Morgunblaðið - 30.12.1995, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐiÐ
ætli það rætist ekki úr því á næsta
ári.“
Óli lagði leið sína norður yfir
heiðar og dvaldist með foreldrum
sínum á aðfangadag. Ég þykist viss
um að hann hafi ekki fengið sér
skötu á Þorláksmessu, - en hvað
var það þá? „Ég held ég hafi feng-
ið mér... hvort ég fékk mér ekki
hamborgara," .segir hann og hlær.
Steingrímur Pálsson
á Engey
*
Ur tengslum við
umheiminn
„Við erum að gera klárt fyrir
næstu veiðiferð," segir Steingrímur
Pálsson, vélstjóri á Engey, sem
næst verður á leið blaðamanns um
Reykjavíkurhöfn. „Það eru fjórir
vélstjórar í áhöfninni. Þrír eru um
borð í hveijum túr, en sá fjórði á
frí. Við höfum haft þann háttinn á
að sá vélstjóri sem er að fara í frí
á inniveruna og sér um undirbúning
fyrir næsta túr.“
Steingrímur segir að togarinn sé
nýkominn úr breytingum frá Pól-
landi, þar sem honum hafi verið
breytt í frystitogara. í desember
hafí hann farið sinn fyrsta túr eftir
breytingar og reynslan af þeim
hafi verið nokkuð góð: „Við vorum
á karfaveiðum á Reykjaneshrygg
og aflaverðmætin voru 27 milljónir.
Hásetahluturinn var rúmar 330
þúsund fyrir þennan túr.“ Er það
ásættanlegt? „Maður vill auðvitað
alltaf meira, en ég get ekki kvartað
yfir þessu,“ svarar hann.
Næst forvitnast blaðamaður um
það hvernig Steingrímur kunni við
sig á sjónum. „Mér fínnst sjó-
mennskan ekki eiga vel við mig,“
segir hann. „Þetta er ósköp einfalt
líf og getur verið leiðinlegt til lengd-
ar. Það eina sem maður hefur fyrir
stafni er að vinna, borða og sofa.“
En hvemig er það fyrir Qölskyldu-
mann eins og Steingrím, sem á konu
og tvö böm, að dveljast langdvölum
á sjó? „Eflaust fylgir því mikið álag,“
segir hann. „Annars er ég tiltölulega
nýbyijaður. Ég er aðeins búinn að
vera hálft ár á sjó, þannig að það
er lítil reynsla komin á það.
Ég er samt búinn að vinna það
lengi í landi að þetta em viðbrigði.
Það er einangrað samfélag um borð
og maður dettur alveg úr tengslum
við umheiminn. Ég get nefnt sem
dæmi að ég heyrði ekki jólalög í
desember fyrr en við komum í land._
Það má því segja að ég hafi misst
alveg af jólastressinu, - kannski
sem betur fer.“
Næst verðúr blaðamanni á að
spyija hvort fjölskyldan hafí ekki
verið ánægð að fá hann heim yfir
jólin. „Það ætla ég að vona,“ segir
Steingrímur og hlær. Blaðamaður
flýtir sér í næstu spumingu. Hvað
er stefnan að gera yfír hátíðamar?
„Slappa af, fara í heimsóknir, borða
og hafa það gott,“ segir hann. „Um
áramótin verðum við hjá foreldrum
mínum og borðum kalkún. Ætli við
förum svo ekki með krakkana á
brennu.“ Að Iokum spyr blaðamað-
ur hann vondaufur hvort hann hafí
fengið sér skötu á Þorláksmessu?
„Nei, ég fékk mér pylsu,“ segir
hann. „Eg er ekki alinn upp við
skötu.“
Víðir Lárusson
á Örfirisey
Þekkir aðeins
sjómennskuna
Áhafnir frystitogaranna Þemeyj-
ar, Frera og Orfiriseyjar öttu saman
kappi í skák í húsakynnum Taflfé-
lags Reykjavíkur þriðja í jólum og
þangað lá leið blaðamanns næst.
Þar var rætt við Víði Lámsson,
háseta á Örfirisey, sem kom í land
22. desember.
„Þetta var rúmlega mánaðartúr,"
segir Víðir. „Aflaverðmætið var 43
milljónir og hásetahluturinn 540
þúsund. Það verður að teljast gott
miðað við árstíma, en við vorum
mjög heppnir með veður. Ég man
að á svipuðum tíma í hittifyrra
ÚRVERINU
ARI GEIR, Sæmundur, Árni, Guðjón Þór, Ragnhildur Ágústsdóttir og Steinar Smári ætla að borða
kalkún og skjóta upp flugeldum um áramótin.
j
• iiSSÍfc'
s* "dUE: x ™
ÓLI GARÐAR Kárason var fara yfir innkaupa-
listann þriðja í jólum.
,ÉG ER afspyrnu lélegur skákmaður," segir
Víðir Lárusson.
ÁRNÝ Hagborg Hálfdánardóttir og Helgi Laxdal með sonum sínum. Sá eldri heitir Helgi Laxdal
Helgason og sá yngri Ólafur Daði Helgason.
fengum við á okkur brotsjó með
þeim afleiðingum að flytja þurfti
tvo slasaða menn í land.“
Víðir segir að sjómennska geti
varla talist góð fyrir fjölskyldu-
menn: „Þetta er mikil útivera, sem
hefur náttúrlega sín áhrif á fjöl-
skyldulífið. Ég á eins _og hálfs árs
stúlku, Rebekku, með Áslaugu kon-
unni minni. Hún var ekki orðin
mánaðargömul þegar ég fór í sex
vikna túr í Smuguna. Þegar ég kom
aftur var hún búin að stækka mik-
ið. Maður er svo lengi að frá að
maður sér mun í hvert skipti sem
maður kemur heim.“
Hann segir að Grandi ætli að
bjóða sjómönnum sínum upp á sál-
fræðinámskeið í tvo daga og allar
konur sjómanna hafi þegar farið í
vetur: „Ég veit ekki hvernig nám-
skeiðið gengur fyrir sig, en ég held
að það sé út af þessum útiverum."
Það liggur beinast við að spyija
hann næst hvort hann sé sáttur við
sjómannslífið. „Ég þekki ekkert
annað,“ segir hann.
Ég byrjaði sextán ára á sjó sem
háseti. Ég var síðan einn vetur í
Hótel- og veitingaskólanum og
matsveinn á sjó eftir það. Þá fór ég
í Stýrimannaskólann og vann í tvö
ár sem stýrimaður á bát, en gerðist
loks háseti á frystitogara. Við erum
reyndar fjórir stýrimannslærðir á
dekkinu, þannig að það gengur
hægt að komast að sem stýrimað-
ur. Þetta er nokkuð algengt á frysti-
togurum."
Víðir segir að jólin séu dásamleg-
ur tími. Hann reyni að eyða þeirn
sem mest með fjölskyldu sinni og
láta engan dag fara til spillis. Sam-
einast fjölskyldan þá yfir skötu á
Þorláksmessu? „Nei, við fáum skötu
í hádeginu á laugardögum í hverri
einustu viku á sjónum og mér finnst
það vera alveg nóg,“ segir hann.
En hvernig skákmaður er hann?
„Afspyrnu lélegur," segir hann og
hlær. „Ég geri þetta mestmegnis
til að blanda geði við félaga mína
af öðrurn frystitogurum. Annars
hittumst við aðeins á sjómannadag-
inn.“ Blaðamann rámar í að þá sé
keppt í fótbolta og spyr hann hvern-
ig hafi gengið. „Við höfnuðum í
næstsíðasta sæti,“ segir hann, „en
við unnum reipitogið, sem er náttúr- 1
lega mun áhugaverðara. Við erum i
hraustir menn, hraustastir á frysti- j
togurunum."
Helgi Laxdal á Frera
Öll ættin í
sjómennsku
„Aflabrögð hafa verið góð á
þessu ári,“ segir Helgi Laxdal, vél-
stjóri á Frera. „Minn síðasti túr var |
í Smuguna í september, en þá var \
aflaverðmætið 73 milljónir. Það var
langur túr eða 53 dagar, en ég er
búinn að vera í leyfi síðan.“
Helgi segist vera afleysingavél-
stjóri og þess vegna ekki með frí-
kerfí eins og hinir vélstjórarnir:
„Hjá mér er þetta ekki spurning
um að sigla tvo túra og fá hvíld
þann þriðja heldur leysi ég vélstjór- |
ana af þegar þeir fara í frí.“ Hann
segist að jafnaði vera sex mánuði
á ári á sjó, en í fyrra hafi hann I
verið 246 daga.
Á milli túra er nóg að gera hjá
honum á verkstæði fyrirtækisins.
„Þar hefur verið mikil vinna í des-
ember,“ segir hann. „Auk þess að
skipta um togspil á Frera þurfum
við að sinna viðhaldi á Vigra.“
Helgi á konu og tvö börn og seg-
ir að sjómennskan fari ekki vel sam-
an við fjölskyIdulífið ef menn séu
lengi til sjós: „Auðvitað væri best
að vinna aðeins í landi, en því fylgja
ekki eins góðar tekjur. Maður lærði
þetta á sínum tíma og verður að
fylgja því aðeins eftir og afla sér
starfsreynslu."
Hvað var það sem réð því að
hann fór út í þetta nám? „Það er
ekki gott að segja,“ segir hann.
„Það hefur sjálfsagt haft sín áhrif
að öll ættin fæst við þetta eða pabbi
minn, bróðir minn og tengdapabbi
minn. Maður vildi alltaf vera að
beija í einhveijum hlutum og þetta
réðst einhvern veginn."