Morgunblaðið - 11.02.1996, Page 13

Morgunblaðið - 11.02.1996, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 13 gera kröfu til borgarinnar en langflestir eru ísraelsmenn og finnst ekki koma til greina að skipta henni á ný. Stuðningur við Palestínumenn Hingað til hefur krafa Palest- ínumanna notið stuðnings flestra erlendra ríkja. Þannig hafa t.d. flest erlend ríki haft sendiráð sín í ísrael í Tel Aviv en ekki í höfuð- borginni Jerúsalem og viljað með því leggja áherslu á að þau líti á stöðu Jerúsalem sem óleystan vanda. Fyrirhugaður flutningur bandaríska sendiráðsins til Jerú- salem, sem kallað hefur á heiftar- leg viðbrögð Palestínumanna, gæti þó verið fyrsta skrefið í að breyta þessu. Það virðist þó ekki gæta neinna breytinga í afstöðu fjölda opinberra gesta sem sífellt móðga borgarstjórann með því að virða að vettugi andstöðu hans og heimsækja Orient House í austur Jerúsalem þar sem Palest- ínumenn hafa hálfopinberar bækistöðvar sínar. Erlendir sendi- menn sýndu einnig málstað Pal- estínumanna fádæma stuðning þegar borgaryfirvöld skipulögðu mikil hátíðarhöld í fyrra í tilefni af því sem þau kölluðu 3000 ára afmæli Jerúsalem. Hátíðin snerist eingöngu um sögu gyðinga í borg- inni en saga araba var algerlega sniðgengin. Viðbrögð umheimsins voru þau að opnunarhátíð afmæl- isins var sniðgengin af 53 af 70 fulltrúum erlendra ríkja þeirra á meðal fulltrúa Bandaríkjanna. Mótmæli stjórnarandstöðu Eins og áður sagði hafa palest- ínsku kosningarnar komið deil- unni um Jerúsalem í sviðsljósið enn á ný. Þótt u.þ.b. 150.000 Palestínumenn séu búsettir í Austur-Jerúsalem á ekki nema lítill hluti þeirra kosningarétt í borginni sjálfri. Hinirteljast ýmist eiga kosningarétt á Vesturbaktr- anum eða í þorpum umhverfis borgina. Kosningar þessa minni- hluta innan borgarinnar ollu þó mörgum ísraelsmönnum áhyggj- um. Stjórnarandstaðan reyndi t.d. að fá hæstaréttarúrskurð um það að palestínskar kosningar færu ekki fram innan borgarinnar og á fyrsta mótmælafundi stjórnar- andstöðunnar eftir morðið á Rab- in dreifðu þeir flugmiðum sem á stóð m.a.: „Hinn 20. janúar, á sjálfan hvíldardaginn, munu íbúar austur Jerúsalem bæði kjósa og verða kosnir í sjálfstjórn Palestínu- manna. Borgin mun verða böðuð í grænum, svörtum og rauðum fánum og myndum af Arafat haldið á lofti. Það er á þennan hátt sem ríkisstjórn Peresar stendur vörð um einingu Jerúsal- em.“ Stjórnarsinnar hafa hins vegar reynt að gera lítið úr mikilvægi þess að palestínskar kosningar fari fram innan borgarinnar. Hafa þeir m.a. haldið því fram að kosn- ingar innan Jerúsalem séu lítið annað en utankjörstaðakosning- ar. Þ.e. að þó kosið sé í Jerúsalem séu kosningakassarnir þar fremur póstkassar en raunverulegir kosn- ingakassar enda hafi þeir rifu á hliðinni en ekki á toppnum eins og kosningakassar hafi annars staðar. Lítil þátttaka Þótt ísraelsmenn hafi óttast að Palestínumenn notuðu kosningar innan Jerúsalem til að styrkja kröfu sína til borgarinnar virtust kosningatölur þar síður en svo styrkja kröfu þeirra. Kosninga- þátttaka reyndist hvergi minni en í Jerúsalem enda munu kjósendur þar hafa óttast refsiaðgerðir, svo sem sviptingu atvinnuleyfis, not- uðu þeir kosningarétt sinn. Ör- yggisgæsla ísraela fólst m.a. í því að mynda kjósendur og olli það óróleika og tortryggni auk þess sem allt skipulag virðist miða að því að gera kjósendum í Jerúsal- em erfiðara fyrir. shire. Þeir sjá nú hins vegar fram á að þurfa óvænt að beina spjótum sínum að Buchanan. Eru sumir fréttaskýrendur farnir að spá því að baráttan verði milli þriggja manna, Doles, Forbes og Buchanans. Á kjörfundum og í forkosningum eru valdir kjörmenn er fara á flokks- þing repúblikana í ágúst, þar sem forsetaframbjóðandi flokksins verð- ur kjörinn. Samkvæmt nýlegri skoðanakönn- un í Iowa hefur stuðningur við Dole minnkað úr 35% í 22% en Forbes nýtur nú stuðnings 14,5% repúblik- ana í ríkinu. Rúmlega 40% þeirra er geta mætt á kjörfundinn sögðust hins vegar vera óákveðnir. Segja sérfræðingar að þetta þýði að 42% þeirra er studdu Dole í desember hafi nú látið af stuðningi við hann. Stuðningurinn við Forbes virðist sömuleiðis ekki standa á mjög traustum grunni og eru um 23% þeirra er lýstu yfír stuðningi við hann í upphafí nú á báðum áttum. Iowa er landbúnaðarríki þar sem kristilegir íhaldsmenn eru síst áhrifaminni hópur en í Louisiana. Buchanan á því að mati margra gott sóknarfæri í Iowa. Hafa ber hugfast að á kjörfundi árið 1988 hlaut kristilegi sjónvarpsmaðurinn Pat Robertson tæpan fjórðung at- kvæða í Iowa og lenti í öðru sæti. Dole vann þá sigur en George Bush, þá varaforseti, lenti í þriðja sæti. Óviss forysta Dole er enn með forystu í skoð- anakönnunum í New Hampshire en Forbes hefur þó verulega saxað á fylgi hans þar. Er það ekki síst það stefnumál hans að taka upp flatan 17% tekjuskatt og strika í staðinn út alla frádráttarliði, er nær athygli almennings. Forbes hefur varið gífurlegum fjármunum til baráttunnar og koma þeir að nær öllu leyti úr hans eigin vasa. Nýlega var greint frá því að hann hefði á síðasta ári varið 18 milljónum dollara, tæpum 1200 milljónum króna, í kosningabaráttu sína, þar af 16,5 milljónum dollara úr eigin vasa. Þetta er áþekk fjárhæð og þekktustu frambjóðandurnir hafa eytt í baráttuna. Til samanburðar má geta þess að Forbes eyddi 14 milljónum á síðasta ársfjórðungi árs- ins, Dole 8,4 milljónum, Phil Gramm 5,4 milljónum, Lamar Alexander, fyrrum ríkisstjóri í Tenessee, 3,5 milljónum og Buchanan 3,2 milljón- um. Aðrir frambjóðendur á borð við Richard Lugar, öldungadeildarþing- mann frá Indiana, eyddu minna. Að auki þarf Forbes ekki að veija miklum peningum í kostnaðarsamar fjársafnanir þar sem að um hans eigin peninga er að ræða. Þannig fóru tvær milljónur dollara af þeim 21 milljónum sem Dole notaði í kosn- ingabaráttuna í fyrra í að safna peningum. Sem dæmi um hve mikil Forbes leggur í baráttuna má nefna að hann hefur keypt það mikið af sjónvarps- auglýsingum hjá sjónvarpsstöðvum í Boston síðustu vikur, en þær nást í New Hampshire, að talið er hver íbúi ríkisins hafi séð auglýsingar hans 34 sinnum á viku. Til saman- burðar sjá Bandaríkjamenn að með- altali tíu Budeiser bjórauglýsingar á viku. Peningar eru hins vegar lítið vandamál þegar Forbes annars veg- ar. Heildareignir hans eru metnar á 450 milljónir dollara, tæpa 30 millj- arða króna, og hefur hann lýst því yfir að hann sé reiðubúinn að veija 25 milljónum af eigin fé í baráttuna. Þegar leið á baráttuna 1992 helt- ist Robertson hins vegar úr lestinni, fylgi Doles dvínaði verulega og Ge- orge Bush var að lokum kjörinn for- setaframbjóðandi repúblikana. Fyrstu kjörfundirnir og forkosn- ingarnar segja því ekki alla söguna. Þegar upp er staðið kann svo að fara að það hafi verið Dole er vann mesta sigurinn í Louisiana ef úrslit- in þar verða til að Gramm hverfi úr baráttunni. "*■*%!?**« kr. afslátfur Með því að tryguja Þvr eitt af þessum 200 sætuni, tryggðu þér Un; le,ð 8 0«> kr. afslát afsu,narleyfjsferdjiuu Benidorm Costa dol soi Vikulegt leiguflug Cancun Beint leiguflUg t sumar Parfs Vikulegt ieiguflug 1 suniar. Austurstræti 17, 2. hæð. Simi 562 4600. sæti til í sumar 33.333 frá kr. Sumarbæklingurinn er kominn út og þú finnur glæsileg kynningartilboð í heitasta bæklingi sumarsins til Benidorm, Costa del Sol, Parísar, Cancun og Barcelona. Við kynnum glæsilega gististaði á Benidorm í sumar og hreint ótrúleg kjör og fyrir þá sem bóka snemma - miklu lægra verð en í fyrra. Verð kr. Verð kr. H jón með 2 börn ,2-11 ára í viku, Europa Center, 20. júní með afslætti. Skattar innilaldir. Hjón með 2 börn, 2-11 ára í 2 vikur, Europa Center. 20. júní nieð afslætti. Skattar innifaldir. 51.160 Verð kr. 2 í íbúð, 23. maí, Europa Center. 2 vikur. Skattar innifaldir. S II M U I D I 9 9 6 í - •• - HEIMSFERÐIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.