Morgunblaðið - 12.01.1996, Síða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Netabáturinn Guðfinnur landar í Sandgerði 25
tonnum af stórum fiski eftir daginn
Þorskurinn er alls staðar
Morgunblaðið/Þorkell
STÓRUM þorski landað úr Guðfinni KE í Sandgerði og fer allur
fiskurinn i saltfiskverkun í Garðinum.
Deilan um þýska úthafsveiðikvótann
Frestur lengdur
„ÞAÐ er auðsjáanlega að ganga
mikill fiskur á miðin, þorskurinn
er alls staðar. Kvótakerfið er að
skila sér og öll friðunin," sagði
Sigurður Friðriksson, skipstjóri
og útgerðarmaður á Guðfinni, 30
tonna báti frá Keflavík, þegar
hann var að landa úr bátnum í
Sandgerði síðdegis í gær. Upp úr
bátnum komu 25 tonn af þorski,
allt stór fiskur, 100 króna fiskur
eins og Sigurður orðar það.
Netabátarnir sem gerðir eru út
frá Sandgerði hafa verið að fá
mjög góðan þorskafia undanfarna
daga, aflinn hjá einum þeirra jókst
skyndilega úr 5 tonnum í 20-25
tonn eftir daginn. Þessi mikli afli
er óvenjulegur á þessum árstíma,
venjulega glæðist fiskiríið ekki
verulega fyrr en líður á febrúar
Krossvík
80 millj.
f* / • ••
fra sjo
aðilum
SJÖ aðilar leggja fram 80
milljóna króna hlutafé í út-
gerðar- og fiskvinnslufyrir-
tækið Krossvík á Akranesi
með fyrirvara um að skip fyrir-
tækisins, Höfðavík, verði selt
og að viðunandi samningar
takist við lánardrottna.
Akranesbær, sem var eini
eigandi Krossvíkur, seldi Svani
Guðmundssyni, framkvæmda-
- ■ stjóra fyrirtækisins, öll hluta-
bréf sín með þeim fyrirvara
að honum tækist að afla nægi-
legs hlutafjár til að halda
rekstrinum gangandi og
tryggja að kvóti fyrirtækisins
héldist í bænum.
Svanur hefur nú lagt fram
gögn um að átta aðilar leggi
fram 80 milljónir króna í hluta-
fé. Haraldur Böðvarsson hf. á
þar stærstan hlut, 20 milljónir
króna. Aðrir aðilar eru m.a.
Nótastöðin hf., Skeljungur og
Olís.
Gísli Gíslason bæjarstjóri
segir að þau skilyrði sem sett
voru fyrir hlutafjárframlögum
muni að líkindum ganga eftir
en nýir aðilar ganga til samn-
inga við lánardrottna sem eru
stærstir; Landsbanki íslands
og Fiskveiðasjóður.
Ekiðá
tvo pilta
EKIÐ var á tvo pilta, sextán og
•* '•feautján ára gamla, á gatnamótum
' Langholtsvegar og Laugarásvegar
um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi.
Að sögn lögreglunnar í Reykjavík
er ökumaður bílsins grunaður um
ölvun við akstur. Piltarnir voru
fluttir á Slysadeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur í Fossvogi, en talið var
að annar hafi mjaðmarbrotnað og
hinn kvartaði undan verk á baki.
eða síðar. „Hvernig heldur þú að
þetta verði í mars, þegar þetta
byijar fyrir alvöru?“ segir Sigurð-
ur. Landað hefur verið 50 tonnum
af þorski úr Guðfinni þá viku sem
hann hefur verið að veiðum á ár-
inu en það er helmingur þess
kvóta sem báturinn hefur á fisk-
veiðiárinu enda segist Sigurður
verða að draga netin upp í dag
til að hvíla þetta.
Sjómenn segja að víða sé
óveiyuleg fiskgengd, meðal ann-
ars á Vestfjarðamiðum. Sigurður
segir að þorskurinn sé frá Reykja-
nesi og norður úr og reyndar sé
fiskur allt í kringum landið. „Nú
verður farið í að auka kvótann.
Ef ekki er tilefni til þess nú þarf
ekki að hugsa um það í náinni
framtíð," segir Sigurður.
NEFND, sem vinnur að gerð frum-
varps um upplýsingaskyldu stjórn-
valda, lýkur að öllum líkindum
störfum fljótlega. Því er hugsan-
legt, að frumvarpið verði lagt fram
á yfirstandandi þingi. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins gerir
nefndin ráð fyrir að þriggja manna
úrskurðarnefnd leysi úr ágreiningi,
sem upp kann að koma varðandi
upplýsingaskyldu, en sá háttur mun
ekki hafður á í nágrannalöndum.
Þingsályktunartillögur um
undirbúning lagasetningar um upp-
lýsingaskyldu stjórnvalda hafa
komið fram af og til allt frá árinu
1969, en málið hefur aldrei fengið
afgreiðslu á þingi. Árið 1992 skip-
aði forsætisráðherra sérstaka
nefnd sem var falið að vinna að
frumvörpum að stjórnsýslulögum
og lögum um upplýsingaskyldu
stjómvalda. Nefndina skipa lög-
mennirnir Eiríkur Tómasson,
Gunnar Jóhann Birgisson og Páll
Hreinsson. Stjórnsýslufrumvarpið
var lögfest á Alþingi vorið 1994
DAGVINNA er 53-61% af heildar-
launagreiðslum ráðuneytanna á
árinu 1994. Hlutfall yfirvinnu og
aukagreiðslna var að meðaltali ríf-
lega 37% af launakostnaðinum og
er yfirvinnan meiri hjá yfírmönn-
um en undirmönnum. Kemur þetta
fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar
um endurskoðun ríkisreiknings
1994.
Ríkisendurskoðun telur að sú
mikla yfirvinna sem unnin er í
ráðuneytunum sé oft réttlætanleg
vegna misjafns vinnuáiags, kostn-
aðar við að fjölga starfsmönnum
og fleiri þátta. „Það er þó ljóst
að nokkur hluti af greiðslum fyrir
yfir- og aukavinnu er vegna vinnu-
framlags sem unnið er í dagvinnu-
Rannsóknarskipið Bjarni Sæ-
mundsson gerði bergmálsmæling-
ar í gær til að kanna þorskgengd
á Halamiðum út af Vestfjörðum.
Sigfús Schopka leiðangursstjóri
segir að vart hafi orðið við „líf“
á þessum slóðum en þó ekki miklu
meira en hann hafi átt von á fyrir-
fram.
„Við höfum fundið 4-7 ára gaml-
an þorsk, þar af nokkra sem fara
suður á bóginn og hrygna á vetr-
arvertíðinni. Þessi aldursdreifing
gæti bent til að eitthvað sé að
glæðast, enda friðun þorskstofns-
ins farin að skila árangri. En
hversu mikið magn þetta er og
hvort það er meira en við reiknuð-
um með, er ekki hægt að segja til
um á þessu stigi,“ segir Sigfús.
og hefur nefndin frá þeim tíma
unnið að frumvarpi um upplýsinga-
skyldu. Hefur starfið að miklu leyti
verið fólgið í að samræma og end-
urskoða ýmis ákvæði um upplýs-
ingaskyldu, til dæmis í læknalög-
um, tölvulögum, í lögum sem varða
umhverfismál o.fl.
Ú rskurðarnefnd
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins sker væntanlegt frumvarp
sig úr svipuðum lögum hjá ná-
grannaþjóðum að því leyti, að gert
er ráð fyrir að skipuð verði úrskurð-
arnefnd þriggja manna, þar af
tveggja lögfróðra, til að leysa úr
ágreiningi um mál er varða upplýs-
ingaskyldu stjórnvalda. Gert er ráð
fyrir að nefndarmenn starfi ekki
hjá stjórnvöldum, svo þeir geti
gætt hlutleysis. Með þessu móti
telja höfundar frumvarpsins að
hægt verði að Ieysa úr ágreiningi
á mun skjótari hátt en ef leita þyrfti
til dómstóla. Þessi aðferð sé fær í
krafti fámennis hér á landi.
tíma. Sama gegnir um launa-
greiðslur frá öðrum. Dæmi um
þetta eru fastar yfirvinnugreiðslur
án þess að tryggt sé að aukið
vinnuframlag sem þeim nemur
komi á móti. Hins vegar er greitt
sérstaklega fyrir ýmiskonar auka-
störf sem e.t.v. má iíta á að felist
í aðalstarfi viðkomandi. Jafnvel
FRESTUR til að ná samkomulagi
um skiptingu úthafsveiðikvóta milli
þýskra útgerðarfyrirtækja hefur ver-
ið framlengdur til 31. janúar, að sögn
Guðmundar Tuliniusar, fram-
kvæmdastjóra Mecklenburger Hoch-
seefischerei.
Lausn ekki í sjónmáli
íslenskir hluthafar eiga stóran
hlut í tveimur útgerðum, sem setið
hafa að bróðurhluta kvótans, Deutsc-
he Fischfang Union (DFFU) og
Mecklenburger. Hlutur DFFU hefur
verið sýnu stærstur, eða um 80%
heildarkvótans, en hlutur Mecklen-
burger um 15%.
þótt svo sé ekki eru slík aukastörf
oftar en ekki unnin á þeim tíma
sem starfsmanni ber að sinna aðal-
starfinu. Hann getur því verið að
fá sömu vinnustundina tví-
greidda,“ segir í skýrslu stofnun-
arinnar.
Ríkisendurskoðun segir að þetta
eigi væntanlega rætur að rekja til
Kvótanum hefur verið skipt með
svipuðum hætti undanfarin ár, en
forráðamenn Mecklenburger, sem
er dótturfyrirtæki Utgerðarfélags
Akureyringa hf., hafa krafist nýrrar
skipanar í kvótaskiptingunni þannig
að hún verði í hlutfalli við sóknar-
getu útgerðanna.
Forráðamenn DFFU, sem er dótt-
urfyrirtæki Samhetja á Akureyri,
halda því hins vegar fram að ekkert
nýtt komi fram í máli Mecklenburg-
er, sem réttlæti endurskoðun kvót-
ans.
Guðmundur Tulinius sagði í gær
að enn væri ekki komin fram lausn
á því hvernig kvótanum skuli skipt.
þess að dagvinnulaun, sem ráðu-
neytin geti boðið, séu talin of lág
miðað við kaupkröfur sem starfs-
menn þeirra gera.
Helmingur yfirmenn
Það vekur eftirtekt þegar skipu-
lag ráðuneytanna er skoðað hvern-
ig starfsheiti skiptast í yfir- og
undirmannsstöður.. Hlutfall yfir-
manna er um eða yfir helmingur
af starfsmannafjölda flestra ráðu-
neytanna. Sem dæmi um þetta
má nefna að samkvæmt yfirliti
Ríkisendurskoðunar eru yfir 60%
starfsfólks iðnaðarráðuneytis, við-
skiptaráðuneytis og dóms- og
kirkjumálaráðuneytis titluð sem
yfirmenn.
Nefnd úrskurði
um ágreining
Frumvarp um upplýsingaskyldu
stjórnvalda væntanlegt
Um eða yfir helmingur starfsmanna ráðuneytanna titlaður yfirmenn
Yfirvinna unnin
í dagvinnutíma