Morgunblaðið - 11.02.1996, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR H. FEBRÚAR 1996
MINNIIMGAR
MORGUNBLAÐIÐ
INGIBJÖRG OLGA
HJALTADÓTTIR
+ Ingibjörg Olga
Hjaltadóttir var
fædd í Reykjavík
10. mars 1934. Hún
lést í Borgarspíta-
lanum 2. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
María Guðbjörg 01-
geirsdóttir, f. 11.8.
1905 á Akureyri, d.
14.1. 1991 í Hafnar-
firði, og Hjalti
Árnason, f. 21.8.
1903 á Höfðahólum,
d. 28.6. 1960 í
Reykjavík. Þau
Maria og Hjalti skildu. Albróðir
Ingibjargar er Hörður, f. 25.9.
1932. Hálfsystkini hennar eru:
Einar Jóhann, sammæðra, f.
27.1. 1942, og samfeðra eru
Nanna, f. 28.6. 1939, Hrönn, f.
7.10. 1941, Elín, f. 7.5. 1945,
og Hrefna, f. 23.12. 1953.
Hinn 15. september giftist
Ingibjörg Héðni Emilssyni, f.
22.2. 1933 á Eskifirði. Foreldr-
ar hans eru Emil Björn Magn-
ússon, f. 2.8. 1906 á Eskifirði,
d. f. 25.11. 1952 í Reykjavík,
og Margrét Árna-
dóttir, f. 15.1. 1908
í Reykjavík. Börn
Ingibjargar og Héð-
ins eru: 1) Margrét,
f. 13.1. 1957, gift
Birni Guðmunds-
syni. Börn þeirra
eru Héðinn, f. 1975,
Guðrún, f. 1980, og
Helgi, f. 1990. 2)
María Solveig, f.
27.7. 1958, gift Þór-
arni Benedikz.
Dóttir þeirra er
Ingibjörg, f. 1984.
3) Emil Björn, f.
20.4. 1965, maki Margrét Björg
Guðnadóttir. Dóttir þeirra er
Arna Rut, f. 1993. 4) Magnús,
f. 13.6. 1967, maki Margrét
Þórarinsdóttir. 5) Davíð, f. 17.3.
1969, maki Kristín Benný Grét-
arsdóttir. Synir þeirra eru
Grétar Atli, f. 1993, og Gunnar
Atlj, f. 1994.
Útför Ingibjargar Olgu
Hjaltadóttur verður gerð frá
Fossvogskirkju á morgun,
mánudaginn 12. febrúar, og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
FÖSTUDAGURINN 2. febrúar var
fallegur vetrardagur. Sólin skein á
drifhvíta nýfallna mjöllina svo
stirndi á hana. Skammdegismyrkrið
var farið að láta undan síga. Þenn-
an fagra dag lagði tengdamóðir
mín, Ingibjörg Olga Hjaltadóttir, í
sína hinstu ferð. Dauðinn var henni
líkn, löngu og erfiðu veikindastnði
var lokið, hvíldin var fengin. Öll
hefðum við viljað hafa hana lengur
á meðal okkar, en það er ekki spurt
um stað eða stund; tíminn var kom-
inn.
Ég hitti Ingibjörgu fyrst 29. des-
ember 1’975. Ég hafði kynnst Mar-
gréti, eiginkonu minni, tveim dög-
um fyrr og fór til hennar í heim-
sókn í Kúrland 4 þar sem fjölskyld-
an bjó þá. Hógværð og hlýlegt við-
mót var mín fyrsta reynsla af verð-
andi tengdamóður minni. Hún kom
alltaf til dyranna eins og hún var
klædd, tilgerðarlaus, skilningsrík,
gerði ekki veður út af smámunum.
I samskiptum var hún kona friðar-
ins, hávaðalaus en þó ákveðin og
með ríka réttlætiskennd. Allir gátu
treyst henni, hún brást engum.
Starfsvettvangur Ingibjargar var
á heimilinu. Fjölskyldan var stór,
börnin voru orðin fimm, Margrét,
María Solveig, Emil Bjöm, Magnús
og Davíð. Það var þvi í mörg horn
að líta. Umhyggja Ingibjargar fyrir
börnunum sínum og eiginmanni,
Héðni Emilssyni, vakti strax að-
dáun mína. Velferð þeirra skipti
hana öllu máli. Brátt bættist ég í
þann hóp og síðar hin tengdabörnin
og bamabömin. Störf sín rækti
Ingibjörg af alúð og trúmennsku
við eigin sannfæringu. Hún vissi
vel að ekkert starf er mikilvægara
en starf uppalandans. Hún var þó
ekkert að tala um það og því síður
að hreykja sér. Hún lét verkin tala.
Hún umvafði bömin sín ást og
umhyggju og skapaði með því verð-
mæti, mannauð, sem hvorki mölur
né ryð fá grandað. Alltaf var hún
til staðar, mörg þerraði hún tárin
og gleði barnanna var líka hennar
gleði. Bömin hennar njóta nú verka
móður sinnar og föður; þau em öll
einstaklega hjálpsöm, traust og
góðir félagar.
Öll bömin okkar Margrétar, Héð-
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og
afi,
GUÐJÓN SIGURJÓNSSON
sjúkraþjálfari,
Þúfubarði 4,
Hafnarfirðl,
andaðist í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði
aðfaranótt 4. febrúar sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Þökkum vináttu og hlýhug.
Sérstakar þakkir til starfsfólks St. Jósefsspítala í Hafnarfirði.
Steinunn I. Jónsdóttir,
Sverrir Berg Guðjónsson, Guðríður Ragnh. Valtýsdóttir,
Guðjón Steinar Sverrisson, Sigríður Jenný Halldórsdóttir,
Ágústa Valdís Sverrisdóttir.
Í
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
THOR JENSEN G. HALLGRÍMSSON,
Kleppsvegi 134,
sem lést þriðjudaginn 6. feþrúar sl.,
verður jarðsunginn frá Áskirkju í Reykja-
vík þriðjudaginn 13. febrúar.
Athöfnin hefst klukkan 13.30.
Blóm og kransar eru vinsamlegast af-
þakkaðir.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á að láta líknarfélög njóta
þess.
Þóra Hallgrímsson, Guðni Georg Sigurösson,
Margrét Camilla Hallgrfmsson, Ólafur Már Asgeirsson,
Elín Asta Hallgrímsson, Sigurbjörn Sveinsson,
Thor Ólafur Hallgrfmsson, Ingibjörg Jóhannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
inn, Guðrún og Helgi, urðu þeirrar
gæfu aðnjótandi að fá að vera hjá
ömmu Ingibjörgu þegar þau vom
lítil og við foreldramir að vinna.
Þau nutu umhyggju ömmu sinn-
ar, fundu sig ömgg hjá henni, leið
vel. Þau áttu líka skjól hjá henni
og afa Héðni þegar við foreldrarnir
fórum í fjallaferðir til að styrkja
líkama og sál. Stundum hvatti Ingi-
björg okkur beinlínis til að fara í
slíkar ferðir. Hún vissi hve mikla
ánægju það veitti okkur og vildi
allt gera til að leggja okkur lið.
Mér er sérstaklega minnisstætt
þegar við vorum búin að vera í viku
í sólskini og hita á Lónsöræfum
sumarið 1978. Þegar við komum
úr ferðinni og gengum fyrir eldhús-
gluggann í Kúrlandinu, kaffibrún
og sælleg, hélt Ingibjörg að við
væmm útlendingar og svo gladdist
hún innilega með okkur yfir vel
heppnaðri ferð. Það var engu líkara
en að hún hefði verið með okkur í
ferðinni. Þannig var hún tengda-
móðir mín. Velferð okkar allra var
henni alltaf efst í huga.
Ingibjörg var hvunndagshetja.
Slíkt fólk fær ekki orður og þarf
ekki heldur á þeim að halda. Ékk-
ert var henni meira á móti skapi
en tildur, sýndarmennska og
framapot. Hún var aldrei í vafa um
mikilvægi húsmóðurstarfsins og
hún skilaði dijúgu starfi með mikl-
um sóma. Veikindastríð sitt háði
hún af einstakri hugprýði og æðm-
leysi. Sárveik hugsaði hún til okkar
allra og sérstaklega voru barna-
börnin henni ofarlega í huga. Henni
fannst sárt að geta ekki lengur tek-
ið þátt í að hjálpa þeim að vaxa
úr grasi.
Við kveðjum nú Ingibjörgu.
Kveðjustundin er sár, en við eigum
góðar minningar um hana og getum
huggað okkur við það að allt hið
góða sem hún gerði fyrir okkur er
hluti af okkur. Þannig lifír hún í
okkur. Það er okkar gæfa. Blessuð
sé minning hennar.
Björn.
Frænka mín góða.
í morgun þegar heiðgult og blátt
blóm paradísarfuglsins opnaðist í
ægihita suðurhvelsins gall bjallan.
Hljómur hennar hafði numið þig
burt út í svart vetrarmyrkrið á land-
inu kalda. Esjan snævi þakin, hafíð
ógnvekjandi.
Undraverður lífsvilji þinn fékk
ekki sigrað vondan vágest.
Þú gættir lítillar frænku af ást
og umhyggju. Hún fékk að fara í
fyrstu veisluna sína, fermingar-
veisluna þína. Hún gleymir ekki
gleðinni, dansinum og söngnum né
hve falleg þú varst. Einhvern veginn
einduróma tónar harmonikku frá
þessum fagnaði, kannski er það
ekki rétt, það var bara svo gaman
að vera til.
Þú, fullvaxta í grænum kjól, trú-
lofuð, fallegasta frænka í heimi.
Lítil frænka leit ævinlega upg til
þín. Jólaboð. Bamaafmæli. Árin
skoppuðu yfír stokka og steina.
Börnin okkar uxu úr grasi.
Fagurt heimili ykkar Héðins þar
sem fjölskyldan var öll velkomin.
Þið glímduð við stórt verkefni, að
koma til manns fímm efnilegum
börnum. Samhent og samstíga
tókst ykkur það með sóma. Bömin
urðu líka félagar ykkar, þið gerðuð
svo margt saman, þau höfðu ekki
tíma til að kynnast sollinum.
Ævinlega varstu reiðubúin að
samgleðjast, hjálpa og styrkja.
Skyldurækin og réttsýn. Rétt var
rétt, í minnstu smáatriðum. Ekkert
múður. Heilsteyptari og heiðarlegri
manneskja var vandfundin. Heiðar-
leg í hinni gömlu, góðu merkingu
þess orðs.
Trygglyndi þínu og ættrækni var
við bmgðið. Fjölskyldutengsl skiptu
miklu máli í þínum huga, að rækta
frændgarðinn, þekkja uppruna sinn.
Þú að handleika fjársóði þína, fjöl-
skyldumyndir og ættartölur. Fátt
gladdi hjarta þitt meir en gömul
ljósmynd.
Æðmlausust og sterkust varstu
samt þegar dauðinn kallaði nánustu
ættmenni okkar á braut. Elstu kyn-
slóðina.
Hvemig geturðu sýnt svo mikila
stillingu, spurði litla frænkan.
Hún amma okkar, Solveig,
kenndi mér það, hljómaði svarið.
Og við brostum gegnum tárin. Báð-
ar orðnar stoltar ömmur. Ömmu-
hlutverkið eitt hið stærsta sem við
enn höfðum fengið. Fyrsta barna-
bamið varð þitt hjartabam, líkt og
öll hin börnin sem fengu að njóta
ástríkis þíns, skyld sem óskyld.
Smáfluglarnir vom þagnaðir.
Flokkur hvítra kakadúa flaug í átt
til fjallgarðsins. Litla frænkan tíndi
gullin villisólblóm. Gekk inn úr
grænum garðinum. Hélt áfram að
ylja ser við eld indælla minninga.
Stolt yfir frænkunni sem æðraðist
ekki en barðist uns yfír lauk. Stolt
yfír vinum og vandamönnum sem
stóðu vörð um hana sem einn mað-
ur í löngu stríði.
Úti fyrir hurfu gulir geislar
kvöldsólarinnar handan tröllatij-
ánna. Bám með sér óskir um hinstu
fararheill óravegu yfír fjöll og höf
frænkunni góðu til handa.
Vertu sem kærst kvödd, elsku
Gógó mín.
Sólveig Kristín Einarsdóttir.
Kveðja frá Bandalagi
íslenskra skáta
Við andlátsfregn Ingibjargar
Olgu Hjaltadóttur hverfur hugurinn
langt aftur í tímann. Upp úr 1950
tók skátastarf mjög að eflast í
Reykjavík. Böm og unglingar hvað-
anæva úr Reykjavík hópuðust inn
í skátaheimilið við Snorrabraut. Þar
var ekki hátt til lofts eða vítt til
veggja, en heimilið rúmaði svo
öfluga félagsmiðstöð að fáar hafa
jafnast á við hana síðan.
Margt stuðlaði að þessu aðdrátt-
arafli sem skátastarfíð og skáta-
heimilið hafði á stóran hóp ung-
menna. Söngur, leikir, ferðalög,
útivist og hollar lífsreglur mynduðu
fræðslubrunn sem krakkarnir
drukku af upptendraðir af löngun
til að láta gott af sér leiða. Og at-
hafnasvæði skátanna bergmálaði
af fjöri þegar komið var saman á
kvöldin, sungið og ærslast. Sterkust
voru þó áhrif hins góða fólks sem
hafði valist til forystu.
Einn liðsmaðurinn í forystusveit-
inni var Ingibjörg Olga Hjaltadótt-
ir, kölluð Gógó. Líklega hefur hún
aðeins starfað í 4-5 ár i kvenskáta-
félaginu, en á þessum stutta tíma
hafði hún sterk og mótandi áhrif á
tugi ef ekki hundmð telpna og
ungra stúlkna. Hún var aðeins tví-
tug að aldri en geislaði frá sér
gæsku. Hún tendraði brennandi
áhuga og hugsjónir hjá hópunum
sínum svo að telpumar ungu máttu
ekki missa af neinni stund með
henni. Söngvarnir sem hún kenndi
við gítarundirleik óma enn í huga
þeirra. Árið 1956 hvarf hún snögg-
lega þegar aðrar skyldur kölluðu,
eiginmaður, heimili og barnahópur
sem stækkaði ört.
Starfíð varð ekki svipur hjá sjón
eftir að Gógó hætti. Nokkrum árum
síðar var gerð út sendinefnd til að
fá hana til að taka við forystu á
ný svo að allt yrði eins og áður.
Svo gat þó ekki orðið. Hjóli tímans
varð ekki snúið við. Leiðir skildi en
skátahreyfíngin á Gógó þökk að
gjalda. Hún skal færð fram að leið-
arlokum. Hafi hún þökk fyrir allt.
Kristín Bjarnadóttir
aðstoðarskátahöfðingi.
Nú er lokið í bili 50 ára samleið
okkar Ingibjargar Hjaltadóttur.
Hún kom austur á Eskifjörð heima-
byggð mína sumarið 1945 til dvalar
hjá þeim góðu sæmdarhjónum Dav-
íð Jóhannessyni póst- og símstöðv-
arstjóra og konu hans Sigrúnu
Árnadóttur, en hún var föðursystir
Ingibjargar. Fyrir vom fjórir synir
á heimilinu og þótt híbýli væm
þröng skorti ekki hjartarýmið þar
á bæ. Þau Sigrún og Davíð vom
nágrannar og góðir vinir foreldra
minna og samgangur mikill. Ingi-
björg hafði ekki dvalist lengi þegar
við vomm kynntar. Hún var táp-
mikil og djarfmannleg í fasi með
stór og falleg blá augu og þykkt
og mikið dökkjarpt hár, fléttað og
flétturnar mislagðar yfír kollinn.
Hún hafði átt erfíða bernsku og
dáðist ég að kjarki hennar og æðru-
leysi að koma ein og sjálf á ókunn-
an stað til ókunnugs fólks þótt
vandabundið væri. Hún var fljót að
blandast í krakkahópinn og ekki
leið á löngu áður en hún var farin
að sendast um allan bæ með póst
og símskeyti fyrir fóstra sinn. Árin
á Eskifirði urðu fjögur og þrír vetur
í Eiðaskóla. Henni þótti vænt um
þennan tíma eystra og batt tryggð
við staðinn og rækti hana meðan
kraftar entust. Ljósast dæmi um
það er óeigingjöm þátttaka hennar
í litla kvenfélaginu sem stendur
árlega fyrir samkomu aldraðra Esk-
og Reyðfírðinga.
Árin liðu. Fjölskyldur okkar
fluttu til Reykjavíkur. Ingibjörg fór
að vinna meðal annars í álnavöru-
verslun og frímerkjaverslun Davíðs
fóstra síns. Á þessum ámm tók hún
virkan þátt í starfí skátahreyfingar-
innar og þjóðdansafélagsins og átti
um það ánægjulegar minningar.
Vorið 1956 hittumst við Ingibjörg
eftir nokkurra ára viðskilnað. Það
var bjart og fagurt kvöld og hún
birtist heima uppábúin ung og fal-
leg kona á leið í leikhús með mínum
kæra bróður og fleira vinafólki
þeirra. Nokkmm vikum síðar fer
það sama fólk í ferðalag um Borgar-
Qörð. Gamli góði æskuvinskapurinn
virtist vera í fullum blóma að sjálf-
sögðu. Þau Ingibjörg og Héðinn
gengu í hjónaband um haustið þetta
sama ár.
Heimili okkar hafa síðan verið
tengd nánum böndum. Börnin okk-
ar voru nokkuð jafnaldra og mynd-
uðu einn frændsystkinahóp í
bemsku og æsku. Við unnum, ferð-
uðumst og lékum okkur saman.
Fjölskylda mín naut gestrisni og
greiðvikni þeirra hjóna í ríkari
mæli en nokkurra annarra.
Ingibjörg var framúrskarandi
húsmóðir, var einstaklega um-
hyggjusöm við börnin og ekki síður
gamla fólkið sem hún sinnti svo
fallega. Hún var trygg, en við-
kvæm, óeigingjöm og ósérhlífin.
Minni hafði hún í besta lagi og það
nýttist henni vel þegar röðin kom
að því að hún gæti sinnt áhuga-
máli sínu sem var ættfræði og þjóð-
legur fróðleikur. Hún aflaði sér
þekkingar í gagnasöfnun og gerð
ættartaflna og vann að þessu
áhugamáli af stakri vandvirkni og
nákvæmni. Hún tók meðal annars
saman niðjatal Árna Árnasonar og
Kristínar Olafsdóttur, en það voru
foreldrar tengdamóður hennar. Það
kom út 1993.
Ingibjörg veiktist fyrir rúmum 3
árum. Heilsan var þrotin en bar-
áttuþrekið var óbilað þrátt fyrir
það. Þessi atorkusama fjölskylda
sneri nú bökum saman til að gera
lífið eins bærilegt og kostur var á.
Margt ber að þakka ágætri mág-
konu minni. Ég minnist margra
dýrmætra stunda með henni og
ekki síst síðustu misserin. Veri hún
guði falin.
Edda Emilsdóttir.
• Fleirí minningargreiimr um
Ingibjörgu Olgu Hjaltadóttur bíða
birtingar ogmunu birtast í blað-
inu næstu daga.