Morgunblaðið - 11.02.1996, Page 9

Morgunblaðið - 11.02.1996, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 9 FRÉTTIR Endurmenntunarstofnun háskólans Námskeið um gæða stjórnun að hefjast A NÆSTUNNI hefjast- gæða- stjórnunarnámskeið á vegum Endurmenntunarstofunar háskól- ans. Samtals er um að ræða ellefu námskeið bæði inngangsnámskeið og sérðhæfð eftir aðferðum eða notkunarsviðum. Fyrsta nám- skeiðið byrjar 13. febrúar. Inngangsnámskeiðin eru fjögur, ætluð stjómendum fyrirtækja og starfsmönnum sem fara með skipulag gæðamála. Þau eru: Grunnur að gæðastjórnun og mót- un gæðastefnu, Gæðakerfí — ISO 9000, Gæðatsjórnun, framfarir með aðferðum altækrar gæðatj- órnunar og Tölfræðilegt gæðaeft- irlit. Leiðbeinendurnir þeir Davíð Lúðvíksson verkfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins, Pétur K. Maack prófessor, Kjartan Kárason Vottun hf., Höskuldur Frímanns- son rekstrarráðgjafi og lektor, Páll Jensson prófessor og Guð- mundur R. Jónsson dósent eru allir reyndir kennarar og ráðgjafar á þessu sviði. Einnig verða í boði sérhæfð námskeið sem krefjast grunnþekk- ingar í gæðastjómun en þau eru: Notkun tölvu við gæðastjórnun, Innir gæðaúttekt fyrir stofnanir og fyrirtæki, Kortlagning og greining verkferla, áhættugrein- ing samkvæmt „GÁMES“, Upp- bygging gæðakefis og handbókar- gerð í samræmi við ISO 9000, Tölfræðileg gæðastjórnun; stýririt og sýnatökur, Gæðastjórnun í byggingariðnaði og loks námskeið um Gæðastjórnun í heilbrigðis- þjónustu. Þar verða aðalleiðbeinendur auk kennara úr inngangsnámskeiðum þeir Hörður Olvason, fram- kvæmdastjóri Hópvinnukerfum ehf., Einar Ragnar Sigurðsson, rekstrarráðgjafi hjá Ráðgarði hf., Haukur Alfreðsson, rekstrarverk- fræðingur og ráðgjafi hjá Nýsi hf., Asmundur E. Þorkelsson, matvælafræðingur, Guðrún Högnadóttir, forstöðumaður gæða- og þróunarsviðis Ríkissp- ítala, og Guðmundur Sæmunds- son, Rannsóknarstofnun bygging- ariðnaðarins. Bach-námskeið byrjar á morgun Annaðkvöld, mánudagskvöld, hefst námskeið um ævi, störf og list Johanns Sebastians Bach í safnaðarsal Hallgrímskirkju und- ir leiðsögn Ingólfs Guðbrands- sonar. Námskeiðið er haldið á vegum Endurmenntunarstofnunar Há- skóla íslands og Listvinafélags Hallgrímskirkju. Námskeiðið hefst kl. 20.15 og verður á mánudagskvöldum frá 12. febrúar til loka apríl. Um 80 manns hafa innritað sig á nám- skeiðið en hægt er að bæta við nokkrum þátttakendum. STEINAR WAAGE SKOVERSLUN Moon Boots Tegund: Skandia Litir: Svart, blátt og rautt Ath. Starnur og góður sóli Verð: 2.995 Kuldaskór Tegund: Greenies Stærðir: 25-30 Litur: Brúnn Verð: 1.995 5% Staðgreiðsluafsláttur • Póstsendum samdægurs STEINAR WAAGE / SKOVERSLUN SÍMI 568 9212 STEINAR WAAGE/ SKOVERSLUN / SÍMI 5518519 <3° J 4 Aðalfundur Verslunarráðsins fimmtudaginn 1 5. febrúar 1996 kl. 11.30 > 1 5.00, i Súlnasal Hótels Sögu ísland í alþjóðasamkeppni: STEFNA VERSLUNARRÁÐSINS 0G STEFNA „HINS OPINBERA" Aðalfundur Verslunarráðs Islands - samtaka íslensks viðskiptalífs - er haldinn annað hvort ár. Helstu atriði á dagskrá fundarins nú, auk aðalfundarstarfa, verða: Ræða formanns Verslunarráðsins Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri SJOVÁ-Almennra trygginga hf. Ræða iðnaðar- og viðskiptaráðherra Finnur Ingólfsson Tillaga að nýrri stefnuskrá Verslunarráðs íslands Sérstök stefnuskrárnefnd hefur unnið með stjórn og framkvæmdastjórn að skilgreiningu markmiða Verslunarráðsins til næstu framtíðar, úrræða/leiða til þess að ná þeim og leggur auk þess fram ítarlegan verkefnalista. Á aðalfundinum liggur fyrir skrifleg kosning formanns, 18 annarra stjórnarmanna og 19 varastjórnarmanna. Aðgangur og skráning þátttöku Aðalfundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa á íslensku atvinnu- og viðskiptalífi. Nauðsynlegt er þó að skrá þátttöku fyrirfram í síma Verslunarráðsins, 588 6666 (svarað er á skrifstofutíma kl. 08-16). FUNDARGJALD KR. 2.000 GREIÐIST VIÐ KOMU Á FUNDARSTAÐ (Fyrir hádegisverð og aðrar fundarveitingar) VERSLUNARRAÐ ISLANDS SAMTÖK ÍSLENSKS VIÐSKIPTALÍFS OPIÐ TIL KL. 16 LAUGARDAGA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.