Morgunblaðið - 16.12.1995, Page 56

Morgunblaðið - 16.12.1995, Page 56
56 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 ÚR IMÝJUM BÓKUM MORGUNBLAÐIÐ Þeim varð á í messimni Jónas Gíslason Bjarni Jónsson Pétur Sigur- vígslubiskup dómkirkjuprestur geirsson biskup Þeim varð á í mess- unni er safn gaman- sagna af íslenskum prestum, lífs og liðnum. Klerkamir Birgir Snæbjömsson, Hannes Örn Blandon, Hjálmar Jónsson og Pétur Þórar- insson gera saklaust grín að sjálfum sér. HÉR ER dæmi úr sagnabanka séra Birgis Snæbjörnssonar á Ak- ureyri: Það getur stundum kostað mik- ið átak að missa ekki virðuleikann þegar óvænt atvik gerast við helgi- athafnir. Ég skal nefna tvö dæmi um skemmtilega atburði er höfðu næstum því kostað mig allan virðuleika. Ég var að skíra við skírnarfont- inn í Akureyrarkirkju, sem er eng- ill með hörpudisk. Lítill bróðir skirnarbamsins laut niður að fót- um engilsins og hrópaði í undrun: „Mamma, mamma, það er engin vond lykt.“ Annað sinnið var ég að skíra í heimahúsi og eitthvað af vatni lak úr lófa mér niður á borðið sem skírnarskálin var á. Þá heyrðist ^gystir skírnarbarnsins hrópa í ör- væntingu: „Mamma, mamma, hann er að sulla, hann er að sulla.“ Séra Hannes Örn Blandon í Eyjafirði rifjar upp minnisstæða atburði úr ævi sinni. Meðal annars þennan: Á Ólafsfirði tók leiklistarbakter- ían að grassera í mér á nýjan leik. Það var hörgull á karlpeningi hjá leikfélaginu og það var ekki að sökum að spyija. Ég var með í nokkrum stykkjum og hafði gam- an af. Þá tókum við okkur til, ég og Sigurður Björnsson nokkur, óskaplega skemmtilegur félagi þegar hann er ekki pólitíkus, og sömdum nokkrar gamansyrpur áem við fluttum á Rotary. Þá heyrðist þessi athugasemd frá ein- um áhorfanda: „Oskaplega hefði þetta nú verið fyndið ef presturinn hefði ekki verið með.“ Hinn óbugandi prestur í Lauf- ási, séra Pétur Þórarinsson, gerir grín að sjálfum sér og heiminum eins og honum einum er lagið: Gísli Sigurgeirsson fréttamaður sjónvarpsins hafði viðtal við mig Sr. Pétur Þórarinsson skömmu eftir að fótamissirinn var staðreynd. Sagði Gísli að þetta hlyti að vera mikið áfall fyrir svona „knattspyrnusjúkling" að lenda í þessu og hann ætti erfitt með að setja sig í mín spor. Ég svaraði, grafalvarlegur í hjólastólnum: „Já, Gísli minn, mér finnst ekkert skrýtið að þér finnist erfitt að setja þig í mín spor því það koma bara hjólför þar sem ég fer um.“ Kona mín er hjúkrunarfræðing- ur að mennt. Þegar við hjónin bjuggum á Hálsi var oft leitað til prestsfrúarinnar ef menn fengu skeinu eða ónot. Voru þetta mest ógiftir karlar eftir því sem gárung- arnir sögðu. Þegar við ákváðum að flytja frá Hálsi í Möðruvelli sagði einn pipar- sveinninn: „Það er afleitt að missa þau Ingu og Pétur frá Hálsi. Hann sér um að sinna okkur andlega en Inga hefur verið dugleg við að sinna okkur líkamlega.“ Óborganleg tilsvör prófastanna Péturs Þ. Ingjaldssonar í Húna- vatnssýslu, Amar Friðrikssonar á Skútustöðum og Baldurs Vil- helmssonar í Vatnsfirði lífga upp Sr. Jakob Hjálmarsson á hversdagsleikann. Tökum dæmi úr bókinni: Árið 1974 var kirkjan á Auð- kúlu endurvígð en þá höfðu farið fram miklar endurbætur á guðs- húsinu. Séra Pétur var að skipu- leggja messuna og gekk á ýmsu. Meðhjálparinn, Þórður Þorsteins- son á Grund, var maður nákvæm- ur og vildi fá að vita hver hefði hvaða hlutverk á hendi í messunni og spurði: „Ég veit séra Pétur að þú lest guðspjallið en lest þú líka pistilinn eða einhver annar prest- ur?“ Þá segir séra Pétur hnussandi: „Nei, það er nú einn andskotinn enn.“ Séra Jónas Gíslason var vígður vígslubiskup í Skálholti. Hann hafði fundið til einhvers lasleika fyrir athöfnina en harkað af sér. Þegar kemur að því að hann á að hefja predikun hvarf honum rödd- in í hæsi og hvísl. Þarna stendur hann í stólnum um sinn og hvæsir eitthvað er enginn heyrði. Eftir messu draga kirkjunnar menn sig saman í smáhópa fyrir utan guðshúsið. Séra Baldur var þar mættur og lýsti predikun starfsbróður síns með þessum orð- um: „Já, þetta var nú einhver sú besta ræða er enginn hefur heyrt.“ Hinar bráðfyndnu sögur af Bjarna Jónssyni dómkirkjupresti eru hér loks aðgengilegar á einum stað, sumar í fyrsta sinn á prenti. Grípum niður í kaflanum um Bjarna: Séra Bjarni sagði einu sinni við kunningja sinn þegar Tyrkja- Gudda, eftir séra Jakob Jónsson, var til sýningar í leikhúsinu. „Það er ekjd gott að vera prestvígður núna. Það eru allir að spyija mig hvort ég hafi farið á Guddu.“ Ásgrímur Klemens var sérstæð- ur persónuleiki og lagði aldrei illt til neins. Eitt sinn kom hann á laugardagsmorgni inn á rakara- stofu þar sem séra Bjarni var. „Nei langt síðan ég hef séð þig,“ segir Ásgrímur við séra Bjarna. „Varla síðan þú fermdir mig. Ég verð nú að fara bæta úr þessu. Hvenær messar þú annars næst? „Á morgun,“ svarar séra Bjarni. Jahá, á morgun segir sá lati,“ sagði þá Ásgrímur. Varð þá séra Bjarna svarafátt sem ekki var vandi hans. Fjölmargir aðrir klerkar eru í brennipunkti; t. d. doktor Jakob Jónsson, Róbert Jack, Björn H. Jónsson á Húsavík, Kolbeins-feðg- ar Halldór og Gísli, biskupsfeðgar Sigurgeir og Pétur, Jakob Á. Hjálmarsson, Bjarni Guðjónsson, Karl V. Matthíasson, Sigurður Ægisson og Svavar Á. Jónsson. Og eru þá ekki nema fáeinir nefnd- ir er segir af í bókinni Þeim varð á í messunni: Doktor Jakob var spurður hvaða munur væri á dómkirkjusöfnuðin- um og fríkirkjusöfnuðinum í Reykjavík. Hann svaraði strax: „I Dómkirkjunni er sungið: Guði sé lof fyrir sinn gleðilegan boðskap, en í Fríkirkjunni: Guði sé lof fyrir hans gleðilegan boðskap." Annað var það nú ekki. I byggðinni fyrir ofan Hraun, þar sem prestssetrið Ofanleiti stóð, bjó meðal annarra Kristmundur Sæmundsson í Draumbæ, bóndi og bílstjóri á Vörubílastöðinni í Vestmannaeyjum. Einhveiju sinni var tiltekt á prestssetrinu og var Mundi í Draumbæ fenginn til að aka draslinu vestur á Hamar til að fleygja því. Þar sem prestsfrú- in, frú Lára [eiginkona séra Hall- dórs Kolbeins], átti erindi í bæinn þann sama dag fékk hún að sitja í niður í bæ en síðan fór Mundi og skilaði af sér draslinu. Viku síðar kom reikningur heim að Ofanleiti og á honum stóð: „Akstur með prestsfrúna og fleira drasl.“ Það var próf í kristnum fræðum og séra Pétur Sigurgeirsson fór á milli stofa og fylgdist með. í einni prófstofunni sat drengur og átti í töluverðum vandræðum með spurninguna: Hvenær var kristni lögtekin á íslandi? Það var ekki aðeins að svarið vefðist fyrir hon- um heldur átti hann einnig í erfið- leikum með að skilja sjálfa spurn- inga. Séra Pétur stumraði eitthvað FYRIR WINDOWS 95 Fjölskylduspilið sem brúar kynslóðabilið ^ Rummikub - Mest selda fjölskylduspil í heiminum Dreifing: Sími 565 4444 H KERFISÞRÓUN HF. Fákafení 11 - Sími 568 8055 yfir pilti og sagði síðan: „Svarið er í senn ákaflega flókið en þó einfalt því að það er aðeins eitt ártal og þrír síðustu stafirnir í því eru núll og fremsti stafurinn er ákaflega lág tala - en meira segi ég ekki því að hér ríkir miskunnar- leysið." Séra Jakob Á. Hjálmarsson frá Bíldudal, dómkirkjuprestur í Reykjavík, var um árabil prestur á Isafirði. Skömmu eftir að séra Jakob kom til ísaijarðar messaði hann í ísafjarðarkirkju eins og vænta mátti. Ungur sonur hans, venju- lega kallaður Oskar prestsins, kom til messu eins og góðum prests- syni sæmir og hafði boðið með sér félaga sínum á líku reki. Sá hafði verið lítt kirkjurækinn og þekkti því ekki mikið til messusiða. Sátu þeir félagar innarlega í kirkjunni. Allt í einu risu kirkjugestir úr sætum og séra Jakob gekk tignar- lega inn kirkjugólfið í fullum skrúða. Spurði þá félaginn í ein- feldni sinni: „Er þetta guð?“ Óskar prestsins svaraði: „Nei, þetta er bara hann pabbi. Hann er nú ekki einu sinni orðinn bisk- up.“ Langur kafli er af skagfirskum klerkum. Segir þar meðal annars: Það var að vorlagi að vinnumaður séra Lárusar á Miklabæ kom heim úr ljárhúsunum, kallaði á hús- bónda sinn og sagði með nokkrum þjósti: „Hvernig er þetta séra Lár- us, á ég að vera einn um að lemba ærnar?“ Séra Lárus svarar: „Ekki var það nú meiningin.“ Fyrir fáeinum árum bárust þau tíðindi norður í Skagafjörð að það hefðu orðið róstur og ýfingar með mönnum á árshátíð guðfræði- nema. Orti þá ágætur Sauðkræk- ingur: Guðfræðinemarnir gefa á kjaft og guðfræðiprófessor rota. í Háskóla fá þeir heilagan kraft sem þeir hika ekki við að nota. Könnuð er afstaða íslenskra barna til guðs almáttugs og þjóna hans og kemur þá margt í ljós sem lýðnum hefur verið hulið til þessa. Meðal annars þetta: Séra Sveinn Víkingur segir svo frá: Eitt sinn var prestur nokkur að undirbúa fermingarbörn. Meðal þeirra var drengur, heldur ófram- færinn og lá lágt rómur. Nema nú snýr prestur sér að honum og spyr: „Hver skapaði þig, Einsi minn?“ Einsi svaraði lágt og held- ur vesældarlega: „Kristur, Kristur á krossinum.“ „Og hver frelsaði þig?“ Og Einar svarar á sama hátt: „Heilagur andi.“ „Hvað gerði þá guð faðir?“ spurði prestur enn. Þá var Einsa öllum lokið. Hann rétti ögn úr sér og svar hans var klárt og kvitt: „Það veit ég ekkert um.“ I lokin koma hér heilræði úr kaflanum sem helgaður er svarf- dælskum klerkum: Séra Stefán Baldvin Kristinsson á Völlum mun hafa trúað Jóni á Hofí fyrir ýmsu sem hann lét ekki uppskátt við aðra. „Ha, hum, það er tvennt, Jón minn, sem ég varð að gæta mín á sérstaklega, meðan ég var yngri, meðan ég var yngri. Það voru konur og peningar. Ha, mátti hætta að dansa, og þótti þó Sólveig mín falleg.“ Um hitt efnið söng hann oft eða raulaði sér og öðrum til áminning- ar, eftirfarandi stef. Margur ágirnist meir en þarf. Maður einn fór að veiða skarf og hafði fengið fjóra. Elti þann fimmta og í því hvarf ofan fyrir bjargið stóra. •Þe/m varð á i messunni, ritstjórar Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Hjaltason með inngangskafla um rithátt og fallbeygingu nafnsins Jesú. Útgefandi er bókaútgáfan Hólar á Akureyri. Bókin er 208 bls. Verð 2.480. kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.