Morgunblaðið - 12.01.1996, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Einhllba kvótaákvörbun Norbmanna um veibar úr norsk-íslenska
síldarstofnlnum vekja hörb vlbbrögb. .
Norðmenn vilja
enga samninga
FORÐUM okkur. Þetta er ekki lítil og góð hafmeyja.
Könnun méðal íbúa Garðabæjar á viðhorfi til bæjarins
Sammála um að gott
sé að búa í Garðabæ
í KÖNNUN á viðhorfi og skoðunum
íbúa í Garðabæ til ímyndar, þjónustu
og framtíðar bæjarfélagsins, sem
Gallup hefur unnið fyrir bæjaryfir-
völd kemur fram að þátttakendur
eru mest sammála um að gott sé
að búa í Garðabæ. Ingimundur Sig-
urpálsson bæjarstjóri sagðist eiga
von á að niðurstöðurnar yrðu hafðar
til hliðsjónar þegar afstaða er tekin
til íjárhagsáætlunar hveiju sinni.
„Væntanlega munu fulltrúar allra
flokka meta sína stefnu í ljósi þéssa,"
sagði hann.
Lítt meðvitaðir um skatta
Ingimundur sagði að könnunin
hefði verið gerð í framhaldi af tillögu
sem lögð var fram í bæjarstjórn.
„Hún er fyrst og fremst gerð til að
fá fram sjónarmið bæjarbúa til þess
hvemig þeir vildu sjá bæinn fyrir
sér eftir um tíu ár,“ sagði hann.
„Svo var forvitnilegt að sjá hvernig
ímynd bæjarfélagsins er í hugum
bæjarbúa. Það sem kom á óvart var
hvað menn eru lítt meðvitaðir um
að skattar í Garðabæ eru í lág-
marki. Við erum með útsvar í lág-
marki og megum ekki fara neðar.
Spurt var hvernig skattar
í Garðabæ væru í saman-
burði við önnur sveitar-
félög og það voru ansi
margir sem töldu þá svip-
aða eða hærri en annars-
staðar. Sennilega er það vegna þess
að skattar ríkisins og sveitarfélaga
eru innheimtir í staðgreiðslu og þá
í einni prósentu en það er fyrst við
álagningu sem þessi prósenta er leið-
rétt. Það er eins og að sveitarfélög
með lágar álögur njóti þess ekki.“
Betri ímynd
meðal eldri íbúa
Könnunin fór fram dagana 19. til
25. október s.l. og var úrtakið þús-
und einstaklingar í Garðabæ á aldr-
inum 18 til 75 ára valdir tilviljunar-
kennt úr þjóðskrá. Svör fengust frá
73,1%. ímynd Garðabæjar í hugum
íbúanna var athuguð með sex full-
yrðingum. Helmingur úrtaksins fékk
jákvæða fullyrðingu en hinn nei-
kvæða og voru svörin metin á fimm
stiga huglægum kvarða þar sem
hvert gildi fékk tölu. Fundið var
meðaltal fyrir hverja fullyrðingu og
kom fram að fólk er mest sammála
því að gott sé að búa í Garðabæ.
Athygli vekur 'að 18 einstaklingar
gáfu hæstu möglega einkunn en
ekki er marktækur munur á ímynd
bæjarins meðal karla og kvenna né
þeirra sem eiga fasteign í bænum
eða þeirra sem ekki eiga fasteign.
ímyndin batnar marktækt eftir því
sem fólkið er eldra en er lægst hjá
þeim sem eru 15 til 24 ára.
Sjálfstæðismenn
með bestu ímyndina
Þegar litið er til stjórnmálaafstöðu
kemur fram að þeir sem kusu Sjálf-
stæðisflokkinn í síðustu bæjarstjórn-
arkosningum hafa bestu ímyndina
af Garðabæ. Þeir sem neita að svara
um hvað þeir kusu, kusu ekki eða
kusu annarsstaðar eru rétt yfir með-
altali og þeir sem kusu aðra flokka
en Sjálfstæðisfiokkinn
hafa lægstu ímynd af
bænum. Þeir íbúar sem
hafa bestu ímyndina búa
í Amarnesi, þá koma
Byggðir og Lundir en
verstu ímyndina hafa íbúar á Grund-
um og Fitjum.
Tíu spumingar vörðuðu núverandi
þjónustu í Garðabæ og voru flestir
ánægðir með íþrótta- og tómstunda-
mál. Næstir komu grunnskólarnir,
þá þjónustan á bæjarskrifstofunum,
frágangur gatna og gangstétta, upp-
vaxtarskilyrði unglinga, frágangur
opinna svæða og göngustíga, sam-
skipti við yfirstjórn bæjarins, dag-
vistarmál, þjónusta við aldraða og
loks menningarmál.
Aðrar tíu spurningar voru um
áherslur Garðabæjar í framtíðinni
og er mesta áherslan lögð á íþróttir-
og æskulýðsmál. Þá kemur frágang-
ur á götum og gangstéttum, fegrun
umhverfis, einsetinn skóli, frágang-
ur opinna svæða, aukin þjónusta við
aldraða, fjölgun leikskólarýma, al-
menningssamgöngur og lækkun á
útsvari. Þegar beðið var um for-
gangsröðun málaflokkanna kom
fram önnur mynd því þá varð einset-
inn skóli í fyrsta sæti en íþróttir-
og æskulýðsmál í öðru sæti.
63% tilbúnir til að
greiða hærri skatta
Af öðrum niðurstöðum má nefna
að þrír af hveijum fjórum telja sig
fá nægilegar upplýsingar um það
sem er að gerast í bæjarfélaginu
hveiju sinni. Um 63% eru tilbúin til
að greiða hærri skatta til bæjarfé-
lagsins ef það yrði til þess að fram-
lög hækkuðu til þeirra mála sem
hver og einn setti í forgangsröð.
Tæplega 70% telja þjónustu og
skatta svipuð og í öðrum sveitarfé-
lögum, og tæplega 83% vilja að
skattar og þjónusta verði óbreytt í
bænum.
77% vilja fjölga
fyrirtækjum
Næstum þrír af hveijum fimm
telja að bærinn ætti að láta fjölgun
íbúa afskiptalausa en rúmlega 77%
vilja að bærinn leggi sérstaka
áherslu á að fjölga fyrirtækjum í
bænum. Tæplega 62% vilja ekki að
Garðabær sameinist einhveiju ná-
grannasveitarfélagi á næstu tíu
árum og þriðjungur þeirra sem vilja
sameiningu vill sameinast. Bessa-
staðahreppi. Rúmlega 61% telur
heppilegast að uppbygging atvinnu-
lífsins verði sem mest í iðnaði og
rúmlega 52% nefndu verslun og
þjónustu. Þá vilja 74,1% að bæjarfé-
lagið hafi áhrif á atvinnuframboð
og helmingi þeirra sem það vildu
fannst það best gert með því að bjóða
fyrirtækjum ódýrar lóðir.
77% vilja
fjölga fyrir-
tækjum
Nýr forstjóri Ríkisspítaia
Mikið álag
á mörgum
sjúkradeildum
Vigdís Magnúsdóttir
Y’IGDÍS Magnúsdótt-
ir var sett forstjóri
Ríkisspítala 1. des-
ember sl. Staða Ríkisspítala
er erfíð um þessar mundir.
Á síðasta ári var halli á
rekstri Landspítalans 190
milljónir króna. Hver skyldi
vera meginástæða þessa
hallareksturs?
„Stór liður, eða 50 millj-
ónir króna eru óinnheimt
gjöld sem innheimtast áttu
sem sértekjur. Við höfum
ekkert tekið fyrir svokölluð
ferilverk, svo sem aðgerðir
í sambandi við kvenlækn-
ingar, sem á öðrum sjúkra-
húsum hafa víða verið sér-
greidd, við höfum talið að
reglugerð væri ekki nógu
skýr þar um. í því máli er
verið að vinna núna.
Hver eru helstu verkefn-
in sem nýr forstjóri Ríkisspítala
þarf að takast á við?
„Fyrst og fremst er það fjár-
hagsvandi Landspítalans og
hvernig á að reka spítalann á
næsta ári. Samkvæmt fláHögum
vantar okkur 350 til 400 milljónir
ef reka á spítalann á sama hátt
og árið 1995. Nú erum við á stöð-
ugum samráðsfundum, ég og Ing-
ólfur Þórisson aðstoðarforstjóri
hér ásamt með öllum sviðsstjórum
spítalans. í samráði við þá verðum
við að skoða hvemig við getum
rekið spítalann innan þess fjár-
lagaramma sem honum er settur.
Við reiknum með að þurfa að loka
talsverðu og hagræða, sem þó
dugar ekki til. Það hefur verið
reynt að hagræða og spara síðan
árið 1992.“
Önnur verkefni sem blasa við?
„Mörg verkefni blasa við í sam-
bandi við þennan fjárhagsvanda.
T.d. vildum við mjög gjarnan fá
annað húsnæði fyrir öldrunardeild-
arnar okkar sem nú eru í Hátúni
lOb. Við vorum að vona að við
fengjum Heilsuvemdarstöðina og
gætu flutt deildarnar þangað. Þá
væru þær nær spítalanum og
fengju betra húsnæði. Við höfum
líka verið að skoða hvort hægt
væri að sameina mæðraskoðun
sem nú fer fram bæði á Kvenna-
deild Landspítalans og á Heilsu-
verndarstöðinni. Þá myndu kraftar
starfsfólks nýtast betur. Eins væri
gott að tengja ungbarnaeftirlitið
barnaspítalanum, í því væri hag-
ræðing. Loks erum við með ýmis-
legt fleira í huga. Við höfum lokað
Lýtalækningadeildinni okkar, þar
voru ellefu rúm. Við erum að
hugsa um að reka hana með ann-
arri handlæknisdeild, báðar myndu
þá rúma 32 sjúklinga. Það væri
hagstæðari eining í rekstri. Hluti
rúmanna myndum við reka virka
daga en annan hluta alla vikuna.
Hvernig er staðan í starfs-
mannahaldi með tilliti
til fyrirhugaðrar ha-
græðingar?
„Meiri stöðugleiki
hefur verið í starfs-
mannahaldi Ríkisspít-
ala en var fyrstu árin
eftir að ég kom þar
til starfa sem hjúkr-
unarforstjóri. Það er
ekki ljóst enn sem
komið er hvort það þarf að segja
upp starfsfólki í kjölfar lokanna
og hagræðingar. Það er alltaf tals-
verð hreyfing á starfsfólki einkum
á sjúkradeildum, ég vona að hægt
verði að færa fólk til svo ekki
komi til uppsagna.
Hver er staðan í deilu Ríkisspít-
ala við röntgentækna?
„Aðaldeiluefnið er það að rönt-
gentæknar eiga framvegis að vera
►Vigdís Magnúsdóttir, for-
stjóri Rikisspitala, er fædd í
Hafnarfirði árið 1931 og hef-
ur búið þar æ síðan. Hún lauk
hjúkrunarprófi árið 1956 og
vann síðan í tvö ár á Landspít-
alanum. Var í Bandaríkjunum
við nám og störf í tvö ár.
Starfaði síðan eitt ár á Land-
spítalanum og níu ár á skurð-
stofu St. Jósepsspítalans í
Hafnarfirði. Varð aðstoðar-
forstöðukona á Landspítalan-
um árið 1970. Fór til Noregs
og lauk prófi í spítalastjórnun
þar. Varð hjúkrunarforstjóri
Landspítalans árið 1973 og
hefur gegnt því starfi þar til
nú.
á vöktum og þeir telja að þeir
missi laun í formi yfirvinnu vegna
þess. Einnig höfðu þeir fímmtán
stunda yfirvinnu sem til var komin
vegna sérstaks verkefnis. Þessum
samningi var sagt upp af hálfu
spítalans en hefur nú verið settur
inn á nýjan leik, svo sá hluti máls-
ins er leystur. Þessi deila veldur
óneitanlega mikilli röskun á starf-
semi spítalans.
Hvar á spítalanum er álagið
mest?
„Mjög mikið álag er á barna-
deildinni, á Vökudeildinni hefur
álagið verið sérlega mikið og það
hefur farið sívaxandi vegna m.a.
glasafijóvgananna, nú fæðast
fleiri fyrirburðir en ella. Núna um
jólin voru t.d. níu glasaböm á
Vökudeildinni. Ekki er síður mikið
álag á handlæknisdeildar, lyflækn-
ingadeildar og geðdeildar, þeir sem
koma á inn á bráðavöktum eru
lagðir inn á þær deildir. Við stjórn-
um ekki bráðainnlögnum. Það er
því mikið álag á mörgum deildum.
Hvað er helst til ráða?
„Það mætti t.d. koma upp
sjúkrahóteli, helst
sem næst spítalan-
um, erlendis er
miklu meira um
göngudeildir og
sjúkrahótel en hér
er og það sparar
mikið. Við erum
nokkuð á eftir í
þessari þróun. Mér
hefur dottið í hug
að Fæðingarheimilið myndi henta
vel sem sjúkrahótel og það er í
næsta nágrenni spítalans. Bygg-
ing nýs barnaspítala á Landspít-
alalóð er forgangsverkefni hjá
mér. Við það yrði öll aðstaða til
barnalækninga stórbætt og einnig
yrði af því rekstrarhagræðing. Þá
gætu deildar sem reknar eru nú
fjarri spítalanum flutst í núverandi
húsnæði barnadeildar."
Samkvæmt
fjárlögum vant-
ar okkur 350 til
400 milljónir ef
reka á spítalann
á sama hátt og
árið 1995.