Morgunblaðið - 12.01.1996, Side 35

Morgunblaðið - 12.01.1996, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 35 SIGURLAUG KRISTINSDÓTTIR + Sigurlaug Kristinsdóttir var fædd að Garða- holti í Hólahreppi í Skagafirði 22. júlí 1921. Hún lést á heimili sínu, Norð- urgötu 32 á Akur- eyri, 3. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Kristinn Gunnlaugsson og Gunnhildur Sigurð- ardóttir, sem bæði eru látin. Dætur þeirra voru, Sigur- laug Matthildur, fædd 13. jan- úar 1923, og Auður, fædd 30. apríl 1928. Sigurlaug gekk að eiga eftirlifandi eiginmann sinn, Ásgrím Stefánsson 10. maí 1947, hann er fæddur 4. október 1923. Þau eignuðust einn son, Kristin sem fæddur VIÐ VORUM þijár systurnar, nú hefur sú elsta okkar kvatt. Við ól- umst ekki upp saman því við misst- um móður okkar þegar við vorum ungar. Kringumstæður föður okkar voru slíkar að hann varð að láta okkur í fóstur. Þannig missti hann okkur allar frá sér. En við náðum þó vel saman aftur. Ég naut þess alltaf að vera litla systir, og fyrir það vil ég þakka, og alla umhyggju hennar fyrir mér. Það voru fleiri sem nutu um- hyggju hennar og hjálpsemi bæði innanlands og utan. Allt það mikla magn af fötum, þvegið óg viðgert, sem hún sendi til Póllands og annarra landa, ber vitni um það. Var til dæmis ein kona í Póllandi farin a5 kalla hana mömmu. Þau voru svo samtaka í þessu hjónin eins og öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. er 6. október 1949. Eiginkona hans er Þórdís Ketilsdóttir. Þau búa í Keflavík. Áður höfðu þau Sigurlaug og Ás- grímur tekið Heklu Gestsdóttur 6 mán- aða gamla, hún er fædd 2. maí 1947. Hún er gift Herði Júlíussyni og búa þau á Ákranesi. Síð- ar tóku þau tvo drengi í fóstur, Kristin Gunnars- son, f. 25. septem- ber 1959 og Hannes Rútsson, sem fæddur er 28. júlí 1959 og voru þeir hjá þeim til fullorð- insára. Útför Sigurlaugar verður gerð frá Hvítasunnukirkjunni við Skarðshlíð á Akureyri í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Og glöð var hún þegar hún fékk fyrsta ellilífeyrinn greiddan, því hún hafði hugsað sér að fyrstu krónum- ar skyldu fara í að annast um tvö böm í Mið-Ameríku, það hélst með- an hún lifði og heldur enn. Þannig var hennar hjartalag. Ég vil þakka hjúkrunarfræðing- um og lækni sem önnuðust hana, á heimili hennar, fyrir þeirra miklu hjálp. Guð blessi ykkur öll. Hún sagði eitt sinn, „þetta er allt svo ljúft,“ og það var líka ljúft að hugsa um hana. Ég þakka þér allt, elsku Sigur- laug. Þín systir, Auður. Elsku amma mín, með þessum fáu orðum vil ég þakka þér allar okkar samverustundir. I þínum augum var ég alltaf stóra ömmu- SIGURPALL M. ÞORKELSSON + Sigurpáll M. Þorkelsson fæddist á Siglufirði 27. febrúar 1914. Hann lést í Reykja- vík 3. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Þorkell S. Svarfdal skip- stjóri og kona hans Jóhanna Kristjáns- dóttir. Eftirlifandi eiginkona Sigur- páls er Svava Ara- dóttir, f. 7. mars 1913. Sigurpáll hóf prentnám á Siglufirði 1. janúar 1931 og lauk þar námi. Sigur- páll vann þar til ársins 1943 er hann fluttist til Reykjavíkur. í Reykjavík hóf Sigurpáll störf í ísafoldarprent- smiðju, þar sem hann setti m.a. texta í Morgunblað- ið. Þegar Prent- smiðja Morgun- blaðsins var stofn- uð á síðari hluta fimmta áratugarins réðst Sigurpáll til starfa þar og vann hann við blaðið allt fram til ársins 1984 er hann lét af störf- um fyrir aldurs sak- ir. Síðustu starfsár sín við blaðið las hann prófarkir. Útför Sigurpáls fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst atliöfnin klukkan 13.30. Kveðja frá samstarfsmönn- um á Morgnnblaðinu LÁTINN er gamall starfsfélagi okk- ar, Sigurpáll Þorkelsson prentari. Sigurpáll eða Palli eins og við köll- uðum hann ætíð var góður starfsfé- lagi. Hann lét af störfum í árslok 1984 eftir farsælt starf hjá Morgun- blaðinu í áratugi. Palli var glaðvær félagi og iðju- samur. Ég minnist þess þegar ég kom óharðnaður unglingurinn til vinnu í setjarasalinn í upphafi árs 1966. Þar mætti mér velvild allra, einkum þó hinna eldri eins og Sig- urpáls og meistara míns, Samúels Jóhannssonar, sem ég skilgreindi sem kallana í salnum þrátt fyrir að þeir væru á besta aldri. Palli var vélsetjari á 5-vélinni eins og sagt var, mætti eins og klukka og afkastaði miklu. Hann var frábær íslenzkumaður og kom engum á óvart að hann skyldi val- inn í prófarkalesturinn þegar hætt var að nota gömlu vélarnar og blýið. Starfsandinn í setjarasalnum var nokkuð sérstakur. Þar unnu einungis karlmenn og mótuðust samskipti manna nokkuð af því. Þá þóttu prentarar harðir í horn að taka og þroskuðumst við ungu mennirnir í þessu andrúmslofti. Okkur var kennt að vinna og láta hendur standa fram úr ermum. Þannig fyrirmynd var Palli, vann sitt verk og glettist við okkur á milli tarna. Palli kom alltaf með nesti með sér í vinnuna og man ég vel að það þótti mörgum félaganna gott að sitja nærri þegar hann mataðist því oft stelpan, sem þú áttir svo mikið í og er það ekkert skrítið því mamma kom með mig nýfædda heim til þín og bjuggum við hjá þér og passaðir þú mig meðan mamma vann. Síðan fluttum við á efri hæð í sama húsi og þú. Þá stækkaði fjölskyldan, Skúli bróðir fæddist og var hann alltaf hjartatottið hennar ömmu. Þú og afi fluttuð á Siglufjörð og stuttu seinna fæddist Helga. Ekki leið langur tími þar til við fluttum líka á Siglufjörð. Ég man hvað þú varst glöð þegar við komum norð- ur, því alltaf vildir þú hafa okkur öll nálægt þér. Ef afí fór í ferðalag þá svaf ég hjá þér, ef mig langaði að vera hjá þér, borða eða sofa þá var ég alltaf velkomin til þín og áttum við oft góðar stundir saman. Á Siglufírði fæddust Ásgrímur og Trausti, vorum við þá orðin fímm systkinin. Eftir fímm ára stopp á Siglufirði fluttu mamma og pabbi til Ólafsvíkur og var það sárt fyrir þig að horfa á eftir okkur fara. Þó að síðustu 17 ár hafí verið nokkur hundruð kílómetrar á milli okkar þá höfum við alltaf haft sterkt sam- band, heimsótt hvor aðra og notað símann. Ég hef alltaf getað treyst á þig og sagt þér það sem mér ligg- ur á hjarta því þú varst svo góður hlustandi og ráðagóð. Elsku amma, þegar ég sá þig í ágúst síðastliðnum þá vissum við hvert stefndi og fannst mér það mjög sárt að þú værir að fara frá mér til himna. En svo kom ég norð- ur í október, áttum við þá góða stund saman og fundum báðar hvað sterkt.samband er milli okkar. Þú varst svo róleg, yfirveguð og sátt við að vera á leið heim í paradís. Hafðir mest áhyggjur af afa. Amma takk fyrir alla þá birtu og hlýju sem þú hefur fært mér og mínum gegnum árin, þín er sárt saknað. Þín ömmustelpa, Sigurlaug Jensey. Þegar ég tek mér penna í hönd langar mig með nokkrum orðum að minnast okkar kæru vinkonu og var það mikið í boxinu að það var til skiptanna. Ég minnist Sigurpáls af hlýhug. Við áttum langt samtal þegar Morgunblaðið flutti í Kringluna en þá kom hann ásamt eftirlifandi eig- inkonu sinni, Svövu Aradóttur, og lék á als oddi. Gamlir vinnufélagar senda látn- um félaga saknaðarkveðjur og eig- inkonan, sem ætíð stóð við hlið hans, fær samúðarkveðjur okkar allra. Arnór G. Ragnarsson. Sigurpáll hóf nám í prentiðn 1931 eftir að foreldrar hans fluttu frá Dalvík til Siglufjarðar. Bóklegt nám stundaði hann í Iðnskóla Siglu- fjarðar 1931. 1943 breytir hann um, fer til Reykjavíkur og tekur til starfa hjá Isafoldarprentsmiðju og vinnur að Morgunblaðinu og við aðskilnað Morgunblaðsins og ísafoldar, vann hann það sem eftir var af starfs- ferli sínum hjá Morgunblaðinu. Sig- urpáll gat sér hið besta orð í iðn sinni fyrir góða ástundun og sam- viskusemi og oft urðu vaktirnar langar hjá honum. Var hann þess- vegna metinn að verðleikum af húsbændum sínum, sem sýndu það í verki. Sigurpáll var vel inni í ýmsum málum og því góður í við- ræðu. Áhugamaður um skák var hann og atti kappi við sterkustu forrit í tölvu sinni og.hafði ánægju af. Sigurpáll gifti sig 1958 Svövu Aradóttur sem lifir mann sinn. Þau hjónin komu sér upp fögru og snotru heimili, bókakostur var mikill og góður. Gestrisni þeirra var elskuleg og innileg á þeirra myndar- lega heimili. Við hjónin þökkum þeim innilega fyrir góða kynningu í áraraðir. Vottum Svövu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. J.Ó. trúarsystur, Sigurlaugar Kristins- dóttur, sem Drottinn þefur kallað heim til dýrðarinnar. Ég mun ekki rekja ætt hennar Laugu, það munu aðrir gera. Við hjónin höfum þekkt þau Laugu og Ása í fjöldamörg ár, allt- af var gott að mæta þeim og finna í nærveru þeirra það sem stendur í sálmi einum: „Sterk eru andans bönd sem eru í Kristi hnýtt.“ Við kynntumst þeim best á Siglufírði þar sem þau störfuðu í fjöldamörg ár, og þar eru margir sem minnast þeirra og ég veit að á eilífðarinnar morgni verða það einhverjir sem þakka Laugu fyrir að hafa sagt þeim frá Jesú. Maðurinn minn, Óskar, ferðaðist oft til Siglufjarðar, stundum einn, og stundum með aðstoðarmanni, hann talaði oft um hversu gott það var að koma heim til Laugu og Ása, þar var alltaf opið hús og móttökur yndislegar. Þegar við vor- um með samkomur á Siglufírði gátum við alltaf átt það víst að þau kæmu til að hjálpa okkur, einnig var gott að vera með þeim á Zion, og saman fórum við á sjúkrahúsið til að syngja og vitna. Nú, ef kalt var úti þá gistum við heima hjá þessum kæru hjónum, og áttum ógleymanlegar spjallstundir yfír kaffibollanum. Síðast þegar ég sá Laugu lá hún á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri, hún var mikið veik, en frá henni ljómaði birta og friður, hún var svo örugg í Guði sínum. Nú er hún heima. Nú er hún heima í himnanna sal og hlýðir á englanna tal. Burtu er kvíði, sjúkdómur, sorg í sólbjörtum himnanna sal. „Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað, kem ég aftur og tek yður til mín, svo að þér séuð einnig þar sem ég er.“ (Jóh. 14:3) Já, elsku Lauga, þökk fyrir allt. Þú hefur fengið að fullna skeiðið, varðveitt trúna og nú er þér geymdur sveigur réttlætisins. Blessuð sé minning þín. Guð blessi þig, Ási, og styrki og aðra ættingja og vini. Ingibjörg Jónsdóttir. + BALDUR SNÆLAND vélstjóri, Hrafnistu Reykjavík, lést 11. janúar. Aðstandendur. - + Systir okkar LIUA INGVARSDÓTTIR, dvalarheimilinu Kirkjuhvoli, Hvolhreppi, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 10. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Systkinin. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRfÐUR EIRÍKSDÓTTIR frá Túnsbergi, verður jarðsett frá Hrunakirkju laugardaginn 13. janúar kl. 13.30. Jóhanna M. Þorgeirsdóttir, Eiríkur Þorgeirsson, Sigríður Ó. Þorgeirsdóttir, Óttar Gunnlaugsson, Siggeir Þorgeirsson, Kjartan J. Þorgeirsson, Sólborg Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, GUÐMUNDUR SIGURÐSSON bóndi, Leifsstöðum, sem lést á heimili sínu 4. janúar, verður jarðsunginn frá Bergsstaðakirkju laug- ardaginn 13. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda. Sigurður Ingi Guðmundsson, Óskar Leifur Guðmundsson, Danfel Smári Guðmundsson. Jarðarför GUNNHILDAR GUÐJÓNSDÓTTUR klæðskera, Laugalæk 1, ferframfrá Fossvogskirkju mánudaginn 15. janúar kl. 13.30. Þórdis Guðjónsdóttir, Guðmundur Þór Pálsson, Guðmundur Gunnarsson, Jóhanna Gunnarsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Sesselja Gunnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.