Morgunblaðið - 11.02.1996, Page 26

Morgunblaðið - 11.02.1996, Page 26
26 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR FJÓRIR þingmenn Sjálfstæð- isflokksins hafa lagt fram á Alþingi lagafrumvarp um að heimila erlendum aðilum að eiga allt að 49% hlut í íslenzkum sjáv- arútvegsfyrirtækjum. Þessir þingmenn eru Kristján Pálsson, Pétur H. Blöndal, Vilhjálmur Egilsson og Guðjón Guðmunds- son. Áður hafa verið lögð fram tvö frumvörp um sama mál, ann- að frá þingmönnum Þjóðvaka um að heimila 20% eignaraðild að sjávarútvegsfyrirtækjum og hitt frá ríkisstjórninni þar sem gert er ráð fyrir óbeinni eignaraðild útlendinga allt að 25%. Þessi tillöguflutningur á Al- þingi sýnir, að viðhorf eru að breytast til erlendrar fjárfesting- ar í íslenzkum sjávarútvegi. Sl. haust lýsti Morgunblaðið þeirri skoðun í Reykjavíkurbréfi, sem síðar var ítrekuð í forystugrein blaðsins, að tímabært væri að íhuga og ræða stefnubreytingu á þessu sviði. Aðalástæðan fyrir breyttum viðhorfum Morgun- blaðsins til málsins var og er sú, að íslenzk sjávarútvegsfyrirtæki eru byrjuð að fjárfesta í sam- Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. bærilegum fyrirtækjum í öðrum löndum með góðum árangri. Má þar ekki sízt nefna fjárfestingar útgerðarfyrirtækjanna tveggja á Akureyri í þýzkum fyrirtækjum og Granda hf. í Chile. Þessar fjárfestingar sýna, að við höfum þekkingu, reynslu, fjármagn og sjálfstraust til þess að takast á við útgerðarrekstur í öðrum löndum. Og tímabært að takast á við ný verkefni þar. Er t.d. ekki ástæða til að ræða fjárfestingu í sjávarútvegi í Nor- egi?! Við getum hins vegar ekki búizt við því að geta einhliða fjárfest í sjávarútvegi í öðrum löndum. Að því kemur, að við okkur verður sagt: ef þið ætlizt til að geta fjárfest i sjávarútvegi hjá okkur hljótum við að mega fjárfesta í ykkar sjávarútvegi. Það er þetta grundvallaratriði, sem hlýtur að kalla á stefnu- breytingu. Áuðvitað er hægt að segja sem svo: ef um tvennt er að velja að íjárfesta í útgerð í öðrum löndum og leyfa erlendar fjárfestingar hér eða láta vera að auka um- svif okkar annars staðar og halda óbreyttu ástandi hér, velj- um við síðari kostinn. En er vit í því? íslenzka þjóðin býr yfir mikilli þekkingu og reynslu í útgerðarrekstri. Við eigum nú vel menntað fólk á sviði rekstrar og stjórnunar, sem stendur al- gerlega jafnfætis stjórnendum í öðrum löndum. Við búum yfir vaxandi fjárhagslegum styrk. Hvers vegna eigum við ekki að hagnýta okkur þessa þekkingu og reynslu annars staðar? Til viðbótar er alveg ljóst, að eftir því sem sjávarútvegurinn eflist harðnar baráttan um þá viðskiptalegu hagsmuni, sem tengjast sjávarútvegsfyrirtækj- unum. Þess má þegar sjá merki, að þær tvær viðskiptablokkir, sem fyrir eru í landinu, keppast nú um að treysta stöðu sína á vettvangi sjávarútvegsins. Burðarás hf., dótturfyrirtæki Eimskipafélags íslands hf., hefur keypt hlutabréf í hveiju sjávarút- vegsfyrirtækinu á fætur öðru á undanförnum misserum. íslenzk- ar sjávarafurðir hf. og fyrirtæki því tengd hafa lagt áherzlu á að efla stöðu sína innan sjávar- útvegsfyrirtækja á sama tíma. Það væri einungis af hinu góða, að þessi samkeppni fyndi sér nýjan farveg m.a. í auknum fjár- festingum íslenzkra sjávarút- vegsfyrirtækja með trausta fjár- hagslega bakhjarla í sjávarútvegi annarra þjóða. Það voru á sínum tíma full rök fyrir þeirri afstöðu, að erlend fjárfesting í íslenzkum sjávarút- vegi kæmi ekki til greina. En tímarnir eru breyttir. íslenzku sjávarútvegsfyrirtækin sjálf hafa skapað ný viðhorf. Við megum ekki loka okkur inni í viðhorfum liðins tíma. Þess vegna eru þær umræður, sem frumvörp þingmanna Sjálfstæð- isflokks, Þjóðvaka og ríkisstjórn- ar munu skapa um þetta grund- vallarmál, mikilvægar. ERLEND FJAR- FESTING í SJÁVARÚTVEGI EINSOG VIÐ getum lesið líf og hugsanir Sturlu Þórðarsonar út- úr samtímasögu Hans, þannig gætum við einnig kynnzt list hans og viðhorfum í þessu mikla riti sem sprettur úr umhverfinu kringum hann, Njáls sögu, en það skiptir meira máli en viðblasandi lyklar að persónum, sem eiga að ganga að ólíkum heimum: annars vegar umhverfí höfundar, hins vegar skáldverki hans. Loks er augljóst að höfundar beggja fyrmefndra rita, Njálu og Hrafnkels sögu, eru miklir lærdómsmenn, hafa fullkomin tök á táknum og arfleifð umhverfís síns og ausa af latneskri bókmenningu, ef svo ber undir. Þeir hafa á hraðbergi hvortheldursem er heiðinn arf norr- ænan, eða latnesk viðhorf og kristin. Sturla Þórðarson þekkir auk þess land sitt öðrum betur, hefur víða rat- að og kann íslenzk ritverk utanbók- ar. Allt landið er vettvangur Sturl- ungu, en slíkir höfundar þurfa þó ekki endilega að hafa farið gjörvallt sögusvið sitt einsog sjá má af því hvemig Halldór Laxness lýsir Græn- landi í Gerplu, þeirri miklu bók. „Ég hef farið á alla þessa staði sem lýst er f Gerplu, nema til Grænlands", segir Laxness í Skeggræðum okkar gegnum tíðina. Grænlandslýsingin er samt ein helzta perla þeirrar bókar. Upplifun skálds kemur ekki endilega að utan, hún á ekki síður rætur í innri sýn. Allt skiptir þetta ekki minna máli en það, hvort Ögmundur Helgason er eitthvað líkur Hrafnkatli eða Odd- ur Þórarinsson Gunnari á Hlíðarenda, þótt slíkar bollaleggingar séu skemmtileg tilbreyting og raunar harla spennandi leikur, ekkisíður en áhrif séra Jóhanns eða Einars Bene- diktssonar á einstaka persónur í verk- um Halldórs Laxness. En þó eru þess- ar persónur þegar nánar er að gætt líkari skáldinu sjálfu en fyrirmyndun- um, ekkisízt tungutakið sem hefur hvergi heyrzt nema í sögum Hall- dórs. Þá getum við einnig dregið ýmsar aðrar ályktanir af Hrafn- kötlu og Brennu-Njáls sögu, m.a. þá að höf- undur Njálu er meira skáld, einkum ljóð- skáld, en höfundur Hrafnkötlu og gæti það komið heim og saman við annað sem við þekkjum til Brands byskups og Sturlu Þórðarsonar. í Njálu eru setningabrot ígildi heilla kvæða. Allar bækur fjalla fyrstogsíðast um höfunda sína. Þannig er Hel ekki um Álf frá Vindhæli, heldur Sigurð Nor- dal. Samt eru Fornar ástir skáldskap- ur, þótt þær séu ekki skáldskapur frá rótum. Átökin í Hel fjalla um barátt- una milli einlyndis og marglyndis í lífi og lífsviðhorfum Sigurðar Nordals sjálfs, á sama hátt og Kierkegaard skrifar þann tilbúna Constantin Constantius fyrir Endurtekningu sinni. Þessi heimspeki er þannig á mörkum skáldskapar og uppgjörs ein- sog Fomar ástir. Og í henni miðri eru dýrðleg prósaljóð, m.a. um lækinn sem rennur hjá bæ föður skáldsins, þessa ógleymanlegu bamfóstru í náttúrunni, þessa hljóðlátu lækjardís sem ,er sjálf eilífðin og hvílir huga þreytts og iífsleiðs heimspekings. Ætli þetta lýsi ekki betur Kierke- gaard en sögupersónunni? Eða prósa- ljóðið um stúlkuna sem vekur sál sögupersónunnar til lífsins, einsog sól opni augu. Eða ljóðið um dauðann sem er einskonar fagnaðaróður um sláttumanninn. Þannig getum við íesið höfund útúr sérhverju verki. Við getum tekið enn eitt dæmi um slíkt persónuppgjör sem er í svo skáldlegu gervi að það hvarflar vart að manni annað en skáldið sé að skrifa sögur af gömlum konum sem standa hjarta hans næst, þótt hann sé að gera upp eigið líf. Hann hefur aðvísu ekki viðurkennt það sjálfur, enda ekki í verkahring skálda að gera ótilneydd drastískar játningar um verk sín. Ég er að tala um sög- una af brauðinu dýra, kórvillu á Vest- fjörðum og villur gömlu konunnar með brauðið í Innansveitarkroniku. Halldór Laxness er sjálfur utan við allar þessar sögur, enda fjalla þær um gamlar konur sem varðveita það, sem þeim hefur verið trúað fyrir. En þó einkum villur þeirra. Allar þessar sögur fjalla þó fyrstogsíðast um skáldið sjálft og uppgjör þess við sjálft sig, líf sitt og viðhorf. Þótt Halldór hafí lent í mörgum villum og mannlífsþokum, hefur hann æviniega haldið fast í brauðið dýra, þ.e. ís- lenzka arfleifð og sakramenti ka- þólsku kirkjunnar. Og hann hefur í hjarta sínu fagnað því á hveijusem gengið hefur, að móðurkirkjan hefur ávallt haft eina kló í sálartetri hans og aldrei losað um hana. Sjálfur hef- ur hann haldið fast utanum það sem honum er dýrmætast og aldrei sleppt taki af því, sem honum var ungum trúað fyrir. Brauðinu dýra. Við kynnumst ekki endilega þess- um gömlu konum í sögum Halldórs Laxness, heldur viðhorfum hans sjálfs. uppgjöri sem er ekkisízt mikil- vægt þegar haft er í huga, að sá veruleiki er heldur lítils virði, sem er einungis dagleg hráslagaleg endur- tekning afstæðs hversdagsleika, án drauma og skáldskapar. Án dulúðar, án sakaramentis; án mikilvægrar arfleifðar. Sá sem les þessar sögur án þessa samhengis eykur ekki spönn við hug- myndir sínar um Halldór Laxness eða skáldskap hans. Hann er engu nær um skáldið en þótt hann hefði aldrei lesið sögumar. Það gerir svosem ekk- ert til, því við vitum svo margt um skáldið, og efnið er algild reynsla einsog verða vili í góðum skáldskap. En ef við vissum lítið sem ekkert um Halldór Laxness, yrðum við að lesa hann útúr þessum sögum og öðrum verkum hans. Og hver mundi þá ekki staðnæm- ast við brauðið dýra? Og þá tilviljana- lausu niðurstöðu að brauðinu skuli komið til skila, hvaðsem líður þessa heims þokum og villum. M HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 10. febrúar Aundanförnum vik- um hefur meira verið rætt um aukna neyzlu fíkniefna meðal ungl- inga og ungs fólks og jafnvel barna en oftast áður. Ástæðan er sú tilfínning og að ein- hveiju leyti vissa, að notkun fíkniefna hafí aukizt í þessum aldurshópum og að samfélag okkar standi frammi fyrir meiri og alvarlegri vanda af þessum sökum en nokkru sinni fyrr. Samhliða hafa vaknað umræður um, hvers vegna svo sé komið og með hvaða hætti jyjóðinni hafi mistekizt í menntun og uppeldi nýrra kynslóða. Tæpast fer á milli mála, að fíkniefnaneyzla er að veru- legu leyti undirrót-yaxandi ofbeldis, þjófn- aða og margvíslegra annarra afbrota. En jafnframt er spurt, hvort vaxandi ofbeldi eigi rætur að rekja til ofbeldis í þeim myndum, sem sjónvarpsstöðvar sýna. Dag- skrárstjórar sjónvarpsstöðvanna áttu í vök að veijast gagnvart reiðum foreldrum í umræðuþætti Stefáns Jóns Hafsteins á Stöð 2 fyrir nokkrum dögum. Þessar skýringar duga hins vegar fæst- um og þess vegna má heyra manna á meðal töluverðar umræður um hvað valdi og jafnframt þungar áhyggjur. Séra Sig- urður Pálsson kom að þessu viðfangsefni með svolítið öðrum hætti í prédikun, sem hann flutti í Hallgrímskirkju hinn 16. sept- ember sl. haust, þar sem hann fjallaði um viðhorf hins íslenzka samfélags nú á dög- um til barna almennt. í prédikun sinni sagði séra Sigurður Pálsson m.a.: „Formlega má segja, að vel sé búið að bömum. Þeim er tryggð menntun án mis- mununar og margvísleg lagaákvæði vemda þau fyrir yfirgangi og vanrækslu og ekki alls fyrir löngu var komið á fót embætti umboðsmanns barna. Það er vel. Eigi að síður em blikur á lofti er benda til, að ekki sé allt sem skyldi. Menntun og magafylli fullnægir ekki öllum þörfum barnsins. Fjöl- margt í íslenzku þjóðfélagi setur þeim stól- inn fyrir dymar, sem annast vilja böm af kostgæfni og alúð. Tilfinningalegt atlæti og siðgæðislegt og trúarlegt uppeldi fer ekki fram að gagni nema í persónulegum og kærleiksríkum samskiptum bama og uppalenda. Slíkt krefst tíma. Fjöldi foreldra hefur ekki þann tíma. Margir vegna ytri aðstæðna, sem krefjast sífellt lengri tíma til að afla lífsviðurværis. Verst mun hópur einstæðra foreldra, einkum einstæðra mæðra settur. Um slíkar aðstæður ræður pólitísk stefnumörkun miklu. En þeir eru einnig til sem em svo upp- teknir af sjálfsfremd sinni, að bömin verða afgangsstærð. Börn sem ekki er sinnt verða öryggislaus og hættir við tilfinningakulda. Öiyggisleysi og tilfinningakuldi getur kall- að á ofbeldisfulla hegðun. í sjónvarpsfrétt frá Svíþjóð nýlega var rætt um aukna hnífa- - eign sænskra ungmenna og að sífellt fleiri gangi með hnífa á sér til öryggis. Og þess- um hnífum er beitt - og ungmenni falla fyrir hnífsstungum jafnaldra sinna. Þetta er ekki óþekkt hér á landi. Þeir sem spurð- ir vom um orsakir töldu þær öðra fremur öryggisleysi, ótti, tortryggni. Flótti á vit vímugjafa er annað einkenni öryggisleysis og einsemdar, með öllum þeim hörmungum, sem því fylgja. Og ekki fækkar þeim, sem þurfa aðstoðar við af þessum sökum. Með þessu er ekki sagt, að allt sem aflaga fer sé orsök bresta í uppeldi, fjarri því. Manneskjan er flóknari vera en svo. Hinu verður ekki neitað, að ijölmörg þjóð- félagsleg vandamál og persónulega harm- leiki má rekja til þess, að barnið hefur ekki verið virt þess að gefa því tíma, umhyggju kærleika og siðferðilegan stað að standa á og hefur einnig verið svikið um þá sýn kristinnar trúar, að lífið hér og nú í fylgd Jesú Krists á sér vídd út fyrir gröf og dauða, vídd, sem gefur til- gang og von.“ Síðan sagði séra Sigurður Pálsson: „Það er mikið lagt upp úr réttindum barnsins þessi árin. Það er vel. Hin ytri réttindi og þau, sem löggjafinn getur tryggt verða gjaman fyrirferðarmikil í umræðunni. En barnið á annan rétt, sem vissulega er fjall- að um í alþjóðlegum samþykktum, sem íslendingar em skuldbundnir, en erfiðara er að tryggja - þ.e. réttinn til uppeldis. Réttinn til uppeldismótunar, sem stuðlað getur að því að einstaklingurinn öðlist sjálfsvirðingu, verði siðferðilega ábyrgur og fær um að sýna öðrum virðingu, kær- leika og tillitssemi. Kristin kirkja á að ganga fram fyrir skjöldu og vera málsvari barnanna á öllum sviðum lífsins. Hún á að styðja foreldra og hvetja svo að bömin komi fyrst í for- gangsröðuninni, bæði inni á heimilinu og í þjóðfélaginu almennt. Hún á að vera virk í hveiju því, sem er börnum til heilla. Og öllu öðm fremur á hún að forgangsraða sjálf, þannig að bömin, trúfræðsla þeirra og þátttaka í samfélagi safnaðarins hafí forgang og hún á að styðja foreldra við hið trúarlega uppeldi. Og það hefur verið gert í vaxandi mæli. Á þessu veltur andleg- ur famaður bamanna. Á þessu veltur líf RÆTUR ÞEIRRA vandamála, sem við blasa hjá börnum, unglingum og ungu fólki, fíkniefna- neyzla, ofbeldi, þjófnaðir, eru áreið- anlega margvísleg- ar en einn helzti grundvallarþáttur þeirra er sá, sem sr. Sigurður Pálsson fjallaði um í Hallgrímskirkju í haust, öryggisleysi og tilfínningakuldi. En hvað veldur því, að börn verða öryggislaus og tilfinningaköld, sem fylgir þeim svo alla ævi með einum eða öðram hætti? Það er stundum talað af virðingarleysi um sérfræðinga á borð við sálfræðinga og félagsfræðinga. En staðreyndin er sú, að þótt ekki sé horft nema aldarfjórðung um öxl, hefur orðið byltingarkennd breyt- ing á þekkingu manna á sálarlífi barna og unglinga, hvað það er í umhverfi þeirra í æsku, sem mótar þessar uppvaxandi kynslóðir að töluverðu leyti og hefur áhrif á hegðan þeirra nánast um alla framtíð. Sú þekking er til komin vegna merkilegra rannsókna, sem sálfræðingar, félagsfræð- ingar, læknar og aðrir sérfræðingar hafa unnið að. Það er engin spurning um það, að örygg- isleysi og tilfinningakuldi eiga rætur að rekja til skorts á „tilfmningalegu atlæti og siðgæðislegu ogtrúarlegu uppeldi", sem sr. Sigurður nefnir, þótt síðastnefndi þátt- urinn, þ.e. trúarlegt uppeldi, fari auðvitað eftir viðhorfi fólks til trúar. Það er hægt að veita börnum tilfinningalegt atlæti og siðgæðislegt uppeldi, þótt hinn trúarlegi þáttur sé ekki með í för, enda einkamál hvers og eins. Hvers vegna skortir þetta atlæti og uppeldi? Að einhveiju leyti vegna þess, sem sr. Sigurður nefnir, að það krefst tíma og fólk hefur ekki þann tíma í miðri lífsbarátt- unni. Fyrir aldarfjórðungi var það skoðun margra, að barnaheimilin og sérmenntaðar fóstmr gætu komið í staðinn. Öllum er auðvitað ljóst í dag hvílík firra það er. Ekkert getur komið í staðinn fyrir skilyrð- islausa ást og atlæti foreldra - ekkert. Ekki einu sinni skilyrðislaus ást og atlæti afa og ömmu. Að einhveiju leyti er skortur á atlæti og uppeldi vegna eigingirni og sjálfselsku foreldra, sem eru uppteknir af því, sem sr. Sigurður Pálsson nefnir „sjálfsfremd sinni“. Um þetta eru mörg og skýr dæmi og m.a. hefur einn merkasti sagnfræðing- ur samtímans, Paul Johnson, skrifað stór- merka bók um það, sem einungis er hægt að kalla skepnuskap ýmissa frægustu og „merkustu“ manna síðustu alda í garð barna sinna, sem biðu þess aldrei bætur að hafa átt slík „stórmenni" fyrir foreldra. Að öðru leyti má kannski segja, að ör- yggisleysi og tilfinningakuldi hafi orðið til í æsku vegna þekkingarleysis bæði for- eldra og þjóðfélagsins alls. Fyrir nokkrum áratugum vissu menn ekki það, sem rann- kirkjunnar sjálfrar." Öryggis- leysi og til- finninga- kuldi ' V Xi k* ‘ö ,18 j ÞINGHOLTIN Morgunblaðið/Sverrir sóknir hafa síðar leitt í ljós, hvaða afleið- ingar ýmiss konar háttsemi getur haft. Hér skal ekki farið út í rökin með og móti hjónaskilnuðum en nú a.m.k. veit fólk eða á að vita, að skilnaður foreldra getur haft svo djúpstæð áhrif á börn, að úr því verður aldrei bætt. Sú þekking, sem nú er fyrir hendi í þeim efnum, á alla vega að verða til þess að markvisst sé unnið að því, þegar skilnaður verður, að draga úr þeim áhrifum. Annars konar skilnaður setur einnig mark sitt á allt líf fólks, hversu mikil, sem hin ytri velgengni kann að vera. Það er sá skilnaður, sem verður, þegar foreldri yfirgefur bam sitt, stundum að fullu og öllu, skilur það eftir til þess að takast á við lífíð og tilvemna, í umsjá annarra fram- an af. Um áhrif þess á böm og unglinga og allt lífshlaup einstaklings má lesa í ein- lægri og kjarkmikilli bók Maríu Guð- mundsdóttur, sem út kom fyrir jólin. Alkóhólismi er miklu útbreiddari á ís- landi en opinberar tölur segja til um. Meira er nú rætt um alkóhólisma en áður, þegar hann var falinn inni á heimilum og í fjöl- skyldum. Á undanförnum áratugum hafa hins vegar farið fram mikilvægar rann- sóknir á áhrifum alkóhólisma á fjölskyld- ur. Það er alveg ljóst, að þar er ákveðið mynstur á ferð. Islendingur getur lesið í bók eftir bandarískan höfund nákvæma lýsingu á sjálfum sér og systkinum sínum, hafi þau alizt upp við alkóhólisma föður eða móður eða beggja vegna þess, að áhrif- in og afleiðingarnar eru alls staðar hinar sömu og þær eru hrikalegar. M.a. öryggis- leysi, sem markar viðkomandi einstaklinga alla ævi á einn eða annan veg. Það hefur sennilega verið gert alltof lít- ið af því að upplýsa fólk um áhrif og afleið- ingar alkóhólisma fyrir nánustu aðstand- endur og auðvelda þeim að fást við það, sem að þeim snýr. Það eru til fleiri fórn- arlömb ofdrykkju en ofdrykkjumennirnir sjálfir. Þeir sem bezt þekkja til segja þó, að AA-samtökin hafí unnið mikið og merkilegt starf á þessu sviði. Að ráðast að rót vandans SR. SIGURÐUR Pálsson benti í predikun sinni á lykilinn að því að skilja þau vanda- mál, sem samfélagið horfist í augu við gagnvart börnum og unglingum. Lykilorð- in em öryggisleysi og tilfinningakuldi. Verkefni okkar er að ráðast að rót þess vanda. Við getum aldrei upprætt öryggis- leysi eða tilfínningakulda en við getum gert mikið til þess að draga úr þessum þáttum eða halda þeim í skefjum. Hvernig? Grundvallarþátturinn í því hlýtur að vera sá, að efla þekkingu fólks. Ungt fólk, sem er að eignast börn, þarf að vita hvað í vændum er. Það þarf að vera upplýst um það, sem að foreldmm snýr. Það þarf að miðla til þess allri þeirri gífurlegu þekk- ingu, sem safnað hefur verið saman um þessi málefni. Það þarf að vita, að barna- heimili, fóstrur, dagmömmur, geta aldrei komið í staðinn fyrir skilyrðislausa ást og umhyggju, atlæti og uppeldi foreldranna sjálfra. Þetta unga fólk þarf að vita hvaða áhrif skilnaður foreldra getur haft á barnssálina um aldur og ævi. Foreldrið, sem ætlar að yfírgefa barn sitt og fela það umsjá ánn- arra, þarf að vita að það er að móta allt líf einstaklings með þeirri ákvörðun. Það skiptir engu í þessu sambandi, þótt ein- mitt þessir einstaklingar nái stundum mestum árangri í lífsbaráttunni. Undir niðri þjást þeir alltaf af öryggisleysi þess, sem hefur verið skilinn eftir. Foreldrar, sem em uppteknir af eigin frama, þurfa a.m.k. að hafa vitneskju um, hvaða afleið- ingar það getur haft fyrir afkomendur þeirra. Maki og aðrir aðstandendur alkó- hólistans þurfa að vita, að það þarf ekki bara að huga að andlegri velferð of- drykkjumannsins, heldur eru börn þeirra í hættu stöddu og velferð þeirra stefnt í voða. Sú var tíðin, að þessi vitneskja var ekki til staðar og fólk getur þá afsakað hegðun sína með því, ef því sýnist svo. En nú er hún fyrir hendi og þá þarf með markviss- um hætti að miðla henni til almennings. Það er hægt að gera með aðstoð skólakerf- isins. Það er hægt að gera á vegum kirkj- unnar. Það er hægt að gera á vettvangi fjölmiðlanna. Við höfum ótal leiðir til þess að koma þeirri þekkingu, sem fyrir hendi er, á framfæri en að því hefur ekki verið unnið með markvissum hætti á nægilega breiðum grundvelli. Svona m.a. á að ráðast að rót vandans. Við leysum hann aldrei allan með því. En að hluta til og að töluverðu leyti. Smæð samfélags okkar veldur því, að við höfum einstakt tækifæri til að byggja hér upp fyrirmyndarsamfélag, hamingjuríkt og farsælt. Við búum yfír þekkingu til þess og við höfum öll tæki til þess. En það á eftir að beina athygli og áhuga og krafti samfélagsins í einn og sama farveg. „Rætur þeirra vandamála, sem við blasa hjá börn- um, unglingum og ungu fólki, fíkni- efnaneyzla, of- beldi, þjófnaðir, eru áreiðanlega margvíslegar en einn helzti grund- vallarþáttur þeirra er sá, sem sr. Sigurður Páls- son fjallaði um í Hallgrímskirkju í haust, öryggis- leysi og tilfinn- ingakuldi. En hvað veldur því, að börn verða ör- yggislaus og til- finningaköld, sem fylgir þeim svo alla ævi með ein- um eða öðrum hætti?“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.