Morgunblaðið - 16.12.1995, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 16.12.1995, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 63 I i V 1 - I ð I ' 3 .3 9 J MINNINGAR hyggju sem væri hennar eigið. Fyrir kynni, samstarf og hjálp- semi færum við Hrafnhildi einlægar þakkir okkar hjóna. Börnum henn- ar, systkinum og öðrum ástvinum vottum við samúð okkar á þessari sorgarstund. Megi minningin um duglega móður og félagslynda, at- hafnasama systur lifa. Blessuð sé minning Hrafnhildar Kristínar Kristjánsdóttur. Kveðja frá SigursteiniXíunnarssyni tann- lækni og Sigurbjörgu Sigur- geirsdóttur. Það eru mjög blendnar tilfinning- ar sem koma fram þegar ung kona í blóma lífsins er hrifin á brott frá börnum sínum og ættingjum. Sam- dægurs og þú missir móður þína færðu þær frétti að um illkynja sjúk- dóm sé að ræða hjá þér. Hugurinn leitar að einhverri ástæðu, hver er tilgangurinn með þessu öllu saman? Ekkert svar, nema eitt er víst, að það sem eitt sinn fæðist mun einnig deyja. Það er það eina sem er ör- uggt í iífínu, sagði móðir mín við mig á dánarbeði sínu, og mikið er það rétt. Elsku Habbý mín, það var svo margt sem riijaðist upp í huganum hjá mér þegar mér var sagt að þú værir farin eftir svona fáa mánuði, en erfiða, í baráttunni við þann sjúk- dóm sem ekkert virðist stoppa. Ég er svo fegin að hafa hitt þig og kvatt á undanförnum vikum, því við vissum að þetta var spurning um tíma. En alltaf skal þessi stund koma aftan að manni. Elsku besta æskuvinkona. Ég vil þakka fyrir að hafa fengið að kynn- ast þér, þegar ég fermingarárið okkar flyst til Vestmannaeyja og bytja í skóla þar sem ég þekkti engan. Það var erfitt fyrir ungling. Þá varst þú til staðar og urðum við upp frá því algjörar samlokur (eins og oft var sagt). Þar sem ekki voru símar á okkar heimilum fengu tvær yngri systur þínar að hlaupa m_eð skilaboðamiða á milli okkar. Ég minnist þess frá þessum tíma þegar við vorum að fara í Höllina, allt til- standið með hárið á okkur og stíf- pressuðu buxurnar. Eða þegar það alversta sem gat komið fyrir okkur (bíósjúklingana) að vera straffaðar í bíó í heila viku. Vegna hvers? Jú, það var dillandi hláturinn sem pass- aði ekki við myndina (Love Story). Já, Habbý mín, við áttum margar góðar og skemmtilegar stundir sam- an. Síðan skildi leiðir, það fór að gjósa í Vestmannaeyjum og fjöl- skyldur okkar fluttu upp á land. Þið fóruð í Borgarnes en ég austur. En við létum það ekki skemma vinskap- inn og vorum í bréfaskriftum á milli landshluta. Við uxum úr grasi og urðum að konum og þá kom tími barneigna. Alltaf fylgdumst við hvor með annarri, þú fékkst nú eina af mínum dætrum í afmælisgjöf, báðar eigum við dóttur með sama nafni (sem var ákveðið á unglinsgárum) og meira að segja erum við líka nöfnur eftir allt saman. Habbý mín, þú lifðir bæði góða og slæma tíma eins og við gerum flest, en ef það var erfitt þá barð- istu bara meira og stangaðir frá þér. Þú varst svo sterk og dugleg alla tíð og sást það vel í þínum erf- iðu veikindum þótt alltaf væri stutt í brosið og húmorinn. Ég vil þakka þér, Habbý mín, fyrir ógleymanleg kynni í 26 ár. Minning þín lifir. Éisku Hrefna, Rakel og Kristján Þór, missir ykkar er mikill, ég bið góðan Guð að styrkja ykkur og hugga í sorginni. Öðrum ástvinum votta ég innilega samúð. Guð geymi ykkur öll. „Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta, ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið ... En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins: Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífmu. (Höf. óþekktur.) Hinsta kveðja, Kristín H. Runólfsdóttir. (Stína Run) FINNA KRISTJÁNSDÓTTIR + Finna Krislj- ánsdóttir fædd- ist 6. maí 1916 á Breiðumýri í Reykjadal. Hún lést 10. desember sl. í sjúkrahúsinu á Húsavík. Foreldrar hennar voru hjónin Kristján Jónsson og Guðrún Friðfinns- dóttir. Finna var næstelst 5 systkina; þeirra Ágústu, Steingríms, Jóns og Matthíasar. Eftir venjulega barnaskólagöngu fór hún einn vetur í Húsmæðraskólann á Laugum í Reykjadal. Finna var ógift og bjó lengst af á Litlu- strönd í Mývatnssveit. Síðastlið- in 10 ár dvaldi hún á Dvalar- heimilinu Hvammi á Húsavík og nú síðast í sjúkrahúsinu á Húsavík. Útförin fer fram í Skútu- staðakirkju í Mývatnssveit í dag og hefst athöfnin kl. 14. ELSKU Finna mín! Þegar ég frétti að þú hefðir lagt upp í ferðalagið mikla fann ég bæði fyrir sorg og gleði í bijósti mínu. Sorg af því að ég kvaddi þig ekki, en gleði því ég veit að þú ert ánægð með ferðina. Ekki veit ég af hveiju við tvær tengdumst svo sterkum böndum. Kannski var það vegna þess að á stundum fannst okkur við ekki passa álveg inn í umhverfið, eða kannski bara vegna þess að báðum þótti okkur vænt um hann Jón pabba ttiinn og bróður þinn. Eitt er víst, að þú hjálpaðir mér mikið á erfiðum tím- um. Það var gott að vita af þér í skólanum á Skútustöðum. Að geta komið í eldhúsið og spjallað smá, fengið kaffisopa og jafnvel kökusneið var eins og að vera heima hjá mömmu. Þær voru heldur ekki ófáar stundirnar sem við átt- um heima hjá Binnu og Friðjóni í Hafnar- strætinu. Það sem við gátum hlegið og gasprað... Og aldrei fann ég fyrir aldursmuni okkar eða ólíkri lífsreynslu. Það sem þú gafst mér Finna mín var óendanleg góðvild — góðvild sem ég mun alltaf búa að og von- andi koma áleiðis til annarra. í gegnum tíðina höfum við ekki átt svo ýkja margar stundir, en þær hafa verið góðar og nú þegar ég veit að við sjáumst ekki í bráð þá rifjast þær allar upp fyrir mér. Það var fallég kveðja þegar þú sendir mér uppáhaldsbækurnar þín- ar, Ljóðasafn Davíðs Stefánssonar, og mér mjög dýmiætt að mega varðveita þær. Með hans orðum kveð ég þig nú. Við nefnum dagleið frá dögun til sólarlags að djúpi frá jökulrót er fljótsins ganga. Frá móðurskauti að moldum hinsta dags er mörkuð blóði og tárum ferðin langa. Á morgni lífsins leggjum við öll af stað er ieitin hefst er ferðahugurinn mestur. En við höfum fengið fyrirskipun um það að fylgja sólinni vestur. Finna mín, þökk fyrir samveruna. Þín frænka, M.nú er hann líka tril hlýralaus ••• THE ONE AND ONLY WOftdefbra ÚTSÖLUSTAÐIR • AKUREYRI: ÍSABELLA • EGILSTAÐIR: OKKAR Á MILLI • GARÐABÆR: SNYRTIHÖLLIN • HAFNARFJÖRÐUR: HB-BÚÐIN • HÚSAVÍK: ESAR • ÍSAFJÖRÐUR: SNYRTIHÚS SÓLEYJAR • KEFLAVÍK: SMART • KÓPAVOGUR: SNYRTISTOFAN SNÓT • REYKJAVÍK: ÁRSÓL, DEKURHORNIS & SPES • STYKKISHÓLMUR: HEIMAHORNIÐ • Einkaumboð og heildsöludreyfing: Hafnarbræður S: 5550070 LEYNDARDOMURINN: Svert og teygjanlegt mittisband sem tryggir fullkomna setu buxnanna Meðalþétt teygja sem gerir mittið grannt og tígulegt. Stuðningur um magann gefur glæsileika. Sérstök teygjubönd sem lyfta rassinum og gera hann fegurri. Mótandi teygja fyrir mjaðmir og læri. Meðalþétt teygjubönd sem hindra fellingar. Breytilegur þéttleiki veitir róandi nudd á fótleggjunum. ffp* ■■■,■ * ■' I 4 * : i • A 1 I Ásthildur. VjJ/ iH NVJ015V9W4J;
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.