Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 17
Leeson
áfrýjar
ekki
NICK Leeson, sem knésetti
Baringsbanka með áhættuvið-
skiptum sínum, hefur ákveðið
að áfrýja ekki sex ára fangels-
isdómi sem hann fékk í Sin-
gapore. Þetta var haft eftir
lögfræðingum hans í gær, en
fresturinn til að áfrýja dómn-
um'rennur út í dag.
Cherkassky
látinn
SHURA Cherkassky, einn af
þekktustu píanóleikurum
heims, lést á sjúkrahúsi í Lond-
on á miðvikudag, 86 ára að
aldri. Cherkassky hafði átt við
öndunarerfiðleika að stríða
eftir að hafa gengist undir
skurðaðgerð. Cherkassky
flutti til Bandaríkjanna frá
Úkraínu þegar hann var ellefu
ára gamall. Hann var þekktur
fyrir áhrifamikla tónleika og
óvenju fjölbreytta efnisskrá.
Boutros-Ghali
til Jemens
BOUTROS Boutros-Ghali,
framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, kom í gær til Sanaa
og bauðst til að aðstoða við
að leysa deilu Jemens og Eri-
treu um yfirráð yfir Hanish-
eyjum á Rauðahafi sem olli
átökum fyrr í mánuðinum.
Boutros-Ghali fer síðan til Eri-
treu í næstu viku.
Viðskiptajöf-
ur ákærður
SAKSÓKNARAR í Suður-
Kóreu birtu í gær ákæru á
hendur stjórnarformanni stór-
fyrirtækisins Daewoo fyrir
meintar mútugreiðslur í leyni-
sjóði Roh Tae-woo, fyrrver-
anda forseta. Stjórnarformað-
urinn, Kim Woo-choong, er
sakaður um að hafa afhent
ráðherra Roh jafnvirði 4,2
milljóna króna fyrir samning
við ríkið.
14 Filippsey-
ingar myrtir
14 MANNS, aðallega börn,
voru myrtir á heimilum sínum
Camarines Sur í norðurhluta
Filippseyja í fyrrinótt. Óþekkt-
ir menn, vopnaðir rifflum, réð-
ust inn á heimili tveggja fjöl-
skyldna og hófu skothríð á
fólkið þegar það var að horfa
á sjónvarp. Þijú fórnarlamb-
anna voru afhöfðuð og aðeins
eitt barn, sex ára drengur,
komst lífs af. Talið er að morð-
in tengist deilu um jarðnæði.
Lokatölur í
Moskvu
SAMKVÆMT lokatölum yfir-
kjörstjórnar Rússlands, sem
birtar voru í gær, fékk komm-
únistaflokkurinn 157 þing-
menn af 450 í þingkosningun-
um 17. desember. Flokkur
Viktors Tsjernomyrdíns for-
sætisráðherra er næststærstur
með 55 þingmenn og flokkur
Vladímírs Zhírínovskíjs 51.
Jabloko, flokkur umbóta-
sinnans Grígoríjs Javlínskíjs,
fékk 45 sæti og Bændaflokk-
urinn 20.
Brotiending þotu American Airlines í Kólumbíu
Tilræði í
Grozní
Moskvu. Reuter.
EINN maður að minnsta kosti
beið bana og um tugur særðist í
öflugri sprengingu í Grozní, höf-
uðborg Tsjetsjníju, í gær. Yfir-
maður lögreglunnar í Lenínskíj-
hverfinu og bílstjóri haiis særðust
lífshættulega í sprengjutilræðinu,
sem átti sér stað skammt frá bygg-
ing^u innanríkisráðuneytisins í
Grozní.
Á myndinni má sjá tsjetsjenska
bændur draga heim kálf sem
drapst í átökum uppreisnarmanna
og rússneskra hermanna í bænum
Gudermes í Tsjetsníju á þriðja
degi jóla.
Flugrekstur og þjálfun
flugmanna endurskoðuð
Bogota, Washinfrton. Reutcr.
DAVID Hinson forstjóri bandaríska
loftferðaeftirlitsins (FAA) segir, að
flugrekstur og flugmannaþjálfun
American Airlines verði tekin til skoð-
unar hjá stofnuninni vegna flugslyss-
ins í Kólumbíu fyrir jól þar sem Bo-
eing-757 þota félagsins flaug á fjall.
Kólumbísk yfirvöld segja, að rann-
sókn á flugrita þotunnar bendi til
þess að mannleg mistök hafi átt sinn
þátt í því að þotan fórst. Hafi flug-
mennirnir ekki aftengt svokallaða
lyftispilla (hraðahemla) á vængjum
er þeir urðu þess varir að þotan var
hættulega nærri jörðu og freistuðu
þess að klifra henni burt.
Hinson sagði að starfshættir Am-
erican Airlinés yrðu teknir til skoðun-
ar í samstarfi við stjórnendur flugfé-
lagsins, samtök flugmanna og Bo-
eing-verksmiðjurnar. Athugað yrði
hvort breytingar á flugrekstrarhátt-
um og þjálfun flugmanna American
gætu aukið á öryggisþáttinn í starf-
semi félagsins. Það færi síðan eftir
niðurstöðum athugunarinnar hvort
stofnunin myndi krefjast þess af
öðrum flugfélögum, innan Banda-
ríkjanna og utan, sem starfræktu
Boeing-757 þotur, að þau tækju upp
nýja flugrekstrar- og þjálfunarhætti.
í yfirlýsingu frá American Airlines
sögðust stjórnendur þess hafa orðið
fyrir miklum vonbrigðum með að
flugmannamistök kynnu að hafa leitt
til slyssins í Kólumbíu.
„Það hryggir 'okkur að mistök af
KARL Bretaprins er gallharður á
því að hann hafi engin áform um
að kvænast aftur, að sögn tals-
manns bresku hirðarinnar. í höllu
drottningar ríkir gremja í garð fjöl-
miðla sem slegið hafa því upp að
vinkona Karls, Camilla Parker Bowl-
es, sé ákveðin í að giftast honum.
Heimildir innan hirðarinnar
sögðu, að frétt Daily Express um
að Camilla Parker Bowles væri
staðráðin í því að' verða næsta
Bretadrottning væri „heilaspuni".
Aukinheldur væri það henni afar
ólíkt að setja fram kröfur af þessu
tagi, einkum og sér í lagi meðan
prinsinn væri enn kvæntur maður.
hálfu okkar manna kunni að hafa
leitt til slyssins. Óhappið minnir okk-
ur á að flugið er hrikalega miskunn-
arlaust gagnvart minnsta skeyting-
arleysi," sagði í yfirlýsingunni.
Karl prins er sagður þess meðvit-
aður að allt tal um hugsanlegt
hjónaband að loknum skilnaði
þeirra Díönu prinsessu gæti haft
mjög neikvæðar afleiðingar.
Af þess sökum tilkynnti hann í
síðustu viku að hann hefði engin
áform um að kvænast á ný. Var
það að ráði Johns Majors forsætis-
ráðherra, sem átti fund með Karli
13. desember. Leiddi Major prinsinn
þar í allan sannleik um að hann
sjálfur og flestir þingmenn stjórnar
og stjórnarandstöðu inyndu leggj-
ast af alefli gegn því að hann
kvæntist aftur, ekki síst fráskilinni
konu á borð við Parker Bowles.
Karl gallharður að
kvænast ekki
London. Daily Telegraph.
V erslunarf erðir
Islending-
ar eyða
mestu
London. The Daily Telegraph.
VERSLUNIN í Bretlandi hef-
ur verið mjög lífleg í vetur og
sérstaklega jiú um jólin.
Vegna þess hve gengið á
pundinu er lágt hefur fólk frá
meginlandinu og víðar að
flykkst til landsins í von um
góð kaup og og ef það eru
einhveijir, sem skera sig úr í
þessum hópij þá eru það Norð-
menn og Islendingar. Þeir
virðast hafa meiri fjárráð en
aðrir.
í Lundúnum og í Suður-
Englandi hefur verið meira
um meginlandsbúa, aðallega
Frakka, en nokkru sinni fyrr
en í norðausturhlutanum eru
það Norðurlandabúarnir, sem
mest ber á. Hefur ferðum
þeirra þangað, til dæmis til
Newcastle, fjölgað ár frá ári
en straumurinn hefur verið
mestur frá því á haustin og
fram til jóla. Nú er þó farið
að teygjast úr honum og ljóst,
að margir hafa áhuga á útsöl-
unum eftir áramót.
Víkingaferðir hinar nýju
Ron Woodman, markaðs-
stjóri Metrocentre í Gateshe-
ad, segir, að vel hafi gengið
að kynna verslunina á svæð-
inu á Norðurlöndum.
„Norðmenn og íslendingar
eru miklir kaupendur og virð-
ast hafa mikinn kaupmátt.
Norðmaðurinn kaupir yfirleitt
fyrir 85.000 kr. í ferðinni en
íslendingurinn fyrir helmingi
meira. Þeir skipuleggja versl-
unarferðina eins og víkingar
ránsferðirnar til forna,“ sagði
Woodman.
Ferðamálayfirvöld í Bret-
landi áætla, að tekjur af
ferðamönnum í landinu á
þessu ^ri verði næstum
11.000 milljarðar kr. eða 10%
meiri en 1994.
Gaddur í
Glasgow
London. Reuter.
METFROST var víða á Bretlands-
eyjum í gær og veðurfræðingar
spáðu því að gaddurinn ætti jafnvel
eftir að aukast.
Frostið mældist 20 gráður í
Glasgow í gær og hefur aldrei ver-
ið meira. í Aberdeen var frostið 15
stig sem er mesti kuldi sem þar
hefur mælst í desember.
Kuldinn í Glasgow í gær var örlít-
ið meiri en í Moskvu, Helsinki og
Stokkhólmi en Ósló var þó kaldasta
höfuðborg Evrópu í gær með 23
stiga frost.
Kuldinn hefur valdið miklum erf-
iðleikum og jafnvel öngþveiti vegna
snjókomu. Astandið gæti átt eftir
að versna til muna, því veðurfræð-
ingar spáðu því í gær, að stórhríð
væri í uppsiglingu.
Neyðarástandi var lýst yfir á
Hjaltlandi í fyrradag eftir að vegir
höfðu teppst af völdum snjókomu
og illviðris og rafmagn farið af
flestum húsum. Spáð er nýju
stormaveðri þar um slóðir næstu
daga sem mun auka á erfiðleika
eyjarskeggja.
Ellefu ára stúlka drukknaði í
vatni í Jórvíkurskíri í fyrradag eftir
að þunnur ís gaf sig undan henni.
Hafði hún hlaupið á eftir hundi sín-
um út á ísilagt vatnið. Tveir menn
reyndu að koma henni til bjargar
en svo slysalega vildi til að þeir
drukknuðu báðir líka.