Morgunblaðið - 16.12.1995, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 16.12.1995, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 61 GUÐMUNDUR LOFTSSON Guðmundur Loftsson fædd- ur í Neðra-Seli 11. september 1913. Hann lést á Vífils- stöðum 5. desember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Árbæj- arkirkju í Holta- og Landsveit í dag og hefst athöfnin kl 14. í DAG kveðjum við pabba. Hann var af þeirri kynslóð sem ólst upp í torfbæ við kröpp kjör og þurfti því snemma að byija að vinna og taka þátt í brauðstritinu. Pabbi var barn síns tíma, með dugnaði, þolinmæði og eljusemi tókst honum og mömmu að eignast. Neðra-Selið og byggja þar allt upp. Aldrei var neitt keypt nema hægt væri að borga út í hönd. Heiðarleiki og fórnfýsi voru honum í blóð borin og það veganesti fengum við krakkarnir, að standa við gefin loforð. Pabbi tók ekki þátt í þessu lífs- gæðakapphlaupi sem er að sliga allar íjölskyldur í dag. Hans besta skemmtun var að keyra inn á af- rétt með okkur krakkana á góðum sumardegi til að athuga hvort við sæjum ekki einhverja kind frá okk- ur. Síðan var sest upp í brekku og drukkið sunnudagskaffið og keyrt heim aftur. Aldrei sáum við pabba skipta skapi, ef honum mis- líkaði eitthvað við okkur, hristi hann bara höfuðið og það dugði. Það hafði meiri áhrif en nokkur skammarræða hefði haft. Árið 1980 urðu þau pabbi og mamma svo að hætta búskp sökum heilsubrests hjá pabba. Tóku þau þá ákvörðum að flytja í Kópavoginn. Breyt- ingarnar hljóta að hafa verið miklar fyrir hann sem varla hafði til Reykjavíkur komið, en aldrei heyrð- um við að hann væri ósáttui' við þetta nýja umhverfi sitt, þótt hug: urinn væri oft fyrir austan fjall. í Kópavoginum áttu þau pabbi og mamma 15 góð ár, Síðustu tvö árin hrakaði svo heilsu pabba mjög mik- ið og var það í ágúst síðastliðnum sem hann datt og rifbeinsbrotnaði. Var hann þá lagður inn á Landspít- alann. Ég (Rósa) heimsótti hann í sömu vikunni og hann var lagður inn og ekki skorti þá áhugann að fá fréttir af barnabömunum og ekki síst fréttir úr sveitinni. Hvort við værum búin að heyja og hvort við hefðum ekki nóg hey handa skepnunum í vetur. Eftir þessa Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Alllllllllli Lindab miiiLiiir^ Veitum 30% staö- AFJI/Ia/.W f ú greiösluafslátt á þak- / -^AFSIAtt!^. rennum út desember/ ; 'UR! - Notum góöa veöripí Þakrennukerfiö frá okkur er / heildarlausn. Níðsterkt og / falleg hönnun. Þakrennukerfiö er samsett úr galvanhúöuöu plastvöröu stáli og hefur því styrk stálsins og endingu plastsins. Þakrennukerfiö frá okkur er auðvelt og fljótlegt í uppsetningu. Engin suða, ekkert lím. tsSél i étwil Þak- og veggklæðning í mörgum útfærslum, t.d.: bárað, kantað, þaksteinamynstur ofl. Plastisol yfirborðsvörn klæðningarinnar gefur margfalda endingu. Styrkur stáls ■“ - ending plasts . «.°o ° ° ö m • Y °/ Þola íslenskar veöurbreytingar GOTT LITAURVAL! Z Smiðshöfda 9 • 132 Reykjavík • Sími 587 5699 • Fax 567 4699 m *4I IIIIIIIIII111III111111III111 llt% heimsókn hrakaði honum ört þar til hann andaðist á Vífilsstöðum 5. desember síðastliðinn þá 82 ára. Minningar um þig eru óteljandi og gleymast aldrei. Guð blessi þig og geymi elsku pabbi. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Bríem) Börnin. Hann afi minn er látinn. Afi sem ól mig upp í 9 ár ásamt ömmu og mömmu. Afi sem ég kallaði alltaf „pabba“ fram á unglingsár. Afi sem fór með mig í sunnudagabíltúr inn á afrétt og sagði mér hvað öll fjöll- in hétu og hver þúfa. Afréttinn þekkti hann eins og lófann á sér. Eftir að afi og amma fluttu í Kópavoginn fór ég oft í heimsókn í jóla- og páskafríum. Þá löbbuðum við afi oft út í búð, banka eða póst- húsið að útrétta. Amma var þá heima og hafði tilbúið kaffi eða mat handa okkur. Oft seinkaði okk- ur af því við afi skoðuðum fjöllin í kring og virtum fyrir okkur útsýnið er við stóðum uppi við Kópavogs- kirkju. Þó að afi og amma væru búin að búa í Kópavogi í rúm 15 ár var hugurinn hjá afa alltaf í Neðra- Seli og oft sagði hann sögur úr sveitinni og þegar hann var að smala afréttinn á haustin. Samverustundunum fækkaði svo með árunum en kom ég þó alltaf öðru hverju í heimsókn og alltaf var jafn gaman að hlusta á afa segja frá og hafði hann jafngaman af því sjálfur. Eg kveð þá elskulegan afa minn og vil þakka alla þá visku sem hann gaf mér. Við eigum eftir að hittast aftur en þangað til getur hann skoð- að sveitina og fjöllin. Ég bið góðan guð að styrkja ömmu í þessari sorg. Dauðinn er ekki endir alls og við eigum öll yndislega minningu um góðan og traustan mann, hann afa, sem við geymum í hjarta okkar. Blessuð sé minning hans. En eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja að sumarið það líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) María Dóróthea Jensdóttir. Pétur Pétursson ■æðishersins á islandi ■ I ^F1I \JT Pétur Pétursson, I I WT I höfundur bókarinnar. ALÞÝÐUHREYFING HJÁLPRÆÐISHERINN í 100 ÁR Hjálprœöisherinn er litrík alþýöu- hreyfing - líknarhreyfing sem byggir á því aö trúboö og líknarstarf er sam- ofið lífi og starfi hreyfingarinnar. I bókinni er fjallað um uppruna Hjálprœöishersins og fyrstu leiðtoga hans. ítarlega er fjallaö um komu /Hersins til íslands og viöbrögö manna viö honum og starfsháttum hans. Fjallaö er um áhrif Hjálprœðis- hersins á trúar- og menningarlíf islend- inga, ekki síst hvernig hann hefur birsf í ýmsum skáldverkum, á frceðandi og skemmtilegan hátt. Skálholtsútgáfan Laugavegi 31 - Sími 552 1090 Engla þekktum viö sem börn af bœnaversum og biblíumyndum. En þó fór svo um margan að veröa viö- skila viö þennan þátt barnatrúar. Samt lifa englar góöu lífi í myndlistinni og í sálmum og textum trúarinnar. Og þar eru þeir ekki til uppfyllingar og skrauts, heldur hluti af raunveru- leikanum sjálfum. Hverjir eru þeir eiginlega og hvert er hlutverk þeirra og sess í menningu okkar, list og trú? Bókin um englana svarar þeim spurningum. B Laui Skálholtsútgáfan Laugavegi 31 - Sími 552 1090
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.