Morgunblaðið - 30.12.1995, Side 18
18 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Litla tertuveislan f -
nvHundrub skota, minnir á
Glasqow á qóðum deqi! — *
2.500 kr. ^
Þú sparar 300 kr.! WW'/»*\ >a
Stóra tertuveislan
Stórkostleg sprengi-
og Ijósaveisla sem gerir
Marsbúa græna af öfund!
w # 4.300 kr.
Þú sparar 500 kr.!
Langflottastir! ^|(^r ^
Fjölbreyttasta úrval
landsins af þýskum
gf risarakettum.
\ Verblækkun!
/ f\ *
Vinsælustu kínversku
kökurnar lækka frá því í fyrra.&^
Fjölskyldupakkar:
1 Barnapakki 1300 kr.
Skemmtilegur pakki fyrir
W' upfirennartdi stjörnur!
3 Bæjarins besti 2.800 kr.
Einri meö pllu
- og aöeins meira eri þaö!
2 Sparipakki 1.900 kr.
Allt sem springur
rnilli himins og jarðar!
4 Tröllapakki S.990 kr.
Ceimferðaáætlun
fjölskyldunnar
. hefst með pessum pakka!
DEBIT OG KREDIT-
KORTAÞJÓNUSTA
í KR-HEIMILINU.
(SttfPHfQ
sttsm
V\\
Fáðu þér kraftmikla
KR-flugelda og styrktu
fþróttastarf barna og
ungtinga um leiö.
- Pai er puúur íþeim!
Flugeldar:
• KR-heimilinu, Frostoskjóli
• Bílasölunni Skeifunni, Skeifunni 11
NEYTENDUR
Pinnamatur
í teitið
Oáfengir drykkir
í áramótagleðina
GOSGLAS, ávaxtasafi eða vatn
stendur þeim oft til boða sem ekki
vilja áfenga kokteila. Hvernig væri
að bjóða þessum gestum í áramóta-
teitinu upp á litskrúðuga kokteila án
áfengis?
Allskonar ávextir eru góðir í
óáfenga kokteila, ananas, mangó,
ferskjur,
ástríðuávextir,
appelsínur, ban-
anar, jarðarber,
kiwi, perur og
bæði sítróna og
lime .passa vel til
að draga fraríi
fyllra bragð.
Sumir eru
hrifnir af að nota
gulrætur, tómata
og annað græn-
meti í drykki.
Stundum passar
að hafa muldan
ís einkum með
tómötum.
Sólarlag
Stefán Ingi Guð-
mundsson yfir-
þjónn á Hótel
Óðinsvéum gaf eftirfarandi upp-
skrift.
6 cl appelsínusafi
3 cl ananassafi
1 'A cl kirsuberjasafi
Hrist mjög vel saman og skreytt
með ananas.
Frískur
Á Grand Hótel Reykjavík er hægt
að panta óáfengan drykk sem heitir
Frískur. Jón B. Sigurðsson yfirþjónn
segir að í drykkinn fari eftirfarandi:
3 cl appelsínusafi
3 cl ananassafi
2 cl eplasofi
1 cl sítrónusafi
smásletta af granateplasírópi
(grenadine)
Þetta þarf að hrista vel saman og
skreyta síðan með blæjuberi.
Ávaxtadrykkur
Sneiðið niður örsmátt í jöfnum
hlutföllum banana, ananas, mangó
og papaya. Setjið í matvinnsiuvél og
bætið saman við ískurli, vanillu-
bragðbæti og ananassafa þangað til
drykkurinn er orðinn mátulega þykk-
ur og bragðgóður. Berið fram í fal-
legum glösum og skreytið með þunn-
um ananassneiðum.
Barbadosdrykkur
Á hótelinu Sandy Lane á Barbados-
eyju er þessi drykkur vinsæll.
Setjið í matvinnsluvél jöfn hlutföll
af appelsínu-, trönuberja-, og anan-
assafa og bætið út í tvöföldum
skammti af ástríðuávöxtum og miklu
af muldum ísmolum.
SOS frá Slngapore
Á hótelinu Singapore’s Oriental
fæst óáfengi drykkurinn SOS. í hon-
um eru jöfn hlutföll af appelsínusafa,
ananassafa og jarðarbeijasafa. Ut í
blönduna er bætt granateplasírópi
(grenadine) og kókosmassa (cream
of coconut). Hristið saman eða notið
matvinnsluvélina. Kokteillinn er síð-
an skreyttur með þunnum appelsínu-
sneiðum. Smá sletta af granateplas-
íróþi gefur
óáfengum
drykkjum sætan
keim og
skemmtilegan lit.
Varist að nota of
mikið af sírópi.
Jarðarberja-
sukk
Þessi drykkur er
kannski frekar
fyrir böm en full-
orðna en hann
stendur gestum á
Equator hótelinu
á Seychelleseyj-
um til boða. Jarð-
arber eru sett í
matvinnsluvél og
síðan bætt út í
örlitlu af möndlu-
dropum, granate-
plasírópi og mjólk eftir smekk.
Óáfengur blelkur fíll
Á Café Óperu er hægt að panta
óáfengan bleikan fil að hætti hússins.
6 cl ananassafi
h barskeið af kókosmassa
granateplasíróp (grenadine)
Þetta er hrist saman með tilþrifum
og ísmolamir ekki sparaðir. Kókosm-
assinn samlagast seint vökvanum og
þarf því að hrista vel þangað til kó-
kosmassinn er allur leystur upp.
Á nýársnótt er tilvalið að eiga í ís-
skápnum eitthvað gott að narta í.
Gæsalifrarkæfa á ristuðum
brauðsnittum
Salvör Brandsdóttir matreiðslu-
meistari á Café Óperu brást vel við
þeirri bón að gefa lesendum upp-
skrift að einföldu en bragðgóðu nasli
á nýársnótt.
Gæsalifrarkæfan er keypt tilbúin
en síðan er hún hrærð létt og bragð-
bætt með púrtvíni. Ristið eða kaupið
litlar brauðsnittur og sprautið kæf-
unni á snittumar. Bræðið rifsbeija-
hlaup í potti við lágan hita og dýfíð
snittunum með kæfunni í hlaupið.
Kælið í ísskáp og síðan má setja
alfa-alfa spímr ofan á.
Djúpstelktur humar „tempura"
Pillið humarinn að aftasta lið. Út-
búið síðan svokallað tempura deig.
2egg
2 dl pilsnar
3 dl vatn
sojasósa
tabasco
piparog salt
hveiti og maizenamjöl
Hrærið saman tvö egg í skál og
bætið í pilsner og vatni. Smásletta
af sojasósu fer út í þetta og einn
dropi af tabasco. Piprið og saltið
eftir smekk og þykkið með hveiti
og maizena.
Humrinum er velt upp úr deiginu
og hann síðan djúpsteiktur. Berið
fram með sojasósu.
Fylllngar í vatnsdeigsbollur
Steinar Davíðsson yfirmatreiðslu-
meistari á hótel Óðinsvéum brást vel
við þeirri bón að fletta í uppskrifta-
bókum sínum og fínna auðvelda
uppskrift á áramótaborðið. Flestir
eiga uppskrift að vatnsdeigsbollum.
Þær má gera með fyrirvara og síðan
er hægt að útbúa í þær mismunandi
fyllingar.
Fylllngar í vatnsdelgsbollur
Reyktur lax
sýrður rjómi
aspas
aspassafi I
majónes
Þetta er sett í matvinnsluvél og
maukað og síðan sprautað inn í boll-
umar.
sýróur rjómi
majónes
gróðostur
ferskar perur
Allt hakkað saman í matvinnslu-
vél og sprautað í bollumar.
Sjávarréttasalat
400 g rjómaostur
100 g rækjur
100 g reyktur lax
100 g hörpuskel
6 matarlímsblöð
söxuó fersk steinselja
salt og pipar eftir smekk
Bræðið ostinn og setjið út í hann
sex matarlímsblöð. Bætið út í smátt
söxuðu fískmeti of kryddi og setjið I
síðan í form. Kælið í ísskápnum í |
fjórar klukkustundir. Skerið í sneið-
ar og setjið ofan á ristað brauð. '
Trönuberja-
sulta og rifs-
berjahlaup
með púrtvíni
TRÖNUBERJASULTA er meðal
þeirra nýjunga sem verslunin
Pipar og salt flytur nú inn frá
Bretlandi en þar í Iandi finnst
mörgum ómissandi að hafa slíkt
sultutau með jólasteikinni. Auk
trönubeijasultunnar er einnig
hægt að fá í versluninni rifs-
beijahlaup með púrtvíni, pipar-
rótarsósu með sinnepskornum og
t.d. sjávarréttasósu með sítrónu
og myntusósu með balsamediki.
I
I
)