Morgunblaðið - 16.12.1995, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 65
9
i
i
I
I
I
I
'i
I
I
I
í
1
í
í
í
í
I
i
4
SIGURJÓNA
GUÐMUNDSDÓTTIR
+ Sigurjóna Guð-
mundsdóttir
fæddist 18. mars
1925 að Bakkár-
holti í Ölfusi. Hún
andaðist á Borgar-
spítalanum 6. des-
ember síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Guð-
rún Ólafsdóttir, f.
6.9. 1901, frá
Grímslæk í Ölfusi,
og Guðmundur
Eyjólfsson, bóndi,
f. 27.4. 1983, frá
Hraunshjáleigu í
Ölfusi. Systkini hennar voru
Guðrún, f. 3.8. 1921; Ólafur,
f. 22.11. 1923, hann lést 4.1.
1960, og Þórey, f. 9.10. 1928.
Hinn 12. nóvember 1948
giftist Sigurjóna Ólafi Helga-
syni, f. 12.8. 1924, syni Huldu
Matthíasdóttur
hjúkrunarkonu og
Helga Guðmunds-
sonar læknis. Sig-
urjóna og Ólafur
eignuðust sex börn.
Þau eru: Guðrún, f.
4.3. 1948, hún á
einn son og tvö
barnabörn; Helgi,
f. 8.4. 1950, hann á
tvö börn og tvö
barnabörn; Elsa, f.
27.5. 1952, hún á
eina dóttur og eitt
barnabarn; Jó-
hanna, f. 18.2.1954,
hún á þrjú börn; Hulda, f. 18.1.
1957, hún á einn son; Ólafía,
f. 7.4. 1960, hún á tvo syni.
Utförin fer fram í dag frá
Keflavíkurkirkju og hefst at-
höfnin kl. 13.30.
EF GJAFMILDI væri gull, ást og
umhyggja silfur, þá hefðir þú, elsku
amma, verið hin ríkasta kona. Þrátt
fyrir veikindin sem náðu lengra en
við fáum munað streymdi alltaf frá
þér styrkur, ást og umhyggja. Ekki
bara til afa og barnanna þinna sex
heldur umlukti hún hvert og eitt
okkar barnabarnanna og alla sem
stóðu þér nærri.
Með hlýju í huga minnumst við
systkinin þeirra ánægjustunda sem
vi eyddum hjá ykkur afa í Kefiavík.
Þær munum við varðveita.
Þótt sorgin sé sár vitum við að
þér hefur verið vel tekið á himnum.
Guð geymi þig.
Elsku afí, mamma og móður-
systkini, Guð styrki ykkur í sorginni.
Hrefna, Guðrún og Kolbeinn.
Mig langar í fáeinum orðum að
minnast Siguijónu Guðmundsdótt-
ur eða Jónu eins og hún var kölluð.
Ég kynntist Jónu og Óla manni
hennar þegar ég og Jóhanna dóttir
þeirra urðum vinkonur rétt eftir
fermingu. Fjölskyldan á Faxabraut-
inni var stór og kynntist ég þeim
það vel, að samband mitt við þau
öll er enn sterkt í dag.
Er ég kom við sögu var Jóna
heimavinnandi húsmóðir en hafði
tekið að sér að sauma fyrir fólk og
þar nutu eiginleikar hennar sér
vel, því vandvirkni og smekkvísi
voru henni í blóð borin og var hún
vel metin og vinsæl af þeim sem
leituðu til hennar með saumaskap.
Börnin hennar nutu góðs af og þar
með einnig ég.
Það voru spenntar vinkonur sem
tóku sig til og hönnuðu á sig káp-
ur, keyptu efni og létu í hendur
Jónu, það voru stoltar stelpur sem
fóru í nýju kápunum sína í skólann,
ég í blárri, Jóhanna í svartri og
báðar með köflótt fóður í hettunum
og vitandi það að engin átti svona
kápur nema við. Þetta var byijunin
á saumaævintýri okkar Jóhönnu.
Við tókum til að hanna og Jóna að
sauma og höfðum við þá verka-
skiptingu við hana, við þrifum hús-
ið meðan hún sat við saumavélina.
Síðan fór hún að kenna okkur og
þar sem ég hafði líka mömmu sem
gat sagt mér til þróuðust málin
þannig að við vorum farnar að
sauma á okkur föt sjálfar. Þarna
var lagður grunnurinn að því sem
við báðar búum að í dag. Þannig
var einnig með hinar dætur Jónu,
því allar eru þær bráðmyndarlegar
í höndunum og hafa fengið frá
móður sinni vandvirknina og tækn-
ina til að geta saumað svo að segja
hvað sem er.
Jóna var astmaveik og ágerðist
sjúkdómurinn með árunum og svo
kom, að samkvæmt læknisráði varð
hún að leggja frá sér saumaskap-
inn. Hún stalst þó til að sauma
+
Ástkæreiginkona mín og móðir okkar,
GUÐRÚN JÓNASDÓTTIR,
Hólavallagötu 13,
andaðist á Hvítabandinu miðvikudaginn
13. desember.
Tryggvi Pétursson
og dætur.
i
i
i
i
i
i
+
Sonur minn, bróðir okkar og félagi,
TRAUSTI HAFSTEINN GESTSSON,
Skólabraut 10,
Seltjarnarnesi,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
mánudaginn 18. desember kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakk-
aðir, en þeim, sem vildu minnast hans,
er bent á að láta líknarstofnanir njóta
þess.
Guðrún Sigurjónsdóttir,
Sigurjón H. Gestsson, Inga Gunnlaugsdóttir,
Almar Gestsson, Elín Jónsdóttir,
Baldvin Gestsson, Lotte Gestsson,
Guðmundur R. Gestsson, Ásta D. Björnsdóttir,
Kristinn Gestsson, Valgerður M. Ingimarsdóttir,
og fjölskyldur þeirra,
heimilisfólk og starfsfólk Bjargi, Seltjarnarnesi.
öðru hvoru og vissum við báðar að
hún var að stelast, þegar hún hjálp-
aði mér að sauma brúðárkjólinn
minn, en þessir dagar okkar voru
skemmtilegir, við töluðum mikið
saman og urðum góðar vinkonur
og þessi tími er mér dýrmætur í
minningunni.
Árin liðu, við höfðum alltaf sam-
band við og við og þá aðallega í
gegnum krakkana hennar og á stór-
um stundum í lífi þeirra og barna
þeirra. Hún fylgist vel með börnum
sínum, barnabömum og bama-
barnabörnum og var vakandi yfir
velferð þeirra og hélt stóra hópnum
sínum vel saman og gladdist yfir
árangri þeirra.
Nú síðustu ár tók heilsunni að
hraka og ofan í astmann bættist
hjartasjúkdómur og þurfti hún þá
oft að liggja á spítala en átti oft
góða daga inn á milli.
Jóna var myndarleg kona og pass-
aði vel upp á útlit sitt og var alltaf
fín og vel til höfð og þeim, sem
ekki þekktu, hefði ekki dottið í hug
að þama færi mjög veik kona. Síð-
asta eina og hálfa árið var henni
og fjölskyldu hennar erfitt því spít-
alaferðirnar urðu fleiri og meira var
af henni dregið og úr síðustu ferð
sinni átti hún ekki afturkvæmt, held-
ur sofnaði svefninum eilífa.
Jóna mín, ég kveð þig með sökn-
uði, en ég veit að þú varst orðin
þreytt og ert hvíldinni fegin. Þú
fékkst að fara með reisn eins og ég
veit að þú hefðir viljað og aukakraft
fékkstu til að láta laga á þér hárið
og gera þig fína síðustu klukkutíma
lífs þins og þú yfirgafst þennan heim
og hélst til nýrra heimkynna eins
og þú varst í lifanda lífi vel til höfð
og fín.
Kæra fjölskylda, Guð gefi ykkur
styrk á sorgarstund en minningin
er björt og hlý um góða eiginkonu,
móður, ömmu og langömmu.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Bríem.)
Blessuð sé minning Siguijónu
Guðmundsdóttur.
Petrea Þórólfsdóttir.
+
Okkar kæra vinkona,
FRIÐRIKA MILLY MÚLLER,
Austurbrún 6,
andaðist á heimili sfnu 13. þessa mánaðar.
Aðstandendur.
Elskuleg sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÍÐUR SNORRADÓTTIR,
Árskógum 6,
Reykjavík,
lést á Vífilsstöðum 13. desember.
Magnús Guðjónsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Elskuleg móðir okkar,
VILBORG S. DYRSET,
andaðist á heimili sínu, Seljahlíð, mið-
vikudaginn 13. desember.
Börnin.
+
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Höfða,
áðurtil heimilis
á Skagabraut 2,
Akranesi,
verður jarðsungin frá Akraneskirkju
mánudaginn 18. desember kl. 14.00.
Ragnheiður Þ. Benediktsdóttir, Sigþór Ómarsson,
Sigríður Helgadóttir, Halldór B. Jóhannsson,
Benedikt Helgason,
Andri Þór Sigþórsson,
Hafþór Daði Halldórsson.
AKu R
Ólafur Ólafsson landlæknir skrifar formálann
ísak Harðarson Ijóðskáld íslenskaði
Doris Van Stone, höfundur þessarar bókar,
var vanrækt, barin og kynferóislega
misnotuó í æsku. Afleiðingarnar uróu þær
aó henni fannst hún Ijót, óhrein
og einskis virði, og lifði i stöóugum ótta
við höfnun annarra.
En Doris fékk stórkostlega lækningu...
J