Morgunblaðið - 16.12.1995, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 67
f
I
3
I
1
I
I
ð
i
I
I
ð
ð
i
i
i
(
(
í
(
(
í
(
(
Opið fram á kvöld
í Kringlunni
AFGREIÐSLUTÍMI Kringlunnar
hefur verið lengdur fyrir jólin og
verða verslanir í Kringlunni opnar
í dag, laugardag, frá kl. 10 til 22
og á morgun, sunnudag, frá kl. 12
til 18. Alla næstu viku verða versl-
anir og veitingastaðir í Kringlunni
opin til kl. 22.
Það verður mikið um að vera í
Kringluni um helgina. í dag, laugar-
dag, kl. 13 og 14 skemmtir B2
börnunum fyrir framan Hagkaup á
2. hæð. Geirmundur Valtýsson árit-
ar nýútkominn geisladisk sinn fyrir
framan Skífuna og Sigríður Bein-
teinsdóttir áritar geisladisk sinn
fyrir framan Japis. Þá ætlar Bubbi
Morthens að taka lagið og Tamla-
sveitin spilar lög af nýútkomnum
geisladiski sínum sem liðsmenn
sveitarinnar svo árita. Einnig mun
Halli Reynis taka lagið og hljóm-
sveitin Sixties spilar og áritar
geisladisk sinn.
Á morgun, sunnudag, verður
flokkur jólasveina í Kringlunni og
munu þeir skemmta kl. 14 og 17
fyrir framan Hagkaup á 2. hæð.
Kl. 13 syngur karlakórinn Stefnir
nokkur hátíðleg jólalög.
Viðskiptavinir Kringlunnar geta
um helgina nýtt 600 viðbótarbíla-
stæði í nágrenni Kringlunnar, sem
eru á starfsmannastæðum austan
við Kringluna, við Morgunblaðshús-
ið, bak við Sjóvá-Almennar, við Hús
verslunarinnar og Verslunarskól-
ann.
Brúðar-
kjólaleiga
Dóru flytur
BRÚÐARKJÓLALEIGA Dóru,
sem var á Suðurlandsbraut 46,
flutti 1. desember sl. í Faxafen
9,1. hæð og hefur opnað þar
verslun og leigu. Þar er hægt
að fá leigðan og keyptan brú-
kaups- og samkvæmisfatnað.
Á myndinni er eigandi verslun-
arinnar, Dóra Skúladóttir, og
Halíma Zogu afgreiðslustúlka.
■ SÚFISTINN mun gangast fyr-
ir kaffibrennslu og kaffikynningu á
morgun, laugardag milli kl. 14-16,
í húsakynnum sínum á Strandgötu
9, Hafnarfirði. Kl. 15 mun kaffi-
brennslumeistari og eigandi Súfist-
ans sýna brennsluofn fyrirtækisins
og brenna hrákaffi fyrir viðstadda.
Kaffibaunirnar sem brenndar verða
að þessu sinni eru frá eyjunni
Sulawesi sem er vestur af Borneo
og var áður nefnd Celebes. Við-
stöddum verður boðið að smakka
þetta kffi auk tveggja annarra teg-
unda: HaWai Kona Extra Fancy frá
Hawaii og Yauco Selecto frá eyj-
unni Puerto Rico í Karabíska haf-
inu. Nýjung í starfsemi Súfistans
er framleiðsla á bragðbættu kaffi.
Ávaxtate Súfistans frá Vínarborg
verður á boðstólum fyrir gesti og
að lokum mun jóla- og hátíðakaffi-
blanda Súfistans 1995 verða kynnt.
Jólahjólaball
Sniglanna
BIFHJÓLASAMTÖK lýðveldisins,
Sniglar, halda árlegt Jólahjólaball á
veitingahúsinu Tveir vinir og annar
í fríi. Agóða af Jólahjólaballinu hefur
verið varið til styrktar bágstöddum
börnum og mun stjórn sniglanna taka
ákvörðun um hverjir hljóta styrkinn
að þessu sinni.
----♦ ♦ ♦--
Göngubrú
opnuð
BORGARSTJÓRINN í Reykjavík og
samgönguráðherra opna göngubrú
yfir Kringlumýrarbraut á morgun,
sunnudag, kl. 16. Aðkoma frá Suður-
hlíðum.
♦ ♦ ♦---
Fatasöfnun
við Hall-
grímskirkju
FATASÖFNUN ÆSKR, Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar og fleiri aðila
verður við Hallgiímskirkju á morgun,
sunnudag, frá klukkan 12 til 20.
Fötin verða send til ríkja fyrrum
Júgóslavíu.
Fötin verða flokkuð og þeim pakk-
að jafnóðum ogþau berast. Fatasöfn-
unin er í tengslum við uppákomu
fyrir ungt fólk í Reykjavík sem
ÆSKR stendur fyrir.
ÁRIÐ 1994
er komið út
Pantanasími 431 4111
og fax 431 4666.
FRÉTTIR
Jólin á Laugaveginum
JAMES Bond í verðlaun í
Sambíóunum.
Safnleikur
Sambíóanna
SAMBÍÓIN bjóða gestum til sér-
staks safnleiks í tilefni jólanna. I
verðlaun eru fyrstu átta myndirn-
ar um James Bond í nýrri safnút-
gáfu á myndböndum.
Leikurinn gengur þannig til að
þeir sem fara á bíósýningar í Sam-
bíóunum, Álfabakka, eiga kost á
að svara nokkrum laufléttum
spurningum um James Bond.
Svari þeir öllum spurningunum
rétt komast þeir í pott sem úr
verður dregið á Þorláksmessu og
munu þá einhveijir vinna allt safn-
ið, sumir fjórar spólur og enn
aðrir einhveija eina af fyrstu
myndunum átta.
JÓLADAGSKRÁ verður á Lauga-
veginum og í Bankastræti í dag,
laugardag, og á morgun, sunnu-
dag sem hér segir:
A laugardeginum frá kl. 14-19
verða jólasveinar á langri vakt.
Félagar úr Harmonikkufélaginu
og jólasveinarnir halda uppi fjöri
í og við útibú Landsbankas á
Laugavegi og Bankastræti. Kl.
15-17 syngur barnakór Mela-
ÚTIBÚ Landsbankanns við
Laugaveg, Bankastræti og Aust-
urstræti kynna þjónustu sína í
dag, Iaugardag, kl. 13-16.
Boðið verður upp á heitt súkku-
laði og smákökur jafnframt því
sem komið verður upp föndurhorni
ÁRLEG jólatrésala Flugbjörg-
unarsveitarinnar í Reykjavík hófst
í gær, föstudag. Að þessu sinni
verða útsölustaðirnir þrír, þ.e. í
húsi Flugbjörgunarsveitarinnar
við Flugvallarveg, á Kringlutorgi
milli Kringlunnar og Borgarkringl-
unnar og við Byggingavöruversl-
unina í Nethyl. Boðið verður upp
skóla jólalög. Frændkórinn syngur
jólalög kl. 15-17. Barnakór Æf-
ingadeildar KHÍ syngur jólalög
kl. 16-18. Jólakvintett leikur há-
tíðleg jólalög kl. 19.30-21. Kl.
19.30-21 leikur Lúðrasveit verka-
lýðsins í léttri jólasveiflu.
Á sunnudeginum syngur
Barnakór Æfingadeildar KHÍ
jólalög kl. 14.30-16.30 og kl.
14-17 bregða jólasveinar á leik.
fyrir yngri kynslóðina.
Barnakór Grensáskirkju og kór
Melaskóla heimsækja útibúin og
syngja jólalög. Jólasveinar verða
í útibúunum og Mókollur kemur í
heimsókn. Heppnir krakkar fá
jólapakka.
á Norðmannsþin og íslensk greni-
tré á sanngjörnu verði. Þá verða
•einnig seldar greinar, jólatrésfæt-
ur, kerti og aðrar hefðbundnar
vörur er tilheyra jólahaldinu. Opið
er til kl. 22 öll kvöld vikunnar og
til kl. 23 föstudaginn 22. og laug-
ardaginn 23. desember.
Kynning á bankaútibúi
Jólatrésala Flugbjörg-
unarsveitarinnar