Morgunblaðið - 10.02.1996, Side 17

Morgunblaðið - 10.02.1996, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 ' 17 Reuter Kosningar nálgast í Ástralíu ÁSTRALIR ganga að kjörborði eftir þrjár vikur. Verkamannaflokkurinn hefur verið við völd í land- inu í 13 ár en ef marka má skoðanakannanir hefur hann nú níu prósentustiga minna fylgi en bandalag Frjálslynda flokksins og Þjóðarflokksins. Á mynd- inni áritar leiðtogi Verkamannaflokksins, Paul Keating forsætisráðherra, kosningaspjöld í Bris- bane. Líklegar orsakir flugslyssins í Dóminíkanska lýðveldinu Bilun í þotunm eða mannleg mistök Frankfurt, Puerto Plata. Reuter. HECTOR Roman Torres, flugmála- stjóri Dóminíkanska lýðveldisins, seg- ir að 'engin merki sprengingar hafi fundist á braki úr Boeing-757 þot- unni sem fórst undan ströndum lands- ins aðfaranótt miðvikudags. Hann sagði að líklega væri skýringarinnar annað hvort að leita í bilun í þotunni eða mannlegum mistökum flugmann- anna. Cetin Birgen, eigandi tyrkneska leiguflugfélagsins Birgenair, sem átti þotuna en leigði hana dóminíkanska flugfélaginu Alas Nacionales, fullyrðir hins vegar, að flugvélin hafi verið í fullkomnu lagi er hún lagði upp í hinstu ferðina. Birgen sagði að flugvélinni hefði verið haldið við í samræmi við for- skrift Boeing-verksmiðjanna og vísaði á bug fregnum þess efnis að viðhaldi hennar og eftirliti hafí verið ábóta- vant. „Ég hef gengið úr skugga um við- hald og ástand þotunnar og get með góðri samvisku sagt að hún var tæknilega í fullkomnu lagi. Flugvélin varð að bíða í klukkustund áður en lagt var upp vegna úrhellis. Að feng- inni flugtaksheimild fór hún af stað og átta mínútum síðar voru flugmenn- imir í sambandi við flugstjórnarmið- stöðina í Miami á Flórída, sem gaf þeim heimild til að breyta um flug- hæð,“ sagði Birgen. Hann sagði að undir venjulegaum kringumstæðum hefðu flugmennimir kvittað fyrir heimildina með því að lesa hana til baka. „En það eina sem við heyrðum er „augnablik" og síðan ekki söguna meir,“ bætti Birgen við. Flugstjóri þotunnar var 62 ára og aðstoðarflugmaðurinn yngi'i en báðir höfðu flogið Boeing-757 þotum meira en 1.000 flugtíma. Færri lík Leit að fórnarlömbum flugslyssins hefur verið hætt. Embættismenn í Dóminíkanska lýðveldinu sögðu í gær, að 129 lík hefðu fundist en 189 manns voru um borð í þotunni, sem var á leið til Þýskalands er hún fórst. Þýski sendiherrann, Edmund Duckwitz, sagði hins vegar á fimmtudagskvöld, að líkin hefðu ver- ið mun færri og í gærkvöldi sagði Eugenio Cabral, framkvæmdastjóri almannavarna í landinu, að 87 heilleg lík hefðu fundist. Fulltrúi bandaríska varnarmálaráðuneytisins hefur skýrt frá því, að heimamenn á smábátum hafi siglt á slysstaðinn, jafnvel á undan björgunarskipum, og stolið skilríkjum og peningum af líkum sumra fórnarlamba slyssins. Því vís- uðu dóminíkanskir embættismenn aftur á móti á bug í gær. Hvað stóð þotan lengi? Misvísandi upplýsingar voru enn gefnar um starfsemi þotunnar. Flug- vallarstjórinn í Puerto Plata sagði að Boeing-757 þotan hefði staðið óhreyfð á vellinum í tvær vikur fyrir flugið og verið í góðu lagi. Talsmað- ur Birgenair sagði þotuna hafa stað- ið óhreyfða frá 13. janúar að beiðni Alas Nacionales, sem vildi, ef á þyrfti að halda, geta gengið að henni fyrir- varalítið. Fulltrúar dóminíkanska flugfélagsins sögðu hins vegar að þotan hefði staðið ónotuð í mesta lagi þijá daga fyrir hinstu ferðina. Sérfróðir menn um flugvélar, sögðu að þota, sem staðið hefði ónotuð og óhreyfð í mánuð, væri ekki örugg. Anatolíj Kúlíkov innanríkisráðherra Rússlands Vill þjóðnýta banka Moskvu. Reuter. ANATOLIJ Kúlíkov, innanríkisráð- herra Rússlands, sagði í gær, að hann væri hlynntur þjóðnýtingu sumra viðskiptabankanna og breyt- ingum á útflutningsgiöldum á olíu til að afla meiri fjár fyrir herinn og ráðuneyti sitt. Efnahagsráðherra Rússland sagði í gær, að samþykkt þingsins um hækkun lágmarkslauna væri marklaus. Itar- Tass-fréttastofan hafði eftir Kúlíkov í gær, að hann hefði krafist sérstaks fundar í ríkisstjórninni til að ræða það „alvarlega ástand, sem ríkir í heraflanum og innanríkisráðu- neytinu sökum fjárskorts". „Herinn er koðna niður eins og í febrúar 1917. Þá varþað vegna áróð- urs bolsévika en nú vegna peninga- leysis,“ sagði Kúlíkov en það eru hersveitir innanríkisráðuneytisins, sem bera hitann og þungann af hern- aðinum í Tsjetsjníju. Ekki er óalgengt í Rússlandi, að einstakir ráðherrar lýsi sinni skoðun á mótun efnahagsstefnunnar og það vakti mikla athygli á síðasta ári þeg- ar Alexander Korzhakov hershöfð- ingi og yfirmaður forsetalífvarðarins skrifaði ríkisstjórninni bréf og lagði til, að olíuiðnaðurinn yrði endur- skipulagður. Korzhakov er mjög valdamikill og sagður fiafa mikil áhrif á Borís Jeltsín forseta. Marklaus samþykkt Jevgeníj Jasín, efnahagsráðherra Rússlands, sagði í gær, að sú ákvörð- un rússneska þingsins, dúmunnar, að hækka lágmarkslaun í landinu væri fyrir utan fjárlög og kæmi því líklega ekki til framkvæmda. Dúman samþykkti á miðvikudag að lágmarkslaun skyldu vera 75.900 rúblur á mánuði, um 1.060 ísl. kr., en það er talið auka útgjöld ríkis- sjóðs um 400 milljarða rúblna á mánuði. Sagt er, að fáir séu á þess- um lágmarkslaunum en þau eru höfð til viðmiðunar og hækkun þeirra gæti því aukið verðbólguna. Vilja stöðva vopna- sölu til Tævan Peking. Reuter. KÍNVERJAR kröfðust þess í fyrra- dag að Bandaríkjastjórn tæki fyrir alla sölu á háþróuðum vopnum til Tævan. Það væri forsenda þess að hægt væri að binda enda á deilu Kína og Tævan. Shen Guofang, talsmaður kín- verska utanríkisráðuneytisins, sagði einnig að Kínverjar myndu gera ihnrás í Tævan ef stjórnvöld í Taipei féllu frá því markmiði sínu að sameina kínversku ríkin og reyndu að knýja fram sjálfstæði Tævan. Lee Teng-hui, forseti Tævan, sem talið er að muni vinna sigur í forsetakosningum í næsta mánuði lagði áherslu á að hann hefði árætt að fara á fund erlendra ríkisstjórna og barist fyrir hagsmunum „Kín- verska lýðveldisins", líkt og Tævan- ir vilja sjálfir kalla land sitt. Bandaríkin tóku upp stjórnmála- samskipti við stjórnvöld í Peking í stað Taipei árið 1979 en hafa hald- ið áfram vopnasölu til Tævan. Var nýlega samþykkt að selja þangað 150 orrustuþotur af gerðinni F-16. Um helgina býður IKEA vel að vanda. Sængurvera- sett og hillur á sérstöku tilboði meöan birgðir endast. Opið frá 10-17 laugardag og 13-17 sunnudag. fyrir fólkið í landinu Holtagörðum við Holtaveg / Grænt númer 800 6850

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.