Morgunblaðið - 10.02.1996, Síða 50

Morgunblaðið - 10.02.1996, Síða 50
50 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ken Loach '.I. Mhl. 4 tanrir nn r-Gill 1TO»iir! rrni « CANNES FILM FESTIVAL ^ 1995 -4 HASKÖLABÍÖ SÍMI 552 2140 Háskólabíó STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. Patrick FELIX VERmAUNIN: BESTA MYND EmÓPU 1995 Sigurvegari: Verðlaun gagnrýnenda! Sýnd kl. 9.10 og 11.15. SKI FORSETiniN Tierra y Libertad spænsku byltingunni 400 kr Harrison Ford fer á kostum í þessari skemmtilegu gamanmynd í hlutverki auðkýfingsins Linusar Larrabee. Linus sér loksins fram á stærsta fyrirtækjasamruna fer- ilsins sem er afurð trúlofunar iðjuleysingjans Davids (litla bróður) og dóttur samkeppnisaðilans þegar Sabrina kemur til sögunnar og hrærir í málunum. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. SJOUNDA INNSIGLIÐ Magnþrungið meistaraverk Ingmar Bergmans, Riddari (Max von Sydow) og dauðinn heyja skákeinvígi á frægasta skákborði kvikmyndasögunnar. Verð kr. 400. Sýnd kl. 5. ★★★'4 S.V. MBL Á. Þ. Dagsljós PRIEttI PRESTURíl ★★★ : ÓHT Rás 2. Sýnd kl. 4.45 og 6.50. B. i. 12. Síðustu sýningar. Sýnd kl 5 og 7.05. Síð. sýn. Næstu myndir CASINO LOKASTUNDIN FARINELLI SUITE 16 Nýtt í kvikmyndahúsunum Nýtt í kvikmyndahúsunum HARRISON Ford, Julia Ormond og Greg Kinnear leika aðalhlut- verkin í myndinni Sabrina. Háskólabíó frumsýnir Sabrina HÁSKÓLABlÓ hefur hafið sýningar á rómantísku gamanmyndina Sabr- ina. Með aðalhlutverkin fara Harri- son Ford, Julia Ormond og Greg Kinnear sem þekktastur er fyrir spjallþátt sinn á NBC „Later with Greg Kinnear“. Unglingsstúlkan Sabrina (Julia Ormond) er dóttir einkabílstjóra Larrabee fjölskyldunnar. Hún er klaufaleg og látlaus en ástfangin upp fyrir haus af iðjuleysingjanum David Larrabee (Greg Kinnear). David nýtur auðævanna í kæruleysi en eldri bróðir hans Linus (Harrison Ford) sér um að stýra fyrirtækinu af miklum myndugleik. Sabrina býr með föður sínum á óðalssetri Larrabee fjölskyldunnar. Hún er áhorfandi að glæsilífí fjölskyldunnar og dreymir dagdrauma um David. Hún fer til náms í Frakklandi og fær þar vinnu við Vouge tískuritið. Hún snýr til baka gerbreytt kona full af kynþokka og glæsileik. JULIETTE Lewis er að stofna hljómsveit. Ræntaf Tarantino JULIETTE Lewis hefur ekki farið troðnar slóðir í Holly- wood síðan hún sló í gegn í mynd Scorses Ógnarhöfða eða „Cape Fear“. Er skemmst að minnast hlutverks hennar í mynd Olivers Stone Fæddir Morðingjar eða „Natural Born Killers". Nú síðast lék hún í mynd- inni „From Dusk Till Dawn“ sem gerð er eftir handriti Quentins Tarantinos. Þar leik- ur hún dóttur predikara, Harv- ey Keitel, sem er að jafna sig eftir að hafa misst eiginkonu sína. Þá vill ekki betur til en að þessari litlu fjölskyldu er rænt af tveimur þrjótum, sem leikn- ir eru af George Clooney og Quentin Tarantino sjálfum. í nýlegu viðtali segir Lewis svo frá því að hún sé að stofna hljómsveit og verður spenn- andi að sjá hvaða tónlistar- stefnu hún fylgir. ATRIÐI úr kvikmyndinni Sjöunda innsiglið. Sjöunda innsigli Berg- mans í Háskólabíói HÁSKÓLABÍÓ, Hreyfimyndafélag- ið og Sænska sendiráðið standa um helgina fyrir sýningum á meistara- verki Ingmar Bergman, Sjöunda innsiglinu. Þetta er ein frægasta mynd Bergmans, gerð árið 1956 með Max Von Sydow og Bibi And- erson í aðalhlutverkum. Bergman fæst í myndinni við uppáhalds við- fangsefni sín; glötun trúar manns- ins, svartsýni á tilveruna, sjálfstor- tímingu, örlagatrú andspænis fijálsum vilja, gott í baráttunni gegn illu. Allt það sem nútímamað- urinn þarf að ídjást við, þótt mynd Bergmans gerist á öðrum tíma, á fimmtándu öld þegar svarti dauði hetjaði á heimsbyggðina. Sagan fjallar um riddara, leikinn af Max Von Sydow, sem er á leið til kastala síns ásamt skjaldsveini sínum. Á leiðinni hittir hann skemmtikrafta, sem slást í för með honum en á meðal þeirra eru hjón með nýfætt barn sitt. Fyrir utan riddarann eru allir ferðalangarnir mjög trúaðir. Riddarinn hefur misst trúna því hann trúir ekki að miskunnsamur guð geti horft upp á allar þær hörmungar sem hijá mannfólkið. En með því að fylgjast með fólkinu umhverfis sig og sak- leysinu í augum hins nýfædda bams, öðlast riddarinn smám sam- an trú sína aftur og þegar dauðann ber að garði, í bókstaflegri merk- ingu, ákveður riddarinn að tefja fyrir honum með því að heyja ská- keinvígi við hann. Þeir setjast niður við frægasta skákborð kvikmynda- sögunnar og hefja tafl sitt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.