Morgunblaðið - 30.12.1995, Page 2

Morgunblaðið - 30.12.1995, Page 2
2 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gífurlegt álag hjá verðbréfafyrirtækjimum í gær vegna skattaafsláttar Hlutabréfasala tíl almenn- ings sló öll fyrri met SALA hlutabréfa til almennings í gær er talin hafa slegið öll fyrri met, en þá rann út frestur ein- staklinga til nýta sér skattaafslátt með hlutabréfakaúpum á árinu 1995. Um kl. 16.30 námu heildar- viðskipti dagsins um 460 milljón- um króna, en þar af nam sala bréfa í hlutabréfasjóðum 292 milljónum. Hins vegar var umtals- verður hluti viðskipta óafgreiddur á þeim tíma og var búist við að tölur dagsins ættu eftir að hækka, auk þess sem víða var opið fram eftir kvöldi. Af 460 milljóna heildarviðskipt- um í gær námu viðskipti á Verð- bréfaþingi um 88 milljónum og 27 milljónum á Opna tilboðsmarkaðn- um. Hlutabréfavísitala aldrei hærri Hlutabréfavísitala Verðbréfa- þings var einnig í sögulegu há- marki í gær eða 1.386 stigum og hafði þá hækkað á einu ári um rúm 35%. Desembermánuður var sömu- leiðis metmánuður á íslenskum hlutabréfamarkaði hvað veltu varðar því hún fór yfir 2 milljarða króna. Arna Harðardóttir, deildarstjóri hjá Landsbréfum, sagði að dagur- inn hefði verið sá annasamasti sem hún myndi eftir. Ný kynslóð kaupenda „Það er að koma ný kynslóð kaupenda hlutabréfa inn á mark- aðinn“ sagði Anna, „og salan hefur verið ótrúieg. Langflestir hafa keypt í íslenska hlutabréfasjóðnum og Fjársjóðnum og margir nýtt sér boðgreiðslur." Hjá Verðbréfamarkaði íslands- banka voru einnig gífurlegar ann- ir í gær, að sögn Jóhönnu Ágústu Sigurðardóttur markaðsstjóra. „Það hafa um 90% kaupenda keypt bréf í Hlutabréfasjóðnum í dag. Þetta er algjör metdagur því salan er orðin rúmlega tvöfalt meiri en á síðasta degi ársins í fyrra. Heildarsalan í desember verður einnig rúmlega tvöfalt meiri en í fyrra og fjórfalt meiri en árið 1993. Mér sýnist að um fjórðungur þeirra sem hafa keypt bréf í Hlutabréfasjóðnum nú í desember sé að fjárfesta í hluta- bréfum hjá okkur í fyrsta skipti. Fólk virðist almennt hafa aukna trú á hlutabréfum og talar um að það sé bjartara framundan." Samráðsfundur hagsmunaaðila um síldarkvótann Kvóti gefinn útmeð Færeyingum ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra segir flest benda til þess að ísland og Færeyjar gefi út sameiginlegan síldarkvóta fyrir næsta ár líkt og löndin gerðu á þessu ári. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru mestar líkur á að kvótinn verði ákveðinn 330 þúsund tonn og að í hlut íslands komi 240-250 þúsund tonn. Sjávarútvegsráðherra og utan- ríkisráðherra héldu fund með hagsmunaaðilum í sjávarútvegi í gær til að ræða um þá stöðu sem upp er komin í viðræðum um skipt- ingu kvóta úr norsk-íslenska síld- arstofninum eftir að Norðmenn tóku sér einhliða 725 þúsund tonna kvóta. „Við fórum yfir stöðu málsins eftir einhliða ákvörðun Norð- manna. Það var mjög góð sam- staða á fundinum meðal hags- •munaaðiia um að halda málinu í þeim farvegi sem við höfum gert. Menn lögðu mikla áherslu á að halda áfram góðu samstarfi við Færeyjar eins og á þessu ári. Menn voru sammála um að stefna að því að endurnýja það sam- komulag. Við höfum verið í sam- bandi við Færeyinga og einnig Rússa og eigum eftir að hafa nánara samráð við þá. Ég fer svo til fundar við sjávarútvegsráð- herra Færeyja á fímmtudag í næstu viku í Þórshöfn. Við stefn- um að því að ljúka málinu þar,“ sagði Þorsteinn. Sjávarútvegsnefnd og utanrík- ismálanefnd Alþingis koma saman til fundar nk. þriðjudag þar sem rætt verður um þá stöðu sem upp er komin í síldarmálinu. Morgunblaoið/Magnus Magnusson Símaklefí sprengdur PILTAR á tvítugsaldri sprengdu símaklefa á Hólmavík um mið- nætti í fyrrakvöld með þeim af- leiðingum að hann er gjörónýt- ur. Þeir notuðu heimatilbúna sprengju við verkið og var kraft- urinn svo mikill að brot úr klef- anum þeyttist í framrúðu bíls sem var á ferð um 20 metra í burtu og mölvaði hana. Lögregl- an á Hólmavík varar mjög við þessu hættulega athæfi, enda mátti litlu muna að illa færi. Tvöfalt fleiri banaslys en í fyrra Á ÞESSU ári hafa 84 Islendingar látist í slysum hérlendis og erlendis og tveir erlendir gestir hafa að auki farist hér á landi. Eru því 86 ein- staklingar tilgreindir í bráðabirgða- yfirliti Slysavamafélags íslands um banaslys á þessu ári. Eru það nærri tvöfalt fleiri en fórust á síðasta ári þegar 44 létust af slysförum. I tölum Slysavamafélagsins kem- ur fram að flestir hafa látist í snjó- flóðum, alls 36 manns, og hafa mannskæðu snjóflóðin á Flateyri og í Súðavík þar mest áhrif. Aðeins einn maður fórst í snjóflóði á árinu 1994. 28 hafa látist í umferðarslys- um það sem af er árinu, 10 fleiri en í fyrra. lí hafa drukknað eða farist í sjó- slysum og 5 í flugslysum. Athyglis- vert er að þó ellefu hafi drukknað eða farist í sjóslysum hefur enginn farist með sokknu skipi á þessu ári. Tveir útlendingar fórust í slysum hér á landi og fjórir íslendingar er- lendis. Árið er það mannskæðasta af síð- ustu tíu árum og það er það sjötta í röðinni hvað varðar fjölda bana- slysa á síðustu þremur áratugum. 115 110 3 Q & I 105 Þá fórust fleiri en í ár Banaslys á Islandi 1986-95 91 Fjöldi1 B 87 90 1995 /-Umferbarslys 1986 '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 “ Sjóslys 22 Umferftarslys 30 25 Sióilys - 5,8% Flugslys 48,8% , Ymis slys, þar af 36 eöa 41,2% sem fórust í snjóflóöum 42 1968 '70 '73 '74 '77 Hörður H. Róbert Trausti Bjarnason Árnason Breytingar í utanríkis- þjónustunni TVEIR sendiherrar taka við forstöðu sendiráða erlendis í fyrsta skipti um áramótin, Róbert Trausti Ámason í Kaupmannahöfn og Hörður H. Bjamason í Stokkhólmi. Róbert Trausti Árnason sendiherra tekur við starfí sendiherra íslands í Kaupmannahöfn 1. janúar 1996 í stað Ólafs Egilssonar sendiherra sem kem- ur til starfa í utanríkisráðuneytinu á sama tíma. Hörður H. Bjamason sendiherra tekur við starfi sendiherra íslands í Stokkhólmi 1. febrúar 1996 í stað Sigríðar Snævarr sendiherra sem kemur til starfa í utanríkisráðuneyt- inu á sama tíma. Sveinn Bjömsson sendiherra, sem verið hefur í leyfí til að gegna starfí forsetaritara, kemur aftur til starfa í utanríkisráðuneytinu 1. febrúar 1996. Komelíus Sigmundsson sendifull- trúi fær leyfi frá störfum í utanríkis- þjónustunni frá 1. febrúar 1996 til að gegna starfl forsetaritara. Sigríður Guðmundsdóttir sendi- ráðsfulltxúi fer til starfa hjá fasta- nefnd íslands hjá Sameinuðu þjóð- unum í New York 1. febrúar 1996. » ♦ ♦---- Opinberar stöður Ekki hægt að óska nafn- leyndar EKKI verður hægt að óska nafnleynd- ar þegar sótt er um opinberar stöður hjá Stjómarráði íslands samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem tekin var á ríkisstjómarfundi í gær. í frétt frá forsætisráðuneytinu seg- ir að í þessu felist að skylt verði að veita upplýsingar um nöfn og starfs- heiti umsækjenda um opinberar stöð- ur eftir að umsóknarfrestur er liðinn . ef þess er farið á leit af fjölmiðlum eða almenningi og sérstök þagnar- skylduákvæði í lögum era ekki í veg- inum. Ennfremur kemur fram að forsæt- isráðuneytið muni á næstu dögum gefa út tilmæli til stjómarráðsins um gildistöku og framkvæmd þessarar ákvörðunar. -----» ♦ ♦----- Framkvæmd- ir við Artúns- brekku boðnar út VEGAGERÐIN hefur auglýst útboð á framkvæmdum við tvöföldun veg- arins í Ártúnsbrekku í Reykjavík. Verkinu á að vera lokið fyrir 1. októ- ber í haust. Vegurinn verður breikkaður frá Höfðabakka og vestur fyrir Elliða- árbrúna. Núverandi vegur verður notaður fyrir akstur í austur en umferðin í vestur verður á nýjum vegi sem byggður verður norðan við núverandi veg og á nýrri brú sem verður við hlið núverandi brúar. Ekki er búið að ákveða með fram- haldið, það er að segja hvenær ráð- ist verður í tvöföldun vegarins á brúnni yfir Sæbraut og áfram. Áætl- anir hafa gert ráð fyrir að fram- kvæmdirnar í heild kosti um 800 milljónir kr., að sögn Helga Hall- grímssonar vegamálastjóra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.