Morgunblaðið - 01.03.1996, Page 25

Morgunblaðið - 01.03.1996, Page 25
ferðadaúar t miobæ hafnarfirði ferðakynningar föstudag kl. 16 - 18 og laugardag kl. 13-16 M IÐBÆR Samviiwiiferðir-Laiidsyii ferðagetraun ferð fyrir tvo til oslóar vinningurinn er dreginn út á laugardeginum kl. 1S. 30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1996 25 LISTIR Jean Valjean í seinna stríði KVIKMYNPIR Bíóborgin VESALINGARNIR („Les Miserables“) ★ ★ V4 Leikstjóri, handritshöfundur (byggt. á skáldsögu Victors Hugo) og kvik- myndatökustjóri Claude Lelouch. Tónlist Francis Lai. Aðalleikendur Jean-Paul Belmondo, Michel Bouj- enah, Alessandra Martines, Clement- ine Celarie, Annie Girardot, Philippe Leotard, Philippe Khorsand/Robert Hossein, Jean Marais. Frakkland 1995. NÝJASTA myndin gerð eftir Vesalingum Victors Hugo er aðeins lauslega byggð á þessu sígilda lista- verki. Lelouch lætur gammirín geisa undir áhrifum frá skáldjöfrinum og má frekar líta á mynd hans sem virðingarvott við höfundinn en end- ursögn. Aðdáendur bókarinnar eru örugglega ekki allir jafn sælir með útkomuna. Söguhetjan, Jean Val- jean, og öll þrautagangan í ævi- langri baráttu hans við óréttlætið í henni veröld, á örugglega vísan sess í bijóstum flestra þeirra sem hafa kynnst henni. Þá muna örugg- lega margir snilldarleik Jean Gabins í einni af mýmörgum kvikmynda- gerðum sögunnar, þar sem þessi franski stórleikari fór á kostum - og er hinn eini sanni Valjean í hug- um margi-a. Lelouch færir meginatburðarás- ina fram um hálfa aðra öld, frá tím- um frönsku byltingarinnar til seinni stríðsáranna. Enda spurning hvort mannkynið hefur upplifað vesalli tíma. Myndin hefst aldamótaárið 1900. Muskulegur og gagnslítill inngangur kynnir til sögunnar bil- stjórann Henri Fortin (Jean-Paul Belmondo), sem er saklaus dæmdur fyrir morð og lætur lífið í fangelsi. A meðan vex og dafnar sonurinn Roger (Belmondo) og verður frægur hnefaleikamaður, en móðir hans ræður sér bana, södd lífdaga. Vesal- ingarnir fer síðan í gang árið 1939. Roger er hættur í hringnum og rekur flutningabíl. Til hans leita hjón í vandræðum, lögfræðingurinn Andre Ziman (Michel Bujenah) og ballerínan Elise (Alessandra Mart- ines), kona hans. Hann er gyðingur og þau hundelt af Þjóðveijum og sættist Roger á að flytja þ_au að svissnesku landamærunum. Á leið- inni les Ziman honum Vesalingana. Nú er ökuþórinn kominn í svipað hlutskipti og sögupersóna bókar- innar, er tekinn til fanga af útsend- urum nasista, pyntaður og kvalinn, en sleppur og gerist atkvæðamikill í andspyrnuhreyfingunni til striðs- loka. En skuggi fortíðarinnar fylgir honum eftir. Sagan endurtekur sig, segir Le- louch, manneskjan fórnarlamb ójafnaðar á öllum tímum. Hann undirstrikar það enn frekar með því að nota Belmondo í leikna kafla beint af síðum bókarinnar undir lestrinum og ennfrekar með því að kynna „annan Valjean", í góðri hlið- arsögunni af gyðingnum Ziman. Hann fær hæli hjá góðhjörtuðum bændahjónum (mjög vel leiknum af Philippe Leotard og Annie Gir- ardot), kona hans lendir hinsvegar sem afþreying stríðsmönnum Þriðja ríkisins á austurvígstöðvunum en dóttir þeirra fær hæli í klaustri fyr- ir tilstilli Rogers. Ágirndin og for- dómarnir eitra óbreytt bændafólkið og vera Zimans kallar fram í þeim það besta og versta. Þáttur þeirra er sá besti í þessari óhóflega (þriggja tíma) löngu mynd, sem á köflum lekur niður í langloku. Þetta á einkum við þann hluta er Roger starfar með andspyrnunni, þær lýs- ingar eru andlitlar og óspennandi. Vesalingarnir eru full oft á hálfum hraða á milli góðra spretta. Lelouch nær heldur ekki að skapa umtals- verð tengsl né samúð með persón- unurn, síst sjálfum Valjean. Þar bætir eintóna leikur gamla, góða Jean-Pauls ekki úr skák. Hann var aldrei mikill leikari blessaður, öllu frekar stofnun og engum líkur í harðjaxla-, skúrka- og pilsaveiðara- hlutverkum sjöunda og áttunda ára- tugarins. Nú er hann grár, latur og góðlátlegur og vekur þrátt fyrir fróman vilja lítil viðbrögð, líkt og myndin í heild. Sæbjörn Valdimarsson Bútasaums- teppi í Hornstofu í HORNSTOFU Heimilisiðnað- arfélags íslands, Laufásvegi 2, verða sýnd bútasaumsteppi, dúk- ar o.fl. helgina 2.-3. mars næst- komandi. Hlutirnir eru unnir af Ingibjörgu Guðjónsdóttur og Þór- dísi Björnsdóttur frá Akranesi. Munu þær vera á staðnum báða dagana og vinna við gerð búta- saumsteppa. Heimilisiðnaðarfélag Islands hefur boðið upp á aðstöðu í Horn- stofu fyrir handverksfólk og er þessi sýningu liður í því. Þar get- ur handverksfólk sýnt vörur sínar og jafnframt setið við vinnu á sama tíma. Sýningin er opin laugardag kl. 10-18 og sunnudag kl. 13-18. Sigurjón Jóhannsson Persónulegar minningar Lúðrahljómur í Ráðhúsinu LÚÐRASVEITATÓNLEIKAR verða í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 2. mars kl. 16. Þar munu Lúðrasveitin Svanur, Lúðrasveit verkalýðsins og Skólahljómsveit Kópavogs hittast og spila fyrir gesti og gangandi. Alls koma við sögu á tónleikunum um 110 hljóðfæraleikarar. Hver sveit fyrir sig leikur nokkur lög. Um Ráð- húsið munu þannig hljóma ýmis ís- lensk og erlend verk og fluttir verða nokkrir hefðbundnir marsar. Kynnir á tónleikunum verður Eggert Jónas- son. Stjórnendur sveitanna eru Harald- ur Ámi Haraldsson, Tryggvi M. Baldvinsson og Össur Geirsson. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. MYNPUST Gallcrí Fold VATNSLITAMYNDIR Sigurjón Jóhannsson. Opið mánud.- laugard. 10-18 og sunnud. 14-18 til 10. mars. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ þarf ekki að hafa lifað langan aldur til að æskan fái á sig sérstakan ljóma endurminninganna, þegar allt var fallegt og fínt, alltaf gott veður og aldrei neinar misfellur á mannlíf- inu. Listir í öllum miðlum hafa leitað á þennan vettvang og kosið að takast á við slíkar minningar og þann grunn raunveruleikans, sem þær byggja á. Leiklist og bókmenntir hafa ef til vill öðrum listgreinum fremur talið slík viðfangsefni fyrirhafnarinnar virði, en í myndlistinni hafa listamenn oft hikað við, og jafnvel talið slík mynd- efni gamaldags og klisjukennd. Svo þarf þó alls ekki að vera - það ræðst eingöngu af gæðum listar- innar. Siguijón Jóhannsson skapaði sér fyrst nafn í myndlistinni sem einn af upphafsmönnum Súm-hópsins fyrir um þremur áratugum, en hefur um langt skeið verið einn fremsti leik- myndahönnuður í íslensku leikhúsi. í málverkinu hefur hann hin síðari ár leitað á mið endurminninganna, og hefur þá einkum málað vatnslita- myndir frá æskuárunum á Siglufirði. Sá myndheimur sem Siguijón skapar hér er settur saman í ljúfum roða þess sem eitt sinn var, og verður í meðförum listamannsins bæði þétt- skipaður, litsterkur og glæsilegur. Fyrir nokkrum árum gerði lista- maðurinn fyrst og fremst staðar- myndir út frá þessum minningum, en nú hefur flöturinn fyllst af fólki. Mest áberandi myndsviðin eru frá síldarplaninu, þar sem ægir saman athafnasömum síldarstúlkum, verk- lausum athafnamönnum og æsku bæjarins, sem alltaf fylgist með og bíður þess eins að fá að taka til hend- inni. Ándstæða þeirrar miklu hreyf- ingar frnnst svo í myndum af sunnu- dagaferðum út úr bænum, í skógar- kjarr og lyngmóa eða upp til íjalla, þar sem allir sitja prúðir í sínu fín- asta pússi og þiggja kaffí og með því. Þessir tveir heimar falla afar vel saman, enda tvær hliðar á sömu til- verunni; hér er komið sama fólkið við ólíkar aðstæður. Þó er ef til vill rétt- ara að tala um persónugervinga en fólk, því engin andlit fyigja þessum verum. Samt má greina með skýrum hætti þjóðfélagsstöðu þeirra út frá fatnaði og stellingum, einkum á síld- arplaninu, þar sem mannvirðingar (og þar með stéttaskipting) eru skýrt fram settar. Siguijón hefur tamið sér afar vönd- uð vinnubrögð með vatnslitunum, þar sem glöggt má sjá þá þolinmæði og alúð, sem hefur farið í verkið. Hver mynd er marglögð litum, þannig að í fletinum mótast áberandi dýpt og formskyn, og skýr imyndin sem til verður minnir eilítið á leikmyndagerð, umgjörð þess lífs sem verður til í flet- inum. Samlíking fólksins við það sem ger- ist í verkum Karólínu Lárusdóttur er augljós. Hér er þó ekki að finna sama umkomuleysið sem oft einkennir per- sónur hennar, heldur má öllu fremur tala um styrk þessara ímynda og sjálfsöryggi í sínu umhverfí, þar sem hver hefúr sitt hlutverk, sem tiiveran og minningin hefur markað þeim. Það er ekki oft sem listamenn ná að halda þessum þáttum í jafn góðu jafnvægi og Siguijón gerir í þessum myndum; klisjan víkur fyrir persónu- legri sýn á það sem eitt sinn var, og kemst hér ágætlega til skila. Eiríkur Þorláksson Olaf Cunnarsson í leikgerð Þórunnar Sigurbardóttur FRUMSYNING I KVÖLD uppselt Tónlist: Hjálmar H. Ragnarsson. Lýsingarhöfundur: Elfar Bjarnason. Búningar: Helga I. Stefánsdóttir. Leikmynd: Gretar Reynisson. Leikstjórn: Þórhallur Slgurbsson ÞJOÐLEIKHUSIÐ Sími 551 1200

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.