Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ AUÐBJORG TOMASDOTTIR + Auðbjörg Tóm- asdóttir var fædd 6. júlí 1901 í Reykjavík. Hún lést 3. febrúar síðastlið- inn á spítala í Hafn- arfirði. Foreldrar hennar voru hjónin Tómas Eyvindsson, bóndi í Vælugerði í Flóa og síðar verka- maður í Reykjavík, f. 14. júní 1854, d. 2. febrúar 1916, og Sigríður Pálsdóttir húsfreyja, f. 9. des. 1864, d. 20. des. 1946. Systkini Auðbjargar voru Páll, sjómaður, Eyþór, stýri- maður, Þuriður (dó í bernsku), Magnús Kjaran, stórkaupmað- ur, Ingvar Kjaran, skipstjóri, Þuríður Kjaran, húsfreyja, Arnbjörg, ritari, og Bjarndís, húsfreyja. Þau eru öll látin nema Bjarndís. Hinn 10. júni 1922 gekk Auð- björg að eiga Krist- ján L. Gestsson, verslunarstjóra hjá Haraldarbúð og síð- ar framkvæmda- stjóra hjá Haraldi Arnasyni heild- verslun hf., f. 4. jan- úar 1897, d. 5. apríl 1971. Börn Auð- bjargar og Kristj- áns eru Hólmfríður, fyrrverandi skrifstofumaður, Sigríður, fyrrverandi stjórnar- ráðsfulltrúi, Tómas, stórkaup- maður, og Edda, fyrrverandi bankastarfsmaður. Útför Auðbjargar fór fram í kyrrþey 12. febrúar sl. „TILVERA okkar er undarlegt ferðalag“, segir skáldið Tómas Guðmundsson í hinu vinsæla kvæði Hótel Jörð. Ferð ömmu minnar, Auðbjargar Tómasdóttur, reyndist lengri en hana hafði órað fyrir. Hún var á 95. aldursári, er hún lézt. Það var því mikil gæfa, að hún hafði lært að ferðast. Hún skynjaði leyndardóma stórborga, kunni manna bezt að skemmta sér í góðum félagsskap, hafði gaman af að riij'a upp liðin ævintýri, bar samferðamönnum sínum ævinlega vel söguna og hafði lært að njóta hins smáa, sem fyrir augu ferða- langs ber. Og þótt henni kunni undir lok ævinnar að hafa legið reiðinnar ósköp á, þá lét hún á engu bera og sætti sig við að setj- ast við hótelgluggann og bíða. Vinátta okkar ömmu hófst fyrir alvöru á námsárum mínum við Háskóla íslands. Að loknum vinnu- degi í skólanum hélt ég einatt beint á fótboltaæfingu hjá Knattspyrnu- félagi Reykjavíkur, sem var félag afa og ömmu og allra þeirra afkom- enda. Henni þótti ekki nema sjálf- sagt að bjóða mér matarbita hjá sér á Smáragötunni í hádeginu þá daga, sem álagið var mest. Afi var þá látinn fyrir allnokkrum árum, en Arnbjörg, systir ömmu, sem við kölluðum Bíbí, var með henni öllum stundum. í minningunni eru krás- irnar, sem þær reiddu fram, bæði meiri og betri en skynsemin leyfir að leggja trúnað á. Ég man, hve sigurreifar þær voru, ef þeim tókst að fá mig til að þiggja vel af sultu- tauinu, sem þær nefndu svo og þótti ómissandi með öllum mat. A hinn bóginn olli ég þeim ævinlega ólýsanlegum vonbrigðum með því að neita að þiggja ijóma eða sykur í kaffið. Fátt þótti þeim systrum tilkomuminna en svart kaffi og sykurlaust. En þetta var gott kaffi með ilmi, sem minnti á sunnudag- ana forðum, þegar fjölskyldan safnaðist saman í stofunni á Smáragötu. Nú hvfldi hins vegar yfir henni ró og friður, ólíkur erli þeim og gestalátum, sem ég hafði upplifað þar sem barn. Það lá í loftinu, að dögum ömmu á Smára- götu 4 færi fækkandi. Síðan eru liðin meira en 15 ár. Amma var engin sagnakona og ekki tiltakanlega ræðin, en þegar minnzt var á gamla daga lifnaði ________________________________LAUGARDAGUR 2. MARZ 1996 41 MINNINGAR yfir henni, og á góðri stund átti hún til að bregða upp fyrir manni skemmtilegum myndbrotum úr ævi sinni. Foreldrar ömmu, Tómas Ey- vindsson og Sigríður Pálsdóttir, bjuggu í Skothúsinu, sem þá stóð á mörkum Reykjavíkur. Eignuðust þau átta börn, sem á legg komust. Tómas var verkamaður og hafa efni þeirra Sigríðar tæpast verið mikil. Gestrisni sína kann amma samt að hafa lært af foreldrum sínum, því að hún sagði frá því, að bændur, sem komu að sunnan, hefðu einatt haft viðkomu í Skot- húsinu, þurrkað framan úr sér og þegið kaffisopa, áður en þeir héldu í kaupstaðinn. Á fátækt heyrði ég ömmu ekki minnast. Kynslóð alda- mótanna lærði aldrei að kvarta og börnin úr Skothúsinu báru öll dugn- aði hennar vitni. Af þeim lifir nú aðeins yngsta dóttirin, Bjarndís, sem komin er fast að níræðu, en leggur til sunds í Vesturbæjarlaug- inni alla daga, þegar veður leyfír. Amma átti því láni að fagna að eiga alla tíð góða menn að, sem báru hag hennar fyrir bijósti. Magnús Kjaran, bróðir ömmu, sá yngri systkinum sínum farborða, fyrst eftir að faðir þeirra dó. Hann varð síðar landskunnur athafna- maður, og heyrt hef ég menn þakka honum skipulag Alþingishátíðar- innar 1930. Haraldur Ámason kaupmaður réð ömmu til sín í Har- aldarbúð aðeins sextán ára gamla. Þar kynntist hún afa mínum, Kristjáni L. Gestssyni verzlun- arstjóra. Hann stofnaði síðar heild- verzlun þá, er við Harald var kennd. Sýnir það stórlyndi Haralds Árna- sonar, að hann eftirlét öðrum nafn sitt á heildverzlun, sem hann átti sjálfur ekki hlut í. Þau afi og amma trúlofuðu sig í Öskjuhlíðinni sumarið, sem amma varð átján ára. Það var af því til- efni, sem Freysteinn Gunnarsson orti ömmu vísur þær, sem urðu einkunnarorð hennar. Hún flutti þær af innlifun og kjarna þeirra í þungum áminningartón, ætluðum yngri kynslóðinni: En það þarf bæði vilja og vit að velja úr ungum sveinum. Og það er tál og tvöfalt strit að taka fleiri en einum. Svo veldu þann, sem vænstur er, og vill þig síðast missa. Þá mun hún koma af sjálfu sér, sælan að faðma og kyssa. Amma lá ekki á þeirri skoðun sinni, að hún hefði fylgt þessum ráðum. Hún leyndi ekki aðdáun sinni á afa, og ég held að hún hafi varðveitt ást sína til hinztu stundar. „Það var ekki hægt að hugsa sér betri mann en hann afa þinn,“ sagði hún oft. Samt er ekki víst, að hún hafi alltaf verið sátt við þær annir, sem fylgdu athafna- manninum Kristjáni L. Gestssyni. Hann starfaði mikið í Knattspymu- félagi Reykjavíkur og var þar for- maður um níu ára skeið. Um það sagði amma: „Ég var alltaf af- brýðisöm út í KR.“ Kunni hún ýmsar sögur, sem gerðu þá afstöðu hennar skiljanlega. Samt virtist hún aðallega segja þær til að út- skýra fyrir okkur, hve stolt við mættum vera af afa. Eftirminni- legust er e.t.v. saga um það, þegar afi hafði boðið ömmu í reiðtúr á sunnudegi út fyrir bæinn. Á tilsett- um tíma var amma komin í reiðföt- in, sem hún hafði keypt sérstak- lega af því tilefni, en eins og oftar lét afi bíða eftir sér. Leið svo dag- urinn, án þess að afi léti í sér heyra, unz ljóst var, að ekkert yrði úr reiðtúmum þeim. Þá loks kom afi brosandi út að eyrum og tilkynnti henni glaður í bragði, að KR væri búið að festa kaup á Bámnni, en það var fyrsta húsið, sem KR eign- aðist. Samt fór ekki framhjá nein- um, hve góður eiginmaður afi var og hve lagið honum var að koma ömmu skemmtilega á óvart. Afi var sjálfur bindindismaður og lagði talsvert upp úr því, að vera ungum íþróttamönnum fyrirmynd. Því eft- irminnilegri er mér heimsókn afa og ömmu til móður minnar einn sunnudag í maí. Þar kom afi frísk- legur að vanda með handklæðið undir hendinni, nýkominn úr sundi, en amma þreytulegri og settist inn í stofu. Svo að lítið bar á, kallaði afi mömmu fram í eldhús, þar sem hann dró litla sérríflösku úr uppr- úlluðu handklæðinu, svo að mamma gæti boðið ömmu örlítinn dreitil til hressingar. Þótti ömmu að vonum mikið til þess koma, hvað mamma bjó vel. Árin með afa á Smáragötunni voru vafalaust beztu ár ömmu. Þau höfðu efnazt vel og lifðu þar góðu lífi um nær hálfrar aldar skeið. Þau eignuðust íjögur börn og fimm bamabörn, sem litu öll á Smára- götuna sem hornstein tilvem sinn- ar. Hljóta margir að hafa notið gestrisni þeirra á þessum áruin. Sjálfur er ég til vitnis um gleðina, sem ríkti á gamlárskvöld. Þar voru frábærar veitingar af öllu tagi. Ærsl fullorðna fólksins og kátína stungu mjög í stúf við helgina, sem ríkti þar á aðfangadagskvöld viku áður. Hávær kliður fyllti stofurn- ar, og líður glaðlegur söngurinn mér ekki úr minni. Svona vildi amma hafa fólk. Hún lét aldrei af þeim sið að taka á móti okkur með spurningunni: „Hafið þið ekki eitt- hvað verið að skemmta ykkur?“ Bezt þótti henni að heyra, að við hefðum á pijónum að ferðast til útlanda. Það fannst henni eina vit- ið. Sjálf var hún vön að fara á hveiju ári, fyrst með afa og systr- um sínum til skiptis, en með Bíbí, eftir að afi dó. Hins vegar var amma of mikili Reykvíkingur til að una sér lengi úti á landi. Það hefur vafalítið verið ömmu og Bíbí mikið áfall að þurfa að flytja af Smáragötunni. Þær til- heyrðu gömlu Reykjavík og rötuðu helzt ekki, er komið var langt aust- ur fyrir Snorrabraut. Samt reyndu þær að bera sig vel, er þær fluttu á Hrafnistu í Hafnarfirði, fyrst í lítið einbýlishús, en síðar á sjúkra- deild. Mig grunar, að amma hafi ekki hugsað sér að stanza þar lengi. Bíbí dó árið 1991, en amma settist í stól og leit aftur til liðinna ára. Samt lét hún auðveldlega trufla sig frá hugsun sinni, ef við komum í heimsókn, fagnaði okkur af innileik, þáði glas af sérrí, rifj- aði upp gamla tíma, spurði barna- barnabörnin, hvort þau væru ekki trúlofuð, og bað okkur öllum Guðs blessunar, er við kvöddum. Ár ömmu á Hrafnistu urðu fleiri cn hún kann að hafa kært sig um og heilsan verri en hún vildi vera láta. Samt kvartaði hún aldrei, kvað starfsfólkið afskaplega þægilegt og sagðist alltaf hafa það gott. „Mig hefur aldrei skort neitt, og ég hef alltaf haft nóg af öllu,“ var viðkvæðið. Ég hygg, að boðskapur hennar hafi verið sá, að kona, sem átt hefði Kristján Gestsson, þyrfti ekki að óska sér neins frekar. Birgir Guðjónsson. + Ragnheiður Jó- hannesdóttir fæddist á Kvenna- brekku í Dölum 6. september 1911. Hún lést á Reykja- lundi 23. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 1. mars. ÉG HELD að hún amma mín hljóti að verða minnisstæð öllum sem kynntust henni. Hún var um dagana búin að skjóta skjólshúsi yfír marga og veita mörgum beina. í haust þegar ég kom suður til náms, bauð amma mér að búa hjá sér í Hamraborg. Þáði ég boð henn- ar og kom það okkur báðum vel. Ég fékk húsnæði og við nutum fé- lagsskapar hvort annars. Það var gott að búa hjá ömmu. Hún mátti helst ekki sjá að ég sóaði dýrmætum kröftum og tíma frá námi í heimilis- störfin. Hún var því alltaf á þönum við að elda eitthvað gott handa okk- ur, hafa til kaffi og aðrar kræsingar á meðan ég sat við lestur. Á morgn- ana beið mín hafragrautur og lýsi til að ég færi vel mettur i skólann. Hún hafði gaman af tilraunastarf- semi í eldhúsinu og í innkaupaferð- um okkar í Nóatún á sunnudögum var það ósjaldan að hún keypti eitt- hvað nýtt, bara svona rétt til að prófa. Eftirminnilegustu stundir með ömmu voru þegar hún sagði frá. Það var bæði áhugavert og iær- dómsríkt í senn að heyra hana segja frá uppvaxtarárum sínum í Dölunum og í Reykja- vík. Magnþrungið þótti mér einnig að heyra hana segja frá náms- árum sínum í Þýska- landi nasismans. Eins og gengur og gerist með unga menn fór ég stund- um út á lífið eða á rall, eins og amma var vön að segja. Hún var á því að það væri ágætt að ég skemmti mér aðeins og liti í kringum mig. Hún var stundum að spyija mig hvort ég ætlaði ekki að fá mér kærustu. Var ég þá vanur að ségja að ég væri alltaf að spá eitthvað. Hún lagði alltaf áherslu á það við mig að þegar ég tæki mig til og gifti mig þá yrði það í eitt skipti fyrir öll. Annars var amma ánægð- ust þegar ég var heima hjá henni í rólegheitum. Hún hafði gjarnan á orði að góðir eiginmenn svæfu heima. í desember fylgdist amma spennt með prófunum hjá mér og hélt í þann gamla góða sið að fylgja mér til dyra og spýta á eftir mér til að allt gengi vel. Að leiðarlokum þakka ég ömmu minni fyrir að vera svona góð við mig. Sigfús. Fagna þú, sál mín. Lít þú víðlend veldi vona og drauma, er þrýtur rökkurstiginn. Sjá hina helgu glóð af arineldi eilífa kærleikans á bak við skýin. Fagna þú, sál mín, dauðans kyrra kveldi, kemur upp fegri sól, er þessi’ er hnigin. (Jakob Jóh. Smári) Ragnheiður tengdamóðir mín er fallin frá og sem betur fer varð henni að ósk sinni að fá að kveðja án þess að þurfa mikla hjúkrun. Veikindastriðið stóð aðeins eitt dæg- ur. Fyrir hálfum mánuði var hún við skírn yngsta bamabarnabarns- ins. Til jóla hélt hún sitt heimili og réð sínum ráðum með Sigfúsi syni mínum, sem hún hafði i fæði og húsnæði. Verkareitur Ragnheiðar var heimilið og hlutdeild í óvenju viðburðarríku og umsvifamiklu lífi eiginmannsins. Það fór ekki mikið fyrir Ragnheiði á opinberum vett- vangi en þeim mun atkvæðameiri var hún í stjórnun og rekstri heimil- isins og uppeldi barnanna. Heimilið var í föstum skorðum, hver hlutur á sínum stað, máltíðir á föstum tím- um og öll störf unnin á réttum tíma. Oft stóð stóri kjötsúpupotturinn full- ur og sem flestir velkomnir í mat. Á sunnudögum var fjölskyldan oft saman komin í pönnukökukaffi og eigum við dýrmætar minningar frá öllum þessum samverustundum. Fram á síðustu stund var Ragnheið- ur alltaf til með morgunmat snemma og vakti sitt fólk og lagði á ráðin fyrir daginn, gjarnan með snjöllum orðatiltækjum og máls- RAGNHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR háttum, hvort sem fólk var að fara á fund, í próf eða vinnu og þreyttir fengu að leggja sig í gömlu mjúku plussófana. Heimili þeirra Odds og Ragnheið- ar á Reykjalundi var einstakt á sinn hátt. Að ýmsu leyti þjónaði það sem sendiráð fyrir gesti sem komu að skoða Reykjalund og í aðra röndina var það nokkurs konar félagsmið- stöð og sjúkrahótel. Ragnheiður var stór í stykkjunum, lét umbúðalaust í ljós hvað henni þótti. Hún var fljót að skipta skapi og fljót að fyrirgefa og fljót að bregða við til hjálpar þar sem þess var þörf. Hún bar taka- markalausa umhyggju fyrir fjöl- skyldu sinni og fylgdist nákvæm- lega með högum okkar allra. Ragn- heiður var greind og fróð og sagði afskaplega vel frá. Við áttum marg- ar góðar stundir þegar við spjölluð- um fram á nótt og hún sagði sögur frá borgarlífinu í Reykjavík, sögur úr Dölunum þar sem hún var í sveit á stórbýlinu Fellsenda og sögur frá ferðalögum með Oddi um lönd og álfur. Fróðlegt var að heyra hana lýsa Þýskalandsdvölinni og ekki síst var merkilegt að heyra hana segja frá mörgum þjóðfrægum mönnum sem hún hafði kynnst á lífsleiðinni. Þau voru alltaf eins og unglingar, hún og Oddur þegar þau voru að fara í Selá og gistu hjá okkur á leiðinni. Ekki síst var glatt á hjalla þegar Gústi og Helga voru með þeim. Fyrir nokkrum árum fórum við Olafur með þær Kvennabrekkusyst- ur, Ragnheiði, Guðnýju og Elínu í pílagrímsferð um Dalina. Þessi ferð var líkust leiksýningu. Það var svo sérstakt að heyra þær lýsa lífinu í sveitinni á fyrsta fjórðungi aldarinn- ar. Á heimleiðinni fórum við í kaffi í Hítardal til Leifs frænda þeirra, en þangað höfðu þær komið ungar á hestum. Ragnheiður var einstak-' lega greiðvikin og taldi ekki eftir sér að passa barnabömin eða snú- ast á bílnum í alls konar erindum. Það var oft gaman að fara í „búðar- leik“ þegar ég kom suður eða hún kom norður. Síðast í sumar kom hún norður um verslunarmannahelgina keyrandi með Oddi Ólafssyni jr. og þá áttum við saman sólríka góða daga. Eg uppskar ríkulega af kynnum mínum við mína kæm tengdamóður og varla líður sá dagur að ég vitni ekki í eitthvað sem hún hefur gert eða sagt. Fyrir alla hennar gest- risni, umhyggjusemi og vináttu þakka ég af heilum hug. Blessuð sé minning góðrar kónú sem gaf fólkinu sínu af gildum sjóði hjarta síns. Kristín Sigfúsdóttir. BLÓMABÚÐ MICHELSEN | | 1 lOLAGARUl S. 557 3460. | | \ AÐEINS ÞAÐ BESTA | í GLEÐi OG SORG. | v" ’ ÁRA STARFSRfYNSLA f UTFARAR- SKRHYTINGUM. \ p* I MICHFISFN •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.