Morgunblaðið - 16.12.1995, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 59
fyrir háan aldur og nokkur veik-
indi. Eiga þau öll miklar þakkir
skildar fyrir.
Þegar ég nú kveð þig, elsku afí
minn, þá veit ég að ég kem til með
að sakna hlýja faðmlagsins þíns og
notalegra samverustunda í Nesi.
Guð blessi þig og varðveiti um alla
eilífð.
Eftirlifandi konu, Guðrúnu Jóns-
dóttur, og sonum þeirra, votta ég
mína dýpstu samúð.
Sigurður R. Guðjónsson.
Kynslóðir koma
kynslóðir fara
allar sömu ævigöng.
(Þýð. Matthías Jochumsson)
Einn af öðrum hverfa þeir af
sjónarsviðinu samferðamennimir af
kynslóð foreldra minna og í dag
kveðjum við Gunnar í Nesi.
Nes stendur á bökkum Rangár
og voru þau Guðrún og Gunnar
meðal frumbyggja Helluþorpsins.
Það er hvorki hátt til lofts né
vítt til veggja í Nesi en engan stað
veit ég um sem það á betur við,
að þar sem er hjartarúm þar er
húsrými.
Ég man aldrei eftir að það væri
þröngt í Nesi, þó stundum væri
márgt um manninn. Þetta var mið-
stöð fjölskyldunnar. Þama vom
amma og afí, tengdaforeldrar
Gunnars og öll eigum við frænd-
systkinin ljúfar minningar frá Nesi,
fyrr og síðar.
Allir vom svo innilega velkomnir
og það var alltaf pláss fyrir einn í
viðbót við eldhúsborðið. Frá Nesi
fór enginn svangur. Gestrisni þeirra
hjóna var einstök. Gunnar var mik-
ill fjölskyldumaður, hann lét sér
annt um sitt fólk og fylgdist vel
með öllum. Andlegri reisn hélt hann
til síðasta dags þó sjón og heyrn
væru farin að daprast.
Gunnar var félagslyndur og ein-
staklega hlýr maður. Starfíð hjá
Rafmagnsveitum ríkisins átti vel
við hann. Þá kom hann á nánast
alla bæi í Rangárþingi, hitti marga
og var aufúsugestur hvar sem hann
kom.
Það var mannbætandi að hitta
Gunnar og spjalla við hann. Ég hef
engum kynnst sem var jafn jákvæð-
ur og bjartsýnn.
Nú verður tómlegra að koma að
Nesi þegar enginn Gunnar kemur
brosandi til dyra og býður gesti
velkomna. En allt hefur sinn tíma,
líka að kveðjast.
Gunnu frænku, sonum hennar
og fjölskyldum þeirra sendi ég og
fjölskykda mín okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Við munum minn-
ast Gunnars þegar við heyrum góðs
manns getið.
Guð blessi minningu Gunnars í
Nesi.
Anna Jóna.
Gunnar Jónsson, fyrnim bóndi í
Nesi, Rangárvallahreppi, rétt norð-
an Hellukauptúns, lézt hinn 6. des-
ember síðastliðinn á 92. aldursári í
Lundi á Hellu. Fæddur var hann
12. marz 1904.
Með Gunnari Jónssyni í Nesi er
horfinn af sviðinu einkar merkur
maður er ávann sér hvarvetna vin-
sældir samferða- og samstarfs-
manna, sakir heiðarleika, trausts
og góðvildar.
Kynni okkar Gunnars í Nesi hóf-
ust fyrir röskum þijátíu árum, þá
er undirritaður kom sem sóknar-
prestur í Oddaprestakall í Rangár-
vallaprófastsdæmi. En þá var Gunn-
ar einmitt formaður sóknarnefndar
í Oddasókn. Með honum í sóknar-
nefndinni voru þá þau hjónin Þórður
PCIlímogfuguefiii
T: :i,=
i
Stórhöfða 17, við Gullinbrú,
sími 567 4844
Loptsson frá Bakka í Landeyjum og
Matthildur Jóhannesdóttir.
Það er næsta mikilvægt, já
reyndar ómetanlegt fyrir sóknar-
prest sem er að hefja starf á nýjum
stað, ósjaldan flestum lítt kunnur,
að eiga aðgang að sóknarnefnd sem
er jákvæð og hjálpfús og ætíð til
reiðu að styðja við bakið á prestin-
um sínum.
Svo mátti vissulega segja um
Gunnar í Nesi og reyndar lika þau
Þórð og Matthildi, en eðli málsins
samkvæmt var Gunnar í forsvari
nefndarinnar og því komu hin beinu
afskipti af safnaðarmálum oftar í
hans hlut.
Þama nutu sín og vel hinir góðu
eðliskostir Gunnars, fórnfýsi og
góðvild og vissulega bar hann hag
sóknarkirkju sinnar í Odda og safn-
aðarfólks næsta mjög fyrir bijósti.
Samstarf hans og sóknarprests-
ins varð og einkar náið og farsælt
því hann var einnig meðhjálpari við
Oddakirkju allt til ársins 1985, eða
í tuttugu og eitt ár af þjónustutíma
undirritaðs í Oddaprestakalli, en
alls gegndi hann meðhjálparastarf-
inu í fjörutíu og fimm ár. En um
rösklega þriggja áratuga skeið frá
1945-1979 var hann í sóknarnefnd
Oddasafnaðar og þá lengst af for-
maður hennar.
Enn má og nefna einn þátt í fari
Gunnars í Nesi, er mjög svo ein
kenndi hann, en það var gestrisni
hans. Það hlaut hver sá að fínna er
sótti hann og hans ágætu konu,
Guðrúnu Jónsdóttur, heim. í því efni
voru þau bæði mjög svo samhent.
Þessarar gestrisni nutum við hjónin
ósjaldan á árunum okkar í Odda.
Gunnar í Nesi var hagleiksmaður
og smiður góður. Ósjaldan gaukaði
hann að vinum sínum fögmm og
haglega gerðum hlutum er gjarna
höfðu og hagnýtt gildi.
Það eru því einkar hugþekkar
minningar sem geymast um Gunnar
í Nesi nú þegar hann er allur og
efalaust ófáir er kenna þess að eiga
honum þakkarskuld að gjalda. Und-
irritaður telur sig tvímælalaust vera
í þeim hópi.
Ég vil svo að lyktum votta Guð-
rúnu og sonunum þremur, Jóhanni,
Braga og Kristni, eiginkonum
þeirra og öðrum ástvinum hins látna
öllum samhug okkar hjóna.
Guð blessi minningu Gunnars í
Nesi.
Stefán Lárusson.
r
A öllum metsölulistum!
íslendingur sem
engin kynslóð má gleyma . . .