Morgunblaðið - 16.12.1995, Side 51
MOKGUNBLAÐID
LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 51
ÞRIÐJI SUNNUDAGUR í AÐVENTU
Jólasöngur í
Neskirkju
AÐVENTUDAGSKRÁ í tali og tón-
um verður í Neskirkju á morgun,
þriðja sunnudag í aðventu, og byijar
kl. 17. Dagskráin nefnist jólasöngv-
ar og hefst með því að Egill Skúli
Ingibergsson sóknamefndarmaður í
Nessókn býður kirkjugesti vel-
komna. Bamakór Víðistaðakirkju
kemur í heimsókn og sýnir helgileik
undir stjóm Guðrúnar Ásbjömsdótt-
ur. Karlakór Keflavíkur fiytur nokk-
ur lög, stjómandi er Vilberg Viggós-
son, lúðrasveit nemenda í Granda-
skóla leikur undir stjórn Lárasar
Grímssonar og Litli kórinn syngur
undir stjórn Ingu J. Backman. Þá
flytur dr. Þóra Ellen Þórhallsdóttir
prófessor í grasafræði hugvekju, en
Kristín Bögeskov djákni við Nes-
kirkju endar samkomuna með
nokkram orðum og bæn. Eins og
áður segir hefst þessi dagskrá kl.
17 og eru allir velkomnir.
Aðventutón-
leikar í Grens-
áskirkju
KÓR Grensáskirkju heldur aðventu-
tónleika 17. desember kl. 14. Kór
kirkjunnar syngur þýska messu eft-
ir Franz Schubert. Söngkonurnar
Ingibjörg Ólafsdóttir og Hellen
Helgadóttir flytja jólatónlist með
aðstoð hljóðfæraleikára. Martin
Frewer og Ágústa Jónsdóttir leika
konsert fyrir tvær fiðlur eftir Ant-
onio Vivaldi, og orgelleikari kirkj-
unnar Árni Arinbjarnarson leikur á
orgel.
Tónleikunum lýkur með helgi-
stund, sem séra Halldór S. Gröndal
annast.
Aðventutón-
leikar í Skál-
holtsdómkirkju
FJÖLBREYTTIR aðventutónleikar
verða í Skálholtsdómkirkju í dag
kl. 21.
Þar syngja saman eftitaldir kór-
ar: Samkór Oddakirkju, Skálholts-
kórinn, Barnakór Biskupstungna
og Kammerkór Skálholtsdómkirkju.
Einsöng syngja Kristjana Stef-
ánsdóttir og Hulda Björk Garðars-
dóttir. Organleik annast Halldór
Óskarsson og Hörður Bragason.
Hjörtur Hjartarson leikur á klar-
inett.
Stjómandi Samkórs Oddakirkju
er Halldór Óskarsson en stjórnandi
Skálholtskóranna og barnakórsins
er Hilmar Örn Agnarsson.
Þetta eru aðrir Aðventutónleikar
í Skálholtskirkju nú í ár. Á fyrri
tónleikunum sungu kórar Mennta-
skólans að Laugarvatni og Fjöl-
brautaskólans í Breiðholti.
Aðventumessa
í Hallgríms-
kirkju
AÐVENTUMESSA ÆSKR verður
eftir fatasöfnunina í Hallgríms-
kirkju kl. 20.30 17. desember. Hóp-
ferðir verða frá öllum félagsmið-
stöðvunum í Reykjavík og einnig
verða skipulagðar ferðir frá öllum
kirkjum borgarinnar. Nánari upp-
lýsingar má fá hjá viðkomandi fé-
lagsmiðstöð og kirkju.
Það er einvalalið sem stendur að
messunni. Prestur verður sr. Hildur
Sigurðardóttir, yngsti prestur
landsins. Um tónlistina sjá Háskóla-
kórinn, félagar úr kór Menntaskól-
ans við Sund, unglingakór Grensás-
kirkju, hljómsveit undir stjóm Sig-
urðar Ingimarssonar, strengja- og
blásarasveit frá Tónlistarskólanum
5 Reykjavík og orgelleikari úr Tón-
skóla þjóðkirkjuar. Aðalstjórnandi
kórsins verður Egill Gunnarsson.
Þá eru nokkrir leikhópar sem hjálpa
ÞRJÁTÍU ár eru síðan dr. Sigurbjörn Einarsson
biskup vígði Háteigskirkju.
til í messunni, m.a. félagar úr Götu-
leikhúsinu, Shakespírarnar úr
Kramhúsinu o.fl.
Háteigskirkja
30 ára
ÞESS verður minnst í Háteigskirkju
sunnudaginn 17. desember að þijá-
tíu ár era liðin frá vígslu kirkjunn-
ar. Biskup íslands, herra Ólafur
Skúlason, predikar í messunni kl.
14, en að henni lokinni mun hann
blessa nýja safnaðarheimilið.
Um kvöldið kl. 20.30 verða að-
ventusöngvar við kertaljós, ræðu-
maður dr. Páll Skúlason prófessor.
Pavel Manásek organisti sér um
tónlistina. Kirkjukór og barnakór
syngja sígilda aðventu- og jóla-
sálma, viðstaddir taka undir.
Jólasöngvar í
Seljakirkju
JÓLATÓNLEIKAR verða í Selja-
kirkju sunnudaginn 17. desember
og heíjast þeir kl. 20. Við kirkjuna
starfar margir kórar og standa þeir
sameiginlega að jólasöngvunum.
Þar verður kirkjukórinn undir stjórn
Kjartans Siguijónssonar organista.
Einnig barnakór Seljakirkju sem
starfar undir stjórn Elísabetar
Harðardóttur og Seljur, kór Kvenfé-
lags Seljakirkju, en stjórnandi hans
er Kristín Pjeturs. Á sunnudags-
kvöld syngja allir kórarnir aðventu-
og jólalög, bæði hver fyrir sig og
síðan allir saman. Tilgangurinn er
að laða fram tóna aðventunnar til
uPPbyggingar og undirbúnings heil-
agra jóla. Aðgangur er öllum heim-
ill og ókeypis.
Jólavaka við
kertaljós í
Hafnarfjarðar-
kirkju
HIN ÁRLEGA Jólavaka við kerta-
ljós verður haldin í Hafnarfjarðar-
kirkju 3. sunnudag í aðventu, 17.
desember og hefst hún kl. 20.30.
Líkt og jafnan verður mjög til henn-
ar vandað.
Barna og unglingakór kirkjunnar
sýnir söng og helgileik um atburði
jóla, Elín Ósk Óskarsdóttir sópran
syngur einsöng ásamt kór kirkjunn-
ar sem flytur aðventu- og jólatón-
list og Gunnar Gunnarsson leikur á
flautu.
Stjórnendur verða þau Ólafur
W. Finnsson organisti og Hrafnhild-
ur Blomsterberg kórstjóri.
Óskarsdóttir, Helga Bolladóttir,
Sigurður Ingimarsson og Kristinn
Svavarsson. Þessir tónleikar hafa
unnið sér fastan sess hjá mörgum
og þá ekki síst vegna tilgangs
þeirra, að safna fé til þeirra sem
minna mega sín um jólin. Það eru
alltof margir sem ekki geta keypt
það nauðsynlegasta til jólanna og
við viljum reyna að hjálpa til.
í lok tónleikanna verða sungin
jólalög og kveikt á kertum. Aðgang-
ur er ókeypis en tekin verða sam-
skot sem renna óskipt til þessa
málefnis. Tónleikarnir hefjast kl.
20.30.
Jólatónleikar í
Keflavíkur-
kirkju
Ræðumaður kvöldsins verður
Steingrímur Hermannsson seðla-
bankastjóri.
Við lok vökunnar verður kveikt á
kertum þeim sem viðstaddir háfa
fengið í hendur. Gengur þá loginn
frá helgu altari til hvers og eins sem
tákn um það að sú friðar og ljóssins
hátíð sem framundan er vill öllum
lýsa, skapa samkennd og vinarþel.
Aðventukvöld í
Vídalínskirkju,
Garðabæ
KÓR Vídalínskirkju býður til að-
ventuhátíðar sunnudaginn 17. des-
ember kl. 20.30.
Sungin verða jólalög frá ýmsum
löndum. Einsöngvari með kómum
er Hallveig Rúnarsdóttir, Margrét
Ólafsdóttir, leikari, les ljóð sem
tengjast jólunum. Kórstjóri er Gunn-
steinn Ólafsson. Allir velkomnir.
Aðventukvöld í
Ytri-Njarðvík-
urkirkju
HIÐ árlega aðventukvöld verður
haldið í kirkjunni nk. sunnudag kl.
20.30. Sr. Arngrímur Jónsson flytur
aðalræðu kvöldsins. Fermingarbörn
sýna helgileik er fjallar um aðvent-
una. Einsöngvarar eru Kristján Jó-
hannsson, Ingólfur Ólafsson og
Sveinn Sveinsson. Kristín Kristjáns-
dóttir leikur á fiðlu. Sungnir verða
aðventu- og jólasöngvar sem kirkju-
kórinn leiðir. Organisti er Steinar
Guðmundsson. Tekið verður á móti
framlögum til Hjálparstofnunar
kirkjunnar. Allir velkomnir.
Jólatónleikar í
Ffladelfíu
ÁRLEGIR jólatónleikar verða
mánudaginn 18. desember í Fíla-
delfíu. Þar koma fram m.a. Lof-
gjörðarhópur Fíladelfíu, Miriam
JOLASVEIFLA verður 17. desem-
ber í Keflavíkurkirkju. Þar koma
fram söngvararnir María Baldurs-
dóttir, Ejnar Júlíusson, Rúnar Júl-
íusson, Ólöf Einarsdóttir og Einar
Örn Einarsson.
Bjöllukór Bústaðakirkju, undir
stjórn Guðna Þ. Guðmundssonar
kemur í heimsókn.
Þóroddur Ingi Þórsson og Sigurð-
ur Guðmundsson ásamt Rúnari Júl-
íussyni leika undir söngnum ásamt
organista. Einnig syngur Kór Kefla-
víkurkirkju jólalög í léttara kantin-
um undir stjórn orangista kirkjunn-
ar, Einars Árnar Einarssonar, sem
hefur umsjón með tónleikunum.
Sr. Sigfús B. Ingvason aðstoðar-
prestur flytur hugvekju. í lokin
syngja allir kirkjugestir saman við
kertaljós.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.30.
Aðventukvöld,
fjölskyldu-
kvöld, í Víkinni
Aðventukvöld, fjölskyldukvöld,
verður þriðjudaginn 19. desember
í Víkinni. Séra Pálmi Matthíasson
ræðir um aðventuna og komu jól-
anna. Hallur Hallsson les upp úr
metsölubókinni Karlar eru frá
Mars, konur eru frá Venus. Sigurð-
ur Grétar Sigurðsson spilar á gítar
og stjórnar jólasöng. Börnin fá
smávegis jólaglaðning. Kaffi og
veitingar.
Fríkirkjusöfnuðurinn
í Reykjavík
jóiatrésskemmtun yngri borna
í Safnaóarheimtiinu kl. 13.00.
Kl. 16.30:
Jólaskemmtun eldri barna.
Kl. 20.00:
Jólaskemmtun Æskulý&sfélogsins,
Sunnudagur kl. 17.00:
Jóiavaka í kirkjunni.
Ræóumaóur:
Guórún Helgadóttir, rithöfundur.
Kirkjukórinn syngur.
Finsöngvarar:
Arndís Fannberg,
Elísabet Hermundardóttir,
Erla B. Einarsdóttir,
Sigrióur Snorradóttir og
Svava Ingólfsdóttir.
Ijósohátió og almennur söngurB.
.-R', ith ffb .0} ' fijl !Ííi
1 1 1 g I 1 g
FEGURSTA KIRKJAN Á ÍSLANDI
Ljóöabók, myndabók og fræðibók eftir
Jón Ögmund Þormóðsson um fjársjóði
kirknanna, kristninnar og sögunnar okkar.
Á kærleiksstundu
getur hjarta þitt verið
fegursta kirkjan á Islandi.
HÉÐINSHÚSIÐ
SELJAVE6UR 2
-- SÍMI: 515 5500
BÓKA & BLADAÓTGAfA FAX: 515 5599
FRÖÐI
M ■ ) ■• 2
Glódis Gunnarsdóttir
Þolfimikennari
Áfram Latibær er alveg
einstaklega skemmtileg og
fræöandi bók bæöi fyrir
börn og fullorðna.
Fyndin og skemmtileg.
Fullt af skemmtilegum
myndum og leikjum. Svo
finnst mér geisladiskurinn
frábær.
Erna Mattbíasdóttir
Iþróttakennari
Hér er á feröinni áhuga-
verö bók sem mun án efa
hvetja börn til þess að
hreyfa sig meira og
ástunda holla lífshætti
Börnin og ég skemmtum
okkur konunglega.
Skemmtileg bók, bæöi fyrir
mig og börnin og full af
gleði og gáska.