Morgunblaðið - 30.12.1995, Side 6

Morgunblaðið - 30.12.1995, Side 6
6 LAUGARDAGUR 30. DESÉMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni^ Sæberg Guðmundur E. Sigvaldason tekur við heiðursverðlaunum Ásu- sjóðs úr hendi formanns sjóðssljórnar, Sturlu Friðrikssyni. Guðmundur E. Sig- valdason hlýtur heiðursverðlaun Bygging safnaðarheimilis í Keflavík Kosningin kærð til ráðherra Keflavík. Morgunblaðið. STJÓRN verðlaunasjóðs Ásu Guð- mundsdóttur Wright hefur veitt dr. Guðmundi E. Sigvaldasyni jarðefnafræðingi og forstjóra Nor- rænu eldfjallastöðvarinnar heið- ursverðlaun sjóðsins fyrir árið 1995. Guðmundur hlýtur verð- launin fyrir leiðandi starf á sviði jarðefnafræði- og eldfjallarann- sókna. Frú Ása Guðmundsdóttir Wright gaf Vísindafélagi íslend- inga peningagjöf á hálfrar aldar afmæli félagsins árið 1968, í því skyni að stofnaður yrði verðlauna- sjóður til minningar um eiginmann hennar, _ dr. Henry Newcomb Wright. Árlega eru veitt verðlaun úr sjóðnum,_en nú eiga sæti í stjórn hans þeir Ármann Snævarr pró- fessor, dr. Jóhannes Nordal og dr. Sturla Friðriksson, sem er formað- ur. Verðlaunaveitingin fór fram við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu í gær. Guðmundur hlaut heiðurs- skjal og Verðlaunapening Ásu- sjóðs, auk 175.000 kr. peninga- verðlauna. Guðmundur sagði í samtali við Morgunblaðið að sér þætti sérlega ánægjulegt að hljóta verðlaunin, ekki aðeins sjálfs síns vegna heldur einnig fyrir hönd Norrænu eldfjallastöðvarinnar. Hann lýsti yfir ánægju sinni með það að sjóðurinn vekti með þessum hætti athygli á vísindum á Islandi. Guðmundur E. Sigvaldason er fæddur í Reykjavík 24. júlí 1932. Hann varð stúdent frá MR árið 1952 og lauk doktorsprófi í jarð- efnafræði og bergfræði frá Georg- August háskólanum í Göttingen í Þýskalandi árið 1959. Guðmundur stundaði síðan framhaldsnám og hlaut þjálfun í jarðhitafræðum í Bandaríkjunum 1959-1961. Guð- mundur hefur m.a. starfað sem kennari við Háskóla íslands og sem ráðgjafi í jarðhitarannsóknum í E1 Salvador og Nicaragua á veg- um Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur gegnt starfi forstöðumanns Norrænu eldfjallastöðvarinnar frá stofnun hennar árið 1973. „MINIR umbjóðendur vilja ekki sætta sig við þessar niðurstöður og því hefur verið ákveðið að vísa úr- skurði biskups til dóms- og kirkju- málaráðherra," sagði Ingimundur Einarsson lögmaður sem fer með mál 5 sóknarbarna sem ekki vilja sætta sig við framkvæmd kosningar um byggingu nýs safnaðarheimilis á kirkjulóðinni í Keflavík. í kosningu sem fram fór 26. febr- úar var samþykkt að byggja á kirkjulóðinni og það er sú fram- kvæmd sem nú hefur verið kærð. Ingimundur sagði að fyrst hefði verð kosið um byggingu safnaðar- heimilis á kirkjulóðinni í nóvember 1993 og þá hefði tillagan verið felld. Síðan hefði teikningum verið breytt og byggingin lækkuð lítillega og um þessa tillögu hefði verið kosið í febr- úar. Á kjörskrá hefðu verið um 5.400 manns og tíminn til að kjósa hefði verið afar naumur eða um 50 mínút- ur. Ef ætlunin hefði verið að veita öllum tækifæri til að kjósa þá væri augljóst að þessi tími hefði verið allt of naumur eins og reyndar hefði komið í ljós. Kosningin var kærð til yfirkjör- stjórnar Kjaiarnesprófastsdæmis sem taldi ekki ástæðu til að aðhaf- ast í málinu að sögn Ingimundar. Yfirkjörstórnin hefði þó viðurkennt annmarka á kosningunni svo sem nauman tíma og að aðeins ein kjör- skrá hefði legið frammi. Þessum úrskurði hefði síðan verð skotið til biskups og hann hefði úrskurðað að niðurstaða yfirkjörstjórnar skylda standa. „Nú höfum við skotið málinu til ráðherra dóms- og kirkjumála og ég á von á niðurstöðu innan fjögurra vikna,“ sagði Ingimundur Einarsson ennfremur. 5 nýir á lista stjórn- ar Dags- brúnar UPPSTILLINGARNEFND Verka- mannafélagsins Dagsbránar hefur lagt fram tillögu sína um nýja stjórn og trúnaðarráð félagsins næsta kjörtímabil. Er þetta listi sitjandi stjórnar en hópur verka- manna hefur boðað mótframboð. Kosið verður 19. og 20. janúar. Guðmundur J. Guðmundsson gefur ekki kost á sér áfram eins og fram hefur komið og er Halldór Björnsson varaformaður Dags- brúnar formannsefni uppstiilingar- nefndar. Aðrir á lista til stjórnar- kjörs eru Sigríður Ólafsdóttir sem á að vera varaformaður, Sigurður Bessason ritari, Ágúst Þorláksson gjaldkeri, Árni H. Kristjánsson fjármálaritari, Ólafur Ólafsson meðstjórnandi og Gunnar Þorkels- son meðstjórnandi. I varastjórn verða samkvæmt tillögunni Albert Ingason; Bjarni Hjálmtýsson og Snorri Ársælsson. Helmingur aðal- og vara- stjórnarmanna er nýr. Auk Guð- mundar J. hætta Hjálmfríður Þórð- ardóttir ritari og Leifur Guðjónsson meðstjórnandi og Friðrik Ragnars- son og Jóhannes Sigursveinsson varastjórnarmenn eru ekki boðnir fram á þessum lista stjórnar og tránaðarráðs. Fjórir árekstrar í Artúnsbrekku FJÓRIR árekstrar með níu bílum urðu á sama tíma í Ártúnsbrekku upp úr klukkan hálfátta í gær- i morgun. Að sögn lögreglunnar í Reykja- vík er talið að árekstrarnir hafi | orðið vegna hálku. Engin slys urðu á mönnum í árekstrunum. Eina bifreið þurfti að fjarlægja með krana, en hinar voru lítið skemmd- ar. Bílarnir voru á leið niður brekk- una þegar árekstrarnir áttu sér stað. Samleikur afa og stráksa Húsavík. Morgunblaðið. „HANN byrjar yngri en ég og fær tilsögn, sonarsonurinn og nafni,“ sagði Haraldur Björns- son, harmoníkuleikari á Húsa- vík, sem fyrir 66 árum - 1929 - hélt harmoníkutónleika með Marinó Sigurðssyni í Nýja Bíó í Reykjavík. „Það eru nú um 70 ár sem ég hefi þanið harmoníkuna, en þótt fingurnir séu ekki mjög farnir að stirðna, plagar mig asmi og lungnaþan.“ Haraldur yngri Björnsson segir að pabbi sinn eigi líka harmoníku og geti líka spilað; sem sé þrír ættliðir þenja sam- an harmoníkur. Nefnd um skipan lífeyrissmála við tilflutning verkefna milli opinberra aðila Milljarða lífeyris- skuldbindingar skilgreindar MAGNÚS Pétursson, ráðuneytisstjóri og for- maður nefndar um skipan lífeyrissmála við tilflutning verkefna milli opinberra aðila, seg- ist telja yfirgnæfandi likur á að farið verði að þeirri tillögu nefndarinnar að sveitarfélög- in beri ábyrgð á lífeyrisskuldbindingum kenn- ara eftir 1. ágúst 1996. Hins vegar sé óvíst hvemig farið verði með ábendingar nefndar- innar um breytingar á réttindareglum Lífeyr- issjóðs starfsmanna ríkisins. Bæði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Hjör- leifur Kvaran, skrifstofustjóri Reykjavíkur- borgar, skrifa undir nefndarálitið og sagðist Magnús túlka það sem svo að góð sátt væri um að sveitarfélögin tækju yfir lífeyrisskuld- bindingar kennara við flutning grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga. Ábyrgð lífeyrisskuldbindinga skilgreind Magnús sagði að stefnt væri að því að skilgreina nákvæmlega hver beri ábyrgð á öllum lífeyrisskuldbindingum sem hvíla á líf- eyrissjóðum opinberra starfsmanna. Ákveðið hefði verið að færa til bókar hjá fyrirtækjum ríkisins allar lífeyrisskuldbindingar sem þau hafa stofnað til við árslok 1995. Þetta væru fyrirtæki eins og Póstur og sími, Ríkisútvarp- ið og fleiri ríkisfyrirtæki með sjálfstæðan fjárhag. Magnús sagði að ríkið myndi bera ábyrgð á því sem eftir stæði. Þegar væri búið að bóka á ríkið lífeyrisskuldbindingar að verðmæti um 60 milljarðar. Eign LSR stæði undir um 20% af öllum skuldbindingum sem hvíldu á sjóðnum. Magnús sagði að þar fyrir utan væru lífeyr- isskuldbindingar sem ágreiningur væri um hver bæri ábyrgð á. Þar væri t.d. hluti af skuldbindingum Lífeyrissjóðs hjúkrunar- kvenna, en hluti þeirra hefði verið starfsmenn heilsuverndarstöðva, sem ríkið og sveitarfé- lögin ráku sameiginlega. Óvissa um milljarðaábyrgðir Fyrir skömmu var gengið frá samningi milli ríkisins og Reykjavíkurborgar um að borgin tæki um áramót yfir lífeyrisskuldbind- ingar allra starfsmanna Sjúkrahúss Reykja- víkur þar meðtaldar skuldbindingar vegna starfsmanna sem starfa á Landakoti. Samn- ingurinn gerir ráð fyrir að samkomulag náist um allar eldri lífeyrisskuldbindingar sem óljóst er hver beri ábyrgð á. Búið er að fela Magnúsi Péturssyni og Hjörleifi Kvaran að ganga frá samningum um þessi mál. Þetta varðar t.d. lífeyrisskuldbindingar starfs- manna sjúkrasamlaga, en ríkið og sveitarfé- lögin ráku þau saman til ársins 1989, heilsu- verndarstöðva, en ríkið og borgin ráku þær sameiginlega til ársins 1985. Flestir starfs- menn heilbrigðisþjónustunnar voru sjóðsfé- lagar í lífeyrissjóðum sveitarfélaganna, en fluttust í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins um leið og ríkið yfirtók starfsemi heilsugæsl- unnar á árunum 1990 og 1991. Þessir starfs- menn njóta ekki 95 ára reglunnar eða ið- gjaldafrelsis eftir 32 ár nema sérstakar ráð- stafanir verði gerðar. Margvísleg innheimtu- vandamál hafa komið upp hjá LSR þar sem ýmsir aðilar vísa frá sér kröfu vegna lífeyris- hækkana. Hliðstæð vandamál hafa komið upp hjá Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna. Magnús Pétursson sagði að þetta verkefni tæki til skuldbindinga sem skiptu milljörðum. Þetta væri flókið verkefni. í sumum tilfellum yrði hægt að styðjast við )ög við skipting- una, en í öðrum tilfellum yrðu málin ekki I leyst á annan hátt en með samningum. Taka yrði einfalda ákvörðun um að þessi hópur tilheyrði ríkinu og annar borginni þrátt fyrir að starfsmennirnir hefðu í reynd verið í vinnu hjá báðum aðilum. Breyting á réttindareglum samningsatriði „Varðandi breytingar sem nefndin leggur til að gerðar verði á réttindareglum opin- I berra lífeyrissjóða munum við ekki vinna | frekar í þeim, enda er það ekki nauðsynlegt fyrir það verkefni sem okkur er falið. Þetta eru atriði sem nefndin taldi rétt að benda á og eru íþyngjandi fyrir sjóðinn. Til þess að hrinda þessum breytingum í framkvæmd þarf að breyta lögum og það verður ekki gert nema að tala áður við samtök opinberra starfsmanna. Það er verið að mynda samráðs- hóp milli okkar og samtaka opinberra starfs- i manna um þessi mál. Þessar ábendingar verða teknar upp á þeim vettvangi," sagði Magnús. | Magnús sagði að mjög flókið væri að meta hvaða fjárhagslegu afleiðingar einstak- ar breytingar hefðu fyrir LSR ef réttindaregl- unum yrði breytt í samræmi við ábendingar nefndarinnar. „Þetta er mikið reiknings- dæmi. Það þarf að gefa sér ótal forsendur. Hægt er að meta sjóðinn eins og hann er í dag miðað við þau laun sem greidd eru í dag, en síðan getur einstökum stöðum verið | breytt og laun hækkað og þar með lífeyrir. . Þetta er það sem gerir svo erfitt að meta J fjárhagslegan styrk sjóðsins.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.