Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ (Supergliss Actif, Tefal einkaleyfi). ViSloSunarfrír, einstakir eiginleikar rennur létt ó taui. Leikur einn að þrífa. Stillanlegtgufumagn, 5-30g/mín. Uounarmöguleiki Fallegt útlit fer vel í hendi. VERÐ: = Gufustrauiárn TE 1600 EmeleraSur botn (Supergliss Actif, Tefal einkaleyfi). ViSloSunarfrír, einstakir eiginleikar rennur létt á taui. Leikur einn aS þrífa. Stillanlegt gufumagn, 5-30g/min. Úounarmöguleiki Fallegt útlit fer vel í hendi. -eldd bara straujám! BRÆÐURNIR mcmémmm Lágmúla 8, Sími 553 8820 Umbodsmenn um land allt Reykjavík. Byggt og BúiS, BYKO Skemmuvegi og Hringbraut, Hagkaup. Magasín. Reykjanes BYKO HafnarfirSi, Rafmætti Hafnarfirði, Stapafell Keflavík, Rafborg Grindavík. Vesturland Málningarþjónustan Akranesi, KF Borgfirðinga Borgarnesi, Blómsturvellir Hellissandi, Guðni E. Hallgrímsson Grundarfirði, Ásbúð Búðardal. Vestfiráir Geirseyrarbúðin Patreksfirði, Straumur Isafirði, Rafveríc Bolungarvík. Norðurland KF Steingrímsfjarðar Hólmavík, KF V Húnvefninga Hvamsstanga, KF Húnvetninga Blönduósi, Skagfirðingabúð Sauðárkróki, KEA Byggingavörur Lónsbakka Akureyri, KEA Dalvík, KEA Siglufirði, KF Þingeyinga Húsavík, Urð Raufamöfn. Austurland Sveinn Guðmundsson Eailsstöðum, KF Vopnfirðinga Vopnanrði, Stál Seyðisfirði, Verslunin Vík Neskaupsstað, KF Fáskrúðsfjarðar Fáskrúðsfirði, KASK Höfn Suðurland Jón Þorberasson Kirkjubæjarklaustri, Mosfell Helíu, Brimnes Vestmannaeyjum, Árvirkinn Selfossi, Rá*s Þorlákshöfn. - kjarni málsins! MINNINGAR GUNNAR JÓNSSON + Gunnar Jónsson fæddist á Nesi í Norðfirði 12. mars 1904. Hann andað- ist á dvalarheimil- inu Lundi á Hellu 6. desember síðast- iiðinn. Foreldrar hans voru Jón bóndi á Skorrastað Bjarnason í Viðfirði Sveinssonar og Halldóra Bjarna- dóttir bónda í Neðra-Skálateigi Péturssonar. Systk- ini hans samfeðra voru Bjarni, f. 1889, d. 1957, bóndi á Skorrastað, og Guðrún, f. 1891, d. 1989, verslunarmað- ur í Reykjavík. Systkini sam- mæðra eru Sigurbjörg Bjarna- dóttir, f. 1909, húsfr. í Neskaup- stað, og Ármann Bjarnason, f. 1910, sjómaður í Vestmanna- eyjum. Gunnar kvæntist 7. maí 1931 Guðrúnu Jónsdóttur, f. 23. júlí 1904, frá Bjóluhjáleigu. Þau bjuggu fyrst í Gunnarsholti á Rangárvöllum, síðan á Selalæk, en byggðu árið 1938 nýbýlið Nes úr landi Helluvaðs í sömu sveit. Þar átti hann heima til dauðadags. Synir Gunnars og Guðrúnar eru: 1) Jóhann, deild- arstjóri í Reykja- vík, f. 20.9. 1935, maki Edda Þorkels- dóttir. Þau eiga fjögur börn. 2) Jón Bragi, trésmíða- meistari á Hellu, f. 26.3. 1937, maki Stefanía Unnur Þórðardóttir. Þau eiga fjögur börn. 3) Kristinn, tré- smíðameistari á Hellu, f. 25.1. 1942, maki Unnur Einars- dóttir. Þau eiga fimm börn. Dóttir Gunnars með Ingibjörgu Stef- ánsdóttur frá Seldal: Hulda Long, f. 18.1. 1918, d. 7.10. 1980. Maki 1) Sigurður Þórar- insson (1916-1941). 2) Guðjón Bjarnason (1898-1983). Hulda eignaðist fjögur börn. Með bú- skapnum vann Gunnar fyrstu árin við Kaupfélagið Þór á Hellu en frá 1947 til 1975 hjá Rafmagnsveitum ríkisins við mælaálestur, innheimtu, við- gerðir og eftirlit í Rangárvaila- sýslu. Eftir það fékkst hann við rennismíði á meðan heilsan leyfði. Hafa til dæmis líkön hans af íslenska rokknum farið víða. GUNNAR Jónsson í Nesi, hann elsku afi minn er allur. Sorginni og söknuði yfir að fá ekki að sjá hann aftur fylgir gleði yfir að hafa þekkt hann og Ijúfsárt þakklæti yfir því láni að hafa haft fólk eins og hann og ömmu til fyrir- myndar í lífi mínu. Þegar ég man fyrst eftir mér var afi kominn yfir miðjan aldur og þau amma búin að minnka við sig bú- skapinn. Afi vann þá hlutastarf hjá Rafmagnsveitunni við að lesa á mæla á bæjunum í sýslunni. Þau sumur æsku minnar þegar ég var send með Suðurlandsrútunni austur að Hellu til þess að dvelja nokkrar vikur hjá ömmu og afa í Nesi lifa í minningunni sem ógleymanlegur fjársjóður. Þegar rútan silaðist yfir Rangárbrú og þorpið handan við ána færðist nær man ég hvernig spenna í maga og tilhlökkun gagn- tóku mig. Afi sótti mig alltaf í rút- una og heilsaði með sínu kröftuga faðmlagi og rembingskossi: Ertu þá komin frænka! Síðan ókum við í rólegheitum upp að Nesi þar sem amma beið með bæinn fullan af hlýju og yl, heimabökuðum flatkök- um og nýstrokkuðu smjöri. Þegar ég hugsa til þess þá er eins og þessi tími hafi tilheyrt annarri ver- öld. Að hafa setið sem bam á skemli Sjólatré tAlaska /‘ ^ Sérvalin jólatré, flestar geröir.^r Barrheldinn Normansþinur af Kákasus-ætt „Obulau" Sem tryggir gæöin '0- í litla fjósinu í Nesi um kvöld og horft á afa og ömmu við mjaltirn- ar, sá friður og það öryggi sem umkringdi þau er nú eins og draum- sýn. Fjarlæg og viðkvæm en samt alltaf með mér. Okkur frændsystkinunum þótti mikið varið í að skottast í kringum afa á þessum árum. Við eltum hann hvert sem hann fór og hann lét okkur það eftir. Mest þótti okkur um vert að fá að fara með honum að lesa á. Við sátum aftan í Land- rover Rafmagnsveitunnar og hrist- umst um sýsluna þvera og endi- langa og heim að öllum bæjum. Það var auðséð að afi kunni vel við starf sitt, því hann naut þess að ferðast og hitta fólk. Honum var líka vel tekið á öllum bæjum og oftar en ekki var honum boðið inn í bæ að drekka kaffi. Afi var líka meðhjálp- ari í Oddakirkju á þessum árum og fengum við krakkarnir að fylgjast með honum í starfi þar. Það var greinilegt á líkamsburð- um afa að hann hafði unnið erfíðis- vinnu alla sína ævi. Hann hafði ver- ið vinnumaður, sjómaður og nýyrki. Hendur hans báru því vitni, þykkar og sigggrónar. En þessar hendur sköpuðu líka fínlegustu listaverk. Hann hafði skorið út listafallega ramma og skrín á sínum yngri árum Hjá Andrési fásf fötin Nýkomnar stakar buxur og jakkar. Jakkaföt í úrvali, verö 14.900-19.900 kr. Vandaðar vörur á vægu ver&i Euro-Visa Póstkröfuþjónusta Andrés • Skólavörbustíg 22A • Sími 551 8250. og gefíð ömmu. Við krakkarnir dáð- umst að þessum dýrgripum sem amma gætti svo vel fyrir okkur. Afi hafði líka einstaklega fallega rithönd og bréfin frá honum hafa alltaf kom- ið mér til að tárast, því svo kærar eru kveðjur þeirra ömmu. Eftir að afí brá búi notaði hann tómstundir sínar vel og tók til við smíðar af miklu kappi. Hann renndi nákvæmar smækk- aðar eftirmyndir af rokkum, snæld- um og snældustokkum. Ásamt því smíðaði hann ýmsa nytjamuni. Mest af því sem hann smíðaði gaf hann ættingjum og vinum. Mér finnst það lýsa honum vel að oftast var efnivið- ur hans spýtubútar og lurkar, sem hann fann í umhverfinu, og enginn annar hafði not fyrir. Á seinustu árum' þegar hann gat ekki smíðað lengur vegna sjóndepru, tók hann til við að flétta mottur úr bagga- böndum sem annars hefði verið hent. Enn sem fyrr notaði hann efni sem aðrir kasta frá sér og bjó til úr því nytsama hluti. Þannig ræktaði afi Gunnar garðinn sinn, og garðurinn hans afa var nytja- garður. Hann nam ekki aðeins nýtt land, plantaði tijám, kartöflum og grasi, heldur ræktaði hann líka mannleg samskipti og bjó á margan hátt eitthvað til úr því sem ekkert var áður. Blessuð sé minning hans. Elsku amma, það er svo margt fleira sem ég vildi segja en ég verð að láta þessi fátæklegu orð mín duga sem kveðju til afa. Við öll sem búum hér vestra og vildum svo gjaman vera hjá þér á þessari erf- iðu stund, verðum að láta okkur nægja að vera með þér og öllum ættingjunum í huganum. Guðrún Jóhannsdóttir, Kaliforníu. Nú er Gunnar tengdafaðir minn horfínn. Langur vegur er að baki, hartnær öldin öll, næstum því níu- tíu og tvö ár. Langt er um liðið síðan lítill drengur leit fyrst dagsins Ijós, á köldum marsdegi austur á fjörðum. Faðirinn stórbóndi í sveit- inni, og móðirin ung bóndadóttir úr nágrenninu. Um hjúskap var ekki að ræða þeirra á milli og unga konan fór burt með drenginn og giftist seinna öðrum manni. Atvikin höguðu því þannig að Gunnar fluttist til föður síns og fjöl- skyldu hans um sjö ára aldur og ólst þar upp fram á unglingsár. Hann átti tvö eldri hálfsystkini, sem hann mat mikils alla ævi og marg- ar góðar minningar átti hann frá Skorrastað i Norðfjarðarsveit. Marga vornóttina vakti hann yfir ánum ásamt öðrum ungum drengj- um af næstu bæjum. Þá gerðust ævintýri sem nútímabörn ættu erf- itt með að ímynda sér. Gunnar minntist oft þeirra stunda og vina sinna sem hann eignaðist á þessum árum. Skömmu eftir fermingaraldur hleypti hann heimdraganum og hélt norður í Þingeyjarsýslu, í Bárðar- dalinn, þar sem hann var í vinnu- mennsku fram yfir tvítugt. Þar kom í ljós áhugamál sem margir afkom- endur hans hafa tekið í arf. Það var tónlistin. Hann eignaðist fiðlu og lærði að spila á hana sér til ánægju. Seinna á ævinni eignaðist hann orgel og spilaði oft á það þeg- ar tími gafst frá daglegum störfum. Þriðji viðkomustaður Gunnars á lífsleiðinni og sá síðasti var Rangár- vallasýsla, þangað fór hann í vinnu- mennsku og eignaðist síðan vöru- bíl, einn af þeim fyrstu á þeim slóð- um, og var með hann í vinnu fyrir ýmsa. Þarna hitti hann sinn lífs- förunaut, stúlkuna á bænum við ána, og við ána áttu þau eftir að búa meira en hálfa öldina, en hann og Guðrún kona hans festu kaup á landi og stofnuðu nýbýli á eystri bakka Rangár, rétt fyrir ofan þar sem Hellukauptúnið byggðist seinna. Áin gegndi alltaf miklu hlut- verki í lífi hans, þessi fallega á, blá og lygn sem liðast rólega milli grasi gróinna bakka sinna. Þegar hann seinna á ævinni hætti búskap og seldi sveitarfélaginu hluta af jörð sinni undir byggingarlóðir, hélt hann eftir svæðinu meðfram ánni þar sem hann hóf að rækta tré. Þarna uxu synir þeirra þrír úr grasi,og urðu mætir menn, sem eignuðust stórar ijölskyldur, svo ættboginn frá Nesi er orðinn stór. Allir afkomendur þeirra áttu þar athvarf, allra leiðir lágu heim að Nesi, þangað var og er gott að koma. Þegar ég kynntist Gunnari var hann kominn á miðjan aldur. Hann tók mér strax af mikilli hlýju og seinna þegar barnabörnin komu til sögunnar var ekkert of gott fyrir þau. Börnin sóttu mikið til hans og ömmu sinnar, á sumrin var oft dval- ist hjá þeim hjónum um lengri eða skemmri tíma, og þau barnabarn- anna, sem bjuggu í nágrenninu, áttu þangað mörg sporin. Gunnar hafði eignast dóttur á yngri árum, sem nú er látin, og hennar börn voru einnig kærkomnir gestir í Nesi. Þegar litið er til baka kann að sýnast ótrúlegt, hvað maður sem nær svo háum aldri hefur lifað mikl- ar breytingar í þjóðfélaginu. Allt frá sauðskinnsskóm í torfbæjum bernskuáranna í byijun aldarinnar, til dagsins í dag, með alla sína tækni, sinn hávaða og hröðu um- ferð. En Gunnar tengdapabbi var alltaf sá sami, með sína hægð og sitt hlýja viðmót, hver sem i hlut átti. Á löngu ævikvöldi auðnaðist honum að halda reisn sinni og til- tölulega góðri heilsu. Hann og Guð- rún kona hans voru sjálfum sér nóg og bjuggu lengst af hjálparlaust í húsinu sínu í Nesi. Veikindastríð Gunnars stóð ekki lengi, aðeins nokkrar vikur, og fyr- ir það erum við forsjóninni þakklát Blessuð sé minning Gunnars í Nesi. Edda Þorkelsdóttir. Elsku afi. Nú kveðjum við þig í hinsta sinn. Við viljum þakka þér allt sem þú varst okkur. Við gleym- um aldrei umhyggju þinni og biðjum góðan guð að styrkja elsku ömmu okkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Systkinin og fjölskyldur þeirra, Ártúni 4. Mig langar til þess að minnast móðurafa míns með nokkrum orð- um. Frá því ég man eftir mér hefur hann afi verið partur af tilveru minni. Hann var eini afi minn og ég tengi hann alltaf hlýju og ástúð, nákvæmlega eins og afar eiga að vera. Hann var eins og fyrirmyndar afi í sögubókum. Þegar ég var að alast upp og fjölskyldan hafði ekki of mikið til hnífs og skeiðar þá kom afí árvisst með kartöflur úr Nesi sem var vel þegin búbót. Ég veit að mömmu þótti afskaplega vænt um pabba sinn og mat hlýju hans og elsku mikils. Afi var mikill hagleiksmaður eins og margt fólk veit sem fékk hann til þess að gera upp gamla nytja- hluti fyrir sig, eins og rokka. Hann bjó líka til og renndi úr tré litla slíka hluti, sem hann síðan gaf ást- vinum sínum. Við eigum t.d. öll dótturbörn hans litla rokka og fleiri hluti gerða af afa og metum þá afar mikils. Afí naut mikillar umhyggju eftir- lifandi konu sinnar og fór enda ekki á elliheimili fyrr en fáeinum dögum áður en hann dó. Synir hans, og aðrir nánir ættingjar á Hellu, voru og þeim hjónum mjög svo inn- an handar og gerðu þeim mögulegt að dvelja saman á heimili sínu þrátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.