Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1996 31
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
FRÁLEITUR
STUÐNINGUR
RÍKISSJÓÐUR greiðir 400-500 milljónir króna á ári vegna
leiðbeiningarþjónustu landbúnaðarins. Magnús Pétursson,
ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, fjallaði um þetta á ráðu-
nautafundi fyrir skömmu. Telur hann, að leiðbeiningarþjónust-
an eigi fremur að vera í höndum bænda sjálfra en á vegum
ríkisins. Ráðuneytisstjórinn álítur það skilvirkara auk þess sem
meiri sátt náist við skattgreiðendur beri bændur kostnaðinn.
Magnús Pétursson beindi athygli manna á fundinum einkum
að þeim þáttum leiðþeiningarþjónustunnar þar sem bændur
hafa mestra hagsmuna að gæta og eðlilegt sé að færist til
búgreinarinnar sjálfrar. Nefndi hann störf héraðsdýralækna,
héraðsráðunauta, kynbótastarf, starfsemi Bændasamtakanna
að miklu leyti, vissar hagnýtar rannsóknir, fræðslu- og eftirlits-
starf skólanna og Rannsóknarstofnun landbúnaðarins. Ríkið
gæti á móti flutningi þessara verkefna til bænda sjálfra lagt
landbúnaðinum lið á öðrum sviðum eins ogt.d. vegna skipulags-
breytinga. Magnús varpaði fram þeirri hugmynd að flytja 300
milljón króna kostnað við leiðbeinirigarþjónustuna af fjárlögum
og inn í verðmyndun búvara í áföngum á 3-4 árum.
Að sjálfsögðu eiga þessar ábendingar og hugmyndir ráðu-
neytisstjórans fullan rétt á sér, enda algerlega fráleitt að rík-
ið, þ.e. skattgreiðendur, borgi 400-500 milljónir á ári til leið-
beiningarþjónustu við bændur. Þetta er kostnaður við búrekstur-
inn, sem þeir eiga að sjálfsögðu að bera sjálfir, og hlýtur að
koma inn í dæmið við verðlagningu búvara. Bændur verða að
meta, hvort markaðsaðstæður séu þannig, að óhætt sé að
hækka verðið, eða hvort gripið verði til hagræðingar eða ann-
arra aðgerða til að mæta kostnaðinum.
Þetta útstreymi úr ríkissjóði hlýtur hins vegar að undir-
strika, að markaðsmál landbúnaðarins komast ekki í eðlilegt
og fullnægjandi horf fyrr en innflutningur og sala á búvörum
verður frjáls.
HVAR ER ERLENDA
FJÁRFESTINGIN?
TÖLUR þær, sem iðnaðarráðherra birti á Alþingi í vikunni
um erlenda fjárfestingu í íslenzku atvinnulífi í fyrra, eru
sláandi, en koma þó ekki á óvart vegna þess að þær hafa ver-
ið svipaðar undanfarin ár. Fjárfesting útlendinga á íslandi var
477 milljónir króna í fyrra. Þetta eru smápeningar, sama hvort
miðað er við hlutfall af landsframleiðslu eða við önnur ríki eða
þá staðreynd að á seinasta ári fjárfestu íslendingar sjálfir 3.256
milljónir króna í útlöndum.
Nærri helmingur fjárfestingarinnar á síðasta ári er vegna
kaupa bandarísks banka á hlutafé í íslenzka útvarpsfélaginu.
Árið 1994 var erlenda fjárfestingin 351 milljón. Árið áður var
hún heldur meiri, eða 1.269 milljónir, að stærstum hluta vegna
hlutafjáraukningar í Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga.
Árið 1992 fjárfestu útlendingar hér 814 milljónir og þar af var
langmestur hluti vegna framlags Alusuisse til ÍSAL.
'\ nánast öllum ríkjum, þar sem hagvöxtur er einhver að
ráði, er erlend fjárfesting mikiu meiri en hér. Hún er ekki
aðeins uppspretta áhættufjár í stað lánsfjár fyrir atvinnulífið,
heldur fyigja henni einnig nýjar hugmyndir og viðhorf í fyrir-
tækjarekstri. Erlend fjárfesting er þess vegna lífsnauðsynleg
fyrir þjóðarbúið.
Tölurnar hér að ofan sýna að mest af því erlenda fé, sem
kemur hér inn í atvinnurekstur, rennur til fyrirtækja sem eru
nú þegar í rekstri, en fjárfesting í nýsköpun er hverfandi. Það
er heldur ekki rétt að einblína á stóra samninga eða „happ-
drættisvinninga“ þegar rætt er um erlenda fjárfestingu. Víða
í nágrannaríkjunum byggist hagvöxtur ekki sízt á litlum og
meðalstórum fyrirtækjum, sem eru sett á laggirnar með er-
lendu áhættufé og alþjóðlegu hugviti.
Spyrja má hvernig standi á því að íslendingum hefur mistek-
izt að laða hingað erienda fjárfestingu. Neikvætt viðhorf til
þátttöku útlendinga í atvinnulífínu karin að vera grundvallar-
þáttur í skýringunni. En framhjá því má heldur ekki horfa að
fjárfestingar útlendinga í aðalatvinnuvegi landsmanna, sjávar-
útveginum, hafa verið bannaðar. Aðild Islands að EES-samn-
ingnum átti að stuðla að erlendri fjárfestingu með því að sam-
ræma fjárfestingarumhverfið því, sem gerist í Evrópusambands-
ríkjunum. Sú staðreynd virðist ekki hafa komizt til skila til
erlendra fjárfesta.
Skortur á samræmdri stefnumótun og lítil kynning á íslandi
sem fjárfestingarkosti eru eflaust einhverjar helztu ástæður
þess hvernig komið er. Sú starfsemi, sem fram fer á þessu
sviði, er undirmönnuð og fær lágar fjárveitingar. Eins og öll
nágrannaríkin þurfum við að leggja nokkurt fé til kynningar-
starfsemi — með öðrum orðum þarf að fjárfesta til þess að
fjárfestingin skili sér.
FRUMVARP til laga um rétt-
indi sjúklinga staðfestir
áherslubreytingu í sam-
skiptum heilbrigðisstarfs-
manna og sjúklinga. Með öðrum orð-
um er vikið frá svokallaðri forsjár-
hyggju heilbrigðisstarfsmannanna til
samráðs þeirra og sjúklings. Heil-
brigðisstarfsmaðurinn er ekki jafn
leiðandi í meðferðinni og hann var
áður. Honum er hins vegar skylt að
gefa sjúklingnum skýrar upplýsingar
um sjúkdóminn, hvaða leiðir séu
færar til lækningar og veita honum
stuðning óháð því hvaða leið hann
velur.
Ólafur Ólafsson, landlæknir, fagn-
aði frumvarpinu en tók fram að ný-
mæli þess væru ekki eins mörg og
látið hefði verið í veðri vaka því að
margar greinar hefðu með stuðningi
í læknalögum, siðareglum lækna og
öðrum lögum í raun verið í gildi svo
áratugum skipti. „Ég get t.a.m. sagt
frá því að fram kemur að ekki megi
veita sjúklingi meðferð án hans sam-
þykkis í læknalögum, siðareglum
lækna og tilmælum landlæknis um
réttindi sjúklinga frá árinu 1994.
Að því hefur verið farið og embætt-
ið hefur aðeins einu sinni, fyrir 15
árum, þurft að úrskurða í samræmi
við lögin. Algengast er hins vegar
að sjúklingar vilji að ailt sé gert til
að lengja líf þeirra,“ sagði Ólafur.
Sú undantekning er gerð á sam-
þykki sjúklings í frumvarpinu að ef
hann er meðvitundarlaus er sam-
þykki hans vegna bráðnauðsynlegrar
meðferðar tekið sem gefið. Hér er
að því er Ólafur segir ekki heldur
um breytingu að ræða. „Ef sjúkling-
ur er meðvitundarlaus hefur læknir
í samráði við aðstandendur tekið
ákvörðun um viðeigandi meðferð
enda er fyrsta skylda hans að vernda
líf. Yfirlýsing um að endurlífgun
verði ekki reynd hefur heldur ekki
verið bindandi fyrir lækninn því yfir-
lýsingin kann að hafa verið samin
við aðrar aðstæður," sagði hann og
nefndi að fleiri atriði væru ekki ný
af nálinni, t.d. að þagnarskylda næði
til allra heilbrigðisstarfsmanna og
jafnvel aðstoðarmanna og foreldrar
væru sviptir forræði vegna bráð-
nauðsynlegrar læknismeðferðar
barna.
Ólafur sagðist á hinn bóginn vera
mjög ánægður með ýmsar nýjungar
í frumvarpinu. „Ég er auðvitað fyrst
og fremst ánægður með að réttindi
sjúklinga skuli vera komin á einn
stað,“ sagði hann. „Af einstökum
ákvæðum er ég sérstaklega ánægður
með að sjúklingum skuli tryggður
réttur til að lesa sjúkraskýrslur um
sig og að rétturinn sé afturvirkur,"
bætti hann við.
Þverfaglegt siðaráð
Þverfaglegt siðaráð tveggja
lækna, þriggja hjúkrunarfræðinga,
siðfræðings og lögfræðings hefur
starfað á vegum landlæknisembætt-
isins í u.þ.b. 10 ár. Sigurður Guð-
mundsson, læknir, hefur verið for-
maður siðaráðsins í um 2 ár. „Við
höfum verið að taka fýrir og vinna
að leiðbeiningum fyrir heilbrigðis-
starfsmenn um ýmis siðfræðileg at-
riði. Ekki alls fyrir löngu skiluðum
við frá okkur til umsagnar leiðbein-
ingum vegna meðferðar við lok lífs
og annars vegar um upplýst sam-
þykki fýrir skurðaðgerðir og hins
vegar fyrir vísindarannsóknir," sagði
hann og tók fram að hugmyndin
væri að með leiðbeiningunum yrðu
vinnureglur samræmdar á spítölun-
um.
Hann sagði að leiðbeiningar um
meðferð við lok lífs gerðu ráð fyrir
að virkri meðferð dauðvona sjúklings,
t.d. vegna krabbameins eða alnæmis,
væri hætt enda bæri meðferðin ekki
lengur árangur. „í leiðbeiningunum
er gert ráð fyrir þremur stigum.
Fyrsta stigið er full, eðlileg meðferð.
Annað stigið er svo full meðferð að
endurlífgun. Sú meðferð felst í venju-
legri meðferð að því undanskildu að
sjúklingur er ekki endurlífgaður við
hjartastopp. Þetta kemur til greina
að íhuga við fólk með alvarlega langt
gengna hjartasjúkdóma þar sem
þekking og fyrri reynsla hefur sýnt
að endurlífgun ber aldrei tilætlaðan
Frumvarp til laga um réttindi sjúklinga
Frá forsjárhyggju
tílsamráðs
Frumvarp til laga um réttindi sjúklinga hefur verið kynnt í ríkis-
stjóm. Frumvarpið felur í sér ýmis nýmæli og staðfestir áherslu-
breytingu í samskiptum sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks.
Anna G. Olafsdóttir leitaði álits heilbrigðisstarfsfólks ogfulltrúa
sjúklingafélaga á frumvarpinu.
árangur. í þessum flokki má líka taka
fram að ekki sé siðfræðilega og lækn-
isfræðilega rétt að beita hátæknimeð-
ferð þar sem ljóst er að hún hvorki
læknar sjúkdóm né bætir líf,“ sagði
Sigurður.
Hann sagði að þriðja stigið fæli
eingöngu í sér líknandi meðferð.
„Líknandi meðferð er beitt við sjúkl-
inga með ólæknandi sjúkdóma á ioka-
stigi á borð við langt gengið krabba-
mein, alnæmi eða aðra slíka sjúk-
dóma. Þar er megináhersla lögð á
vellíðan sjúklingsins og byggir fyrst
og fremst á líkn og verkjameðferð,"
sagði Sigurður og tók fram að
ákvarðanir um meðferðarstig væru
aðeins teknar í samráði við annað
heilbrigðisstarfsfólk, sjúklinginn og
nánustu ættingja hans. Sigurður
sagði að afar þarft verk hefði verið
unnið með frumvarpinu.
Sr. Bragi Skúlason, sjúkrahús-
prestur á Landspítalanum, sagðist
þekkja afar fá dæmi um að sjúkling-
ur afþakkaði nauðsynlega meðferð
en sá réttur væri alltaf virtur, t.d.
þegar vottar Jehóva neituðu blóð-
gjöf. „Oftast er hins vegar sameigin-
legt mat læknis og sjúklings að
ákveðin meðferð skili ekki lengur
árangri heldur framlengi aðeins
þjáningu sjúklingsins. í framhaldi
af því er tekin ákvörðun um að fram
fari líknandi meðferð. F'erillinn getur
tekið nokkra daga. Önnur hlið á því
sama er þegar foreldrar þurfa að
taka ákvörðun fyrir barn. Ég held
að sú staða kalli á meiri umræðu
Sjúklingurnn
hvattur til
ábyrgðar og
virkni
því tilhneiging er til að halda læknis-
meðferðinni lengur áfram þegar börn
eiga í hlut enda hafa börn meiri
endurnýjunarhæfileika svo ekki sé
minnst á vonina um lengra líf,“ sagði
sr. Bragi.
Sjálfræði virt
Ólöf Ásta Ólafsdóttir, formaður
siðanefndar hjúkrunarfræðinga og
fulltrúi í siðaráði landlæknisembætt-
isins, sagði greinilegt að með lögun-
um væri farið úr forsjárhyggju yfir
í meira samráð. „Heilbrigðisstarfs-
maðurinn er ekki eins leiðandi og
áður og áhersla er lögð á að virða
sjálfræði sjúklingsins og dómgreind.
Sjúklingurinn er hvattur til að sýna
meiri ábyrgð og virkni í eigin með-
ferð. Frumvarpið auðveldar heil-
brigðisstofnunum að setja skýrar
reglur um samskipti við sjúklinga.
Ég tek fram í því sambandi að skýrt
er kveðið á um aðgang
sjúklings að upplýsingum,
samþykki vegna meðferð-
ar, vísindarannsókna og
kennslu og ákvæði um að
sjúklingur eigi að vita
hvaða heilbrigðisstarfs-
maður beri ábyrgð á meðferð hans,“
sagði Ólöf Ásta og sagðist í fljótu
bragði ekki sjá áberandi galla á
frumvarpinu enda virtist áhersla
vera lögð á hag sjúklingsins.
Nefnd um réttindi sjúklinga leitaði
til 45 sjúklingahópa, hópa vanda-
manna og stuðningshópa sjúklinga
vegna samningar frumvarpsins. Nið-
urstaða fundanna var sú að íslensk
heilbrigðisþjónusta væri í meginat-
riðum mjög góð. Flestar athuga-
semdanna lutu hins vegar að fram-
komu heilbrigðisstarfsmanna í garð
sjúklinganna. Má í því sambandi
nefna að fram komu ábendingar um
að ákveðinnar firringar gætti hjá
starfsliði heilbrigðisþjónustunnar og
tilhneiging til að koma fram við
sjúklinga sem tilfelli fremur en ein-
staklinga.
Ólöf Ásta sagði að sér fyndist
afar sorglegt að svona ábendingar
skyldu koma fram. „Hér er greini-
lega pottur brotinn,“ sagði hún og
játti því að niðurskurður í heilbrigðis-
kerfinu gæti haft áhrif á framkomu
heilbrigðisstarfsmanna vegna aukins
vinnuálags. „Niðurskurðurinn einn
sér er hins vegar alltof auðveld skýr-
ing. Ég held að við þurfum að huga
betúr að samskiptum í námi og starfi
allra heilbrigðisstétta. Mér finnst
ekki að nauðsynlegt ætti að vera að
taka sérstaklega fram að
koma eigi fram við sjúkl-
inga af virðingu eins og
gert er í 17. greininni eða
kynna sig. Sú spurning
vaknar hjá manni hvort
einn þáttur í þessu sé að
íslendingar séu almennt
svona ókurteisir og kunni ekki
menn samskipti," sagði hún.
Umboðsmaður sjúklinga
Ekki er gert ráð fyrir skipun
umboðsmanns sjúklinga í frumvarp-
inu enda er þingsályktunartillaga
fimm alþýðuflokksþingmanna til
umræðu í heilbrigðisnefnd Alþingis.
Þingsályktunartillagan gerir ráð fyr-
ir að rfkisstjórnin undirbúi ráðningu
umboðsmanna sjúklinga að öllum
stærri sjúkrahúsum og í hveiju heil-
sugæsluumdæmi sem gæti hags-
muna og réttinda sjúklinga.
Ásta B. Þorsteinsdóttir, fyrsti
flutningsmaður tillögunnar, er fyrr-
verandi formaður Þroskahjálpar og
sótti fund með nefndinni fyrir hönd
samtakanna. „Frumvarpið hefur sína
kosti og galla. Ég ligg t.a.m. ekki á
þeirri skoðun minni að mér finnst
ekki nægilega mikil áhersla lögð á
réttinn til að bera fram kvartanir
og sú gagnrýni mín tengist að sjálf-
sögðu hugmyndinni um umboðs-
mann sjúklinga. Mér fínnst að í upp-
talningu í fyrstu grein hefði mátt
taka fram að ekki megi mismuna
sjúklingum vegna fötlunar en upp-
talningin er nánast orðrétt upp úr
jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.
Eins er mér spurn hvort ákvæði um
að veita eigi sjúklingi eins fullkomna
meðferð og völ er á innan fjárhags-
ramma heilbrigðisþjónustunar geti
stangast á við þær skyldur sem heil-
brigðislöggjöfin leggur á heilbrigðis-
starfsmenn,“ sagði Asta og tók fram
að huga hefði mátt að því að setja
reglur um hámarksbið sjúklinga eft-
ir meðferð.
Hvað kosti frumvarpsins varðaði
sagðist Ásta sérstaklega ánægð með
ákvæði um að heilbrigðisstofnanir
gerðu aðgang sjúklinga að upplýs-
ingum greiðari með túlkaþjónustu
o.fl., meðferð sjúkraskráa og þagn-
arskyldu. „Mér finnst ánægjulegt að
sjá að aðeins er gert ráð fyrir for-
gangsröðun út frá læknisfræðilegum
sjónarmiðum og túlka það þannig
að allir eigi jafnan rétt og komið sé
í veg fyrir mismunun. Eins er ég
ánægð með að gert er ráð fyrir að
sjúklingar fái sambærilega þjónustu
en það kann hins vegar að vekja upp
spurningar um aðgengi, t.d. vegna
fjarlægðar," sagði Ásta og tók fram
að ánægjulegt væri að
frumvarpið gerði ráð fyrir
að gengið væri frá heima-
þjónustu fyrir útskrift.
„Að lokum legg ég áherslu
á að mér finnst til mikillar
—— fyrirmyndar að nefndin
leggur til við dómsmálaráðherra að
hægt verði að skipa sjúklingi tilsjón-
armann svo ekki þurfi að svipta hann
sjálfsforræði eins og stundum hefur
þurft að gera, t.d. þegar þroskaheft
fólk hefur þurft að undirgangast
læknisaðgerðir."
Langt í land
Þorsteinn Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Styrktarfélags krabbameins-
sjúkra barna, sagði að frumvarpinu
væri fagnað af aðstandendum lang-
veikra barna. „Frumvarpið hefur
verið unnið af vandvirkni og er að
mörgu leyti mjög gott. Gallinn við
lög er hins vegar oft hvað ákvæðin
eru teygjanleg, t.d. þegar talað er
um að veita eins góða þjónustu og
aðstæður leyfi o.s.frv. Frumvarpið
nær heldur ekki yfir allt sviðið en
snýr fyrst og fremst að heilbrigðis-
þjónustunni í þröngum skilningi
læknisfræðinnar. Sálfélagsleg þjón-
usta á borð við áfallahjálp, t.d. vegna
alvarlegra veikinda barna, verður
útundan. Mín skoðun er sú að
þverfaglegt teymi þurfi til að veita
barninu og fjölskyldu barnsins stuðn-
ing og styrkja samskipti skóla, heim-
ilis og sjúkrahúss meðan á meðferð
barnsins stendur. Núna fá börnin
kennslu á spítalanum en engin sjálf-
krafa tengsl eru við bekkinn sem er
mjög slæmt. Eins er að-
staðan á fjölmennustu
barnadeild landsins á
Landspítalanum auðvitað
fyrir neðan allar hellur en
velvild, dugnaður og þekk-
ing starfsmannanna virð-
ast vega upp á móti þvi.
al- Að minnsta kosti líkar foreldrum
Þingsályktun
um umboðs-
mann í heil-
brigðisnefnd
yfirleitt vel á barnadeildinni," sagði
Þorsteinn og lagði áherslu á að af
ofansögðu væri ljóst að þrátt fyrir
frumvarpið væri að mörgu leyti langt
í land til að réttindi sjúkra barna
væru tryggð.
Meðalhófs gætt
Dögg Pálsdóttir, formaður nefnd-
arinnar sem samdi frumvarpið, sagði
að reynt hefði verið að gæta meðal-
hófs til að tryggja framgang frum-
varpsins. „Við komum víða við í
vinnu okkar og nokkrar huginyndir
fóru aldrei inn í frumvarpið. Ég get
nefnt að nefndin ákvað að koma
ekki með tillögu um skipun umboðs-
manns sjúklinga að svo stöddu. Hins
vegar var ákveðið að setja skýrari
reglur um skyldur heilbrigðisstarfs-
manna til að liðsinna og styðja sjúkl-
inga og vandamenn þeirra. Ékki var
heldur tekin ákvörðun um að setja
tímamörk um hvað sjúklingur þyrfti
að bíða lengi eftir að komast í með-
ferð eða ganga lengra varðandi for-
gangsröðun enda hefur ráðherra
skipað nefnd til að fjalla um for-
gangsröðun. Við vildum ekki ganga
of langt og koma hugsanlega í veg
fyrir að um frumvarpið næðist sam-
staða á þingi,“ sagði Dögg og lagði
áherslu á að þyngst myndi vega fyr-
ir sjúklinga að fá öll sín réttindi við-
urkennd á einum stað.
Evrópuráðstefna Norðurlanda-
ráðs í Kaupmannahöfn
EVRÓPURÁÐSTEFNA Norðurlandaráðs verður haldin í húsa-
kynnum Þjóðþingsins í Kristjánsborgarhöll.
Tengir saman
aðila sem ann-
ars hittast ekki
Norðurlandaráð gengst í næstu viku fyrir
ráðstefnu um Evrópumál í Kaupmannahöfn.
Sigrún Davíðsdóttir ræddi við Knud Eng-
gaard, forseta Norðurlandaráðs, sem segir
að ísland og Noregur eigi möguleika á að
hafa áhrif á ákvarðanir innan Evrópusam-
bandsins í gegnum Norðurlandasamstarfíð.
son og Gro Harlem Brundtland einn-
ig þátt í umræðunni. Ráðstefnunni
lýkur um hádegi á þriðjudaginn.
Áhrif aðeins möguleg ef vel er
fylgst með
Enggaard segist eiga von á að
ráðstefnan leiði til uppbyggilegra
umræðna milli aðila sem annars hitt-
ist ekki, því þarna verða auk fulltrúa
í Norðurlandaráði þingmenn frá Evr-
ópuþinginu og norrænir þingmenn,
sem sýsla við Evrópumál heima fyr-
ir. Hann segist eiga von á að ráðið
geti með þessum hætti tengt starf-
semi sína Evrópumálunum, en þau
séu einmitt eitt af þremur meginvið-
fangsefnum ráðsins og mikilvægt sé
að starfsemin einangrist ekki.
Um möguleika íslands og Noregs
á að fylgjast með gangi mála innan
ESB og hafa áhrif á hann á norræn-
um vettvangi sagði Enggaard að
mikilvægt væri að vestur-norræná
svæðið mjakaðist ekki í burtu frá
hinum Norðurlöndunum. EES-samn-
ingurinn tryggði aðildarlöndunum,
og þá einnig Islandi, markaðsaðild
og setti löndunum einnig ákveðnar
reglur.
Á norrænum vettvangi hittust
bæði ráðherrar og þingmenn og þar
sem Evrópiimálin væru þá fastur lið-
ur hefðu íslendingar og Norðmenn
tækifæri til að fylgjast þar með ein-
stökum málurn. Ef EES-löndin hefðu
síðan einhverjar kröfur og óskir væri
hægt að koma þeim á framfæri d
þessum vettvangi, en það væri aðeins
hægt ef löndin fylgdust vel með.
Það vekur athygli hve margir
norskir embættismenn sækja ráð-
stefnuna. Ellefu danskir embættis-
menn eru skráðir á ráðstefnuna, sjö
finnskir, þrír íslenskir, fjórtán sænsk-
ir en 45 norskir.
NORÐURLANDARÁÐ
gengst í byijun næstu
viku fyrir Evrópuráð-
stefnu í Kaupmannahöfn.
Ráðstefnan kemur í stað Norður-
landaráðsþings, sem hingað til hefur
verið haldið um þetta leyti. Með ný-
skipan ráðsins eru teknir upp nýir
starfshættir og í samtali við Morgun-
blaðið sagði Knud Enggaard forseti
Norðurlandaráðs að með nýjum hátt-
um væri nauðsynlegt að hugsa starf-
semina upp á nýtt og finna starfs-
svið, sem skipti máli og kæmi í veg
fyrir einangrun ráðsins. Davíð Odds-
son forsætisráðherra og Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra sækja
ráðstefnuna, auk sjö þingmanna og
nokkurra embættismanna.
Knud Enggaard setur ráðstefnuna
á mánudagsmorguninn, en síðan
verður rætt um ríkjáráðstefnu Evr-
ópusambandsins, sem hefst síðar í
mánuðinum. Þar munu Erkki Liikan-
en, fulltrúi Finna í framkvæmda-
stjórn ESB, og Niels Ersböll, sendi-
herra og aðalsanmingamaður Dana
á ríkjaráðstefnunni, halda framsögu-
erindi. Síðar um daginn verður at-
vinnustefna ESB á dagskrá og þá
mun Jacques Delors fyrrutn formað-
ur framkvæmdastjórnar ESB halda
framsöguerindi en Geir H. Haarde,
fyrrum forseti Norðurlandaráðs,
stýrir umræðum. Einnig verður rætt
lýðræði í stjórn ESB, Káre Willoch,
fyrrverandi forsætisráðherra Norð-
manna, hefur framsögu um það en
um neytenda- og umhverfismál hefur
Svend Auken, umhverfisráðherra
Dana, framsögu._
Forsætisráðherrar Norðurlanda
munu ræða hveijar væntingar og
kröfur þeir hafi um ríkjaráðstefnuna
og auk forsætisráðherra norrænu
ESB-landanna taka þau Davíð Odds-