Morgunblaðið - 01.03.1996, Síða 8

Morgunblaðið - 01.03.1996, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR OFT veltir lítil þúfa stóru hlassi. Ungir læknar mótmæla samningi við TR harðlega „Sérfræðingar geta ekki samþykkt“ STJÓRN Félags ungra lækna sam- þykkti í gær harðorð mótmæli við fyrirhuguðum samningi Læknafé- lags Reykjavíkur og Trygginga- stofnunar ríkisins um sérfræði- læknishjálp, miðað við 'það sem fram hefur komið um samninginn í Qölmiðlum. „Samkvæmt ummælum tals- manns samninganefndar lækna í Morgunblaðinu á miðvikudag, verður ekki annað séð en að ætlun ríkisvaldsins sé að endumýja samn- inginn um sérfræðilæknishjálp frá því í fyrrahaust óbreyttan að því er varðar hömlur á aðgengi nýrra sérfræðinga. Að vísu á að setja inn ákvæði um hvernig aðgengið verði heft, en það er engin breyting; valdið verður eftir sem áður hjá Tryggingastofnun,“ segir Páll Matthíasson formaður FUL. Páll kveðst telja ljóst að sér- fræðilæknar geti alls ekki sam- þykkt samninginn óbreyttan, þar sem þeir séu bundnir af ákvörðun aðalfundar Læknafélags íslands í september sl., þar sem lýst var yfir megnri óánægju með samning Læknafélags Reykjavíkur og Tryggingastofnunar hvað varðar hömlur á aðgengi nýrra sérfræð- inga og því hafnað að endurnýja hann óbreyttan. „Aðalfundur Læknafélags ís- lands er æðsta vald félagsins og ég sé ekki að samningamenn í Læknafélagi Reykjavíkur, sem er félag i LÍ, geti eða vilji ganga þvert gegn ákvörðun aðalfundar sem endurspeglar vilja meirihluta fé- lagsmanna,“ segir Páll. Hann segir Tryggingastofnun vilja takmarka nýgengi sérfræði- lækna þrátt fyrir að engir fjárhags- legir hagsmunir séu í húfi. Ekki sé um að ræða að ríkið sé að verja sig gegn því sem kallað hefur ver- ið óhindraður aðgangur lækna að fjármunum ríkisins, þar sem þak sé á heildargreiðslum til sérfræð- inga. Því verði að spyrja hvað stofn- uninni gangi til með takmörkunum sínum og hagsmuni hverra hún veiji með þeim. Páll segir skýrt hafa komið fram í viðræðum við formælendur sér- fræðinga að þeir hafi engan áhuga á að hefta aðgengi nýrra lækna. „Sjúklingurinn hagnast ekki £ heftu aðgengi því það meinar hon- um að leita til nýrra sérfræðinga. Samningurinn skilar ekki hagræð- ingu þar sem hann hefur í för með sér aukið skrifræði og gerir kerfið flóknara í alla staði, þannig að for- sendur hans eru vægast sagt sér- kennilegar. Fyrst og fremst virðist hug- myndafræði ríkisvaldsins búa að baki þessari útfærslu, annaðhvort stjórnmálamanna eða kerfisins. Þessi hugmyndafræði miðar að því að ná miðstýringarvaldi á allri heil- brigðisþjónustu, sama hvað það kostar. Slík miðstýring er þegar fyrir hendi gagnvart starfsemi heilsugæslulækna og nú er sótt að sérfræðilæknum,“ segir Páll. Hann segir að fjárhagslega skipti koma nýrra sérfræðilækna ekki máli fyrir ríkisvaldið, því áður- nefnt heildargreiðsluþak sé til stað- ar þótt svo að stofnunin greiði þeim umsaminn hlut í þjónustu við sjúk- linga. „Og vegna þess hveru mið- stýring ríkisvaldsins á þjónustu lækna er stirðbusaleg og þung í alla staði, skilar hún sér ekki í betri heilbrigðisþjónustu handa fólkinu. Heimilislæknar hafa t.d. ekki mátt stofna sjálfstæðan rekst- ur á höfuðborgarsvæðinu árum saman þrátt fyrir að höfuðborg- arbúa skorti heimilislækna," segir hann. Skerðing á samkeppnisstöðu? Félag ungra lækna kærði samn- ing Tryggingastofnunar og Lækna- félags Reykjavíkur til samkeppnis- stofnunar í nóvember sl. og kveðst Páll vænta svars innan skamms. „Við teljum samning af þessu tagi tvímælalaust geta skert samkeppn- isstöðu nýrra sérfræðinga, verði þeim vísvitandi haldið utan við hann. Við teljum samninginn því stríða gegn samkeppnislögum," segir Páll. TILBOBSDAGAR Lobadagur á morgun langan laugardag 20 - 50% afsláttur af ollum vörum Leðuriðjan ehf. Hverfisgötu 52 - sími 561-0060 Stefnir á fimmtu Ólympíuleikana Treysti mér til að standa þeim yngri á sporði Bjarni Ásgeir Friðriksson BJARNI Friðriksson júdómaður hætti æfingum árið 1993 eftir að hafa verið besti júdómaður landsins í sautján ár. Alls varð hann Börutíu sinnum Is- landsmeistari, bæði sem einstaklingur og í sveita- keppni. Bjarni hefur tekið þátt í fernum Ólympíu- leikum, fyrst í Moskvu árið 1980. Á Ólympíuleik- unum í Los Angeles árið 1984 hlaut hann brons- verðlaun í sínum þyngdar- flokki og varð þar með annar íslendingurinn til þess að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum. I fyrra- sumar tók hann ákvörðun um að hefja æfingar á ný og hefur tekið stefnuna fimmtu Ólympíuleikana í Atl- anta í sumar. Bjarni hefur skráð nafn sitt á spjöld júdósögunnar vegna þess að hann er eini júdó- maðurinn í heiminum sem hefur tekið þátt í fernum Ólympíuleik- um. Takist þér að öðlast keppnis- rétt á Ólympíuleikunum í sumar verður þú þá ekki fyrsti íslend- ingurinn til að keppa á fimm leikum? „Jú, það er rétt. Ég og Guð- mundur Gíslason sundmaður eru þeir einu sem höfum tekið þátt í fernum leikum. Reyndar er ég eini júdómaðurinn í heiminum sem hefur náð þeim áfanga." Hvaða lágmörkum þarf að ná til að tryggja þér keppnisrétt? „Nú hefur í fyrsta skipti verið sett lágmark í júdó vegna þátt- töku á Ólympíuleikum. Aðeins verða níu keppendur frá Evrópu í hveijum þyngdarflokki og til þess að komast í þann hóp verð ég að taka þátt í svokölluðum A-mótum evrópska júdósam- bandsins. Mótin eru tíu og á þeim keppa allir bestu júdómenn heims því þau eru „svokölluð opin mót“. Besti árangurinn á þremur gildir en auðvitað er best að taka þátt í sem flestum, þeim mun meiri verða möguleik- arnir. Mótaröðin er nú hálfnuð og ég er í sjötta sæti í mínum þyngdarflokki. Tekur þú þátt í móti núna um helgina? „Nei, ég hvíli um helgjna en fer í lok næstu viku til Prag og keppi þar um aðra helgi. Ég keppti í Múnchen um síðustu helgi, en ákvað að taka mér frí vegna þess að ég er meiddur í öxl og vil hvíla fyrir átökin sem framundan eru.“ Hvernig metur þú möguleika þína á þátttöku í Atlanta? „Ég er bjartsýnn, eins og stað- an er nú, en veður geta skipast fljótt á lofti í júdó eins og öðrum íþróttagreinum." Hvenær lýkur mótaröðinni? „Síðasta A-mótið er um miðj- an apríl en Evrópumótið sem er í maí gildir einnig og er síðasta mótið sem telur. Verði ég ekki meðal níu efstu að Evrópumeist- aramótinu loknu verður úti ævintýri." Hefur þú fengið styrki til ►Bjarni Ásgeir Friðriksson júdómaður er 39 ára. Hann hefur nýlega hafið æfingar á ný og stefnir að þátttöku á Olympíuleikunum í fimmta sinn í Atlanta sumar. Takist honum það verður hann fyrsti íslenski íþróttamaðurinn til að keppa á fimm Ólympíuleikum. Bjarni er í sambúð með Onnu Guðnýju Ásgeirsdóttur og eiga þau þrjú börn, Friðgeir Daða 15 ára, Tryggva Svein 13 ára og Önnu Sólveigu 2 ára. ferðalaga og æfinga? „Ég hef fengið styrki frá Ólympíunefnd og Afreksmanna- sjóði, en styrkveitingar þeirra eru ekki ákveðnar langt fram í tímann. Síðast fékk ég aðstoð til að taka þátt í fjórum mótum og nú hef ég lokið þátttöku í þeim.“ Þú hættir æfingum og keppni fyrir þremur árum, hvað kom til að þú byrjaðir á nýjan leik? „Síðastliðið vor fór mig að klæja í fingurna og fór að æfa á nýjan leik. í ágúst tók ég þátt í móti í Atlanta i Bandaríkjunum og gekk mjög vel, hafnaði í þriðja sæti. Mótið í Atlanta var mjög sterkt og að því loknu ákvað ég að byija á ný af fullum krafti." Verða íþróttir að svo mikilli fíkn, í jákvæðri merkingu, með tímanum að erfitt sé að slíta sig frá þeim? „Með tímanum verða íþróttir að fíkn eða vana og löngunin er alltaf til staðar. Sagt er að júdómenn geti verið í góðu formi í tuttugu ár og þá er oftast átt við þá sem hefja æfing- ar í kringum tíu ára aldur. Eg hóf ekki æfingar fyrr en um tvítugt og er þess vegna á síð- asta snúningi. En ég fann hjá mér mikla löngun til að keppa á ný og stóðst hana ekki, þetta var eitthvað sem ég varð að láta eftir mér.“ Ert þú ekkert hræddur um að vera orðinn of gamall? „Ef mér tekst að komast inn á Ólympíuleikana, er það ljóst að ég verð elsti keppandinn í júdó. En spurningin er ekki allt- af um aldur heldur um getu og ég treysti mér til að þess að standa þeim yngri á sporði.“ Ekki alltaf spurning um aldur heldur um getu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.