Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARZ 1996 45 MINNINGAR MARTEINN HELGASON GUÐLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR Marteinn Helgason, skip- stjóri, Keflavík, fæddist 26. janúar 1909. Hann Iést 30. janúar síðastliðinn. Guðlaug Guð- mundsdóttir fædd- ist 7. apríl 1904 á Lokinhömrum í Arnarfirði. Hún lést 20. janúar síðstliðinn. Guð- laug var jarðsungin 26. janúar, en útför Marteins fór fram i kyrrþey. MATTI og Lauga áttu saman langa ævi. Svo skammt varð á milli þeirra að ekki einu sinni dauð- inn skilur þau að. Lauga og Matti komu hvort af sínu horni lands. Lauga var ung þegar faðir hennar, Guðmundur Hákonarson frá Meiragarði í Dýra- firði, lést. Hún axlaði sjálfráð stór- an hluta ábyrgðarinnar á að koma yngri systkinum sínum upp, ásamt móður sinni, Valgerði Einarsdóttur frá Arnarstöðum í Flóa. Lauga hafði efni og upeldi til að eflast af erfiðinu. Mannúð hennar tók á sig mynd þeirrar óbifanlegu skyn- semi sem við köllum alúð. Hún lif- ir af öll veður og þarf ekki frekari réttlætingar við, ekki frekari skýr- inga. í verkum sínum var Laugu gefið að sameina hið sundurleita án þess að kreíjast neins sér til handa, eða hreykja sér af neinu. Sjálfsvirðing hennar fólst í auð- mýkt fyrir mannlegum verðmæt- um sem standa utan og ofan við einstaklingsbundar togstreitur hversdagsins. Matti var sjómannssonur úr Keflavík. Þar er á vissan hátt eins og úti á sjó. Há fjöll sjást einung- is við sjóndeildarhring, yfir sjóinn eða hraunið. Hvor tveggja breiðan er á stundum úfin, á stundum slétt. Yfirborðið klýfur sólarljósið og byltir af sér iðuköstum lita. Loftið er mettað salti, jörðin er sölt. Gróðurinn er þyrkingslegur nema burkninn í 'skjólsælum hraunskút- um. Matti varð sjómaður. Hann sótti fisk þangað sem fisk var að finna, þegar veður gaf. Hann var áræðinn og valdist til formennsku. Síðar varð hann vörubílsstjóri og ók því sem aka varð þaðan og þangað sem þurfti. Hann var sinn eiginn maður, líka á efri árum þegar hann hirti um skemmur þeirra sem sýsluðu við hermennsku í heiðinni. Lauga var móðursystir mín og þau Matti voru tíðir gestir á heim- ili okkar í Mosfellssveit. Heimsókn- um þeirra fylgdi sólskin og gleði. Við Herdís, yngstu systkinin, gist- úm oft hjá þeim, stundum lang- dvölum. Það er lán okkar að hafa kynnst þeim best sem börn. Nám- fýsi og þróttur æskunnar hafði úr miklu að moða í samvistum við Matta og Laugu. Við þáðum mikið og höfum vonandi gefið eitthvað. Þau voru okkur verndarar, félagar og uppalendur. Þau gáfu okkur hlutdeild í lífi sínu í sjávarplássi. Þau gáfu okkur hlutdeild í eigin lífi, þar sem eiginleikar tveggja ólíkra einstaklinga skópu lifandi heild. Ég held að hafið hafi heillað Matta. Við fórum oft á fjörur. Á mót lands og sjávar, þar sem aldan taktfast gefur og tekur, sex smáar og ein stór, þar sem hættan er lif- andi og lokkar. Það var tælandi skemmtilegt. Frænka háði ekki + Bjarni Halldór Höskuldsson fæddist á Isafirði 3. október 1957. Hann lést af slys- förum 25. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hans eru Ingibjörg Ólafs- dóttir, f. 2.7. 1933, og Höskuldur Bjarnason, f. 8.6. 1929. Bjarni var elstur systkina sinna. Hin eru: El- ías Þór, f. 25.4. 1959; Guðrún Emilía, f. 4.6. 1961; Soffía Kristín, f. 19.5. 1963; Ragnheiður Inga, f. 8.7. 1971; og Ólafur Páll, f. 31.3. 1975. Bjarni kvæntist Elísabetu Jóhannesdóttur 18. desember 1988. Þau skildu. Börn þeirra eru: Steinunn, f. 16.7. 1983, Elín Jóhanna, f. 27.3. 1986 og Höskuldur, f. 1.2. 1989. Útför Bjarna fer fram frá Stærri Árskógum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. I VETURINN hafði farið mildum höndum um íbúana í litla friðsæla sjávarþorpinu við Eyjafjörð. Lítill snjór og ekki til trafala eins og stundum áður. Daginn aðeins farið að lengja, sólin heilsar nýjum degi með því að teygja geisla sína upp á austurhimininn þannig að úr , verður fögur litadýrð. En skyndilega er þögnin rofin. | Tilkynnt er um eld í íbúðarhúsi kl. 2.30 að nóttu til. Eldurinn eirði engu. Tók eitt mannslíf og eyði- lagði tvær íbúðir. í brunanum fórst Bjarni Halldór Höskuldsson, mað- ur í blóma lífsins, sem átti mikið starf fyrir höndum, aðeins rúmum mánuði eftir að frændi okkar Jón Reynir lést. Bjarni fluttist frá^ Hátúni og j stofnaði heimili á Árskógssandi 1983 og vann lengst af sem verk- taki með eigin vinnuvélar og vöru- flutningabíl sem hann notaði til fiskflutninga milli landshluta. Það var öllum ljóst sem til þekktu, að þessu starfi unni Bjarni og hann var tilbúinn að takast á við hlutina, því það þurfti dugnað og þekkingu til að keyra einn í vetrar- veðrum og að viðhalda og gera við tækin sem mest sjálfur. Og eftir áramótin var hann farinn að færa bókhaldið sjálfur í tölvu og tjáði mér aðeins fjórum dögum fyrir slysið hve mikill munur það væri, því að nú fylgdist hann sjálf- krafa betur með stöðu rekstursins þegar hann sæi um þann þátt líka. Minnisstætt er það mér, þegar konan mín þurfti að komast til Reykjavíkur til að heimsækja veika móður sína, sem þar lá á sjúkra- húsi fyrir réttum þremur árum. Þá var leitað til Bjarna. Hann þurfti ekki að velta því lengi fyrir sér, hvort mögulegt yrði að komast til Akureyrar í veg fyr- ir flug, heldur var farið af stað og það tókst að komast, þrátt fyrir ófærð og hörkufrost sem truflaði gang díselvélarinnar í „Rússanum“ hans. Það var oins og jafnaðargeð og gamansögurnar hjá Bjarna léttu ferðina. Nú er Bjarni farinn á vit feðra sinna. Sólargeislarnir í morgun- skímunni verða daufari í bráð, en minningin um bóngóðan og frænd- rækinn dreng lifir. Harmur aðstandenda er mikill og á þessari sorgarstundu sendum við þeim öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hvíldu í friði, kæri frændi. Guð blessi minningu þína. Reynir Gísli Iljaltason og fjölskylda. í dag, 3. mars, verður til moldar borinn elskulegur frændi og vinur okkar Bjarni Halldór Höskuldsson. Okkur langar til að kveðja Bjarna með þökkum fyrir allar góðu sam- verustundirnar sem við áttum. Mikið er erfitt að trúa því að þú sért ekki lengur á meðal okkar. Enginn veit hvenær, en það kemur að því að við hittumst aftur á öðr- um stað. Það er mikill söknuður að eiga ekki lengur von á símhring- ingu eða heimsókn frá þér. Þegar þú komst úr löngum og ströngum vinnutúrum og komst til okkar sáust engin þreytumerki á þér og við gátum setið og rætt málin næturlangt og oft var nú mikið hlegið. Þá hlóst þú með svo miklum krafti að allir smituðust af þínum einstaka hlátri. Þegar við skiptumst á sögum um vinnuna og daglegt líf og eitthvað virtist vera óframkvæmanlegt varst þú ekki lengi að breyta því í hið fram- kvæmanlega, sem virtist vera út af óendanlegri orku og krafti sem þú hafðir. Þú hreinlega gafst aldr- ei upp. Það fór ekki framhjá neinum að þitt ljós í lífinu voru börnin þín sem þér þótti svo vænt um. Kynnt- umst við stelpunum lítið en þú komst oft með Höskuld til Reykja- víkur. Mikið var gaman að sjá hvað þið feðgar voruð ánægðir. Það er mikil sorg að vita til þess að börnin þín fái ekki að njóta’fleiri ánægjustunda með þér. Elsku Bjarni, minninguna um þig geym- um við ávallt í hjarta okkar. Guð geymi þig. Börnum, foreldrum og systkinum vottum við okkar dýpstu samúð. sigurpán 0g Ellen. Erfidrykkjur Glæsilegt kaffihlaðborð og hlýleg salarkynni. Góð þjónusta. HOTEL REYKJAVÍK Sigtúni 38. Upplýsingar í símum 568 9000 og 588 3550 BJARNIHALLDÓR HÖSKULDSSON andartaksleikinn við kvikuna í flæðarmálinu. Hún sat á mosa- þembu í hraunkantinum eða á melgresisþúfu, þar sem sendið er. Hún horfði árvökulum augum á leikinn í fjörunni, á báruna og á hafið. Hjá frænku voru matföngin og þar var gott að hvíla sig og nærast, sýna feng sinn úr fjör- unni, greina frá spennandi augna- blikum og djörfum fyrirætlunum. Ég fæ ekki gefið úr stokki minn- inganna án þess að draga fram spilamennsku Matta. Af henni var ekki alltaf hægt að ráða að hann þekkti spilin sem hann fékk. En hann þekkti þau út í æsar. Hann þekkti með- og mótspilara og af síungri ákefð skoraði hann allar skynsamlegar líkur á hólm, í spila- mennsku sem alltaf var ærslafull og fjörug og virtist jafnvel töfrum gædd, þó stundum væru spilaregl- urnar fullmargbrotnar fyrir minn smekk. Síðustu spil þeirra á hendi voru tæpast glæsileg. Þeim mun áhrifa- meira er hvernig þau spiluðu úr þeim. Það skorar á hólm það mat okkar á fólki, sem byggist á masi daganna. Það brýtur upp allar venjulegar spilareglur. Eftir sitja töfrarnir, persónutöfrar þessara einstaklinga. í heimsóknum að sjúkrabeði frænku varð þáttur hennar í spjalli um daginn og veg- inn gjarna um löngu liðna daga og gengnar götur. Fyrir kom að hún fór kynslóðavillt á okkar nöfn- unum og hélt sig tala við bróður sinn. En það sem óbreytt var, var friðurinn í brosi hennar, alúð og árvekni fyrir velferð annarra; „varstu búinn að borða Níels minn?“ Hjá Matta var óbugaður hæfi- leikinn til að bjóða kringumstæð- um byrginn á góðlátlegan og jafn- vel ærslafullan hátt. Aldrei varð ég annars var en að þetta skemmti frænku minni, hún var með á eig- in forsendum í leik sem hún þekkti og stóð sig prýðilega í. Á sinn ein- staka hátt spilaði Matti úr því sem þau höfðu á hendi. Þennan hátt hafði hann við alla, líka við sjálfan sig. Það var æðrulaus maður sem fylgdi lífsförunaut sínum til grafar á eigin afmælisdegi. Það var mað- ur sem þekkti sjálfan sig og lífs- förunaut sinn. Hann vissi hvað hvoru um sig var eiginlegast og best lagið og hvernig hið ólíka í , fari þeirra hefði skapað vaxtar- skjól fyrir persónueiginleika hvors um sig. Hann var þakklátur fyrir skjólið sem staðfesta frænku hafði veitt honum til að þroskast í, að vera það sem honum lét best, hrók- ur alls fagnaðar, stýrandi glað- beittur fleyi þeirra í ölduróti andar- taksins. Matti var sjómaður. Hann vissi fullvel að glæsileg sigling krefst ekki síður kjölfestu en lip- urðar við stýrisvölinn. Hann lét þau orð falla að gæfa sín í lífinu hefði verið að Lauga hefði verið bæði húsmóðir og húsbóndi á heimilinu. Sviptur kjölfestunni, stýrði hann samt eftirminnilega í hina óumflýj- anlegu vör. Við sem eftir lifum minnumst með þakklæti þess sem þau voru okkur hvort um sig, ekki síður en þess sem þau voru okkur saman. Níels Hermannsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTJÖNU JÓHÖNNU EINARSDÓTTUR, dvalarheimilinu Hornbrekku, Ólafsfirði. Árni Gestsson, Sæmundur Jónsson, Margrét Gestsdóttir, Eyvindur Árnason, Trausti Gestsson, Ásdis Ólafsdóttir, Matthildur Gestsdóttir, Björgvin Kristjánsson, Lisebet Gestsdóttir, Einar Gestsson, Haukur Sigurðsson, Jón Vilhjálmsson, Margrét Friðriksdóttir, Jónina Kristjánsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar, INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR fyrrverandi húsvarðar í Húsmæðraskóla Reykjavikur. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkr- unardeild Droplaugarstaða fyrir góða ummönnun og hlýju. María Sigurðardóttir og fjölskylda. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 5691181. Framvegis verður við það miðað, að um látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksenti- metra í blaðinu. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þtjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tví- verknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld i úrvinnslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.