Morgunblaðið - 01.03.1996, Page 13

Morgunblaðið - 01.03.1996, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FÖSTUDAGUR 1.MARZ1996 13 Tvær myndlistarsýningar í Listasafninu á Akureyri TVÆR myndlistarsýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri á morgun, laugardag- inn 2. mars, kl. 14. í austur- og miðsal sýnir ljós- myndarinn og bókagerðarmað- urinn Guðmundur P. Ólafsson ljósmyndir en sýningin nefnist „í náttúru íslands - yósmyndir og bækur“. Bækurnar eru meðal annrra Fuglar í náttúru íslands, Perlur í náttúru íslands og Ströndin í náttúru Islands. Guð- mundur hefur fyrir löngu ort sig inn I hjarta þjóðarinnar með bók- um sínum þar sem hann með list- rænu næmi vefur saman myndir ogtexta. I vestursal safnsins er sýning Náttúra * Islands og málverk á verki rússnesku listamannanna Komar og Melamid um „eftirsótt- asta og síst eftirsóttasta málverk íslensku þjóðarinnar“, auk þess sem gefur að líta sams konar verk frá Bandaríkjunum. Komar og Melamid sýndu „eft- irsóttasta og síst eftirsóttasta" málverk bandarísku þjóðarinnar í Alternativ-safninu í New York árið 1994 en þau byggðu á skoð- anakönnun meðal úrtaks Banda- ríkjamanna um hvernig slík verk ættu að vera. Hagvangur hefur gert skoðanakönnun meðal 1.000 Islendinga um smekk, þekkingu og viðhorf og voru málverk gerð eftir niðurstöðu hennar sýnd á Kjarvalsstöðum í febrúar síðast- liðnum. Á sýningunni er einnig eftir- sóttasta og síst eftirsóttasta mál- verk bandarísku þjóðarinnar og vekur athygli hversu lík þau eru íslensku verkunum. Rússnesku listamennirnir hafa gert slík verk í 12 þjóðlöndum ogþykja verkin afar lík innbyrðis. HEFUR ÞÚ SÉÐ 2. TBL. EIÐFAXA 1996 ? MEÐAL EFNIS: Viðtal við Andreas Trappe hrossaræktanda. Eflum tengsl íslenska hestsins við menningu og listir. Vakri-Skjóni í Villta Vestrinu. Auk þess fylgir blaðinu veggspjaldið HESTAÞING 1996. ÁSKRIFTARSlMI 588 2525 EIÐFAXI ehf. Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími 588 2525, fax 588 2528 Heimsókn- arþjónusta kirkjunnar AÐ GLÆÐA von er heiti á fyrir- lestri sem Sigrún Gísladóttir fram- kvæmdastjóri ellimálaráðs Reykja- víkurprófastsdæmis flytur á fræðslufundi í Safnaðarheimili Ak- ureyrarkirkju á morgun, laugardag- inn 2. mars, frá kl. 13.30 til 15.30. Fundurinn er á vegum Eyjafjarðar- prófastsdæmis, en samstarfshópur prófastsdæmisins um málefni aldr- aðra annast undirbúning og fram- kvæmd. Efni fundarins er heimsóknar- þjónusta kirkjunnar, en hún er fólg- in í því að starfsfólk eða sjálfboða- liðar á vegum safnaðanna heim- sækja reglulega aldraða og jafnvel aðra, sem slíks þarfnast. Heimsókn- arþjónustan er hugsuð sem kær- leiksþjónusta kirkjunnar og er áhersla lögð á að sjálfboðaliðar komi að henni en meginmarkmiðið er að rjúfa einangrun og vera vinur í nafni kristinnar trúar. Sóknarprestar og sóknarnefnd- arfólk er sérstaklega hvatt til að mæta en allir sem áhuga hafa á málefninu og eru tilbúnir að liðsinna sem sjálfboðaliðar eru velkomnir. Aðalsteinn Svanur sýnir í Karólínu SÝNING á verkum Aðalsteins Svans Sigfússonar listmálara verður opnuð á Café Karólínu á morgun, laugardaginn 2. mars. Þetta er 10. einkasýning Aðalsteins á Akureyri, auk þess sem hann hefur sýnt verk sín í Reykjavík og víðar. Síðast sýndi hann í Listasafninu á Akureyri haustið 1995. Að þessu sinni sýnir Aðal- steinn landslagsmálverk sem hann hefur málað á spónaplöt- ur með olíulitum. „Þetta eru augnabliksmyndir af áningar- stöðum, minningarbrot úr ferð sem aldrei var farin. Við þræð- um ströndina til að kanna ytri mörk eyjarinnar og við leitum inn að miðju hennar til að þekkja kjarnann. Áningarstað- irnir eru alþekktir: Fjalla- drottningin sjálf og eyjar og drangar, sem við þekkjum af póstkortum, varða veginn sem hverfur í móðu. Hvort heldur er til hafs eða á eyðimörkum hásléttunnar. Og hið raunveru- lega myndefni er áfangastaður í fjarska þar sem jörð, vatn og loft renna saman í eina sjónar- rönd,“ segir í lýsingu mynd- anna í sýningarskrá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.