Morgunblaðið - 16.12.1995, Page 69

Morgunblaðið - 16.12.1995, Page 69
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 69 I I || f \ I > ■■ & jfe. 9 I J I 3 I I B j I f . 8 8 I DÓRÓTHEA STEPHENSEN GLAÐVÆR miðbæj- arerillinn á Laufás- vegi 4 hefur breytzt úr önn og yfrinni mannaferð í hófsam- legri kröfu, jafnvel kyrrðat'daga, er fáir koma upp á loftskör- ina, aðrir en niðjar og náið vinfólk. Mál var, að minnkaði í vötnunum, tímans straumi, sem hér átti vísan farveg, en bakkafullan. Niður- inn er tómlegri, þegar birtan yfir vatnsborð- inu er þorrin og hæð og dýpt jöfn og lygn. En minning ísbrots og óstöðvandi flaums árvatns og fljóts er mest í hugarsýn Skaftfellingsins, og það er hlustað í friði óttubils og rismála á lífsfullan leik þess dags, sem er liðinn. í kyrrðinni endurnýj- ast breytileikinn við gleðimót og happ. Myndir ánægjustunda og gæfudaga skýrast. Á hitt fellur, og eru það skuggaskil og innri birtu þess, sem situr á friðstóli góðrar elli. Minnist til þess að eiga gleði, saknar, svo að gleðin verður hrein og' sönn. Við kvistgluggann uppi í stofunni á Laufásvegi 4 er níræð húsfrú, og hún veit, að horfir yfir Lækjargöt- una, þar se_m fyrr stóð Waageshús, en nú er íslandsbanki við táknið gult og grænt og blátt, og að hring- urinn er upphafspunktur, en ekki loka, fallegrar lífsstemmu, af því að hann er til vinstri og er hvort sem er eilífur í líki jarðar og himin- hvolfs. Hinn 16. desember 1905, á Laz- arus messudag lífsgáfu og langrar mannsæfi, fæddist meybarn, frítt og ljóst, í Waageshúsinu. Þeim hjón- um, sem þar bjuggu um skeið, Guð- mundi Breiðfjörð, sem var Jóhann- esson og úr þeirri nægtabyggð, er nafnið til vísar, og Guðrúnu Bjarna- dóttur frá Hörgsdal, og var af Páls- ætt Síðuprests, Pálssonar. Hlaut mærin viðhafnar nafn við hæfi, Dóróthea, sem útleggst guðsfegruð. Agnar bróðir hennar og hið eina systkin fæddist hinn 14. október 1910. Bjó fjölskyldan þá og ávallt síðan á Laufásvegi 4, höllu ofar frá Lækjargötu við grastorg nokkurt um góðan brunn og vatnspóst rétt við húsvegginn. Er þar enn autt svæði og sér til tjarnarinnar. Guðmundur Breiðfjörð ólst upp í Gvendareyjum hjá móðurbróður sín- um, er var karlmanni á sjó og landi og lézt af slysför við björgun- arstörf. Með því að Guðmundur átti ekki arfsvon í eyjajörð eða staðfestu í jarðarhluta, en nokkur efni ungs sjómanns og meðfæddan hagleik og listahöndur, réðist hann suður um tvítugsaldur. Úr trésmíðanámi varð blikksmiður að iðn og æfistarfi, víð- kunnur fyrir uppfundningar og ýms- ar nýjungar, en vandað handverk og mannúðarstefnu. - Guðrún var eitt 15 barna Helgu Pálsdóttur í Hörgsdal og Bjarna hreppstjóra þar, frá Keldunúpi Bjamasonar, en 5 þeirra dóu í æsku. Var Guðrún fædd 1880 og 24 ára, þegar þau Guðmundur Breiðfjörð áttust, hann húsbóndaárinu eldri. Eyvindur smiður Árnason hafði byggt húsið á Laufásvegi 4 árið 1896 og var það því nett smíði og nýlegt, þegar Guðmundur og Guð- rún keyptu það 1905. Undir stofu- hæð rýmilegur kjallari og opinn á gólf inn af hallanum, svo að þar fékk Guðmundur all góða aðstöðu fyrir verkstæði sitt og iðn. Síðar byggði hann verkhús neðan við, en þeim Guðrúnu íbúð áfasta aðalhúsi. Bjuggu þau því æfinlega sama stað- ar, frá því er þau færðu sig upp fyrir Lækjargötuna, hún í meir en 40 ár, hann í 70 ár. Agnar sonur þeirra nam iðn föður síns, og raunar einnig móður- frænda, og rak hann lengi Breið- fjörðs blikksmiðju, er hann færði inn í Sigtún. Meðal 4 sona þeirra Ólafíu Bogadóttur frá Seyðis- firði er Leifur Breiðfjörð glerlistarmaður. Dóróthea kynntist ung læknastúdentinum Þor- steini Ögmundssyni í Hólabrekku á Gríms- staðaholti, ekils frá Hurðarbaki í Kjós, Hans- sonar Stephensens, Stef- ánssonar prests á Reyni- völlum og er það alkunna ættin Stephanunga, amt- manns á Hvítárvöllum og stiftamtmanns í Viðey, en annars þjóðskálds _ sautjándu aldar, síra Stefáns Ólafssonar í Vallanesi. - Hafði Ögmundur í Hólabrekku raunar látið hið virðingarfulla ætt- arnafn niður falla í sínum lið, en þá varð það, að íslenzkukennari Þorsteins í Menntaskólanum í Reykjavík, Sigurður Guðmundsson, síðar skólameistari á Akureyri, tók upp þykkjuna fyrir hönd þeirrar ættgreinar, sem honum þókti mikils vís, er hann kenndi hinum málhreina og rómfagra höfðingspilti, og linnti ekki látunum, fyrr en hann gekkst við kynbornu ættarnafni sínu. Létu einnig Ögmundur Hansson undan og sum barna hans og Ingibjargar Þorsteinsdóttur frá Högnastöðum í Þverárhlíð. Hitt var sjálfgefið, þegar Dóróthea giftist Þorsteini, að hún tæki einnig kenningarnafni hans. - Allra nánustu vinir og æskufélagar sögðu þó stundum Thea Breiðfjörð, og með hrifnum raddblæ. Þorsteinn og faðir minn, sem líka var ofan úr Kjós og upp alinn á Grímsstaðaholtinu, urðu þeir félag- ar og vinir í bernsku, að hvor var hinum nánastur í trúnaði og fóst- bræðralagi æfilanga tíð. Minntust þeir gjarnan hins fornkveðna, þegar fundust, enda mörg héruð milli og miðhálendið, að til góðs vinar iiggja gagnvegir, þótt hann sé fyrr farinn. Sjóleiðin vestur um land frá Hjalt- eyri var aðeins létt volk í hvíta- myrkri og skammdegi 1930, þegar ungi presturinn fór suður til að gifta vin sinn og bjarta heitmeyju hans í Dómkirkjunni. Var til þess tekið, hve glæsileg brúðhjónin voru, en vegur hins unga vígslumanns mik- ill, er hann var svo langt til kvadd- ur. Reykjavíkurstúlkurnar, konur þeirra fornvinanna, urðu einnig nán- ir vinir í öllum trúnaði og lífsgleði, þegar fundum bar saman, einkum syðra og stundum norður á Möðru- völlum. Leiðtogi einn sagði, að hið hug- læga væri í og með hinu efnislega, ósýnilegt, en yrði samt handfest. Þannig reyndist frú Dóróthea vinum sínum. Hennar trúnaður var óbrigð- ull leyndardómur huga og hjarta, úrræðin handbær og tak þeirra tryggt. Hef ég þess löngum notið og kalla foreldra vináttuarfinn holl- an, mest af tekinn á skólaárunum syðra, og þeirra Þorsteins ög frú Dórótheu jafnan hlut og mikinn i öllum drengskap, mennt og þolin- mæði. Heimilið á Laufásvegi 4 var fijálst, alþýðlegt og glaðværð yfir við orðsins list, tóna og liti foreldra og 5 bárna, sem öll eru listafólk á sviði, i ljóðalestri og sinfóníuhljóm- sveit. Listfengið meðfætt af föður- huga og móðurhöndum. Helga leikkona, yngst systkin- anna, hefur setzt að í húsi minning- anna og tengir fortíð og framtíð. - En færri stíga nú upp á loftskörina, sem von má vera við endurnýjung hinnar þriðju kynslóðar og komu þeirrar fjórðu við léttan nið lífs- vatnsins. Þar situr níræð ekkjan við gluggann og sér hvergi Waageshús aldamótanna né gulan upphafs- punktinn á inn- og útlánsvegg hins breytta miðbæjar. Hún veit, að hvoru tveggja er á sínum stað, hið fyrra, sem er máð, og það, sem kemur og einnig hverfur eftir Iög- málinu. Nema punkturinn. Sam- kvæmt spámönnunum á hann ekki upphaf né endi í Kvosinni, því að liann er hjól, sem snýst, bæði á undan, meðan og eftir að hótel okk- ar er jörðin. Ágúst Sigurðsson, Prestbakka. Heiðurskonan Dóróthea Breið- fjörð Stephensen er níræð 16. des- ember. Af því tilefni langar mig til að rifja upp nokkrar helztu stað- reyndir lífsins. Laufásvegurinn er ekki gata eins og sumir telja, heldur hús og heim- ur. Það heitir að fara niður á Laufás- veg hvar sem maður er staddur á landakortinu. í þessum heimi voru leiklist og bókmenntir, hannyrðir og tónlist, myndlist og töfrar, matarborð svo stórt að þar gátu allir safnazt sam- an. Við borðsendann sat föðurbróðir minn elskulegur og leysti heims- vandamálin. Þarna voru skrýtnir karlar og fínar konur, sem höfðu verið í Kvennaó og á Soro og drukku ekta súkkulaði úr postulínsbollum. Um allt hús var ungt fólk og ekki ljóst hveijir voru heimilisfastir. í húsinu var sérkennilegur og elskulegur öldungur sem borðaði krúsku, tefldi og stundaði uppfinn- ingar. Til hliðar við húsið var blikk- smiðja þar sem framleiddir voru hugvitssamlegir hlutir til húshalds og vagninn sem aðföngin voru sótt í til Ásgeirs, — langt á undan sam- tímanum, samkvæmt forskrift kon- unnar. í húsinu var dulúð og rómantík. Það var sagt að hjónin hefðu verið fallegasta parið í bænum og fólk hefði snúið sér við þegar þau gengu hjá. Á silfurbrúðkaupsdaginn lá brúðarkjóllinn á dívaninum í borð- stofunni. Hvílíkt ævintýri. 1 eldhúsinu voru heilar skúffur með sykri og hveiti og þar máttu lítil börn moka, það þurfti engan sandkassa. Og svo var Þakið, garður ofan á húsþaki í miðri Reykjavík, lítill undraheimur út af fyrir sig og bezti útsýnispallur allra tíma, hvort sem voru mótmælafundir eða 17. júní hátíðahöld. Á Þakinu voru líka blóm- álfar sem konan í húsinu spjallaði við. Laufásvegurinn átti sér lítið útibú upp við Elliðavatn. Þar var alltaf ólæst svo enginn neyddist til að bijótast inn. Þar var bátur sem þurfti að ausa og íjóminn á gráfíkju- kökuna var þeyttur með tveimur göfflum. Þessum heimi stjórnaði drottn- ingin Thea. Hún umvafði allt enda- lausri hlýju og tíma, sem aldrei virtist þijóta. Þarna var hægt að fóstra litla fitubollu þegar foreldr- arnir þurftu að bjarga kvennabar- áttunni og heimskommúnismanum. Á Laufásveginum var líka tekið við baldinni unglingsstelpu sem hafði lent í tímabundinni útlegð frá Þing- holtunum, en þurfti að halda hold- um. Heimurinn var óumbreytanleg- ur og Strákarnir á Laufásveginum ennþá á stríðnisaldrinum. Það voru bara tveir Strákar á Laufásvegin- um. Elsku Thea. Ég þakka þér fyrir að hafa leyft mér að eignast brot af Laufásveginum og hinu fjölskrúð- uga mannlífi þar. Mér lærðist margt, þótt ég tæki ékki áskorun þinni um að verða hörpuleikari. Ég veit að sama hlýjan mætir mér á Laufásveginum um ókomin ár. Það hefur ekkert breyzt, nema hvað við fáum okur núna sérríglas og konfektmola á meðan við rifjum upp gamlar minningar. Til hamingju með daginn. Sigríður Stefánsdóttir. KÍN -leikur ad læral Vinningstölur 14. des. 1995 11 •19*22«23«24»25*26 Eldri úrslit á símsvara 568 1511 JON ARNI JÓNSSON JÓN Árni Jónsson, lat- ínukennari við Mennta- skólann á Akureyri, er sjötugur i dag. Jón Árni er fæddur á Akureyri, sonur hjónanna Lovísu Jónsdóttur, sem ættuð var úr Steingrímsfirði, og Jóns Kristjánssonar, framkvæmdastjóra á Akureyri, af eyfirskum ættum. Jón Ámi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ak- ureyri 1945 og stund- aði nám í latínu við háskólann í Lundi og lauk þaðan fil. kand. prófi í latínu 1948. Veturinn 1948 til 1949 kenndi hann latínu við Menntaskólann á Akureyri en hélt 1949 til Þýskalands og las þýsku, þýskar bókmenntir og menningar- sögu við háskólann í Heidelberg og lauk þaðan prófi vorið 1951. Frá 1951 var hann síðan kennari við Menntaskólann á Akureyri til ársins 1986 eða alls 36 ár. Kennarar sjá sjaldan áþreifanleg- an árangur af starfi sínu. Umbun þeirra er fólgin í starfinu sjálfu, enda er kennarastarfíð köllun, eins og þau störf önnur sem mikilsverð- ust eru. Mismunandi manngerðir veljast líka til mismunandi starfa eða mismunandi störf kalla á ólíkar manngerðir. Mikilsverðasti eigin- leiki kennara er að bera virðingu fyrir grein sinni og því næst að bera virðingu fyrir nemendum sín- um. Þá eiginleika hafði Jón Árni til að bera sem kennari. Latínan hefur líka verið eftirlæti hans í lífinu, næst á eftir eiginkonu hans, sæmd- arkonunni Maríu Pálsdóttur, enda þótt ég ætli ekki að bera þær tvær saman að öðru leyti, þótt margt sé raunar líkt með þeim því að báðar búa yfir festu og speki. María býr yfir mannviti margra kynslóða, lat- ínan yfir mannviti sem er afrakstur djúprar hugsunar í þúsundir ára. Saga þúsund ára ríkis Rómverja hefur líka mótað latínuna og það var af viskubrunni latínunnar sem Jón Árni jós nemendum sínum. Það var ekki aðeins kaldhömruð mál- fræði latneskrar tungu og rökvís uppbygging hennar, sem Jón Árni miðlaði nemendum sínum, heldur hugsunin, sem að baki tungumálinu og menningu þess býr. Rómverska skáldið Horatius, sem uppi var um Krists burð, klæddi eina af hugsunum forn- aldar um sæmdina í orð þegar hann mælti: In- teger vitae scelerisque purus sem í einfaldri vertio útleggst: vamm- laust líf og hreint af synd. Grímur, skáld á Bessastöðum, sneri þessum orðum hins vegar á íslensku af andagift sinni og mælti: Vammlausum hal og vítalausum, fleina vant er ei, boglist þarf hann ei að reyna, banvænum þarf hann oddum eiturskeyta aldrei að beita. Oder 1:22:1. Þessi orð Horatiusar finnst mér eiga vel við vin minn og meistara Jón Árna sem er magister optimus maximus. Hann er vammlaus og vítalaus og því er honum yfirgang- ur ógnvaldsins og hermennskunnar bæði óþarfur og fjarlægur og þarf hann ekki að beita banvænum eiturskeytum illyrða og ills umtals. Það sem einkennir Jón Árna er hógværð, heiðarleiki, trúmennska og mannvirðing auk kímnigáfu sem er öllum gáfum betri. Þeir sem yfir þessum góðu eiginleikum búa sækj- ast heldur ekki eftir vegtyllum og völdum, og það hefur Jón Árni ekki gert. Fyrir um það bil aldar- fjórðungi hefði hann getað orðið skólameistari Menntaskólans á Akureyri, ef hann hefði eftir því sótt. Én hann kaus hins vegar að vinna áfram störf sín í hljóði og lét öðrum eftir virðingu og völd. Þegar ég kom skólameistari að Mennta- skólanum á Akureyri varð hann konrektor minn. Það var ómetan- legur styrkur að eiga vísan velvilja hans og óskoraða trúmennsku. Hann var í þessu sem öðru hollur í hugum, eins og sagt var um trausta menn forðum daga. Með þessum fáu orðum vil ég þakka Jóni Árna latínukennara fyr- ir allt það sem hann hefur verið Menntaskólanum á Akureyri, og mér, um Ieið og ég óska honum til hamingju með þennan merka áfanga og giftudijúgt ævistarf. Tryggvi Gíslason. STRÁKASKÓR Svort leður/grófur Stærðir 2Ö-39 Verð fró 2.9Ö0 Opið iQugard. kl. 10-22, sunnud. kl. 13-17. Munið gjQfobréfin! E D T> C <Þ 10 un 'O Q_ SKÓUERSLUN w K0PAV0GS HAMRABORG 3 • SÍMI 554 1754 Scetir sófar d óviðjafnanlegu verði HÚSGA GNALAGERINN Smiðjuvegi 9 (gul gala) - Kópa - simi 564 1475 Opið v.d. 10-19 lau. 11-17, sun 13-17.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.