Morgunblaðið - 12.01.1996, Page 27

Morgunblaðið - 12.01.1996, Page 27
26 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ JL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. DEILURI KIRKJUNNI KRISTINN siður hefur sett mark sitt á líf og menningu þjóðarinnar í þúsund ár. í kaþólskum sið voru biskups- stólar og klaustur nánast einu menningarmiðstöðvar og skólar landsmanna. Og fullyrða má að þýðing heilagrar ritn- ingar á íslenzku hafi átt ríkulegan þátt í að varðveita móður- málið, að ekki sé fastar að orði kveðið. Síðast en ekki sízt hefur kristin kenning mótað lífsviðhorf okkar kynslóð eftir kynslóð og gerir enn í dag. Kristindómur er dýrmætur hluti íslenzkrar menningar- arfleifðar. Og boðskapur Krists um kærleika, mildi, sáttfýsi og umburðarlyndi á sama erindi við okkur, bæði sem heild og einstaklinga, og fyrir þúsund árum. Deilur innan ís- lenzku þjóðkirkjunnar, sem fjölmiðlar hafa tíundað undan- farið, koma á hinn bóginn ekki heim og saman við þennan kærleiksboðskap í huga almennings. Kristinn siður í landinu stendur þessar deilur af sér, sem aðrar hliðstæðar. Þær skekkja á hinn bóginn veraldlega ásjónu kirkjunnar. Þær geta og veikt stöðu hennar og skert tiltrú í hennar garð. Það er áhyggjuefni þeirra, sem vilja veg kirkjunnar mikinn. Eftir deilur á prestastefnu í fyrra segir Morgunblaðið í leiðara: „Deilur, sem oft snúast um persónur fremur en málefni, og aukaatriði fremur en aðalatriði, eru algengar á opinberum vettvangi. Hins vegar hlýtur að vera til þess ætlazt að stofnun á borð við Þjóðkirkjuna standi utan slíkra deilna. Innri deilur af því tagi rýra aðeins traust fólks á henni sem stofnun, rétt eins og það myndi rýra traust á Hæstarétti, ef dómarar ættu í innbyrðis illdeilum og gættu ekki virðingar stofnunarinnar út á við.“ Þar er og vitnað til siðareglna presta en í þeim segir, að prestar eigi að sýna hver öðrum „heilindi og virðingu í viðtali sem umtali, ráðum og gjörðum.“ Sem og að prestar eigi að gæta þess að „eiga gott samstarf við samstarfsfólk sitt, sóknarnefndir og trún- aðarmenn og leitast við að stuðla að eindrægni og samhug." Varast ber að gera of mikið úr þeim ágreiningi sem uppi er innan kirkjunnar, sem er einn af hornsteinum samfélags- ins. Starfsfólk hennar er heldur ekki hafið yfir mannlega samskiptabresti. Það verður á hinn bóginn að haga innra samstarfi sínu á þann veg sem hæfir kirkjunni og kærleiks- boðskap Krists. NEÐANJARÐAR- HAGKERFIÐ 0 AVEGUM Verzlunarráðs hefur verið unnin skýrsla um neðanjarðarhagkerfið hér á landi, eða svarta atvinnu- starfsemi, eins og það hefur verið kallað. í skýrslunni er áætlað, að það sé svipað hér að umfangi og í nágrannalönd- unum, eða 4-5% af landsframleiðslu. Það svarar til 20 millj- arða króna veltu á ári. Tapaðar skatttekjur ríkis og sveitar- félaga eru því verulegar. Nefnd á vegum fjármálaráðuneytisins, sem skilaði af sér 1993, áætlaði að tekjutap hins opinbera væri um 14 milljarð- ar á ári. í skýrslu Verzlunarráðs er þetta mat talið alltof hátt, m.a. vegna þess að tekjur neðanjarðarhagkerfisins skili sér til kaupa á skattlagðri vöru og þjónustu. Auk þess verði aldrei hægt að komast að fullu fyrir svarta atvinnu- starfsemi, því hluti hennar eigi sér stað innan fjölskyldna og vinahópa. Sú starfsemi sé ekki þjóðfélaginu jafnhættuleg og sú, sem sýki atvinnugreinar, sem eigi í samkeppni við óskráða, skattlausa starfsemi, gegn þeirri ógnun verði að berjast af fullum krafti. Hörð gagnrýni kemur fram á skattayfirvöld vegna þess, að þau einbeiti sér ekki að þessari samfélagsógnun heldur eltist við minniháttar mál og geri miklar kröfur til þeirra, sem líklegastir séu til að hafa sín mál í lagi. Höfuðástæða fyrir neðanjarðarstarfseminni er talin háir skattar, enda verði freistingin þá mest að svíkja undan. Komið hafi í Ijós, að skatttekjur hafi aukizt þegar skattaálögur eru lækkaðar. Þetta eru réttar ábendingar. Löng reynzla er fyrir því, að skattskil eru betri þegar álögurnar eru hóflegar, svo og að dregið hefur verulega úr smygli þegar óheyrilegir tollar hafa verið lækkaðir. Stjórnvöld hafa því í hendi sér að ná a.m.k. talsverðum hluta neðanjarðarstarfseminnar upp á yfirborðið með því að stilla álögum í hóf. Hins vegar eiga skattyfirvöld að sýna fulla hörku við að uppræta svarta atvinnustarfsemi. Endalok einkaréttar? Spumingar hafa vaknað um framtíð eins umdeildasta fyrirtækis á — _ _ Islandi, Islenzkra aðalverktaka vegnakrafna Bandarílq'anna um að vamarliðsframkvæmdir verði boðnar út. Ólafur Þ. Stephensen stiklar á stóm í sögu Aðalverktaka, sem sitja í miðju flókins hagsmunanets. SPURNINGAR hafa vaknað um framtíð íslenzkra aðal- verktaka, sem hafa ’naft einkarétt á framkvæmdum fyrir varnarliðið á Keflavíkurflug- velli í meira en fjörutíu ár. Banda- ríkin hafa krafizt þess í viðræðum við íslenzk stjórnvöld að vamarliðs- framkvæmdir verði boðnar út og einkaréttur fyrirtækisins þannig afnuminn. Aðalverktakar hafa alla tíð verið umdeilt fyrirtæki vegna eðlis starfseminnar og sitja í miðju flókins hagsmunanets. Upphaf íslenzkrar verktaka- starfsemi á Keflavíkurflugvelli má rekja til ársins 1951, er bandarískt herlið kom hingað til lands sam- kvæmt varnarsamningi íslands og Bandaríkjanna. Keflavíkurflugvöll- ur hafði þá verið rekinn af banda- ríska verktakafyrirtækinu Lockhe- ed Overseas Airport Corporation um nokkurra ára skeið. Verktaka- samsteypa, undir forystu Hamil- ton-fyrirtækisins, starfaði sem •verktaki við verklegar fram- kvæmdir á flugvellinum og byggði meðal annars flugstöðina, sem reist var 1947. Er herinn kom hélt Hamilton áfram framkvæmdum fyrir hið nýja varnarlið, í samstarfi við önnur bandarísk fyrirtæki. Opna félagið sem lokaðist Sameinaðir verktakar voru upp- haflega stofnaðir sem félag til að sjá um undirverktöku fyrir Hamil- ton, fyrir tilverknað þáverandi ríkis- stjórnar Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks, þar sem Bjarni Bene- diktsson fór með utanríkisráðuneyt- ið. Tilgangurinn var að tryggja ís- lenzkum iðnaðarmönnum hlut í varnarliðsframkvæmdunum. Stofn- endur fyrirtækisins voru húsa- smíðameistarar, múrarameistarar, byggingarfélög og verktakar í byggingariðnaði, samtals 43 ein- staklingar og fyrirtæki. Fyrirtækinu var skipt í deildir eftir iðngreinum og var upphaflega ráð fyrir því gert, að minnsta kosti í orði, að deildirn- ar væru „opin og frjáls samtök iðn- aðarmanna og byggingarfélaga” eins og segir í skýrslu um verktaka- starfsemi á Keflavíkurflugvelli, sem lögð var fyrir Alþingi árið 1984. Opna átti félagið einu sinni á ári til þess að nýir eigendur gætu geng- ið inn, en það var þó aðeins gert í tvígang. I síðara skiptið, 1954, kom fyrirtæki Sambandsins, Reginn hf., inn í félagið með um 7,5% eignar- hlut. Óánægju tók fljótlega að gæta með fyrirkomulag verktöku á Kefla- víkurflugvelli. Bandaríski verktak- inn og undirverktakar stóðu sig ekki sem skyldi að mati yfirmanna varnarliðsins. Þeir vildu gjarnan, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins, að komið yrði á einhvers konar samkeppni milli bandarískra verktakafyrirtækja um fram- kvæmdir á Keflavíkurflugvelli. Einnig voru íslendingar óánægðir með að Hamilton skyldi flytja inn iðnaðarmenn og borga starfsmönn- um sínum jafnframt hærri laun en tíðkaðist hjá íslenzkum fyrirtækj- um. Vantrú á getu íslendinga Stjórnarskipti urðu árið 1953. Sömu flokkar sátu áfram í stjórn, en höfðu stólaskipti; Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók við forsætisráðherraembættinu af Steingrími Steinþórssyni og Krist- inn Guðmundsson varð utanríkis- ráðherra í stað Bjama Benedikts- sonar. Nýja ríkisstjórnin óskaði eft- ir viðræðum við Bandaríkin um nokkur atriði í framkvæmd varnar- samningsins og voru „notkun inn- lends og erlends vinnuafls við fram- kvæmdir varnarliðsins“ og „fyrir- komulag verktöku fyrir varnarliðið" á meðal þeirra mála, sem íslending- ar vildu ræða. Bandaríkin féllust á viðræður og fóru þær fram hér á landi. íslend- ingar gerðu þar kröfur um að ís- lenzkir verktakar sæju um fram- kvæmdir fyrir varnarliðið. Banda- ríkjamenn voru hins vegar vantrú- aðir á að slíkt gæti gengið upp, þar sem hér á landi voru ekki til nein stöndug verktakafyrírtæki og verk- kunnátta og tækniþekking, sem þurfti til að hanna hernaðarmann- virki, var afar takmörkuð. Sú lausn, sem íslendingar buðu á móti, gerði ráð fyrir að stofnað yrði íslenzkt verktakafyrirtæki, sem gæti uppfyllt kröfur Bandaríkja- manna. Til þess að efla fyrirtækið lögðu íslendingar til að öflugasta fyrirtæki landsins, Sambandið, ætti í því hlut — þótt verktakastarfsemi á vegum Sambandsins hefði lítil sem engin verið fram að þessu. Tengsl Sambandsmanna og utanríkisráð- herrans, sem kom úr röðum Fram- sóknarflokksins, kunna einnig að hafa ráðið einhvetju um þetta. Jafn- framt gerðu íslendingar ráð fyrir aðild ríkisins að fyrirtækinu. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins eru til gögn um að bandarísk stjórn- völd hafi ekki verið of hrifin af þátttöku íslenzka ríkisins, en þó látið hana óátalda til að fórna ekki meiri hagsmunum fyrir minni. Aðalverktakar stofnaðir Viðræðunumlauk með samkomu- lagi, þar sem Bandaríkin féllust á að „íslenskir verktakar, sem ríkis- stjórn Islands samþykkir" skyldu inna af hendi allar framkvæmdir, sem þeir væru færir um. Hamilton skyldi hins vegar hætta störfum. Þá var kveðið á um að varnarliðið skyldi nota innlent vinnuafl, fyrir milligöngu verktaka sinna. Samið var um að koma á þjálf- unarverkefnum fyrir íslenzka verka- og iðnaðarmenn til að auka framboð á hæfu vinnuafli og „upp- ræta eins og frekast er unnt þörf fyrir erlent vinnuafl við fram- kvæmdir á íslandi.” Jafnframt sam- þykktu Bandaríkin að láta íslenzk- um verktökum í té vélar og efni í eigu Bandaríkjastjórnar, vinnu- skála, verkstæði og aðra aðstöðu, sem bandarísku verktakarnir höfðu haft á Keflavíkurflugvelli. í framhaldi af samkomulaginu við Bandaríkin beitti ríkisstjórnin sér fyrir stofnun íslenzkra aðalverk- taka. Fyrirtækið varð sameignarfé- lag og fóru Sameinaðir verktakar með 50% hlut, ríkissjóður með 25% og Reginn hf., sem var í eigu Sam- bandsins, með 25%. Fyrirtækið hef- ur frá upphafi og allt þar til á síð- asta ári verið tilnefnt af hálfu utan- ríkisráðuneytisins á ári hvetju sem samningsaðili við varnarliðið um framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. Þannig hefur fyrirtækið haft einka- rétt á framkvæmdum fyrir varnar- liðið. Árið 1957 var gerð sú breyting að Sameinaðir verktakar hættu öll- um framkvæmdum sem undirverk- taki og urðu í raun aðeins eignar- haldsfélag um helmingshlutinn í Aðalverktökum. Um leið var fyrir- tækinu breytt í hlutafélag. Keflavíkurverktakar með hlutdeild í einkaréttinum Sama ár var fyrirtækið Kefla- víkurverktakar stofnað, einkum til að friða iðnmeistara á Suðurnesjum, sem töldu sig ekki hafa fengið sneið af varnarliðskökunni. Að fyrirtæk- inu standa fjögur hlutafélög: Bygg- ingaverktakar Keflavíkur, Járniðn- aðar- og pípulagningaverktakar Keflavíkur, Málaraverktakar Kefla- víkur og Rafmagnsverktakar Kefla- víkur. „Að öllu jöfnu eru hlutabréf til sölu-hjá öllum fjórum félögunum til þeirra aðila, er uppfylla skilyrði um iðnréttindi og búsetu,“ segir í áðurnefndri skýrslu utanríkisráð- herra frá 1984. Utanríkisráðuneytið hefur tryggt Keflavíkurverktökum verkefni með því að tilnefna þá ár- lega, rétt eins og Aðalverktaka, til að sinna ákveðnum verkefnum fyrir varnarliðið, einkum viðhaldi. Þannig hafa Keflavíkurverktakar raunar notið einkaréttar á framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli, ásamt Aðal- verktökum. Undanfarin ár hafa Aðalverktakar fengið í sinn hlut meira af viðhaldsverkefnum, enda hefur hlutur þeirra aukizt með minnkandi nýframkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. Morgunblaðið hefur upplýsingar um að utanríkis- ráðuneytið hafi reynt að gæta Jafn- vægis“ er það skiptir verkefnum á milli fyrirtækjanna. Auk Aðalverktaka og Keflavíkur- verktaka hafa ýmsir undirverktakar komizt að kjötkötlunum, sem varnarliðsframkvæmdirnar hafa óneitanlega verið. Þessir undirverk- takar hafa þó lengst af átt það sam- eiginlegt að- tengjast Aðalverktök- um eða Sameinuðum verktökum með einhveijum hætti. Fyrirtæki og iðnaðarmenn, sem stóðu að Samein- uðum verktökum, hafa þannig ann- azt undirverktöku í talsverðum mæli. Það hefur heyrt til undan- tekninga að undirverktakar væru valdir með útboði. Vegna þrýstings frá Verktakasambandinu hafa stundum verið teknir inn „óviðkom- andi“ undirverktakar, til dæmis við hafnarframkvæmdirnar í Helguvík. Safnað í sjóði Varnarliðsframkvæmdirnar hafa verið arðbærar, þótt ekki liggi ná- kvæmlega fyrir hversu mikinn hagnað þeir hafa haft af þeim, sem standa að Aðalverktökum. Thor Ó. Thors heitinn, sem var fram-. kvæmdastjóri Aðalverktaka um langt skeið, sagði í viðtali við Morg- unblaðið árið 1989 að Bandaríkja- menn hefðu alltaf ætlazt tii þess að Aðalverktakar hefðu ágóða af þjónustu sinni við þá. „Þegar samn- ingar hafa tekizt um verk, er bætt við 10% ofan á beinan kostnað og þau kölluð ágóði. Það gefur því auga leið, að séu umsvifin mikil og að unnið sé fyrir 50 til 65 milljónir dollara á ári, eins og undanfarið hefur verið gert, þá er ágóðinn veru- legar upphæðir." Vegna þeirrar gagnrýni, sem hef- ur beinzt að Aðalverktökum fyrir að græða á framkvæmdum fyrir herinn í skjóli einkaleyfis, var sú stefna ríkjandi hjá stjórnendum fyr- irtækisins um langt skeið að borga eigendunum lítið út af því fé, sem fyrirtækinu safnaðist, og geyma þess í stað feiknaháar innstæður í bönkum. Á þeim tíma, sem raun- vextir voru hér neikvæðir, má lík- lega til sanns vegar færa að féð hafi verið „á megrunarkúr" eins og Thor Ó. Thors orðaði það í áður- nefndu viðtali. Með hækkun vaxta hafa bankainnstæðurnar hins vegar orðið dijúg tekjulind á seinni árum, ekki síður en verktakastarfsemin sjálf. Iðnaðarmenn og fyrirtæki, sem átt hafa aðild að Sameinuðum verk- tökum, gátu hins vegar lengi vel fengið sinn skerf af ágóðanum í gegnum undirverktöku, en um end- urgjald fyrir hana var, eins og áður segir, yfirleitt samið við viðkomandi fyrirtæki án útboðs. Kröfur um útborgun Hluthafahópur Sameinaðra verk- taka er hins vegar ekki lengur sam- settur af starfandi verktökum og iðnaðarmönnum fyrst og fremst, heldur að stórum hluta af ekkjum stofnendanna og öðrum erfingjum þeirra og ýmsum fyrirtækjum, sem ekki hafa lengur verktakastarfsemi með höndum heldur eru fyrst og fremst pappírsfyrirtæki utan um hlut í Sameinuðum verktökum. Með breyttri samsetningu hluthafahóps- ins urðu kröfur um að borgað væri út úr Aðalverktökum til eigendanna háværari. I lok síðasta áratugar ákváðu Sameinaðir verktakar að borga miklar fjárhæðir út úr félaginu með því að nýta sér heimild til útgáfu jöfnunarhlutabréfa og hækka þann- ig hlutaféð, en lækka það jafnóðum og borga mismuninn út til hluthaf- anna. Með þessu komust eigendurn- ir hjá skattgreiðslum, þar sem út- borgunin taldist ekki arðgreiðsla. Með þessum hætti fengu eigendurn- ir 1.355 milljónir króna, á verðlagi 1992, á fimm árum, skattfijálst. Það vakti mikla gagnrýni og reiði er borgaðar voru 900 milljónir króna út úr fyrirtækinum með þessum hætti eitt árið, 1992. Karl Steinar Guðnason, sem þá var formaður fjárlaganefndar, sagði þá þetta'í umræðum á Alþingi: „Þessir pen- ingar eru fengnir fyrir verktöku sem íslenzka ríkið hefur veitt einkarétt til en nú eru það dánarbú erfingja sem njóta þessa. Siðleysi þeirra sem ennþá eru þarna er yfirgengilegt og skelfilegt.“ Breytingar á eignarhaldi Þremur árum áður en gróðinn af varnarliðsframkvæmdunum komst í hámæli með þessum hætti, lýsti Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi utanríkisráðherra, því yfir að ríkisvaldið ætti að fá meira að segja um málefni Aðalverktaka og vildi auka hlut ríkisins í fyrir- tækinu. Röksemdafærsla utanrík- isráðherra fyrir þessari stefnu var að stjórnendur fjármuna Aðalverk- taka gætu kallazt „áhrifamestu einstaklingar þessa þjóðfélags“. Peningarnir væru hins vegar fengnir fyrir „áhættulausar fram- kvæmdir, samkvæmt einkaleyfi, úthlutuðu af ríkisvaldinu, þ.e.a.s. pólitískum flokkum, í skjóli milli- ríkjasamnings milli tveggja sjálf- stæðra ríkja. Með öðrum orðum, þetta er fjársjóður sem á rætur sín- ar að rekja til pólitískrar verndar og nánast úthlutunar á forréttind- um. Það gengur ekki.“ í staðinn vildi Jón Baldvin að ríkið ætti að verða ráðandi aðili í fyrirtækinu, þar sem það úthlutaði einkaleyfinu. í umræðum um þessar tillögur utanríkisráðherrans á Alþingi sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, að nær væri að afnema einkarétt Aðalverktaka á varnarliðsframkvæmdum en að auka hlut ríkisins í þeim. Bjóða ætti framkvæmdirnar út. Jón Bald- vin vísaði þessum hugmyndum á bug og sagði tillöguna „vanhugs- aða“. Utboð í ríkjum NATO myndi „skaða íslenzka hagsmuni, íslenzk- an verktakaiðnað, hagsmuni ríkisins og hagsmuni þeirra starfsmanna sem þarna vinna.“ Næsta ár fór í samningaþref eig- enda Aðalverktaka og í ágúst hafði ríkinu tekizt að knýja fram þá niður- stöðu að breyta eignarhlutföllum í fyrirtækinu. Það fór ekki fram með því að ríkið greiddi hinum hlut- höfunum, heldur tóku allir út úr fyrirtækinu, ríkið minnst og jók þannig hlut sinn. Ríkissjóður tók út 400 milljónir króna og jók hlut- deild sína í fyrirtækinu í 52%, Reg- inn tók út 670 milljónir og lækkaði hlut sinn í 16% og Sameinaðir verk- takar tóku út 1,3 milljarða og lækk- uðu sinn hlut í 32%. Aðalverktakar hlutafélag? Um leið ákvað Jón Baldvin Hannibalsson að framlengja einka- leyfi íslenzkra aðalverktaka um fimm ár og nota þann tíma til að breyta fyrirtækinu í hlutafélag. í skýrslu sinni til Alþingis 1991 lýsti ráðherrann því yfir að þegar fyrir- tækinu hefði verið breytt í hlutafé- lag, væri stefnt að sölu á hlut ríkis- ins til almennings. Undirbúningur breytingar í hlutafélag hefur samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins verið í gangi og telja viðmælendur blaðsins slíku ekkert til fyrirstöðu tæknilega. Ákvörðunin hefur hins vegar ekki verið tekin. í október 1993 sagði þáverandi utanríkisráðherra að hann vildi að íslenzkir aðalverktak- ar héldu áfram starfsemi, til þess að hér á landi væri til stórt verk- takafyrirtæki, sem gæti boðið er- lendum keppinautum byrginn. Hins vegar nefndi hann þá viðræðurnar við Bandaríkjamenn um fram- kvæmd varnarsamningsins, sem þá stóðu fyrir dyrum, sem ástæðu þess að of snemmt væri að breyta Aðal- verktökum i hlutafélag. Mannvirkjasjóður vill útboð Árið 1992 var gerð atlaga að einkarétti íslenzkra aðalverktaka, er stjórn Mannvirkjasjóðs Atlants- hafsbandalagsins, sem hefur greitt fyrir verulegan hluta af nýfram- kvæmdum á Keflavíkurflugvelli, neitaði að halda greiðslum til ís- lands áfram nema verk þau, sem sjóðurinn fjármagnar, yrðu boðin út samkvæmt reglum sjóðsins. Þær kveða á um að meiriháttar verkefni beri að bjóða út í öllum aðildarríkj- um bandalagsins, en ísland hafði haft óformlega undanþágu frá þeirri reglu frá upphafi. Afstaða íslenzkra stjórnvalda hafði verið tekin góð og gild meðan á kalda stríðinu stóð og bandamenn íslands í NATO töldu nokkuð til vinnandi að tryggja frið um varnarstöðina í Keflavík. Árið 1992, og raunar áður, var hins veg- ar svo komið að ýmis aðildarríki NATO töldu sjálfsagt að bjóða út verkefni á íslandi, eins og þykir reyndar sjálfsögð regla í opinberum rekstri þeirra margra. Afstaða ýmissa NATO-ríkja, ekki sízt Bret- lands og Noregs, var sú að fram- kvæmdakostnaður hér á landi þætti hár. ■ Breyting Aðalverktaka í al- menningshlutafé- lag hefur verið undirbúin en eng- in ákvörðun tekin ■ Keflavíkurverk- takar njóta einka- réttar ásamt Aðal- verktökum ■ Mannvirkjasjóð- ur NATO setti skilyrði um útboð á verkefnum ■ Bandaríkja- menn töldu einka- réttarfyrirkomu- lagið réttlætanlegt á dögum kalda stríðsins en vilja nú breytingar vegna sparnaðar i ■ Aðalverktakar hafa reynt að bregðast við fyrir- sjáanlegum sam- drættií fram- kvæmdum með því að leita verkefna bæði innanlands og á alþjóðlegum verktakamarkaði íslenzk stjórnvöld gáfu loks eftir og utanríkisráðherra ákvað að einkaréttur Aðalverktaka á fram- kvæmdum, sem Mannvirkjasjóður- inn fjármagnaði, en það eru einkum nýbyggingar, yrði afnuminn frá og með 1. apríl 1995. Síðan hafa nokk- ur verk á vegum sjóðsins verið boð- in út. Á sama tíma og mannvirkjasjóðs- framkvæmdir voru opnaðar var ákveðið að gefa samninga varnar- liðsins um kaup á vöru og þjónustu frjálsa, þó með þeim takmörkunum að utanríkisráðuneytið lætur fara fram forval á verktökum, þar sem strangar kröfur eru gerðar. Breytt afstaða Bandaríkjanna Eftir stendur hins vegar einka- réttur Aðalverktaka á öllum þeim framkvæmdum, sem bandarísk stjórnvöld greiða. Fram til þessa hefur verið látið að því liggja, að minnsta kosti af hálfu íslenzkra stjórnvalda og stjórnenda Aðalverk- taka, að Bandaríkjaher hafi verið afar ánægður með reynslu sína af viðskiptum við fyrirtækið og ekki haft áhuga á neinum breytingum. Það má að einhveiju leyti til sanns vegar færa. Herinn hefur til dæmis haft ákveðið hagræði af því fyrir- komulagi að semja við Aðalverktaka um ríflega þóknun fyrir verk og komast á móti hjá öllum eftirákröf- um, sem annars tíðkast oft í verk- takabransanum. Minni fyrirhöfn fylgir líka oft því að hafa aðeins einn viðsemjanda. Nú hafa Bandaríkjamenn hins vegar sett fram kröfur, í viðræðum við íslenzk stjórnvöld, um að fram- kvæmdir á þeirra vegum verði boðn- ar út, eins og Morgunblaðið hefur greint frá. Gífurleg áherzla er nú lögð á sparnað í bandaríska ríkis- kerfinu og heraflinn hefur ekki far- ið varhluta af honum, ekki sízt vegna breytinga á alþjóðavettvangi. Allar mögulegar sparnaðarleiðir eru skoðaðar, þar á meðal útboð verk- efna. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins telur fjárveitingavaldið í Washington að fyrirkomulagið, sem ríkt hefur á íslandi, hafi verið rétt- lætanlegt á tímum kalda stríðsins og óhjákvæmilegt að taka á sig þann kostnað, sem því fylgdi, en nú sé kominn tími til að segja skilið við þann kafla í sögunni. Það kann því að hilla undir endalokin á rúm- lega fjögurra áratuga einokun ís- lenzkra aðalverktaka á varnarliðs- framkvæmdunum. Búa sig undir breytingar Þær framkvæmdir á Keflavíkur- flugvelli, sem Aðalverktakar og Keflavíkurverktakar hafa ennþá einkarétt á, eru stærstur hluti við- halds og sá hluti nýframkvæmda, sem Bandaríkjamenn greiða. Senni- legt er að hlutdeild viðhaldsfram- kvæmda í varnarstöðinni fari vax- andi, þar sem nýbyggingum, sem Mannvirkjasjóðurinn fjármagnar, er nánast lokið. Samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins er aðeins áformað að byija á einni nýrri bygg- ingu á Keflavíkurflugvelli á þessu ári. Jafnframt liggur auðvitað ljóst fyrir að heildarumfang fram- kvæmdanna á Keflavíkurflugvelli mun áfram dragast saman, í takt við samdrátt í heraflanum. íslenzkir aðalverktakar hafa á undanförnum misserum markvisst reynt að mætt þeirri þróun með því að hasla sér völl á nýjum sviðum, jafnt á innan- landsmarkaði sem í alþjóðlegri verk- töku. Meðal annars hefur fyrirtækið tekið þátt í verkefnum í Bandaríkj- unum, Evrópu og Austur-Asíu. Það er þó mál viðmælenda Morgunblaðs- ins að Aðalverktakar séu ekki svo langt komnir í þessari vinnu, að fyrirtækið megi við því að missa þá gullnámu, sem varnarliðsfram- kvæmdirnar eru, fyrirvaralaust án þess að verðmæti þess rýrni veru- lega. Þetta er meðal annars nefnt sem ástæða þess að breyting fyrir- tækisins í hlutafélag eða einkavæð- ing þess sé tæplega tímabær. Deilur innan Sameinaðra Þessu tengjast þær deilur innan Sameinaðra verktaka, sem sagt hefur verið frá hér í blaðinu. Hópur hluthafa vill að íslenzkir aðalverk- takar haldi sig við varnarliðsfram- kvæmdirnar, og þegar sú verkefna- skrá sé tæmd — til dæmis vegna afnáms einkaréttarins — verði fé- laginu einfaldlega slitið og eigend- unum borgaðir út þeir milljarðar króna, sem þeir eiga í fyrirtækinu. Óánægðir eigendur Sameinaðra hafa á undanförnum misserum fengið nýtt tækifæri til að koma eignum sínum f verð, eftir að fyrir- tækið varð almenningshlutafélag. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er eitthvað um það að eldri eigendur hafi selt bréf sín, sem eru nú keypt á genginu 7,96 á opna tilboðsmarkaðnum. Kaup- endurnir eru meðal annars lífeyris- sjóðir, sem sjá góða ávöxtunarvon í félaginu miðað við núverandi ástand, en lífeyrissjóðir þurfa ekki að greiða skatta af arði vegna hlutafjáreignar. Sameinaðir verk- takar hafa greitt mjög háan arð undanfarin ár. Þannig var arð- greiðslan tæplega 200 milljónir króna á síðasta ári. Ekki má gleyma hagsmunum Landsbankans, sem tengjast fram- tíð Islenzkra aðalverktaka. Bankinn eignaðist Regin hf. er hann yfirtók eignir Sambandsins og á því um 8% í Sameinuðum verktökum og 16% í Aðalverktökum. Eitt af því, sem skiptir sköpum um það hvernig bankinn fer út úr viðskiptum sínum við Sambandið, er það hvaða verð- mæti hann getur gert sér úr þessum eignum sínum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.