Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 2. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Andlát Karl F. Thorarensen KARL F. Thorarensen frá Gjögri lést 28. febrúar síðastliðinn, 86 ára að aldri. Karl var fæddur 8. október 1909 og var ketil- og plötusmiður og járnsmíðameistari. Hann var útvegs- bóndi á Gjögri og verkstjóri viðgerða- verkstæðis Eskifjarð- ar. Karl var kvæntur Regínu Thorarensen, og lifir hún mann sinn. Foreldrar Karls voru Jakob Jens Thor- arensen frá Kúvíkum og Guðrún Sigrún Guðmundsdóttir frá Kjós í Reykjarfirði. Karl átti þrettán systkini sem nú eru öll látin. Kveðjuathöfn verð- ur í Selfosskirkju mánudaginn 4. mars kl. 14.30 en jarðarför- in fer fram frá Eski- fírði laugardaginn 9. mars kl. 14. Samþykkt um ferjur skoðuð SAMÞYKKT evrópskra siglinga- málayfirvalda um að breyta skuli bílfeijum til að þær uppfylli nýjar öryggiskröfur, hefur ekki borist í hendur Heijólfs hf. að sögn fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins, Magn- úsar Jónssonar. „Reglur á þessu sviði eru búnar að vera í farvatninu i ein tvö ár þannig að þær koma ekki ýkja mik- ið á óvart. Við höfum aftur á móti ekki fengið þær í hendur og því lít- ið hægt að segja um möguleika á fjáhagsskaða af þeirra völdum,“ segir Magnús. Hann segir hins vegar ljóst að fyrirtækið muni skoða þessar nýju reglur gaumgæfilega og leita m.a. til hönnuðar Heijólfs í því sam- bandi til að fá upplýsingar um hugs- anlegar breytingar og kostnað þeim samfara. Suðurlandsbraut 4A • Sími 568 0666 • Bréfsími 568 0135 Opið hús — Heiðnaberg 2 f dag, laugardaginn 2. mars, er opið hús milli kl. 13-17. Vandað endaraðhús 172 fm með innbyggðum bilskúr. Allar innréttingar og gólfefni nýleg. Glæsilegt eldhús og baðherbergi. Verð 13,4 millj. Fiétturimi 8 - glæsiíbúð - einkasala Til sýnis laugardag og sunnudag kl. 14-16 Byggingaraðili: Atli Eiríksson sf. Betri frágangur - sama verð. Til afhendingar strax. Fullbúin glæsileg íbúð á frá- bæru verði. 4ra herb. 114 fm nettó með stæði í bílgeymslu. Verð 9,4 millj. íbúðin afh. fullb. með parketi, Alno-innr., skápum og flísa- lögðu baði. Sérþvottahús. Öll sameign fullfrág. FJÁRFESTING FASTEIGNASALA" Borgartúni 31, 105 Rvk., Lögfr.: Pétur Þór Sigörðsson, hdl. Sími 562 4250 ......íif . lí/íi Morgunblaðið/Þorkell FRA málflutningi fyrir Héraðsdómi Vestfjarða í dómshúsinu í Reykjavík í gær. Málflutningi í kvótamáli starfsmanna LUbberts og íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja lokið Verjendur krefjast sýknu og gagnrýna málatilbúnað 5521198-5521370 LÁRUS Þ. VALDIMARSSON, framkvæmoasiiOri KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, lOGGIliUK FASlfIGNASAll Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Nýleg - vinnupláss - gott lán Stór 2ja herb. íbúð á 3. hæð við Hrísmóa í Garðabæ. Rishæð fylgir - gott vinnu- eða ibúðarherb. ásamt geymslu, snyrtingu og þvottahúsi. Allt sér. 40 ára húsnæðisl. kr. 5,1 millj. Vinsæll staður. Steinhús við Vesturvang í Hafnarf. Úrvalseign ein hæð tæpir 160 fm. Stór og góður bílsk. 40 fm. Ræktuð lóð. Útsýnisstaður. Tilboð óskast. Lítil íbúð - öll eins og ný Skammt frá Hlemmi nýendurb. 2ja herb. risib. Skipti mögul. á stærri íb. á 1. eða 2. hæð. Höfum kaupanda að: Byggingarlóð í miðborginni eöa nágrenni. Húseign til niðurrifs eöa húseign með stækkunarmögul. kemur til greina. Einbýlishús 80, 100, 120 og 150 fm á helst á einni hæð óskast í borg- inni eða nágrenni. Góð 3ja herb. íbúð óskast i nágr. við Laugardalinn, jarðhæð kemur til greina. • • • Opið ídag kl. 10-12. Fjöldi eigna fskiptum. íbúðir og góðar hæðir óskast ívesturborinni. ALMENNA FASTEIGNASALAN HU6IVE6118 S. 552 1150-552 1371 VERJENDUR sakborninga í máli vegna meintra ólöglegra kvótavið- skipta íslenskra sjávarútvegsfyrir- tækja við þýska fyrirtækið Lúbbert, kröfðust sýknu af kröfum ákæru- valdsins í varnarræðum við mál- flutning í héraðsdómi í gær. Þeir fóru hörðum orðum um ránnsókn málsins og málatilbúnað ákæru- valdsins. Jóhann Halldórsson hdl., veijandi fyrrum framkvæmdastjóra Osvarar í Bolungarvík, sagði að Rannsókn- arlögregla ríkisins hefði ekki sinnt þeirri skyldu að rannsaka jafnt það sem bendi til sýknu sakaðra manna og til sektar þeirra. Þeirra gagna sem málið sé að miklu leyti byggt á hafi verið aflað við húsleit sem farið hefði fram án þess að leitað væri samþykkis hús- ráðenda eða krafa um leitina borin undir dómstóla. Ljóst væri að það að eignast afla- ntark jafngilti ekki því að eignast rétt til veiða í íslenskri landhelgi. Umbjóðanda sínum hefði verið óvið- komandi hvort kaupandi aflamarks- ins átti skip og á hvaða skip hann kaus að skrá sitt aflamark. Með sölu á aflamarki til Lúbbert hefði ekki verið brotið gegn lögum um fjárfestingar útlendinga í at- vinnurekstri. Kaup á aflamarki væru ekki íjárfesting í skilningi laganna en þar væri hugtakið fjár- festing skilgreint, sérstakléga. % < í málinu væri talið að brot hefðu verið framin með ráðstöfun 894 tonna en alls hefðu meira en' 5.700 tonn af aflamarki verið leigð frá Ósvör á sl. ári án þess að nokkurs staðar væru bókanir þar að lútandi að finna í fundargerðum sem sýndi að framkvæmdastjórinn hefði ekki þurft að bera slík mál undir stjórn- ina. Sækjandi málsins talaði um að selt hefði verið aflamark fyrir 50 milljónir króna en gögn málsins sýndu fram á sölu fyrir 30 milljónir króna frá í janúar og fram í mars 1995. Jóhann og Björn Bergsson hdl., veijandi fyrrum útgerðarstjóra Ósvarar, fjölluðu báðir um að at- hafnir skjólstæðinga þeirra í málinu hefðu verið gerðar með vitund stjórnarmanna fyrirtækisins en ákærur byggja á að gengið hafí verið gegn fyrirmælum stjórnarinn- ar. Aðalvél Dagrúnar, togara Ósvarar, hefði bilað snemma í jan- úar á sl. ári og þá strax hefði verið fyrirsjáanlegt að önnnur skip fyrir- tækisins gætu ekki fiskað upp í aflamarkið og því yrði að leigja aflamarkið til að afla íýi'ittækinu tekna til rekstrar og viðgerða á vél skipsins. Þótt ekki væri bókað um málið í fundargerðum kæmi fram í framburði stjómarmanna fyrir dómi að á stjórnarfundi 24. janúar m hefði verið rætt um að selja afla- mark fyrir allt að 30 milljónir króna. Framgangur málsins hefði verið í samræmi við það. Björn Bergsson gerði mjög að umræðuefni framburð bæjarstjór- ans í Bolungarvík sem hefði lagt drengskap sinn við reikula og að að engu hafandi skýrslu sína. Hefndarhugur vegna pólitísks ágreinings um sölu eignarhluts bæjarins í Ósvör hefði orðið til þess að málið væri komið í þennan far- veg. Staðið hefði verið að tilkynningu til Fiskistofu um tilfærslu á afla- marki vegna viðskipta þessara með sambærilegum hætti og alltaf hefði tíðkast í Bolungarvík og ýmislegt benti tij að hefði tíðkast víðar um land. Útgerðarstjórinn hefði gert þau mistök að taka ekki ljósrit af óútfylltu eyðublaðinu með undirrit- un bæjarstjórans og varaformanns verkalýðsfélagsins. „Stærstu mis- tök hans voru að átta sig ekki á tvíeðli bæjarstjórans í Bolungarvík, sem tók sjálfur fram fyrir dómi að menn yrðu að gera greinarmun á því hvort hann væri að tala sem bæjarstjóri eða stjórnarmaður í Ósvör,“ sagði lögmaðurinn um það brot sem umbjóðanda hans er gefið að sök. Bæjarstjóri og starfsmaður verkalýðsfélags hefðu ekki útilokað að sú skýring útgerðarstjórans væri rétt að þau hefðu fyrirfram samþykkt aflamarkstilfærslur með undirritun óútfylltra eyðublaða. Jónatan Sveinsson^ verjandi framkvæmdastjóra Álftfirðings, sagði að skjólstæðingur hans hefði vissulega kannast við að hafa tekið þátt í flutningi aflaheimilda, en hins vegar ekki að um saknæmt athæfi hefði verið að ræða. Sannanir væru engar um slíkt, en ákæruvaldið virt- ist láta nægja að vísa til tveggja skýrslna framkvæmdastjórans til Fiskistofu um flutning heimilda. Ekki hefði verið sýnt fram á að sá verknaður væri refsiverður sam- kvæmt þeim lögum sem sækjandi vísaði til. Aflaheimildum mætti ráð- stafa verulega og aflamarki innan hvers árs. Þá nyti annarra refsi- heimilda ekki við, hvorki í ákæru né sem beita mætti með fullkom- inni lögjöfnun. Jónatan sagði að þýska fyrirtæk- ið Lúbbert hefði lagt fram fjármagn til aflamarks innan eins árs og það væri langt frá því að slíkt væri hægt að heimfæra undir bann við fjárfestingu útlendinga í sjávarút- vegi hér á landi. Hömlur yrðu ekki settar við slíkri fjármögnun nema með skýlausu ákvæði í lögum. Jónatan sagði að engin blekking fælist í umræddum skýrslum til Fiskistofu. Þar væru tilgreindar all- ar upplýsingar sem Fiskistofa ósk- aði eftir, hver flytti aflaheimild og hvert hún væri flutt. Ásgeir Björnsson, veijandi físk- útflytjanda í Reykjavík, sagði að skjólstæðingur hans hefði ekki kom- ið viðskiptum á, ekki séð um gjald- eyrisskil, ekki fengið sölulaun, held- ur aðeins fengið þóknun fyrir hvern gám af karfa sem hann hefði séð um að senda úr landi, fyrir hönd viðskiptaaðilanna Goðaborgar og Lúbberts. Þrisvar sinnum, þegar mikið lá við, hefði verið leitað til hans, hann beðinn um að útbúe reikninga og tollskjöl, en reikning- arnir hefðu verið til bráðabirgða og reikningar frá Goðaborg átt að koma í staðinn. Þessi skýrslugerð hafi ekki valdið neinum tjóni og fiskút- flytjandinn hafi ekki fært neitt til bókar hjá sér, af því að viðskiptin hafí alls ekki verið á vegum hans fyrirtækis. Hann hafí eingöngu veitt þjónustu við að ganga frá pappírum í þessi þijú skipti. Auðvitað hefðu reikningarnir strax átt að koma frá Goðaborg, en flýtir hafí ráðið þess- ari afgreiðslu og mætti ef til vill heimfæra það undir klaufaskap, en ekki ásetningsbrot. Þorsteinn Júlíusson, veijandi ís- lensks starfsmanns Lúbberts, sagði að skjólstæðingur hans hafi viljað kaupa fullunninn karfa hér og leitað til Goðaborgar, sem hafi sérhæft sig í slíkri vinnslu. Goðaborg hafi hins vegar verið fjárvana og því hafí Lúbbert fjármagnað kvótakaup fyrirtækisins. Fullunninn aflinn hafi hins vegar verið greiddur fullu verði og afurðaverð tekjufært að fullu í bókhaldi Goðaborgar. Goðaborg hafi einnig veðsett afurðirnar fyrir afurðalánum og því greinilega um fisk þess fyrirtækis að ræða. Þorsteinn sagði að ef talað væri um eignaraðild þýska fyrirtækisins í sjávarútvegi hér, þá væri i mesta lagi hægt að tala um óbeina eignar- aðild, líkt og lengi hefði verið liðin, þegar olíufyrirtæki t.d., sem að hluta væru í eigu erlendra aðila, ættu í útgerðum hér. Ákæran væri aðeins réttarpólitísk óskhyggja um að framið hefði verið brot, en svo væri ekki. Skjólstæðingur hans hefði ekki stundað veiðar, heldur íslensk skip veitt, íslenskt fyrirtæki unnið aflann og þýska fyrirtækið greitt vöruna fullu verði. Aldrei hefði verið talið ólöglegt að fyrir- framgreiða eða tryggja sér físk með því að lána fyrirtækjum. Jón H. Snorrason, sækjandi málsins, hélt síðari ræðu sína og áréttað málflutning sinn og veijend- ur allir gerðu slíkt hið sama. Málið var dómtekið og tilkynnti Jónas Jóhannsson, dómforseti, sem dæmir í málinu ásamt Ingibjörgu Bene- diktsdóttur og Arngrími Isberg, að dómur yrði kveðinn upp á ísafirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.