Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 2. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Páll, Paul, Poul og bankavextirnir Vextir (%) í nokkrum löndum ísland Belgía Danmörk England Neyslulán 12,43 7,45-13,37 14,9-18,9 12,9-14,25 Yfirdr. á tékkar. 23,0 18,9 13,95-14,5 Greiðslukort 23,4-25,3 12,9 (raðg.) Ríkisvíxlar (3 mán.) 3,27 4,3 6,1 7,6 Rikissk.br. (5 ár) 5,6 6,4 7,3 10,3 AF OPINBERRI um- ræðu síðustu vikna mætti ætla að banka- vextir hér á landi væru einhveijir þeir hæstu á byggðu bóli. Það jaðrar jafnvel við að bönkun- um sé kennt um skulda- vanda heimilanna og að hagvöxtur hér á landi jafnist ekki á við hag- vöxt í spútnikríkjunum í Suðaustur-Asíu. Þetta er ekki rétt. í fréttaþættinum Hér og nú 19. febrúar sl. voru vaxtamál bank- anna til umíjöllunar. í þættinum var m.a. rætt við fréttaritara Ríkisútvarpsins í Kaupmannahöfn. Hann greindi frá því að hann hefði aflað upplýsinga um vexti í nokkrum bönkum. Fram kom að vextimir væru frá rúmlega 5% fyrir húsnæðislán og upp í 13.37% fyrir venjuleg neysluián. Finnur Sveinbjörnsson Einnig upplýsti hann að algengt væri að við kaup á varanlegum neysluvörum í verslun- um, þ.e. raftækjum, húsgögnum og öðrum vörum af því tagi, væri algengt að neyt- endur greiddu rúmlega 20% vexti af lánum sem þeir tækju! Bankar eru oft treg- ir til að veita öðrum bönkum upplýsingar um álagið sem þeir bæta við grunnvexti (kjörvextí) sína þegar þeir veita einstaíding- um og fyrirtækjum lán. Því getur reynst erfitt að bera saman vexti milli banka. Til að kanna með einföldum hætti hvort það væri rétt að bankavextir á ís- landi væru mun hærri en gengur og gerist erlendis leitaði ég til tveggja íslendinga sem búsettir era DOMAR VIRTRA ERLEDRA GAGN- RÝNENENDA ERU ALLIR Á EINN VEG! „Tveir þumlar upp" SISKEL & EBERT „Ein besta mynd ársins! Richard Dreyfuss er frábær" - MARILYN BECK, CHICAGO TRIBUNE SYNDICATE Richard Dreyfuss Mr. Holland’s Opus Stórleikarinn Richard Dreyfuss er tilnefndur til Óskarsverólauna fyrir magnaöa túlkun sína á tónlistarkennaranum Glenn Holland í stórskemmtilegri mynd sem allir elska og hefur slegíð í gegn í Bandaríkjunum. Herra Holland var aJItaf á leiðinni að semja tónverk lífs síns þangað til að hann uppgötvaði aó stærsta tónverkið er lífió sjálft. FORSÝNING í KVÖLD KL. 9.15. HÁSKÓLABÍÓ Einfaldur samanburður bendir ekki til þess, seg- ir Finnur Sveinbjörns- son, að vextir af neyslu- lánum hér á landi séu óeðlilega háir miðað við hliðstæða vexti erlendis. erlendis, annar í London og hinn í Brussel. Þeir höfðu samband við viðskiptabanka sinn (NatWest í London og Banque Bruxelles Lamb- ert í Brassel) og spurðust fyrir um vexti af neyslulánum til einstakl- inga. Niðurstaðan, ásamt upplýs- ingum frá fréttaritara Ríkisútvarps- ins í Kaupmannahöfn og banka- vöxtum hér á landi, er sýnd í með- fylgjandi töflu. Eg legg áherslu á að hér er alis ekki um vísindalega úttekt að ræða og fýrirvararnir era fjölmargir. Það er nánast tilviljun að upplýsingarn- ar eru frá Belgíu, Danmörku og Englandi. Og í tveimur þessara ríkja er einungis um að ræða upp- lýsingar um vexti eins banka. En séu vextir af lánum til einstaklinga svo háir sem raun ber vitni í þessum þremur ríkjum þá er ekki ólíklegt að þeir séu enn hærri í löndum eins og Grikklandi, Portúgal, Spáni og Svíþjóð sem hafa búið við fremur háa vexti um nokkurt skeið. Og væntanlega má finna dæmi um lönd þar sem vextir af einstaklingslánum eru lægri en hér hefur komið fram. Hins vegar legg ég ríka áherslu á að þótt hér sé ekki um vísindalega könnun að ræða gefur hún óneitan- lega til kynna að allt tal um óeðli- lega háa bankavexti til einstaklinga hér á landi á ekki við rök að styðj- ast. í töflunni koma einnig fram vext- ir af ríkisvíxlum og ríkisskuldabréf- um á markaði í löndunum flórum. Þar sést að þessir vextir era hæstir hér á landi. Einnig er sérstök ástæða til að vekja athygli á því að bilið milli vaxta af ríkisverðbréf- um og bankavaxta virðist vera minna hér á landi en annars stað- ar. Vextir ríkisverðbréfa eru hvar- vetna lægstu vextir á markaði. Af því má ráða að bankavextir og aðr- ir vextir hér á landi munu ekki lækka að ráði fyrr en það tekst að lækka vexti af ríkisverðbréfum. Með fjárlögum fyrir árið 1996 var stigið mikilvægt spor í þá átt að draga úr lánsfjárþörf ríkisins þó svo að enn sé halli á ríkisbúskapnum og hugmyndir um það innan fjár- málaráðuneytisins að ríkissjóður afli í auknum mæli lánsfjár innan- lands í stað þess að leita á erlenda markaði. Sem fyrr segir bendir einfaldur samanburður ekki til þess að vextir af neyslulánum hér á landi séu óeðlilega háir miðað við hliðstæða vexti erlendis. Ef til vill væri ástæða fyrir viðskiptaráðuneytið að láta kanna þessi mál nánar, t.d. með aðstoð Neytendasamtakanna og systursamtaka þeirra erlendis hvað vexti af lánum til einstaklinga varð- ar og Verslunarráðs íslands hvað vexti af lánum til smárra og meðal- stórra fyrirtækja varðar. Og bank: arnir gætu lagt hér hönd á plóg. í leiðinni væri sjálfsagt að bera sam- an einhverja liði í gjaldskrá banka og þá þjónustu sem þeir veita. Þannig er ég viss um að mörgum hér á landi blöskraði ef þeir þyrftu að greiða 250 kr. fyrir hveija blað- síðu þegar þeir panta aukayfirlit af bankareikningnum sínum og éf þeir þyrftu að bíða í 3-4 daga og allt upp í viku eftir því að andvirði innleystra tékka bærist inn á reikn- inginn. Þegar betur er að gáð er nefnilega ekki ólíklegt að gjaldskrá íslensku bankanna sé einstakling- um og fyrirtækjum hagstæðari en margur ætlar og þjónusta þeirra betri. A.m.k. þótti fréttaritara Rík- isútvarpsins í Kaupmannahöfn ástæða til að nefna að þjónusta banka í Danmörku væri stirð. Höfundur er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra viðskipta- banka. Helgi Hálfdanarson Fíkniefni AÐ UNDANFÖRNU hefur orð- ið talsverð umræða um fíkniefni og ýmislegan ófögnuð sem leitað hefur í kjölfar þeirra. Það er eins og þjóðin sé að vakna við þann vonda draum, að hún hafi ekki kunnað rétt viðbrögð við þessari forsmán. Augljóst mætti vera, að það sem þar varðar mestu er einbeitt al- menningsálit, sem fordæmir fíkn- . ar-ómennskuna án linkindar og uppgerðar-málsbóta. Og hollast er öllum, að þar sé hvaðeina nefnt réttu nafni, Hins vegar hefur löngum borið hvað mest á væminni mærð um ungt fólk, sem eigi „við vandamál að stríða". Talað er með virðulegri respekt um það slys, sem alla geti hent, að leiðast út á vímuefna-glap- stigu. Menn virðast ekki átta sig á því, að hið myrka orð „glapstigur“ og dularfull merking þess orkar tælandi á vissa óreynda manngerð. Ræfíldómur fíknarinnar kemur sér upp lævísum ævintýraljóma þegar hann er titlaður sem ískyggilegt þjóðfélags-vandamál, í stað þess að njóta sannmælis sem skammar- legur heybrókarháttur. Að sjálfsögðu er skylt að gera allt sem verða má til að draga upp úr svaðinu þá afglapa sem þangað hafa flanað. Hitt skiptir þó ekki minna máli, að í augum þeiira, sem era að stálpast, sé afglapinn afglapi, og svaðið svað en ekki vettvangur djarfmannlegrar hegð- unar, sem ástæða sé til að kynna sér af eigin raun. Þar kæmi sér öðra betur sú brýning, að sá er alls volað skauð, sem lætur hafa sig að slíku fífli. En umræða þessi hefur fleiri hliðar. Af henni mætti oft ætla, að upprennandi kynslóð íslendinga sé að drýgstum hluta fíknirónar og áflogaskríll. Því fer að sjálf- sögðu víðs fjarri. Glæsilegur meiri- hluti íslenzkrar æsku er heilbrigt og reglusamt dugnaðarfólk, bjart- sýnt og lífsglatt, albúið þess að takast á við hveija þá raun, sem örlaganornin lumar á. Hins vegar er sérhvert orð, sem gefur í skyn víðtæka spillingu æskulýðsins, ekki aðeins fjarri öllum veruleika, heldur einnig háskaleg ginning. Einhvern tíma var það kannað, hve mikið væri um neyzlu tóbaks í tilteknum skóla. í ljós kom, að 30 prósent nemendanna höfðu bjástrað við reykingar meira eða minna, og jafnvel lagt á sig þó nokkur harmkvæli til að vígjast þeirri siðareglu. Síðan var tekið til að vola yfir þessum mikla sæg ungmenna, sem ætti við svo erfið- an vanda að etja, svo að þessi 30 prósent fóru að verka sem fjölda- segull á kjölfestulaus krakka-flón, sem halda að mannsbragð sé að því að bjóða birginn öllu sem talið er varhugavert. Nær hefði verið að fagna þeirri niðurstöðu könnunar, að 70 pró- sent nemendaúna vora ekki þeir aular að vilja endilega gera sig að gömlum og ljótum skriflum sem allra fyrst. Yfírgnæfandi meiri- hluta kom ekki til hugar að farga fegurð sinni og vellíðan fyrir vænt- anlega sjúkdóma, kvalafulla og banvæna, og það með ærnum til- kostnaði. Og þá verður mér hugsað til útvarpsmanns sem nýlega átti mjög gott viðtal við pilt, sem hafði prófað að éta vímuskít og ekki vitað fyrr en hann var kominn í tukthús fyrir þjófnað, innbrot, áflog og fleira af því taginu. Út- varpsmaður þessi talaði við piltinn af eðlilegu hispursleysi og setti ofan í við hann fyrir að gera bæði sér og sínum skaða og skömm með heimskulegu athæfi, sem allir vita að leiðir til hneisu og volæðis. Þvílíkt sjálfsmark manns með fullu viti á sér enga afsökun. Strákanginn var greinilega illa farinn af áti á alls konar óþverra, og blakti þó í honum glæta af blygðun. Spurningum og athuga- semdum útvarpsmanns svaraði hann af einlægni með kurteislegri hógværð. Svo þegar viðtalstíminn var á enda, klykkti útvarpsmaður út hress í bragði og hughreyst- andi: „Svo vona ég sannarlega að þú eigir eftir að rífa þig upp á rassgatinu og ganga sperrtur út í lífið.“ Og strákur svaraði svo kurteis og alvarlegur sem áður: „Takk, sömuleiðis." Ekki var laust við að ég þætt- ist sjá gegnum holt og hæðir kumpánlegt glott á vörum út- varpsmanns um leið og hann klappaði með hlýlegri kveðju á öxl viðmælanda síns, sem greinilega var að upplagi vænn strákur og ,vel gefínn. Allt viðmót þessa út- varpsmanns var mjög við hæfi og áreiðanlega mun hollara öllum þeim er á hlýddu en ráðlaust nöld- ur yfir þeim ungmennum sem „eiga við vandamál að etja“. Það skal ítrekað sem fyrr var sagt, að allt ber að gera sem unnt er, til að koma þeim ræflum til manns sem illa era á sig komnir af skítáti. Hitt er jafn-sjálfsagt, að leitað sé allra leiða til vamar gegn því, að beinlausir vesalingar álpist í hundana. Réttilega er bent á gildi íþrótta. Og þó er vafasamt, að dekur við einstaklings-afburði sé hyggileg stefna. Fáir komast í úrvalslið, reyndar helzt þeir sem sízt gætu lent í ræsinu. En af vonbrigðum kann hins vegar illt að leiða. Hollastir munu leikar sem gefa öllum kost á að smakka sitt eigið táp og fjör sem dugandi þátt- takendur, án verðlauna-kapps, og án vanmeta. Eitt er það sem öðra fremur gerir illt verra í þessum efnum, og það er sú þjóðfélags-bæklun, sem lamar fjölskylduna og gerir mæðrum að lífsnauðsyn að van- rækja börn sín og heimili til þess að afla þess sem brýnast verður talið. En það er önnur saga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.