Morgunblaðið - 01.03.1996, Page 18

Morgunblaðið - 01.03.1996, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Rætt um einkavæðingu ríkisbanka á morgunverðarfundi FVH Frumvarpið væntíinlegl Morgunblaðið/Kristinn Benedikt Jóhannesson á fundinum í morgun SAMRÁÐSNEFND iðnaðar- og við- skiptaráðuneytis, fjármálaráðuneyt- is og Seðlabanka hefur að mestu lokið við gerð frumvarps um breyt- ingu ríkisbankanna í hlutafélög. Reyndar eru frumvörpin þijú og felst munurinn í mismunandi aðferða- fræði við þessar breytingar, að því er fram kom í máli Gunnlaugs M. Sigmundssonar, formanns nefndar- innar á morgunverðarfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í gær. Hann sagði jafnframt að nefndin stefni að því að skila frumvarpinu til iðnaðar- og viðskiptaráðherra upp úr miðjum þessum mánuði. Gunnlaugur sagði að enn hefði þó ekki tekist að leysa stærstu fyrir- stöðuna í þessu máli sem væri bið- launaréttindi starfsmanna. Hann sagði reyndar að ekki væri ljóst hvort starfsmenn bankanna hefðu yfirleitt biðlaunarétt en ekki hefði reynt á þau mál og því teldi nefndin eðlilegt að bíða uns óvissu um þessi mál hefði verið eytt og vísaði m.a. til frumvarps um breytingar á rétt- indum og skylduin opinberra starfs- manna. Gunnlaugur sagðist þó sjá það fyrir sér að hægt væri að afgreiða þetta mál á yfirstandandi þingi eða í öllu falli á komandi haustþingi ef vilji væri fyrir því. Aðspurður um hvort hann sæi fyrir sér að núver- andi ríkisstjórn gæti komið þessari breytingu á rekstrarfyrirkomulagi bankanna í gegnum þingið sagði Gunnlaugur að málið hefði verið rætt í þingflokki framsóknarmanna og þar ríkti samstaða um það í öllum megindráttum. Hins vegar sagðist hann ekki geta sagt fyrir um af- stöðu Sjálfstæðisflokksins. Harðorður um Landsbankann Gunnlaugur var nokkuð harðorð- ur í máli sínu gagnvart Landsbank- anum. Sagðist hann undrast hversu mikinn fjölda stjómenda þyrfti til að stjórna bankanum sérstaklega í ljósi þess að afkoma bankans hefði ekki verið mjög góð að undanfömu. Sagði hann stöðu bankans vera mjög slæma og taldi að hann myndi að öllum líkindum þurfa að taka víkj- andi lán eða auka eigið fé til þess að laga stöðuna. Gunnlaugur velti jafnframt fyrir sér verðlagningu bankanna og taldi að markaðsvirði Búnaðarbankans miðað við afkomu hans árið 1994 og þær reikningsaðferðir sem not- aðar væru erlendis, þ.e. verð deilt með hagnaði margfaldað með 10, væri rúmir 2 milljarðar króna en hann sagðist hins vegar ekki sjá ástæðu til að eyða orðum á Lands- bankann í því samhengi. Ganga þarf mun lengra í einkavæðingu Benedikt Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Talnakönnunar, sagði að ríkið þyrfti að einkavæða talsvert meira en ríkisbankana. Þrátt fyrir umræðu um einkavæðingabylgju á undanförnum árum væri þar einung- is um að ræða smærri ríkisfyrir- tæki. Einkavæðing undanfarinna ára næmi um 5 milljörðum króna en ætla mætti að eignir ríkisins næmu um 3-500 milljörðum króna. Því mætti einkavæða fyrir 5 millj- arða á hverju ári í allt að 100 ár. Benedikt sagði vandamálið ekki snúast um hvort „hákarlar" landsins gleyptu upp ríkiseignir. Frekar mætti færa rök fyrir því að þessa aðila vantaði hér á landi. Hér væru engir aðilar sem gætu reitt af hendi 5 milljarða króna á ári hverju og því væri forsenda áframhaldandi einkavæðingar fólgin í því að virkja almenning betur í hlutafjárkaupum, t.d. með áframhaldandi ívilnunum vegna hlutafjárkaupa. Benedikt hafnaði þó þeirri leið að senda lands- mönnum hlutabréf ríkisfyrirtækja að gjöf, þar sem slíkt fæli í sér of mikið tap fyrir ríkissjóð. Hentugra væri að senda almenningi kauprétt- arbréf sem síðan gætu gengið kaup- um og sölum. Þannig yrði ríkið ekki af tekjum við sölu eignanna og sann- gimi væri gætt í sölu þeirra. Nýrfor- stjóri Kaup- þings STJÓRN Kaup- þings hf. hefur ráðið Bjarna Ár- mannsson í starf forstjóra Kaup- þings og Sigurð Einarsson í starf aðstoðarfor- stjóra. Bjami tekur við af Guð- mundi Haukssyni sem ráðinn hefur verið sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis frá og með 1. ágúst nk. Bjarni er 27 ára gamall og tölvunarfræðing- ur að mennt. Hann hefur und- anfarin fimm ár gegnt starfi forstöðumanns fjár- vörslu- og markaðssviðs hjá Kaup- þingi og verið staðgengill forstjóra. Bjarni er nú við framhaldsnám er- lendis. Hann er kvæntur Helgu Sverrisdóttur hjúkmnarfræðingi og eiga þau eitt barn. Sigurður Einarsson er 35 ára gam- all. Hann lauk meistaragráðu frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1987 og starfaði síðan í alþjóða- og fjár- stýringardeildum Den Danske Bank og íslandsbanka þar til hann tók við starfi forstöðumanns verðbréfasviðs hjá Kaupþingi fyrir tveimur ámm. Bókhaldstækni 84 kJst (126x40 mín.) Markmiðið er að verða fær um að starfá sjálfstætt og annast bókhald allt árið. Byrjendum og óvönum gefst kostur á grunnnámi. Námið felur í sér dagbókarfaerslur, launabókhald, gerð skilagreina um staðgreiðslu og tryggingargjald, lög og reglur um bókhald og virðisauka, gerð virðisaukaskýrslna, afstemmingar, merking fylgiskjala, gerð bókunarbeiöna, fjárhags- og viðskiptamannabókhald í tölvu. Innifalin er skólaútgáfa fjárfiags-og viðskiptamannabókhalds og 30% afsláttur af verðskrá Kerfisþróunar að 45.000 kr. Tolvunam 64 klst (90x40 mín.) Almenn tölvufræði Windows stýrikerfi Word ritvinnslukerfi Windows stýrikerfi Excel 5.0 töflureiknir (td. iacdun og útboðsgögn) Internet tölvuflarskipti (tamband um aJbn heim) Frír aðgangur á Intemetínu meðan á námi stendur að Treknet sem veitir Hafið samband eftir frekari upplýsingum Tölvuskóli Reykjavíkur Borgartúni 28, sími: 561 6699, fax: 561 6696 Búnaðarbankinn selur hlut sinn í Kaupþingi hf. til sparisjóðanna Kaupverð bréfaana um 185 milljónir kr. SPARISJÓÐIRNIR hafa keypt helmingseignarhlut Búnaðar- bankans í Kaupþingi hf. fyrir 185 milljónir króna og eiga nú allt fyrirtækið. Samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins hafa viðræð- ur milli eignaraðilanna staðið skamma hríð og vildu báðir kaupa hinn út. Búnaðarbankinn ákvað að selja og hyggst nú einbeita sér að því að efla þá þjónustu á sviði verð- bréfaviðskipta sem þegar er í boði innan bankans. Búnaðarbankinn keypti helm- ingshlut í Kaupþingi í október árið 1990 af Pétri Blöndal, stofnanda fyrirtækisins. Sparisjóðirnir höfðu átt 49% hlut á móti Pétri og juku við hlut sinn um 1% þannig að jafnræði skapaðist með eignar- aðilunum. Samstarf eignaraðilanna hefur alla tíð gengið snurðulaust fyrir sig innan Kaupþings. Hins vegar hafa línur á milli þeirrar starfsemi sem fer fram hjá bönkum og spari- sjóðum annarsvegar og verðbréfa- fyrirtækjum orðið óskýrari und- anfarin tvö ár. Þannig hefur þjón- usta Kaupþings að mörgu leyti verið byijuð að skarast við þjón- ustu bankans. Á sama hátt hafa verðbréfaviðskipti orðið æ mikil- vægari þáttur í starfsemi banka vegna breytinga á löggjöf og við- skiptaháttum. Þetta varð þess valdandi að eignaraðilarnir urðu sammála um að breytinga væri þörf á eignaraðild. Báðir aðilar vildu eignast allt fyrirtækið og hvorugur var reiðubúinn að selja en niðurstaðan varð sú að bankinn seldi sín bréf. Rekstur Kaupþings hefur geng- ið vel undanfarin ár og hagnaður verið af starfseminni nánast frá upphafi. Þannig er eigið fé nú orðið 212 milljónir. Sparisjóðirnir hafa engin áform um breytingar á rekstrarformi fyrirtækisins og áfram verður lögð áhersla á fjöl- breytta þjónustu við einstaklinga og fyrirtæki. Þrjú frumvörp um verðbréfamarkað lögð fram Einkaréttur VÞÍ til starfrækslu verðbréfaþiugs verði afnuminn Efnahags- og viðskiptanefnd Al- þingis hefur í tillögum sínum um framtíðarskipulag Verðbréfaþings íslands lagt til að einkaréttur þess til reksturs verðbréfaþings verði lagður niður frá og með árslokum 1997. í breytingartillögum nefndar- innar á frumvarpi um starfsemi Verðbréfaþings er bætt við ákvæði þar sem iðnaðar- og viðskiptaráð- herra er falið að setja á stofn nefnd eftir gildistökulaganna sem falið yrði að endurskoða lög um þingið með það að markmiði að afnema. þennan einkarétt. Vilhjálmur Egilsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, seg- ir að sambærileg þróun hafi átt sér stað í flestum nágrannalöndunum á undanförnum árum og nefndin teiji enga ástæðu fyrir Islendinga að búa við einhveija sérstöðu á þessu sviði. Miðlarar fá aðild að V erðbréfaþingi Alls er um þijú frumvörp að ræða. I fyrsta lagi frumvarp um starfsemi Verðbréfaþings íslands, frumvarp um verðbréfasjóði og frumvarp um verðbréfaviðskipti. Hluti þessara breytinga er í sam- ræmi við tilskipanir Evrópusam- bandsins en einnig hefur verið tekið á fleiri þáttum. Að sögn Vilhjálms gera tillögurnar þó ráð fyrir nokkr- um breytingum til viðbótar. Hann segir að meðal annars sé lagt til að öll verðbréfamiðlun verði rekin í formi hlutafélags, með 5 milljónir í hlutafé hið minnsta. Þá verði miðlurum einnig veittur að- gangur að Verðbréfaþingi að því skilyrði uppfylltum að hlutafé þeirra nemi ekki minna en 10 milljónum króna. Fram til þessa hafa einungis verðbréfafyririæki auk banka, sparisjóða og Lánasýslu ríkisins getað fengið beina aðild að þinginu. Þá leggur nefndin einnig til að verð- bréfamiðlurum verði heimilt að stunda verðbréfaviðskipti í eigin reikning að uppfylltum sömu skil- yrðum en fram að þessu hefur þeim einungis verið heimilt að miðla verð- bréfum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.