dæmum, að skilningur sá
sem almennt hefur verið lagður í
orðin endir veraldar er algerlega
rangur.
Með þeim er frekar átt við enda-
lok ákveðins tímabils hér á jörðu.
Endalok þess sem mestu böli hefur
valdið á jörðinni. Margar rangar
stefnur og ófullkomið og ranglátt
skipulag, sem fólkið í heiminum
hefur búið við kynslóð eftir kynslóð
mun líða undir lok. Það sem skapað
hefur vanlíðan, ófrið, glæpi, heilsu-
leysi, illgirni, kúgun og marghátt-
aða spillingu, bæði í opnberu lífí og
í lífi einstaklinga, það er fyrst og
fremst þetta sem útrýma verður og
mun verða útrýmt.
Það munu verða hinar sönnu
framfarir, bæði í andlegum sem
veraldlegum efnum, sem eftir
standa. Það munu verða sannar
framfarir í t.d. læknisfræði, meiri
áhersla verður lögð á forvarnir,
náttúrulækningar og sjálfshjálp, í
vísindum, dulvísindum, trúmálum,
félagsmálum og dýpri skilningur
og fræðsla í sálarfræði. Sannar
framfarir eru þær framfarir sem
sanna gildi sitt og það mun verða '
fólkið sjálft sem dæmir, eftir að það
hefur fengið meira frelsi og val í
þessum efnum.
Frá ljóssins dýrðar lind í huga
Guðs lát ljósið streyma inn í huga
manns. Lát ljósið lýsa þessa vora
jörð.
Lát kærleik, ljós og æðri mátt efla áform
lífs á jórð.
(Dj ffhal Khul.)
Höfimdurá sætí í samstarfsnefnd trúfé-
laga fyrir heimsfrið.
Tollafgreiðsla bifreiða
á Keflavíkurflugvelli
í VOR sendi ég
V arnamálaskrif stofu
bréf og óskaði eftir að
fá upplýsingar um hve
margar bifreiðar á
Keflavíkurflugvelli
væm fiuttar inn án
tolla skv. skilmálum
varnarsamningsins (1.
nr. 110/1951).
Ég spurðist fyrir um
hvað bandaríski herinn
ætti margar bifreiðar.
Þær eru auðkenndar
með númerinu VL. Ég
spurði um hvað starfs-
menn varnarliðsins og
skyldulið þess ættu
margar einkabifreiðar,
en þær bifreiðar bera gui skráninjg-
arspjöld. Síðan spurði ég hvað Is-
lenskir aðalverktakar ættu margar
bifreiðar. í lokin spurði ég hvað
Ratsjárstofnun ætti margar bifreið-
ar, en hún nýtur sömu réttinda og
íslenskir aðalverktakar og varnarlið-
ið hvað varðar tolla.
Ég fékk stutt og laggott bréf frá
Varnarmálaskrifstofu þar sem mér
var tjáð að það kæmi mér einfald-
lega ekki við. A Islandi eru ekki til
lög um upplýsingaskyldu yfirvalda
gagnvart hinum almenna borgara.
Slík lög eru til í Bandaríkjunum og
Bretlandi, en íslendingar eru ekki
nærri lýðræðinu en þetta.
Mér þótti mjög undarlegt að það
væri eitthvert feimnismál hvað flota-
stöð Bandríkjahers hefði margar bif-
reiðar. Ég komst að því að banda-
ríski herinn er með um 500 bifreið-
ar, en þeim hefur fækkað lítillega
og má því gera ráð fyrir að þær séu
um 480 í dag. Bandaríski herinn er
með um 184 þungavinnuvélar af
ýmsu tagi, smáar og stórar. Her-
menn og þeirra skyldulið, og menn
af þriðja þjóðerni, sem njóta sömu
réttinda og varnarliðsmenn, eru um
þessar mundir með
1.573 bifreiðar á skrá.
Þær eru skráningar-
skyldar _ hjá Bifreiða-
skoðun Islands og þeg-
ar ég hringdi í tölvu-
deild Bifreiðaskoðunar
var mér tjáð að þetta
væri ekkert leynd-
armál. Þeir veittu mér
góðfúslega upplýsingar
um þetta mál. Einkabif-
reiðum á vegum hersins
hefur fækkað; þær
munu hafa verið um
2.000 eða jafnvel fleiri
þegar mest var hér fyrr.
Islenskir aðalverktakar
eiga í dag um 97 bif-
reiðar á skrá og þungavinnuvélar
og smærri tæki á þeirra vegum munu
vera um 180.
Ratsjárstofnun, sem rekur ijórar
ratsjárstöðvar, er með 16 ökutæki.
Það er hugsanlegt að þar séu fleiri
ökutæki, þá á kaupleigusamningi, en
þá eru þau ökutæki skráð á viðkom-
andi fjármögnunarfyrirtæki. Samt er
það ótrúlegt; þessi tala ætti að duga
Ratsjárstofnun, þótt hún sé óeðlilega
lág, því að nú kemur Ratsjárstofnun
til með að reka á Keflavíkurflugvelli
stóra og mikla stjórnstöð með tölvu-
búnað sem tekur við boðum frá þess-
um íjórum ratsjárstöðvum.
íslenskir aðalverktakar voru með
fleiri bifreiðar, eða um 130 þegar
mest var, en mér er sagt að þeir séu
að undirbúa, eða jafnvel byrjaðir,
að tollafgreiða eitthvað af sínum
bifreiðum og tækjum vegna hugs-
anlegra verktöku þeirra utan varn-
arsvæðis. Þá eru þar tæki sem eru
nokkurra ára og töluvert mikið not-
uð, og tollar af þeim eru ekki háir.
Allir þessir aðilar sem ég hef nefnt
hafa aðgang að eldsneytisafgreiðslu-
stöð sem Esso rekur fyrir birgða-
deild flotans, sem er í daglegu máli
Hve margar bifreiðar
á Keflavíkurflugvelli,
spyr Skarphéðinn
Hinrik Einarsson,
eru fluttar til landsins
án tolla.
kölluð Fuel Division. Esso rekur
þetta sem verktaki og fyrrnefndir
aðilar fá þar afgreitt bensín og mun
verð á lítra vera 11-12 krónur. Þetta
bensín kemur frá Bandaríkjunum,
og mér er sagt að það sé 94 oktana.
Bifreiðar bandaríska hersins,
þessar tæplega 500, eru ekki skoð-
unar- og skráningarskyldar á ís-
landi. Hér á ég við opinberar bifreið-
ar, og er það mjög einkennilegt. Ég
hef undir höndum myndir sem ég
tók í Bretlandi á sínum tíma af bif-
reið frá flotanum, og þar má greini-
lega sjá á skráningarmerki í glugga
hennar hvenær hún á að koma næst
til skoðunar. í öllum NATO-löndum
þurfa viðkomandi ríki ekki að greiða
tolla þó svo að þeir séu með bifreið-
ar í landi annars NATO-ríkis, en
sjálfsagt vilja viðkomandi lönd fylgj-
ast með fjölda ökutækja á götum
landsins, en hér er það gamla lög-
málið: „Ekki sem ég vil, heldur sem
þú vilt.“ Utanríkisráðuneytið virðist
kæra sig kollótt um hve margar bif-
reiðar varnarliðið er með og eins um
hvernig ásigkomulagj bifreiða varn-
arliðsins er háttað. Ég er þess full-
viss, vegna þess að ég starfaði í 16
ár við akstur bifreiða og vinnuvéla
hjá Bandaríkjaher, að ásigkomulag
þessara tækja er mjög misjafnt og
viðhald mjög bágborið. Það er mik-
ill sparnaður hjá flotanum. Hann
hefur frekar lítil fjárráð til viðhalds
og hefur brugðið á það ráð að rífa
SkarphéðinnHinrik
Einarsson
niður bifreiðar sem flugherinn hefur
lagt niður og nota þær í varahluti.
Einnig er líftími bifreiða hjá flotan-
um lengri en hjá flugher. En því
miður er flugherinn að minnka hér
umsvif sín og bifreiðum hans fer þar
af leiðandi fækkandi.
Það er mjög röng stefna sem ís-
lensk stjórnvöld hafa fylgt að fylgj-
ast ekki með ástandi þessara bif-
reiða. Til er reglugerð frá 1988 um
búnað bifreiða Bandaríkjahers þar
sem þeim er veitt undanþága frá
atriðum sem ísendingar þurfa að
uppfylla þegar þeir flytja inn bifreið-
ar. Sú reglugerð heitir Reglugerð
um ökutæki Bandaríkjahers á ís-
landi, og er hún miklu slakari og
minni kröfur gerðar til þeirra bif-
reiða hvað varðar öryggisbúnað og
annað en til bifreiða Islendinga. Bif-
reiðar í eigu og þjónustu bandaríska
hersins á Keflavíkurflugvelli eru um
2.185, ég tek fram að þetta er að-
eins áætlun, en skekkjan er trúlega
ekki mjög mikil. Ég tek fram í lokin
að flugherinn hefur tekið upp nýja
viðskiptahætti í sambandi við við-
gerðir á sínum bifreiðum. Áður
keypti hann viðgerðir frá bifreiða-
verkstæði flotans en síðustu tvö ár
hefur hann leitað tilboða frá verk-
stæðum á Suðurnesjum og einnig á
höfuðborgarsvæðinu. íslenskur
starfsmaður hjá flughernum, sem
er mjög ötull að sinna þessum málum
og íslenskir verkstæðiseigendur
standa í þakkaskuld við, hefur tjáð
mér að flugherinn hafi grætt stórar
upphæðir á því að eiga viðskipti við
íslensk verkstæði. Einnig fær hann
miklu betri vinnu, og hefur nú geng-
ið svo langt að skipta við hjólbarða-
verkstæði á Suðurnesjum. íslensk
stjórnvöld gætu þrýst á flotann með-
an hann er með þennan fjölda öku-
tækja að hafa sama háttinn á. Það
yrði búbót fyrir verkstæði hér, sem
hafa mátt þola samdrátt sökum
minnkandi kaupgetu fólks og vax- _
andi atvinnuleysis hér á landi, og
myndi sú stétt þiggja meiri við-
skipti. En þar kemur gamla lögmál-
ið hjá íslenskum stjórnvöldum: „Ekki
sem ég vil, heldur sem þú vilt.“
Bandaríkjaher fær að fara sínu fram
og þeir íslendingar sem vinna fyrir
herinn og gætu bent á þetta hafa •
einfaldlega ekki áhuga á því. Und-
antekning frá þessu er ofangreindur
aðili. Það færi betur ef fleiri íslend-
ingar í þjónustu hersins hugsuðu
hlýtt til sveitunga sinna hér á Suður-
nesjum svo að þeir fengju viðskiptin.
Höfundur er fyrrverandi starfs-
niaður á Kefiavíkurflugvelli og
starfaði þar í 27 ár.