Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT LAUGARDAGUR 2. MARZ 1996 17 ' IRA hafnar tafarlausu vopnahléi Dublin. Reuter. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, og John Bruton, forsæt- isráðherra írlands, hvöttu Sinn Fein í gær til þess að telja írska lýðveld- isherinn (IRA) á að lýsa yfir vopna- hléi að nýju. IRA hafnaði á fimmtudagskvöld áskorunum um að lýsa yfir vopna- hléi að nýju. í yfirlýsingu frá IRA sagði að leiðtogar samtakanna hefðu rætt við Gerry Adams, leið- toga Sinn Fein, stjórnmálaarms IRA, og John Hume, leiðtoga hóf- samra katólikka á Norður-Irlandi, og sagt þeim að skuldbinding lýð- veldishersins við lýðveldismarkmið hanS; þar á meðal óhrekjanlegan rétt Ira til að lifa í krafti þjóðernis þeirra, væri alger. Major og Bru- ton, sem staddir eru á fundi leið- toga í Evrópu og Asíu í Bangkok í Thailandi, tóku sérstaklega fram að komið hefði verið til móts við þá meginkröfu Sinn Fein að ákveða dagsetningu fyrir allsheijarviðræð- ur. Innan raða Sinn Fein hefur ver- ið gagnrýnt að fiokkurinn hafi að- eins fengið að ræða við embættis- menn, en ekki ráðherra, frá því að vopnahléð var rofið. Hvergi var minnst á vopnahlé í yfirlýsingu IRA í gær nema til að ítreka að það, sem hafði staðið í 17 mánuði þegar sprengja var sprengd í London 9. febrúar, hefði verið rofið vegna hegðunar Breta. í tilkynningunni var hins vegar ekki útilokað að nýtt vopnahlé kæmist á síðar. Major og Bruton lýstu yfir því fyrr í vikunni að allsherjarviðræður breskra og írskra stjórnvalda og stjórnmálaflokka á Norður-Irlandi ættu að hefjast 10. júní. EKKI þótti nóg að fjarlægja tengdasyni Saddams Husseins úr tölu lifenda. Þeir einnig máðir út af myndum í íröskum blöðum. Fjölskyldumynd Saddams Tengdasynirnir fjarlægðir Bagdad. Reuter. TÍMARIT í írak birti á fimmtudag gamla og þekkta mynd af fjölskyldu Saddams Husseins íraksforseta en henni hafði verið breytt þannig að tveir tengdasynir hans eru horfnir, enda voru þeir drepnir í vikunni sem leið fyrir föðurlandssvik. Tímaritið Alef-Ba, sem upplýs- ingaráðuneyti íraks gefur út, birti myndina á forsíðu með fyrirsögn- inni: „Þau eru sameinuð á ný, þau eru hamingjusöm." Myndin var tekin árið 1989 af Sáddam og eiginkonu hans, tveimur sonum þeirra og þremur dætrum, ásamt tengdasonunum tveimur, Hussein Kamel Hassan og bróður hans, Saddam Kamel. Bræðurnir flúðu til Jórdaníu í fyrra með eigin- konum sínum en sneru aftur til ír- aks í vikunni sem leið. Fjölmiðlar í írak skýrðu frá því að dætur Sadd- ams hefðu óskað eftir skilnaði og bræðurnir voru drepnir þremur dög- um eftir heimkomuna. Bræðurnir voru lengst til vinstri á myndinni en hafa nú verið klippt- ir burt. Fóðurkvótar á norsk- ar laxeldisstöðvar Ósló. Morgunblaðið. NORSKA stjórnin hefur ákveðið að setja svonefnda fóðrunarkvóta á laxeldisstöðvar frá og með 1. mars að telja. Stöðvar sem bijóta regl- urnar eiga háar fjársektir yfir höfði sér. Til ráðstafananna er gripið vegna harðrar gagnrýni Evrópu- sambandsins á offramleiðslu Norð- manna á eldislaxi. Akvörðun stjórnarinnar hefur verið misjafnlega tekið meðal lax- eldismanna en þeir segja þó flestir, að illskársta ákvörðunin hafi verið tekin. Helge N. Nilssen, formaður samtaka eldisstöðva, kvaðst ánægður og sagði að takmarkið með aðgerðunum væri, að í árslok yrði ekki meiri fiskur í kvíunum í byijun ársins. Fóðrunarkvótarnir gilda til út árið og verða nýir kvótar settir um næstu áramót. Brot gegn ákvörðun- inni varðar sektum að upphæð 75.000 norskar krónur, jafnvirði 780 þúsund íslenskra, fyrir hver byijuð 10.000 tonn af fóðri sem notuð eru umfram kvóta. Bann var lagt við fóðrun í norsk- um eldisstöðvum í desember og fram til 15. janúar. Clinton ræð- ir ofbeldi BILL Clinton Bandaríkjaforseti hélt í gær hringborðsumræður um ofbeldi í sjónvarpi í Hvíta húsinu og bauð til þeirra fjöl- skyldum í Washington. Hér hlýð- ir hann á Rebecca Eisenbrey, átta ára. Stjórnmálamenn í Bandaríkjunum hafa skorið upp herör gegn ofbeldi i sjónvarpi og kvikmyndum. Bill Clinton hef- ur lagt til að sett verði í lög að í sjónvörpum verði sérstakur tölvukubbur, sem geri foreldrum kleift að loka fyrir dagskrárliði, sem þeir vilja ekki að börn sjái. Jeltsín frestar fundi um Tsjetsjníju Skotbardagi í Grozníj Moskvu. Reuter. SKOTBARDAGI braust út milli rússneskra hermanna og tsjetsjen- skra skæruliða í miðborg Grozníj í gær, að því er fréttastofan Itar- Tass hafði eftir sjónarvottum. Sagt var að bardaginn hefði hafist eftir að skotið var á rúss- neska varðstöð við fljótið, sem rennur þvert í gegnum borgina, úr nálægu húsi. Að sögn stóðu átökin í klukku- stund og var beitt sprengjuvörpum og skotvopnum. Engar upplýs- ingar voru um manntjón og opin- berlega hefur ekkert verið sagt um þessi átök. Viðræðum frestað Rússneski herinn tilkynnti í gær að aðgerðir til að draga skæruliða fram í dagsljósið hefðu verið hert- ar. Borís Jeltsín, forseti Rúss- lands, hefur ákveðið að fresta við- ræðum um friðartillögur varðandi Tsjetsjníju. Talsmaður öryggis- ráðs Jeltsíns sagði að fundi þess hefði verið frestað um nokkra daga á meðan farið verður yfir tillögur, sem önnur tveggja nefnda, sem skipaðar voru til að gera friðaráætlun, hefur lagt fram. Greint hefur verið frá átökum milli Rússa og Tsjetsjena í Bam- út, skammt frá landamærum Ing- úshetsíju. Þar hafa skæruliðar komið sér fyrir í kjarnorkubyrgi, sem reist var á Sovéttímanum, og staðið af sér sóknir Rússa í heilt ár. TISKAN1996 Alþjóöleg frístœl, tískulínu, fórðunar, tískuhönnunar og fatagerðarkeppni á Hótel Islandi 3. mars 1996 Slagorð keppninnar þetta árið er: „ENIII Il VI \ \l \l J ÖRÐINÁ“ j D A G S K R Á Kynnir Gunnlaugur Heignson :E THE EftRTH '1 “'ö 10:30 Húitiö ojiaar 11:15' K«ppui t lnikhúsföröuii 12:00 Keppni í skailgriiiuni 13:00 Keppúi í ilagföröun 13:00 Keppni í dagfatnafti 13:00 Keppni í áaetningu grrviliágla 13:15 Kt-ppni í hpoitklæfinafti 13:30 Kt'ppjil í opnuiii flokki í futnaði 14:15 Dóinur í lcikllúsföröun 14:00 Itómur i tlanföröun 14:30 Dómnr í ásetninpu gerfinagla 14:30 Keppni í tí:.kn og samkva itiisförðun 15:00 Keppni i Ijósiuynilaföröun 15:00 Keppui í tískulínu 15:00 Keppni í falitasíunögluin 15:40 Dómur í tískulínu 16:15 Keppui í frjálsum fatnaði 16:00 Dóniur í tisku og sanikvœmÍBförðun 16:30 Dðmur í ljósmyntlaföröun 16:30 Dóiiiur i faiitasíunöglum 16:30 Keppni í kvölil og samkvæmisfatnaöi 17:00 Keppni í frístiel 17:20 fCeppni í perrouuplt t>g lit 17:00 Keppni í fantasíuföröun 17:00 Dómur í tískuskartgrip úrsins 17:40 Dómur i frístælkeppni 17:40 Dómur i periiianett og litakeppni Afhendittff for. Tískuskartgripir verða fil sgnis í Tískuhönnuðir og fatagerðarfölk ve sýningarbás <ii >UH >* tardúelt Sfmonar jÉBIen sledl ■ 10:10 Kokkleill hjá básuin 19:00 KyölóvcrÖur. Kristjun Guðmmitlsson leikttr fyrtf in.atorgesti 19:30 FSs u liiknf u fli en t u r 1 9;45 VertMaunaafheniling 20:00 Dónmr í fantasiuf 20:25 Fanlasíuförðun ó s 20:40 lTifLY hárlískan 2 110,0 Suilur-umerískur TvitrsMjJuar og 2 1 : 10 Ketik.n^ýr 21:20. Vor&Ia ulíii J 21:30 SkarIgripasýiíing 21:40 Verdlaunaaflienrliiig 21:50 Tí&kuhöiinii(Sír og fatagerftafolk sýna íslenska tygku. 22:00 Verftlaunáfheiiding 22:15 Jazzkrartetl Omars Axelssonar 22:30 Verftlauiutnfhendiiig 22:45 Jazzkvarttótt Oinars Axélpúnftr 2 3:00 Verftlaunaafhendiiig Tónlist á Tískunni; Piiinertiíiilist: Kristján (iuilmmulsstin S-amerísk tónlist: Simoii Ivarss. og Miehael Hilleusletll Javakvortett Oiúars Axtlsonar: r/Sax. I.eifur Ben/Bassi og ikara * i»S sérstakan i\Ui anó, Haii,s U»tl« ingar og f f SÍX1HG4RI Sebaslian • Perma Paris • ISON • Hercules Sagemun • Champiaií • (juality • Ambrosia •HeUHiii • B^iterra • lmage • KMS Maria tialland • OM Heildverslun • Pétur Pélursson • Sehtmrzkopf • HqUtlór Jónsson • M&wiline • No Name Ibisi sokkabuxur • Loréul • Kiela • Fotfe.x • Ceutriý • Ýdsuka • Mila d'Opi:• ÁrgeróÍÍtff %j£LY Snyrtistofan og Snyrtivöruvershmin Rós • Ptvot Point • Redken • Logie • Mutríx Snyrtistofan Agústu • Krosshamur * Rulf johansen • Netvco reuo BiiYSKRA.v«imn(áBiM;A ____m UTLVNOK MAKEA'f* ARIUT3 "íP1 Timariti& Húr og fegurö - Skúlagötu 54 - 105 Reykjovik - Hland Netfang: http://rvik.ismennl.is/«.pmfllslecl/fashion.html Sími: 562 8141 - Fax
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.