Morgunblaðið - 12.01.1996, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Saklaus dönsk gamansemi, góð-
ur söngur og litríkur flutningur
TÓNLIST
Háskólabíó
VÍNARTÓNLEIKAR
Flutt voru verk eftir Mozart, Jo-
hann Srauss, Kálmán og Josef
Strauss. Einsöngvari og kynnir:
Guido Paevatalu. Stjómandi: Ro-
man Zeilinger. Fimmtudagurinn
11. janúar, 1996.
SAGNFRÆÐINGUM hefur
ekki tekist að gera grein fyrir
uppruna valsins og einnig eru á
reiki hugmyndir um uppruna
orðsins, sem ælta að merkti
snúningur og hefur sú hugmynd
komið upp að franska orðið volte,
sem var nafn á dansi, sé fyrir-
mynd vals-nafnsins. Tónlistar-
hefðin í Austurríki, Suður-Þýska-
landi og Ölpunum, hinn svo
nefndi Lndler, sem Dr Bumey
(1726-1814) hneykslaðist á, þ.
e. hvernig stúlkunum var sveiflað
yfir dansgólfið, er Hklega hinn
músiklegi uppruni valsinn, sem
hafði álíka áhrif á fóik og gömlu
jazz-lögin tvö hunduð árum síð-
ar. Þá er einnig merkilegt, að
mjög fljótlega tóku klassískir
tónsmiðir að notfæra sér vals-
sveifluna, sem og einnig átti sér
síðar með jazzinn.
Tónleikarir hófust með forleik
að Brúðkaupi Figarosar en síðan
söng Paévatalu aríu Pagageno
úr Töfraflautunni og eru bæði
verkin eftir Mozart. Þetta var
eins konar forleikur að sjálfum
Vínartónleikunum. Bæði flutn-
ingur hljómsveitar og söngur var
góður og að þessum “forleik“
loknum hófust Vínartónleikarnir
með Keisaravalsinum eftir Jo-
hann Strauss yngri. í forleiknum
að valsinum, lék Bryndís Halla
Gylfadóttir mjög fallega smá
strófu og einnig undir lokin í
samspili við 1. hornista, Þorkel
Jóelsson.
Eftir Johann Strauss lék
hljómsveitin þtjá polka, Leichtes
Blut, Vergnugungszug og Unter
Donner und Blitz en Paévatalu
söng tvö lög, eitt úr Nótt í Fen-
eyjum og Werberlied úr Sígauna-
baróninum. Allt fór þetta þekki-
lega fram en Paévatalu er ágæt-
ur söngvari og kynnti auk þess
tónleikana af þeim léttleika og
með þeirri saklausu gamansemi,
er Dönum virðist einkar eðlileg.
Forleikurinn að Leðurblökunni
var ágætlega leikinn en þar eftir
voru flutt þrjú lög eftir Lehár,
Söngur Danilo greifa úr Kátu
ekkjunni, valsinn Gold und Sil-
ber, Nechledil-mars. skemmti-
lega og vinsæl verk er voru mjög
vel flutt. Paévatalu söng sérlega
vel Komm Zigány, eftir Kálmán
en tvö síðustu lögin voru eftir
þá bræður Johann yngri og Jo-
sef, Strauss, gamansöm verk,
sem voru prýðlega flutt.
Um margt voru þetta ágætir
tónleikar, þó nokkuð kæmi það
á óvart að söngvarinn flutti nokk-
ur laganna á dönsku, sem þó kom
ekki að sök, því Paévatalu er
mjög góður söngvari og hljóm-
sveitarstjórinn Roman Zeilinger
náði að laða fram litríkan og
skemmtilegan leik hjá hljóm-
sveitinn.
Jón Asgeirsson
Allt sem
Jesús
BOKMENNTIR
T r ú
ORÐ KRISTS
Allt sem Jesús frá Nasaret sagði
samkvæmt guðspjöllunum. Njörður
P. Njarðvík sá um útgáfuna. Iðunn
1995 - 259 síður. 3.980 kr.
í ÞESSARI bók er setningum sem
guðspjöllin hafa eftir Jesú raðað
niður eftir lykilorðum sem eru rúm-
lega fimm hundruð. Aftast í bók-
inni er skrá yfír þessi lykilorð. Til
eru viðameiri orðalyklar yfir Nýja
testamentið og Biblíuna í heild sem
fremur henta fræðimönnum en sú
bók sem hér er til umfjöllunar.
Orðalykill dr. Björns Magnússonar,
sem ekki takmarkast við orð Krists
ein, hefur lengi verið til og komið
kennimönnum og öðrum að góðu
gagni. Nýlega gaf Hið íslenska
Biblíufélag út ítarlegan orðalykil,
sem einnig fæst á tölvudiski, og
nær sá yfir alla Biblíuna.
Ástæða er til að taka undir þau
sagði
orð á bókarkápunni að þörf sé fyrir
bók af þessu tagi. Hér getur fólk
lesið það sem Kristur sagði sjálfur
um ákveðin atriði án þess að þurfa
að fletta fram og aftur í Biblíunni
eftir leiðsögn fyrri orðalykla. Að
þessu er tímasparnaður, en það
getur einnig verið mjög áhugavert
og gefandi að geta lesið viðstöðu-
laust á einum stað allt það sem
haft er eftir meistaranum frá Nas-
aret um ákveðin atriði. Ef t.d. er
flett upp á lykilorðinu mannssonur-
inn þá gefur framsetning bókarinn-
ar möguleika á því að sjá og íhuga
hvernig Jesús samsamaði sig hlut-
verki því sem felst í þessu marg-
ræða orði sem kemur fyrir í spá-
mannaritum Gamla testamentisins
og er I raun og veru lykillinn að
messíasarhlutverki hans. Þeir sem
vilja vita hvað Jesús sagði um
ákveðin viðfangsefni og daglegt líf
geta hér á augabragði flett því upp
og fengið tæmandi upplýsingar.
Full ástæða er til þess að vona að
fólk sem flettir í þessari bók grípi
til Biblíunnar sjálfrar þar sem öll
Ný aðföng III
Á EFRI hæð Listasafns íslands
hefur verið opnuð sýningin Ný
aðföng III, þar sem sýnt er úr-
val listaverka sem keypt hafa
verið til safnsins á árunum
1994-1995. Þetta er þriðja sýn-
ingin í röð sýninga þar sem ný
verk safnsins, sem hafa verið
keypt, eru sýnd.
Á sýningunni eru 44 verk eft-
ir þessa listamenn: Önnu Líndal,
Birgi Snæbjörn Birgisson,
Björgu Þorsteinsdóttur, Daða
Guðbjörnsson, Eggert Péturs-
son, Einar Hákonarson, Eirík
Smith, Eyjólf Einarsson, Erlu
Þórarinsdóttur, Grétar Reynis-
son, Guðrúnu Þorkelsdóttur
(Rúnu), Gunnar Örn, Hafstein
Áustmann, Hallgrfm Helgason,
Hallstein Sigurðsson, Húbert
Nóa, Ingu Þóreyju Jóhannsdótt-
ur, Jóhönnu Kristínu Yngvadótt-
ur, Kristin G. Harðarson, Kristin
E. Hrafnsson, Kristínu Gunn-
laugsdóttur, Kristínu Jónsdóttur
frá Munkaþverá, Kristján Dav-
íðsson, Leif Breiðfjörð, Ólöfu
Nordal, Ráðhildi Ingadóttur,
Rúrí, Sigurð Árna Sigurðsson,
Sólveigu Aðalsteinsdóttur,
Svövu Björnsdóttir, Tuma
Magnússon, Valgarð Gunnars-
son og Þorvald Þorsteinsson.
í kynningu segir: „Eins og
sjá má af þessum nafnalista
spanna innkaup safnsins síðast-
liðin tvö ár yfir nánast allt litróf
íslenskrar myndlistar, allt frá
málaralist af hefðbundnum toga
til myndlistartilrauna síðustu
ára. Efniviðurinn er álíka fjöl-
breyttur, því fyrir utan verk úr
tré, járni og steinsteypu er hér
að finna verk úr postulíni, sykri,
þurrkuðum blómum, vélapört-
um, blýi, lýsi, gleri, blaðgulli,
ull og plexígleri.“
Listasafn íslands er opið
12-18 alla daga nema mánu-
daga. Kaffístofa safnsins er opin
á sama tíma. Bókasafnið er opið
fyrir almenning kl. 13-16 alla
virka daga nema mánudaga.
Sýningin stendur til 25. febr-
úar.
þessi orð eru geymd í
sínu samhengi.
Orð Krists hafa
varðveist um lengri eða
skemmri tíma í munn-
legri geymd áður en
þau voru skrifuð niður.
Ástæðurnar fyrir því
að sum orð hans
geymdust betur en
önnur er að finna í
sögulegum aðstæðum,
þörfum og helgihaldi
fyrstu kristnu safnað-
anna. Greinilegt er að
þær félagslegu og
trúarlegu aðstæður
sem Jóhannesarguð-
spjall er sprottið úr eru aðrar en
þær sem hin þrjú, samstofnaguð-
spjöllin, eiga rætur sínar að rekja
til, enda er það yngst og fræðimenn
á þessu sviði hafa lengi deilt um
réttmæti stöðu þess við hlið hinna
sem eiga sér sama stofn.
Á seinni hluta síðustu aldar var
það ríkjandi stefna meðal biblíu-
fræðinga að finna mætti með sögu-
legum og bókmenntafræðilegum
rannsóknum hin upprunalegu orð
Krists og boðskap hans áður en
hann fór að litast af og mótast af
trúarþörf frumsafnaðanna og fé-
lagslegum aðstæðum, heimspeki og
hugmyndaheimi annarra hefða.
Þessi áætlun gekk ekki upp og nú
skoða fræðimenn hvemig kristinn
boðskapur mótaði og
mótaðist af mismun-
andi aðstæðum og
hugmyndum. Það er
því í meira lagi hæpið
sem stendur í formála
bókarinnar að með því
að Ieita uppi orð Jesú
sjálfs sé „unnt að kom-
ast framhjá guðfræði-
legum útskýringum og
þeirri afstöðu, sem
skapar ágreining.
Þannig geta menn
íhugað sjálfir ummæli
hans og skilið eigin
ski]ningi“.
í formálanum er
býsnast yfir því að kristnir menn
skilja ýmis atriði á ólíkan hátt og
iðka tru sína á margvíslegan hátt
og það nefnt að því hafi verið hald-
ið fram að um þessar mundir væru
til 57 mismunandi tegundir kristin-
dóms. Um þetta mætti að sjálfsögðu
skrifa langt mál og merkilegt og
líklega má finna fleiri en 57 af-
brigði kristinnar trúar. Ástæðan
fyrir því er m.a. sú að menn hafa
íhugað sjálfír ummæli Krists og
skilið eigin skilningi. Fram hjá því
verður ekki komist, en samt er það
söguleg staðreynd að á bak við all-
ar kristnar kirkjur og kirkjudeildir
stendur hann einn, Jesús Kristur,
og orð hans.
Pétur Pétursson.
Njörður P. Njarðvík
Andlit Evrópu
ÁRIÐ sem er nýhafið markar
tímamót í Kaupmannahöfn þar
sem borgin er menningarborg
Evrópu þetta árið. Nú þegar eru
hafnar sýningar í tilefni þessa
en ein af þeim fyrstu nefnist
„Andlit Evrópu“ og er sýning á
andlitsmyndum eftir fimmtán
evrópska ljósmyndara. Sýningin
er á feijunni Kronborg sem ligg-
ur við Amalie-bryggju, en þar
verður fjöldi sýninga allt árið.
Ein af ljósmyndunum á sýn-
ingunni er eftir írann Mick
O’Kelly en með strikamerktu
höfði Evrópubúans varar hann
við því að íbúar álfunnar verði
of einsleitir.
BRESKA tónskáldið Andrew Lloyd
Webber hefur lánað National Gall-
ery í London málverk eftir Pic-
asso, sem hann keypti í fyrra.
Málverkið er frá bláa tímabilinu
svokallaða en það kostasði 19 millj-
ónir punda, um 1,9 milljarða ísl.
kr. Lloyd Webber sagði sýningar-
salinn eina rétta staðinn fyrir verk-
ið en hann vonast þó engu að síður
ti! að festa síðar meir kaup á sýn-
ingarsal þar sem hann geti sýnt
málverkasafn sitt, sem mun vera
dágott.
• ÞEGAR verkföllin í Frakklandi
höfðu lamað samgöngur í desem-
ber sl. neyddust meira að segja
leikhúsin til að hætta við sýningar
þar sem nær engir leikhúsgestir
létu sjá sig. Nema í leikhúsinu
Théátre du Chátelet þar sem verið
var að sýna nýjasta leikrit Jéröme
Deschamps, „C’est magnifique”.
Komust færri að en vildu enda er
leikhópur Deschamps einn sá vin-
sælasti í landinu. Leikarar hans
eru með þriggja mínútna innskot
í vinsælum sjónvarpsþætti og hóp-
urinn sendi á síðasta ári frá sér
myndband úr þáttunum sem hefur
nú þegar selst í 187.000 eintökum.
Gamanmál leikhóps Deschamps,
sem hefur starfað í tvo áratugi,
byggja á leik án orða og minnir
leikur hópsins um margt á meist-
ara þöglu kvikmyndanna. Aðal
leikhópsins er líf einfeldninga sem
eiga í stöðugri baráttu við að kom-
ast af í hörðum heimi.
• BANDARÍSKI myndlistar-
maðurinn Duane Hanson lést um
helgina, sjötugur að aldri. Hanson
var fyrst og fremst þekktur fyrir
„styttur" af fólki í fullri stærð úr
póÚesterkvoðu. Rúmlega 100 verk
hans er nú að finna á söfnum og
í einkaeigu. Hann naut mikilla vin-
sælda á áttunda áratugnum en þá
var m.a. haldin sýning á verkum
hans í Whitney-safninu í New York
sem var ein best sótta sýning safns-
ins.
• GJALDÞROT blasir nú við lista-
safni á Florida, eftir að yfirvöld í
Egyptalandi hættu á síðustu
stundu við að senda ómetanlega
forngripi til safnsins vegna þess
að þeim þóttu tryggingagreiðslur
vegna verkanna ekki nægjanlegar.
Forstjóri Alþjóðasafnsins á Florida
í St. Petersburg segir að ætlunin
hafí verið að afla safninu fjár með
sýningunni og verði ekki af henni,
verði safnið einfaldlega gjaldþrota.
------» ♦ ♦-------
Steinn í
Galleríi Geysi
STEINN Sigurðsson opnar mál-
verkasýningu í Galleríi Geysi, Hinu
Húsinu við Ingólfstorg, á morgun,
laugardag kl. 16.
Steinn er af yngstu kynslóð mynd-
listarmanna og heldur nú sína aðra
einkasýningu. Málverkin sem hann
sýnir eru unnin með akríl á striga.
Gallerí Geysir er opið alla virka
daga milli kl. 9 og 23 og um helgar
milli kl. 12 og 18. Sýningin stendur
yfir til sunnudagsins 28. janúar.
------» »-*-------
Fjöllist í
Kaffileikhúsi
SIGURJÓN Kjartansson og Jón Gnarr
verða með „stand upp“ sýningu sína
í Kaffíleikhúsinu, Vesturgötu 3, laug-
ardagskvöldið 13. janúar.
Á sýningunni mun einnig tjöllista-
maðurinn Óskar Jónasson koma
fram með töfra og galdra.
Sýningin hefst kl. 21. Húsið verð-
ur opnað kl. 20 og eru veitingar í
boði. Miðaverð er 750 krónur.
------» ♦ ♦-------
Tónleikar
í Ráðhúsinu
HARMONIKUFÉLAG Reykjavíkur
heldur létta harmonikutónleika í
Ráðhúsi Reykjavíkur á sunnudag kl.
15. Leikin verður létt og hálfklassísk
tónlist úr öllum áttum.
Meðal flytjenda eru Stórsveit
Harmonikufélags Reykjavíkur og
Léttsveit sama félags. Aðalstjórn-
andi er Karl Jónatansson. .