Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 2. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR í ELFUR voru dragtir á 10.560 krónur en kosta nú 4.990. 20% aukaafsláttur er veittur af því verði. Morgunblaðið/Þorkell í SPÖRTU var hægt að gera reyfarakaup á unglingaúlpum. Þær kostuðu áður 12.900 krónur en kosta núna 3.990 krónur. Vetrarjakkinn var á 4.990 en kostar núna 1.990 krónur. í RUSSEL-búðinni var til hettupeysa á 2.990 sem kost- aði 4.990. Auk þess var veitt- ur 15% staðgreiðsluafsláttur. Útsölulok á Laugaveginum í DAG, laugardag, eru útsölulok hjá verslunum við Laugaveg. Mikil verðlækkun er á vörum hjá þeim búðum sem eru að hætta með útsölu og síðan veita ýmsar verslanir afslátt af nýjum vörum. Þegar rölt var niður Lauga- veginn í gær, föstudag, var þeg- ar búið að lækka vörur á ýmsum stöðum og óhætt að segja að ef fólk gefur sér tíma til að rölta milli búða er hægt að finna ýmislegt á verulega niðursettu verði og kaupa nýjan vorfatnað oft með þó nokkrum afslætti. sLO/o aukaafsl. 01LUM ÖTSOLUvöRua^ Rsik^sJ m vií> SWSíu DAGAr í DO-RE-MI var hægt að kaupa barnaúlp- ur með miklum afslætti. Þessar vetrarúlp- ur voru áður á 4.990 krónur en kosta núna 1.890 krónur. í LIVERPOOL kostaði herrabrúðan Danny 369 krónur en var á 595. Dúkkan Steffi var á 1.149 krónur en kostar nú 690 og kaffivélin var áður á 1.439 en nú á 719. SNYRTIVÖRUBÚÐIN Sandra hættir við Laugaveg og býður því 50% afslátt, t.d. er naglaiakk frá Guerlain á 700 og sturtusápa frá Guerlain á 1.100 og undirföt á 3.200. Morgunblaðið/Þorkell Teseo-vörur í10-11 verslanirnar FYRSTA sendingin af sérmerktum Tesco-vörum er komin í 10-11 búðirnar. Um er að ræða niður- suðuvörur, ávaxtasafa, hreinlætis- vörur, morgunverðarkorn og aðrar pakkavörur. Að sögn forsvars- manna hjá 10-11 búðunum eru vörurnar 15-20% ódýrari en sam- bærilegar vörur og er skýringin fólgin í milliliðalausum innkaupum og fjármunum ekki varið í auglýs- ingar eða hönnun á umbúðum. Vörurnar eru seldar í verslunum Tesco í Evrópu og hjá samstarfsað- ilum fyrirtækisins eins og 10-11. Tesco-vörur eru framleiddar af ýmsum framleiðendum, t.d. nokkr- um frystihúsum á íslandi sem sjá verslunum í Bretlandi fyrir fiski sem er veiddur á íslandsmiðum. Um það bil 120 vörutegundir eru í fyrstu sendingunni frá Tesco. Að sögn forsvarsmanna 10-11 búð- anna fer það eftir viðtökum neyt- enda hversu mikið verður boðið upp á af þessum vörum hjá þeim. Ljósmóðirin í Þumalínu Hún klippti ekki á nafla- strenginn og er enn að aðstoða verðandi mæður HULDA Jensdóttir ljósmóðir klippti ekki á naflastrenginn þeg- ar hún hætti á Fæðingarheimilinu eftir 30 ára sleitulaust sljórnunar- starf þar. Nú stendur hún í búð- inni sinni Þumalínu og aðstoðar verðandi og nýbakaðar mæður. „Eg hef átt þessa verslun í tutt- ugu ár en fór ekki sjálf að vinna í henni fyrr en ég hætti á fæðing- arheimilinu," segir Hulda sem komin er „á löglegan aldur“ en Iítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en fimmtíu og fimm. Þumalína var alltaf á Leifsgöt- unni en nýlega flutti hún búðina í Pósthússtrætið. Andrúmsloftið er dáiítið sérstakt í búðinni henn- ar, þar er hægt að kaupa allt sem konur þarfnast fyrir brjóstagjöf- ina, krem fyrir sárar vörtur, sér- stakt te fyrir konur þegar börnin eru óróleg eða þær sjálfar kvíðn- ar, baðolíur fyrir ófrískar konur, slökunarspólur, ungbarnafatnað, skírnarkjóla og tónlist fyrir barn- ið í móðurkviði. „Ég hef alltaf verið þess fullviss að falleg tónlist geri barni í móðurkviði bara gott, reyndar eins og allt jákvætt sem móðirin hugsar og gerir,“ segir Hulda. A meðan ég staldra við í búð- inni koma nokkrar mæður inn. Hulda gefur þeim góð ráð og kem- ur inn á bleiur, ráðleggur val á tónlist, bendir konum á góðar ol- íur fyrir börn og leiðbeinir um brjóstagjöf. Hún virðist vön því að konurnar komi til hennar í þeim ráðagerðum að fá leiðbein- ingar. „Konurnar mínar fylgja mér og nú eru mæður farnar að koma til mín með dætur sínar. Hefur símatíma fyrir mæður Það var orðið það mikið að gera hjá mér í ráðgjöf að ég ákvað að bjóða upp á símatíma í búðinni þjá mér á þriðjudögum milli 15 og 17 svo ég geti sinnt þeim óáreitt sem vilja spjalla við mig,“ segir hún. A meðan sjá fóstra eða kenn- ari um afgreiðslustörfin. „Mér Morgunblaðið/Ásdís Hulda Jensdöttir ljósmóðir. finnst nauðsynlegt að hafa hjá mér fagfólk. Það er svo margt sem kemur upp hjá konunum mínum,“ segir hún. A næstunni ætlar Hulda að hafa foreldrafræðslunámskeið, hún er nýkomin af endurmenntunarnám- skeiði í Bretlandi og segist hlakka til að byija aftur með námskeið. „Ég hef konurnar hjá mér fyrst. Það er ómetanlegt fyrir þær að vera aðeins án eiginmannanna og bera saman bækur sínar, spjalla um meðgönguna, tilfinningar sín- ar og væntingar og kynnast. Verð- andi feður koma svo inn í nám- skeiðið þegar líða tekur á það,“ segir hún. „Það er lykilatriði fyrir verðandi mæður að búa sig undir fæðinguna og fyrstu mánuðina og það er yndislegt að fá að hjálpa þeim að takast á við móðurhlut- verkið," segir ljósmóðirin. Eins og ömmu- og afahlutverkið - En saknar hún starfsins á Fæðingarheimilinu? „Nei, í rauninni ekki. Ég ætlaði upphaflega að vera þar í fimm ár en þau urðu þijátíu. Það var alveg kominn tími til að færa sig um set. Ég hef líka verið svo lánsöm að fá tækifæri til að umgangast mæður áfram, vera með þeim að hluta í meðgöngunni og fá að lið- sinna þeim fyrstu skrefin. Þetta er eiginlega eins og ömmu og afa- hlutverkið. Ég hef ekki ábyrgðina lengur en nýt þess í botn að fá að fylgjast með.“ ijjtu ekki af febrdarbókun um Glerárgötu 28 - Akureyri Áskriftarsími 462 4966
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.