Morgunblaðið - 11.02.1996, Síða 8

Morgunblaðið - 11.02.1996, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frysting loðnu fyrir Japansmarkað hafin af fullum krafti „Menn hugsa ekki um annað en loðnu“ BYRJAÐ er að frysta loðnu fyrir Japansmarkað á svæðinu frá Rauf- arhöfn, austur um land og til Vestmannaeyja. Þegar loðnan færist suður með landinu færist frystingin og er búist við að tekið verði við loðnu til frystingar allt vestur á Snæfellsnes. Frystihúsin hafa undirbúið sig vel fyrir vertíðina, bætt tækni við flokkun, og mjög víða hefur afkastageta verið aukin, bæði í frystihúsum og með frystiskipum. Ef áætlanir stóru sölusamtakanna ganga eftir verður 31 þúsund tonn af loðnu fryst fyrir Japansmarkað og mögulegt er að selja þangað enn meira. Á síðasta ári framleiddu þessi samtök um 20 þúsund tonn. Morgunblaðið/Sigurgeir ' Fyllt í skarðið UNNIÐ er af kappi í Vestmanna- eyjum við viðgerð á Nausthamars- bryggju, en stórt skarð kom í hana þegar litháiska skipið Siauliai sigldi á hana á mánudagsk völd. Skemmdin er rétt við löndunar- stað loðnubræðslu Isfélagsins og því nauðsynlegt að koma bryggj- unni í gagnið á ný hið fyrsta. „Nú hugsa menn ekki um annað en loðnu enda verða menn að standa sig þennan stutta tíma sem hún er verðmest," segir Benedikt Jóhanns- son, frystihússtjóri hjá Hraðfrysti- húsi Eskifjarðar. Þijú fyrirtæki frysta loðnu og sömu sögu er að segja af fleiri stöðum, t.d. á Seyðis- firði og Fáskrúðsfirði. Frystihúsin hafa verið að frysta fyrir aðra markaði, fyrst fyrir Rúss- land og síðan fyrir Kóreu og Tæ- land áður en hrognafyllingin náði tilsettu lágmarki fyrir Japan en það var á fimmtudag og föstudag. Hall- dór G. Eyjólfsson, deildarstjóri hjá SH, segir að vertíðin byrji vel. Frystihúsin hafi lagt á sig mikla vinnu við undirbúning. Mikill verð- munur sé milli flokka og mikilvægt að vanda flokkunina. Með því móti sé hægt að skapa mikil verðmæti. Benedikt _ Sveinsson, fram- kvæmdastjóri IS, segir að fyrirtæki innan raða ÍS séu búin að frysta 1.500-2.000 tonn fyrir Rússland en fyrirtækið vilji fá meira og um 800 fyrir Tævan. Hann segir að ÍS geri ráð fyrir að frysta 13 þúsund tonn fyrir Japan og hægt sé að selja mun meira. Flokkað á miðunum Finnbogi Jónsson, framkvæmda- stjóri Sfldarvinnslunnar í Neskaup- stað, segir að loðnan sé góð búbót. Menn verði hins vegar að hafa í huga að þó vel hafi gengið síðustu tvö ár og útlitið sé gott núna sé markaður fyrir frysta ioðnu sveiflu- kenndur og ekki hægt að ganga að þessum tekjum vísum. Síldarvinnslan leggur mikið undir eins og fleiri fyrirtæki á Austfjörð- um. Frystitogarar fyrirtækisins, Blængur og Barði, verða nýttir til loðnufrystingar. Þegar loðnan færir sig suður fyrir land er ætlunin að útbúa loðnuskipið Beiti með loðnu- flokkara um borð og láta frystitog- arana fylgja honum eftir. Þá stend- ur til að frystitogararnir Gnúpur úr Grindavík og Örfirisey frá Granda frysti loðnu úr Beiti. Finn- bogi segir að aðeins sé byijað að flokka um borð í Beiti en reynslan ein geti síðan skorið úr um hvað hann ráði við. Síldarvinnslan hefur tekið á leigu danskt loðnuskip til að flytja bræðsluloðnuna úr Beiti á Norð- flörð. Loks hefur fyrirtækið tekið á leigu hráefnistanka Vestdalsmjöls á Seyðisfirði til að geyma bræðslu- loðnu sem fyrirhugað er að bræða á Norðfirði í vertíðarlok. Ný flokkunarstöð Borgey á Höfn hefur tekið Dal- borgu á leigu og er að útbúa hana fyrir loðnufrystingu. Borgey og Skinney vinna þar að loðnufryst- ingu eins og ein vél, að sögn Hall- dórs Árnasonar framkvæmdastjóra. Á Fáskrúðsfirði er verið að útbúa aðstöðu fyrir tvo frystitogara, Vest- mannaey og Örvar, sem þar ætla að frysta loðnu úr nýrri flokkunar- stöð Loðnuvinnslunnar hf. Flokkun- arstöðin var gangsett á föstudags- morgun með þremur flokkurum af fimm sem þar verða en einn bilaði síðar um daginn. Loðna var keyrð í þijú frystihús á staðnum og eitt á Stöðvarfirði. Gísli Jónatansson framkvæmdastjóri segir að loðnan hafi verið heldur smá fyrsta daginn. Mokveiði hefur verið hjá loðnu- skipunum og sumir hafa fyllt sig á örfáum klukkutímum. Guðmundur Ólafur lauk löndun á Eskifírði um klukkan tvö aðfaranótt föstudags og var aftur byijað að landa úr fullu skipi klukkan eitt í gær, túrinn tók því ekki hálfan sólarhring. Barnaleikhúshátíð í Reykjavík Til styrktar börnum í Sarajevo hér FYRIR dyrum stendur bamaleikhúshátíð hér á landi, til styrktar barnaleikhúsi í Sarajevo. Á hátíðinni verð- ur boðið upp á sjö leiksýn- ingar. Leiksýningarnar eru á vegum UNIMA á ís- landi, samtaka brúðuleik- húsa, og ASSITEJ, sem eru alþjóðleg barnaleik- hússamtök. Hvers vegna er þessi barnaleikhúshátíð haldin núna? „Hátíðin er haldin ein- göngu í því skyni að safna peningum fyrir þetta eina barnaleikhús sem starfar í Sarajevo í Bosníu. Allir sem koma nálægt þessari hátíð gefa vinnu sína. Há- tíðin hér á landi er liður í fjársöfnun sem fram fer á öllum Norðurlöndum. Við erum að vísu þeir einu sem hafa þann háttinn á að halda barnale- ikhúshátíð, hinir hafa safnað beinum fjárframlögum.“ Hvers vegna hafið þið þennan háttinn á hér á landi? „Ég lít á þessa hátíð sem tákn- ræna athöfn í tvennum skilningi. Með henni erum við bæði að sýna i verki að við teljum að börn þurfi leikhús, sérstaklega á slíkum hremmingatímum sem nú eru í Sarajevo, og svo hitt að með því að styrkja og styðja við bakið á einhverjum einum aðila sem við teljum að sé mjög mikilvægt að haldi velli, þrátt fyrir þessar hryllilegu aðstæður sem þarna ríkja, séum við að stuðla að því að eðlilegt líf, bæði fyrir börn og aðra, komist sem fyrst á þarna á ný. Við völdum að vera með barnaleikhúshátíð til þess að geta boðið löndum okkar að taka þátt í þessum táknræna atburði líka. Við erum að gefa fólki möguleika á að fara í leikhús með börn sín og styrkja um leið börn í Bosníu.“ Hvaða leiksýningar verða á hátíðinni? „fyöðleikhúsið verður með eins manns sýninguna Lofthræddi örninn. Möguleikhúsið sýnir Æv- intýrabókina. _ Furðuleikhúsið sýnir Bé tveir. íslenska brúðuleik- húsið sýnir Kabarett. Sögusvunt- an sýnir Smjörbitasögu og Tíu fingur sýna Englaspil. Loks má geta þess að Leikfélag Reykjavík- ur mun taka þátt í þessari hátíð en ekki er enn ljóst með hvaða hætti og menntamála- ráðuneytið hefur veitt þessari hátíð ijárstuðn- ing.“ Hvers vegna var ákveðið að styðja ein- mitt þetta leikhús í Sarajevo? „Þetta leikhús, Pozoriste Mladih, er eina barnaleikhúsið sem enn starfar í Sarajevo. Þeir sem að því standa hafa sýnt ein- stakan kjark og seiglu við ótrú- lega erfiðar aðstæður. Þarna vantar allt, svo sem hvers kyns tæknibúnað, hita, stundum meira að segja rúður í gluggana, fólkið kemur svangt í vinnuna - samt er haldið áfram að sýna. Þau hafa fengið þekkta erlenda leikstjóra erlendis, til dæmis Sus- an Sontag, sem er mjög þekktur leikstjóri í Bandaríkjunum. Hún setti upp með leikhúsinu í Hallveig Thorlacius ► Hallveig Thorlacius er fædd í Reylq'avík árið 1939. Hún lauk stúdentsprófi árið 1958 og stundaði nám í Moskvu í þrjú ár. Hún var grunnskóla- og menntaskólakennari í tíu ár. Stundaði eftir það þýðing- arstörf en hefur frá árinu 1971 starfað við brúðuleikhús. Frá 1984 hefur hún rekið eigið brúðuleikhús, Sögusvuntuna. Hún er gift Ragnari Arnalds alþingismanni og eiga þau tvær dætur. Fólkið kemur svangt í vinn- una - samt er haldið áfram að sýna Sarajevo Beðið eftir Godot árið 1992. Einnig hafa þau fengið franskan leikstjóra, Massimo Schuster, hann setti upp með þeim í fyrra Ubu í hlekkjum. Leikhússtjóri Pozoriste Mladih heitir Mermin Tulit. Hann var vel þekktur leikari í Sarajevo fyrir borgarastyijöldina sem þar hefur geisað. Hann varð fyrir því slysi fyrir nær fjórum árum að stíga á sprengju fyrir utan heimili sitt og missti báða fæturna. Hann er nú á Italíu og er að læra að ganga á nýjum fótum sem smíðaðir voru þar fyrir hann. Fram að því lék hann í hjólastól og lét sig aldrei vanta í vinnuna. Massimo Schuster mun taka við öllum þeim peningum sem safnast á Norðurlöndunum og fara sjálfur með þá til Sarajevo og afhenda þá persónulega í barnaleikhúsinu þar. Hann ætlar að fara að setja upp með starfs- mönnum leikhússins nýja sýn- ingu. í barnaleikhúsinu í Sarajevo starfa 25 manns. Ég fékk mynd af leikhús- inu senda frá Massimo Schuster. Þetta er ekk- ert óvenjuleg mynd en þó má sjá að sprengja hefur sett ör á veggi þar sem hún hefur fall- segja að aldrei hafi hitt beint á leikhúsið, ið. Þeir sprengja en einn morguninn, fimm mínút- um eftir að tvö hundruð börn höfðu gengið inn í salinn, sprakk sprengja beint fyrir framan leik- húsið. Börnin voru svo lánsöm að vera rétt komin inn í húsið.“ Hvar verða leiksýningar barnaleikhúshátíðarinnar? „Sýningar verða í Möguleikhús- inu við Hlemm, á Fríkirkjuvegi 11 og í leikhúsi Jóns E. Guð- mundssonar við Flyðrugranda. Dagskráin verður birt í blöðum og fjölmiðlum í næstu viku.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.