Morgunblaðið - 12.01.1996, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Kópaskersbúar minn-
ast stóra jarðskjálftans
TUTTUGU ár eru á morgun, 13.
janúar, liðin frá því öflugur jarð-
skjálfti reið yfir Kópasker og ná-
grenni. Jarðskjálftinn er þeim sem
upplifðu hann enn í fersku minni,
enda mældist hann rúm sex stig á
Richterkvarða.
Brottfluttir Kópaskersbúar ætla
að minnast atburðarins með því
að hittast annað kvöld í sal Lög-
reglufélagsins í Brautarholti 30 í
Reykjavík. Þar ætla þeir að rifja
upp jarðhræringarnar í máli, söng
og myndum, en skipuleggjendur
„Skjálftavaktarinnar“, eins og þeir
kalla samtóomuna, hafa safnað
gömlum myndum og úrklippum úr
dagblöðum þar sem segir frá jarð-
skjálftanum og viðbrögðum fólks
við þessum miklu náttúruhamför-
um.
Átti enga flasskubba
Sigrún Kristjánsdóttir, einn
skipuleggjendanna, segir hins vegar
að erfítt sé að nálgast myndir af
skemmdunum því þær séu af skom-
um skammti. „Þegar ég spurði
móður mína af hveiju hún hefði
ekki tekið neinar myndir sagði hún
að hún hefði ekki átt neina
flasskubba. Ég var alveg búin að
gleyma flasskubbunum."
Jörðin rifin og tætt
Rúmlega eitt hundrað manns
bjuggu á Kópaskeri þegar skjálftinn
varð. Fáeinir meiddust smávægi-
lega og nokkrir aldraðir fengu
taugaáfall.
A forsíðu Morgunblaðsins daginn
eftir skjálftann segir meðal annars
í frétt undir fyrirsögninni „Stórtjón
á mannvirkjum - fólk flúið - jörð-
in rifin og tætt“.
„Orð skortir til að lýsa aðkom-
unni að Kópaskeri eftir jarðskjálft-
ann mikla í gær. Þjóðvegurinn síð-
ustu 10 km að þorpinu er sprunginn
á 60-70 stöðum. Þegar komið er inn
í þorpið verður að gæta varúðar við
akstur og göngu því jörðin er rifin
og sundurtætt. Og þegar komið er
inn í glæsileg heimili Kópaskersbúa
blasir við gereyðilegging og rústir
og sum húsin eru þannig farin, að
sjá má út um rifurnar á þeim.“
Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason
Friðrik Jónsson var oddviti
Presthólahrepps fyrir 20
árum. Hér sýnir hann hvar
hann var staddur er jarð-
skjálftinn reið yfir. Hann held-
ur um glerstafla sem minnstu
munaði að hryndi yfir hann.
Hvell-
sprakk á
vörubíl
EINN maður var fluttur á slysadeild
eftir umferðarslys á Kringlumýrar-
braut í gærmorgun. Tildrögin voru
þau að vörubíl var ekið suður
Kringlumýrarbraut á akrein lengst
til vinstri þegar hvellsprakk á einum
hjólbarðanum. Bílstjórinn beindi þá
bíl sínum yfir á næstu akrein til
hægri en þar var fyrir fólksbíll. Til
þess að forðast árekstur við vörubíl-
inn beygði bílstjóri fólksbílsins yfir
á akreinina lengst til hægri. Þar var
fyrir annar fólksbíll sem sveigði út
af akreininni og hafnaði á ljósa-
staur. Áreksturinn var mjög harður
og er talið að bíilinn sé ónýtur. Ekki
urðu skemmdir á öðrum bílum, að
sögn lögreglunnar. Ökumaðurinn
var fluttur á slysadeild með meiðsl
á höfði og fæti.
Könnun Gallup fyrir
Apótekarafélag Islands
Almenn ánægja með
þjónustu apóteka
þjónustu hingað til,“ segir í frétta-
tilkynningunni.
í niðurlagi tilkynningarinnar seig-
ir að markmið Apótekarafélags Is-
lands sé að viðhalda góðri og ör-
uggri lyfjaþjónustu, bæði í dreifbýli
og þéttbýli. „Apótekarafélagið telur
að þessu markmiði verði ekki náð
nema að fyllstu ábyrgðar sé gætt
við framþróun lyfjaþjónustu í land-
inu og bendir í því sambandi~á
reynslu grannþjóða okkar á Norður-
löndunum, sem allar hafa valið
ákveðnar takmarkanir í lyfjasöl-
unni.“
Hinn 15. mars nk. taka gildi ný
ákvæði um stofnun lyfjabúða, út-
gáfu lyfsöluleyfa og lyfjaverð. Eru
þá að fullu komin til framkvæmda
Lyijalög nr. 93/1994.
Morgunblaðið/Sverrir
GJÖF sjúkraliða var afhent á miðvikudag. Á myndinni eru frá
vinstri; Málhildur Angantýsdóttir, formaður vinnudeilunefndar,
Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags íslands,
Jóna Gréta Einarsdóttir, formaður Röntgentæknafélags ís-
lands, og Sigrún Margrét Magnúsdóttir röntgentæknir.
Sjúkraliðar styrkja
röntgentækna
ALMENN ánægja er með þjónustu
apóteka að því er fram kemur í
niðurstöðum Gallups í símakönnun
á viðhorfum almennings til þjónustu
apótekanna og hugsanlega þörf
fyrir fjölgun apóteka. Yfir 98%
þeirra sem afstöðu tóku voru
ánægðir með þjónustuna. Gallup
gerði könnunina fyrir Apótekarafé-
lag íslands. Tekið var slembiúrtak
1.200 íslendinga og svöruðu 851
sem er 70,9% svarhlutfall.
í fréttatilkynningu frá Apótek-
arafélaginu kemur fram að til sam-
anburðar megi geta þess að í, sam-
bærilegum könnunum sé sjaldgæft
að hlutfall óánægðra fari undir
10%. Ánægja með þjónustu apótek-
anna sé útbreidd og enginn teljandi
munur milli fólks á grundvelli kyn-
ferðis, aldurs og búsetu.
88% telja ekki þörf
á fleiri apótekum
Þá sé athyglisvert að fólk telji
almennt ekki þörf á fleiri apótekum
en 88% aðspurðra telji ekki þörf á
fjölgun apóteka á því svæði sem
þeir búa á. Þessi skoðun sé út-
breiddari meðal fólks á höfuðborg-
arsvæðinu þar sem 92% aðspurðra
telji apótek nægilega mörg.
Fram kemur að niðurstöður
skoðanakönnunarinnar sýni að hér
á landi hafi tekist að byggja upp
lyfjaþjónustu sem neytendur telji
sig eiga greiðan aðgang að og séu
mjög ánægðir með. „Apótekarafé-
lag Islands telur þessar niðurstöður
sérstaklega athyglisverðar nú,
þegar fyrir dyrum stendur hjá Al-
þingi að fjalía um endanlega út-
færslu nýju laganna, m.a. um
stofnun lyfjabúða og veitingu lyf-
söluleyfa. En óyfirvegaðar breyt-
ingar á þessum ákvæðum gætu
svipt grundvelli undan því öryggi
sem neytendur hafa notið í lyfsölu-
Vinnuslys
um borð
í skipi
VINNUSLYS varð um borð í skip-
inu Úranusi þar sem það lá við fest-
ar við Holtabakka á þriðjudags-
morgun. Annar vélstjóri skipsins
fékk járnstykki í höfuðið þegar ver-
ið var að hífa hlera. Hann var flutt-
ur á slysadeild og tæknideild lög-
reglunnar og Vinnueftirlitinu var
tilkynnt um slysið.
FÉLAG sjúkraliða afhenti á mið-
vikudag röntgentæknum fé þeini
til stuðnings, vegna deilu við Rík-
isspítala um vinnutíma og kjör
sem staðið hefur í tæpan hálfan
annan mánuð.
Um er að ræða um 225 þúsund
krónur úr vinnudeilusjóði Sjúkra-
Ijðafélags íslands og segir Kristín
Á. Guðmundsdóttir tilgang gjaf-
arinnar að minna á að sjúkraliðar
þekki af eigin raun kjaradeilur.
„Við vildum líka minna röntgen-
tækna á að fjölmargir standa með
þeim, þó svo að ekkert hafi gerst
í þeirra málum síðan í byrjun
desember," segir hún.
í bréfi sem sjúkraliðar afhentu
við sama tækifæri, segir m.a. að
„orð ylja, fé framfærir. Áhyggjur
af starfi, starfsskyldum og fram-
færslu fjölskyldunnar tekur hug
þess sem á í kjarabaráttu. Rönt-
gentæknar og aðrir launþegar
vita að forysta sjúkraliða stendur
heil að baki þeirra sem hafa vilja,
þor og kjark til að leggja sitt af
mörkum fyrir bættri afkomu og
betra samfélagi".
Jón Bald-
vin styður
konu sem
forseta
JÓN Baldvin Hannibalsson,
formaður Alþýðuflokksins,
segir í viðtali við Stavanger
Aftenblad nýlega að hann
hafi ákveðið hvern hann vilji
styðja sem frambjóðanda til
embættis forseta Islands. Þar
sem hann sé^ hins vegar svo
umdeildur á íslandi vilji hann
að svo stöddu ekki lýsa því
yfir opinberlega um hvern sé
að ræða, en segir þó að það
sé kona.
Ætlar sjálfur að
sinna barnabörnum
Jón Baldvin segir í viðtal-
inu við Stavanger Aftenblad
að líklegt sé að Davíð Odds-
son forsætisráðherra hafi
metorðagirnd til að verða
forseti, en það myndi stang-
ast á við margra ára hefð
þar sem síðustu forsetar hafi
komið úr menningargeiran-
um.
Sjálfur segist Jón Baldvin
ætla að nota tímann sem
gefst frá stjórnmálunum á
þessu ári til að sinna barna-
börnunum.
Morgunblaðið/Ásdís
Formenn
KRFÍ
FORMAÐUR og sjö fyrrver-
andi formenn Kvenréttindafé-
lags íslands voru viðstaddir
útför Önnu Sigurðardóttur frá
Dómkirkjunni í gær. Formenn-
irnir eru (f.v.): Sólveig Ólafs-
dóttir 1975-1980, Inga Jóna
Þórðardóttir 1992-1995, Gerð-
ur Steinþórsdóttir 1989,
Bryndís Hlöðversdóttir, núver-
andi formaður Kvenréttinda-
félags íslands, Lára Sigur-
björnsdóttir 1964-1968, Lára
V. Júlíusdóttir 1986-1988,
Guðrún Árnadóttir 1990-1992
og Esther Guðmundsdóttir
1981-1985. Aðrir núlifandi
fyrrverandi formenn KRFÍ eru
Sigurveig Guðmundsdóttir
1969-1970 og Guðný Helga-
dóttir 1971-1974.
Anna Sigurðardóttir stund-
aði skrifstofustörf hjá Kven-
réttindafélaginu 1958-1964 og
árið 1975 var hún ásamt fleir-
um stofnandi Kvennasögusafns
íslands. Anna var forstöðumað-
ur safnsins frá upphafi. Hún
stofnaði Kvenréttindafélag
Eskifjarðar 1950 og sat í stjórn
Kvenréttindafélags íslands
1959-1969 og var fulltrúi þess
á fjölda þinga og funda hér á
landi og erlendis. Hún var heið-
ursfélagi Kvenréttindafélags
Islands frá 1977.