Morgunblaðið - 16.12.1995, Síða 64
64 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
RÓSA
SIG URÐARDÓTTIR
+ Rósa Sigurðar-
dóttir fæddist á
Dalvík 17. janúar
1901. Hún lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
4. desember sl. For-
eldrar hennar voru
Anna Sigurðardótt-
ir og Sigurður Guð-
jónsson frá Mói á
Dalvík. Hún var
þriðja í röðinni af
11 systkinum. Hún
giftist Kristni Vil-
hjálmssyni frá
Hrísey árið 1938,
d. 22.4. 1982, og bjuggu þau
þar alla sína búskapartíð. Síð-
ustu ár sín dvaldist Rósa á
Dalbæ, Dalvík. Þau eignuðust
ELSKU amma mín er dáin. Þó það
sé sárt að missa hana veit ég að
henni líður vel núna og er komin til
afa og Kidda.
Eg á margar góðar minningar um
hana ömmu í Hrísey, eins og við
systkinin kölluðum hana, og dvaldist
ég oft hjá ömmu og afa á sumrin.
Ég gleymi aldrei spenningnum þegar
feijan nálgaðist land og litla húsið
hennar ömmu kom í Ijós. Amma
beið svo á bryggjunni og saman
gengum við eftir sandinum og heim
í hús til afa, sem beið okkar við
gluggann. Alltaf hafði amma nægan
Scrfræðingar
í blóinaskrcytiiiguni
við öll brkifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 19090
þrjár dætur: Bryn-
hildi, f, 14.5. 1939,
hún á fimm börn og
níu barnabörn.
Valdísi, f. 24.10.
1942, maki Guðjón
Björnsson, þau
eignuðust þrjú börn
en misstu son sinn,
Kristin, 14 ára
gamlan og eiga tvö
barnabörn. Arný
Björk, fv 9.4. 1947,
maki Ágúst El-
bergsson, þau eiga
þrjú börn og tvö
barnabörn.
Útför Rósu fer fram frá Hrís-
eyjarkirkju laugardaginn 16.
desember og hefst athöfnin kl.
14.
tíma fyrir mig, þó svo að hún væri
með afa veikan heima. Hún vildi að
ég lærði að synda og kom mér í
sundkennslu. Hún kom næstum alla
daga til að fylgjast með og mikið
var hún ánægð með mig. Ofáir voru
göngutúrarnir okkar í kaupfélagið
og var þá oft keypt fyllt karamellu-
súkkulaði til að narta í eftir kvöld-
matinn.
Seinna meir þegar ég varð eldri
og kom í styttri heimsóknir, þá með
mömmu og pabba, Elfu og Kristni,
þá brást það ekki að alltaf var til
appelsín og súkkulaðikex í skápnum
hjá ömmu. Fórum við Elfa þá oft
með Kristin niður á sand að moka
og ef gott var veður syntum við og
óðum í sjónum. Var amma þá vel
vakandi yfir okkur og fylgdist með
úr glugganum.
Amma fylgdist áfram vel með
okkur öllum, 10 barnabömum, en
Kidda missti hún snemma. Hún vildi
að við menntuðum okkur og gladdist
þegar við náðum því sem við ætluð-
um okkur. Þegar svo barnabömin
fóru að koma fylgdist hún jafn vel
með þeim og sendi þeim ullarsokka
og vettlinga svo þeim yrði hlýtt. Og
ég veit að hún heldur áfram að fylgj-
ast með okkur öllum að handan.
Elsku Valdís og Guðjón, Rósa og
Pétur, Þorbjörg og Tómas, það hlýt-
t
Ástkaer eiginkona mín,
ÓLAFÍA ELÍSABET GUÐJÓNSDÓTTIR,
lést í sjúkrahúsi Akraness 15. desember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Ingólfur Helgason,
synir og tengdadætur hinnar látnu.
t
Innilegar þakkir færum við öllum fyrir auðsýnda samúð og kær-
leiksríkar kveðjur við andlát og útför móður okkar,
ELÍSABETAR HALLDÓRSDÓTTUR,
Miklabæ,
ÓslandshlíS,
Skagaflrði.
Guð blessi ykkur öll.
Halldór Þorleifur Ólafsson,
Sigurlaug Ólafsdóttir,
Ingibjörg Ingveldur Ólafsdóttir.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu,
MARGRÉTAR MAGNÚSDÓTTUR,
Brennistöðum,
Eiðaþinghá,
sem andaðist í sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 23. nóvember sl.
Útförin fór fram frá Eiðakirkju laugardaginn 2. desember.
Magni Þórarinn Ragnarsson, Sigþrúður Sigurðardóttir,
Ingibjörg María Þórarinsdóttir,
Margrét Ragna Þórarinsdóttir.
GUÐRÚN
JÓNSDÓTTIR
ur að vera erfitt að vera svona langt
í burtu á þessari stundu og við systk-
inin sendum ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Ég vil kveðja hana ömmu mína
með versi sem hún kenndi mér þeg-
ar ég var lítil:
Legg ég nú bæði líf og ðnd,
ljúfi Jesú í þína hönd.
Síðast þegar ég sofna fer,
sitji Guðs englar yfir mér.
Elsku amma, við þökkum þér
fyrir allt. Guð geymi þig.
Ragnheiður, Elfa og Kristinn.
Nú er amma í Hrísey dáin og mig
langar að minnast hennar í fáum
orðum.
Öll sumur sem ég man eftir mér
sem krakki tengjast Hrísey og ömmu
Rósu og afa Kristni. Valdís, systir
mömmu, og fjölskylda hennar
bjuggu þá einnig í Hrísey og þarna
var mjög gott að vera fyrir barn úr
Reykjavík. Hvort sem við krakkarn-
ir iékum okkur niðri í fjöru eða uppi
á eyju voru ævintýri á hverju strái
og heima beið amma með nýtt soðið
brauð og mjólk úr kassa sem geymd-
ur var í ísskápnum. Á góðviðrisdög-
um gátum við jafnvel svamlað í sjón-
um eins og á útlendri sólarströnd.
Stundum fór ég út á bát með afa.
Eftir að ég og systkini mín uxum
úr grasi fór ég sjaldnar út í Hrísey
en amma fylgdist vel með okkur og
var mjög áhugasöm um okkur og
við héldum góðu sambandi við hana.
Um tíma, eftir að ég var orðin full-
orðin, dvaldi ég erlendis og þá sendi
amma mér oft bréf og sagði mér
fréttir að heiman. Ég var full af
ævintýraþrá og það skildi amma
greinilega vel því að í einu bréfinu
sendi hún mér dægurlagatexta sem
henni hefur fundist eiga vel við mig
og hefst svona:
Ég kýs að flakka um heiminn og fara mína
leið, frjáls eins og fugl.
Eða flýta mér hægt þó að gatan virðist
greið, fijáls eins og fugl.
Ég vil elska og lifa og lífsins njóta, líka ef
mér sýnist svo með straumnum fljóta,
skvetta létt úr klaufunum og boðin brjótá,
fijáls eins og fugl.
(Höf. Ólafur Gaukur)
Þegar afí dó, 1982, varð mjög
einmanalegt hjá ömmu. En hún átti
góða að, bæði í Hrísey og hér fyrir
sunnan, þar sem móðir mín, Bryn-
hildur og systir hennar, Árný, búa.
Stundum dvaldi hún vetrarlangt hjá
þeim.
Fyrir nokkrum árum fluttist
amma á dvalarheimili aldraðra,
Dalbæ, á Dalvík. Þar leið henni vel
þótt heilsu væri farið að hraka und-
ir það síðasta. Hún var iðin við hann-
yrðir, málaði meðal annars dúka sem
hún sendi dætrum sínum og bama-
börnum á jólunum, ásamt sokkum
og vettlingum handa langömmu-
bömunum.
Elsku amma. Ég og systkini mín,
Þorbjörg, Gunnhildur Ásta, Elberg
og Jóhanna Steinunn, vitum að þér
líður vel núna hjá afa og Kidda
frænda. Blessuð sé minning þín.
Guðrún Rósa.
+ Hallfríður Guðnadóttir
fæddist 11. desember 1936
á Rútsstöðum í Gaulveijabæjar-
hrepp í Ámessýslu. Hún lést í
Landspítalanum 7. desember
síðastliðinn og fór útförin fram
15. desember.
í MINNINGUNNI mun Fríða lifa
og vera okkur sem þekktum hana
sem fyrirmynd fyrir þann dugnað
og þá jákvæðni sem hún hafði gagn-
vart Iífinu. Hún gafst aldrei upp
og kvartaði aldrei. Þrátt fyrir sárar
kvalir og illvígan sjúkdóm bar hún
sig alltaf vel og sagðist „hafa það
bara ágætt“.
Með þessu ljóði vil ég votta henni
virðingu mína og þér, elsku Eygló,
+ Guðrún Jónsdóttir fæddist
á Sandfelli í Öræfum 23.
febrúar 1912. Hún lést á heim-
ili sínu í Kópavogi 4. nóvember
síðastliðinn og fór útför hennar
fram frá Lágafellskirkju 10.
nóvember.
í DAG fékk ég þær sorglegu frétt-
ir að amma mín væri dáin og ég
er hér hinum megin á hnettinum
og mér finnst ég vera svo hjálpar-
laus og einmana. Ég hafði sjaldan
hugsað um það hvernig það væri
að missa 'einhvern svo nákominn
mér, en fyrir um mánuði síðan
hringdi pabbi í mig og sagði að
amma væri veik og seinna kom það
í ljós að það var krabbamein. Ég
grét allan þann dag og mikið eftir
það en fólk sagði mér að vera ekki
svo svartsýn. Fyrir svo um þremur
vikum síðan hringdi ég í afa og
ömmu og mér brá svo að heyra
hvernig amma talaði, hún var svo
neikvæð, hún sem kvartaði aldrei
og var aldrei neins staðar illt, en
í þetta skiptið var annað í henni
hljóðið og þegar við kvöddumst þá
var eins og hún væri að kveðja
mig fyrir fullt og allt. Þetta var í
síðasta skiptið sem ég talaði við
hana ömmu mína.
Ég keypti mér flugmiða heim í
síðustu viku til að ég gæti kvatt
hana og sagt henni hvað ég elsk-
aði hana mikið, en það verður ekki
gaman að koma heim í þetta skipt-
ið.
í dag var ég að hjálpa vinkonu
minni en svo allt í einu fékk ég svo
mikinn verk fyrir hjartað og mér
leið svo illa, svo ég fór heim og
hálftíma seinna hringir mamma og
segir mér þessar sorglegustu frétt-
ir sem ég hef nokkurn tímann á
ævi minn fengið, en ég get ekki
grátið lengur. Ég er svo ánægð að
amma þjáist ekki lengur og henni
líður vel núna því hún er hjá Guði.
Hún er hjá öllum sínum ættingjum
og vinum sem hafa yfirgefið okkur
og hún vill að við _séum ánægð
fyrir hennar hönd. Ég er ánægð
að hafa haft hana svona lengi hjá
mér og fyrir allt sem við gerðum
saman.
Ég var og er alltaf mikið fyrir
ömmu og afa og oft á yngri árum
tók ég strætó eftir skóla upp á
Austurbrún og var allan daginn hjá
þeim að spila. Svo eftir að ég fékk
bílpróf þá fórum við Maggi bróðir
oft í mánuði til þeirra og sátum
langt fram eftir kvöldi og spiluðum
kana. Stundum kom pabbi með og
þá var spilað eitthvað annað, og
aldrei máttum við yfirgefa þau án
þess að fá okkur kökubita. Það var
aldrei farið frá ömmu og afa með
tóman maga. Oft sá ég á ömmu
að hún var orðin þreytt eftir að
hafa spilað við okkur klukkutímum
saman, en hún sagði aldrei neitt.
Ég heyrði ömmu aldrei kvarta, en
og öðrum aðstandendum mína
dýpstu samúð.
Nú samvist þinni ég sviptur er;
ég sé þig aldrei meir!
Ástvinimir, sem ann ég hér,
svo allir fara þeir.
Ég felli tár, en hví ég græt?
Því heimskingi ég er!
Þín minning hún er sæl og sæt,
og sömu ieið ég fer.
En er þín sála sigri kætt
og sæla búin þér?
Ég veit það ekki! - sofðu sætt!
- en sömu leið ég fer.
(Kristján Jónsson)
Hildur Ragnars.
oft hefur henni eflaust verið illt.
Amma hafði gaman af að ferð-
ast, bæði innanlands sem utan. Ég
man alltaf eftir veiðiferðunum sem
voru farnar árlega og kom maður
þá heim fimm kílóum þyngri, og
oft fórum við upp á Þingvelli að
grilla. Eftir að ég flutti út þá stríddi
ég henni oft í bréfunum og spurði
hana hvort hún ætlaði ekki að koma
í heimsókn svo við gætum farið til
Las Vegas saman og spilað, því
áður fyrr hafði amma alltaf happa-
þrennur í veskinu og svo stalst hún
í spilakassana niðri í bæ eins og
unglingsstelpa.
Amma var nú hálfgerður ung-
lingur í sér og gátum við hlegið
mikið saman og strítt hvor ann-
arri. Hún var eins og besta vinkona
mín.
Ég man alltaf eftir því fyrir rúmu
ári síðan þegar ég fékk einkaflug-
mannsskírteinið, þá bauð ég ömmu
og afa í flugferð. Fyrst ætlaði
amma ekki að fara en hún var svo
stolt og hún vissi að ég mundi stríða
henni ef hún kæmi ekki með, svo
hún skellti sér upp í litlu flugvélina
og flugum við um Reykjanesið og
í kringum Keili.
í lendingunni greip amma um
sætið en aldrei viðurkenndi hún að
hún hefði orðið hrædd. Ég er viss
um að hún hafði gaman af þessari
fyrstu og síðustu flugferð með
mér. Mig grunaði aldrei þá að hún
mundi ekki fljúga með mér aftur,
en ég veit að hún mun samt vera
með mér hér eftir þegar ég flýg.
Eins og allir vissu sem þekktu
ömmu, þá var hún mikil spilakona
og hittumst við ekki án þess að
spila. Ég og Maggi bróðir hlógum
oft að þvi að hún þurfti alltaf að
kíkja hjá afa og oft tapaði afi grey-
ið út af því, en svo var maður orð-
inn svo vanur þessu að maður var
farinn að svindla sjálfur. „Þá eru
trompin komin,“ sagði hún alltaf í
Kana svo að mótspilarinn hennar
færi ekki að henda út trompi. Ég
og afi sögðum henni að það væri
bannað að tala svona mikið meðan
við værum að spila, en hún hlust-
aði ekki á okkur. Ég sagði henni
alltaf að ég ætlaði að skrifa bók
sem ætti að heita „Hvernig á að
svindla í spilum" eftir Guðrúnu
Jónsdóttur. Oft var ég hissa á því
að nágrannarnir kvörtuðu aldrei
því fjölskyldan er þekkt fyrir að
vera hávær og við hlógum svo mik-
ið og það voru oft mikil læti í okk-
ur langt fram á miðnætti. Og ekki
vorum við nú mikið að reyna að
hvíslast á eða tala lægra. En ég
vona bara að það sé til nóg af spil-
um þar sem hún amma mín er
núna, ég veit að þá er mikið spilað
og hlegið og þá líður henni vel.
Elsku amma mín. Takk fyrir all-
ar góðu stundirnar sem við áttum
saman, öll kvöldin sem við spiluðum
saman og takk fyrir allt sem þú
og afi hafíð gert fyrir mig. Ég sá
þig ekki eftir að þú veiktist svo í
huga mínum og hjarta ertu alltaf
heilbrigð og hress og þannig mun
ég lýsa þér fyrir mínum börnum
og bamabörnum og ég óska þess
að ég verði eins góð amma og þú
varst okkur öllum.
Ég veit að við hittumst svo aftur
einhvemtímann, enginn nema Guð
veit hvenær, en á meðan ætla ég
að vera ánægð hérna megin í þessu
lífi, því ég veit að það er þín stærsta
ósk fyrir okkur öll sem eftir erum.
Elsku afi minn, megi Guð gefa
þér sem mestan styrk í þessari
miklu sorg. Vertu sterkur og hugs-
aðu sem svo að amma sé farin í
langt ferðalag sem við förum öll
einhvern tímann í og hittumst þá
aftur. Amma hefði aldrei viljað vita
af okkur óhamingjusömum, svo
reynum að lifa lífinu áfram.
„Ég er ætíð sátt við það sem
gerist, því ég trúi því að Guð kunni
betur að velja en ég.“
(Epiktetos)
Birna Ósk Björnsdóttir.
HALLFRIÐUR
G UÐNADÓTTIR