Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 2. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samgöngurábherra, fjármálarábherra, og hlutab- elgandl undlrrlta samnlnga um Hvalfjarbargöngin; Tilbúin 1999 ALLUR er varinn góður Halldór minn . . . Umhverfis jörð- ina á átta tímum Bréf frá Alþingi Þingmenn ræddu utanríkismál vítt og breitt í vikunni. Guðmundur Sv. Hermannsson fylgdist með umræðunum. ISLENSKIR þingmenn eiga aðild að ýmsum evrópskum og al- þjóðlegum þingmannasamtök- um og flytja Alþingi árlega skýrslur um starfið. Skýrsludagurinn var á fímmtudag og það má segja að þingmenn hafi farið um allan heim á þeim átta klukkutímum sem um- ræðan stóð, þótt lengst hafi þeir dva!- ið í Evrópu. Venjulega þykja þessar skýrsluumræður ekki sérlega spenn- andi en það er kannski að breytast. Að minnsta kosti sagði Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra að þetta væri í fyrsta skipti sem bærilega líf- legar umræður færu fram um skýrsl- ur þingmannasamtakanna og það bæri vott um vaxandi áhuga á alþjóð- legu samstarfí. Þann áhuga var þó ekki að sjá í þingsalnum því þar var fremur fámennt. Þarna voru ræddar skýrslur um norrænt samstarf, um Vestnorræna þingmannaráðið, þing Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE), Norður-Atlantshafsþingið, EFTA- þingið, Vestur-Evrópusambandsþing- ið, og Alþjóðaþingmannasambandið. Almennt töldu þingmenn að í þessum stofnunum væri unnið gagnlegt starf en helst komu fram efasemdir um gildi ÖSE. Halldór Ásgrímsson lýsti þó þeirri skoðun að ÖSE væri mjög mikilvæg brú milli Vestur- og Austur- Evrópuþjóða í því þróunarferli sem nú ætti sér stað. Hins vegar gætu mál þróast þannig að ÖSE yrði óþörf, ef NATO yrði stækkað með eðlilegum hætti og Evrópuráðið þróaðist áfram. Það var einmitt væntanleg stækkun NATO sem varð tilefni hressilegustu skoð- anaskiptanna. Össur Skarphéðinsson, Alþýðuflokki, hvatti mjög til þess að íslenska ríkisstjómin beitti sér fyrir því að Eystrasaltslönd- unum verði veitt aðild að NATO sem fyrst. En Eystrasaltslöndin hafa, eins og fleiri nýfijáls ríki, sótt um slíka aðild, og einnig um aðild að Evrópu- sambandinu (ESB) og Vestur-Evr- ópusambandinu (VES), einkum með öry'ggishagsmuni sína í huga. Rússar hafa lagst mjög hart gegn NATO-aðild Eystrasaltslandanna því þar með væri NATO, og þar með Bandaríkin, komin nánast í túnfótinn á Rússlandi. Rússar virðast hins veg- ar sætta sig betur við mögulega aðild Eystrasaltslandanna að Evrópusam- bandinu og Vestur-Evrópusamband- inu sem þó tengist NATO, þ.e. Evr- ópuríki sem eiga aðild að NÁTO eiga einnig aðild að VES í einhveiju formi. Össur sagði að skyndilega væru Rússar famir að stjóma því hveijir kæmu inn í NATO en slíkt neitunar- vald mætti ekki afhenda þeim. Össur sagðist sjálfur hafa haldið ræður á vettvangi VES um aðild landanna og svo væri um fleiri íslenska þingmenn en formlegt afl og stefnu ríkisstjóm- arinnar vantaði. Fulltrúar stjómarflokkanna töluðu fyrir þeim sjónarmiðum sem virðast eiga meirihlutafýlgi innan NATO: að vinna eigi að stækkun sambandsins en fara jafnframt varlega og reyna að byggja upp samstarf við Rússa til að draga úr tortryggni og hættu á að nýtt jámtjald rísi. Aðild að NATO fylgir skuldbinding um sameiginlegar vamir samkvæmt sáttmála samtakanna. Geir H. Ha- arde, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar þingsins, sagði að þessum skuldbind- ingum fylgdi ábyrgð sem menn yrðu að vera tilbúnir að axla. „Þar er ég fyrst og fremst að tala um afstöðu Bandaríkjaþings og ég er ekki viss um að hún muni stað- festa útvíkkun NATO til Eystrasalts- ins meðan það liggur fyrir að Banda- ríkjamenn verða fyrst og fremst að taka á sínar herðar að veita Eystra- saltsþjóðunum tryggingar, jafnvel loforð um að beita kjamorkuvopnum til að veija þær. Og spurningin er hvort slík trygging væri trúverðug. Væru Bandaríkjamenn tilbúnir til að beita slíkum vopnum ef á þyrfti að halda?“ spurði Geir. Þingmenn Alþýðubandalagsins blönduðu sér ekki beint í NATO- umræðuna og hefðu það sjálfsagt einhverntíman þótt tíðindi. Það vekur raunar athygli að þrátt fyrir þær miklu breytingar sem hafa orðið á síðustu árum á eðli NATO og afstöðu íslenskra stjómmálaflokka til sam- takanna, eru fulltrúar Alþingis á fundum Norður-Atlantshafsráðsins aðeins tilnefndir úr þeim flokkum sem stóðu að samþykkt aðildar Is- lands að NATO á sinum tima: Al- þýðuflokki, Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Eftir þessar löngu umræður um Evrópumál var ekki óviðeigandi að ljúka dagsverkinu á fimmtu- dag með lokaumræðu um gamal- kunnugt þingmál, flutninga á skip- gengum vatnaleiðum vegna aðildar Islands að EES. Þetta frumvarp var fyrst lagt fram árið 1992 og þá náði það einnig yfir flutninga á jámbrautum. Þingmenn gerðu á þeim tíma stólpagrín að frumvarpinu en nú fór það i gegnum þingið nánast umræðulaust. Einar K. Guðfínnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, benti þó á að það gætu.falist verulegir hagsmunir í því fyrir íslensk skipafélög að mega fara um fljót í Evrópu, en svo háttaði til að á Islandi að ekki væru miklir möguleikar á að erlend skipafélög sæktust eftir því að sigla upp hinar íslensku ársprænur. Þannig mætti segja að nú væri loksins fundið það litla sannleikskorn sem fólst í stóru orðunum á sínum tíma, að með EES- samningnum hefði fengist allt fyrir ekkert! Ráðgjöf um fjármál heimilanna Unglingar o g aldraðir í greiðsluvanda Elín Sigrún Jónsdóttir GJALDÞROT ein- staklinga á síðasta ári voru hátt í eitt þúsund og í 99% tilfella um eignalaus bú að ræða. En hvernig má hjálpa fólki til að finna leiðir sem koma í veg fyrir gjaldþrot? Ráðgjafarstofa um fjár- mál heimilinna var opnuð 23. febrúar síðastliðinn, en 16 aðilar standa að henni: félagsmálaráðuneyti, Hús- næðisstofnun, _ Reykja- víkurborg, ASÍ, BSRB, Þjóðkirkjan, Neytenda- samtökin, bankar og líf- eynssjóðir. Ástæðan er brýn þörf fyrir aðgerðir til að leið- beina þeim sem verst eru settir í fjármálum og að- stoða við að leita lausna. Ráðgjöfin er veitt endur- gjaldslaust. Markmið Ráðgjafarstofunnar er meðal annars að aðstoða fólk með fræðslu og ráðgjöf við að koma í veg fyrir frekari skuldasöfnun. Einnig að hvetja til ráðdeildar og fyrirbyggjandi aðgerða í flármál- um. Elín Sigrún Jónsdóttir veitir Ráðgjafarstofunni um íjármál heimilinna forstöðu. - Hvernig hefur ykkur verið tekið? „Geysilega vel, fólk segist vera ánægt með að geta leitað til okk- ar. Liðna viku höfðum við afgreitt bráðatilfelli vegna greiðsluvanda og átt ótalin símaviðtöl. í næstu viku eru bókuð um 100 viðtöl sem merkir um 170 einstakl- inga því í flestum tilfellum er um pör að ræða. Við leggjum mikla áherslu á að hjón og sambúðarfólk komi saman til okkar og taki sam- eiginlega á vandanum.“ - Finnst þér einhveijir hópar vera áberandi meðal viðskiptavina ykkar við fyrstu sýn? „Upplýsingum um greiðslu- vandann verður safnað saman í tölur samhliða starfi okkar hér, en segja má að áberandi sé að ungt fólk með geysilegar skuldir leiti núna til okkar og eldra fólk. Þetta er fólk um tvítugt annars vegar og á áttræðisaldri hins veg- ar. Það finnst mér sláandi eftir fyrstu vikuna." - Hvaða úrræði komið þið auga á handa íjölskyldum í greiðslu- vanda? „Þau eru fleiri en fólk gerir sér oft grein fyrir. En í fyrsta lagi er ákaflega mikilvægt að fólk komi vel undirbúið í viðtöl til okkar og að við fáum réttar og greinargóðar upplýsingar til að byggja tillögur okkar á. Það þarf að fylla út íjögurra síðna eyðublað sem haft er með- ferðis í fyrsta viðtal sem getur tekið eina klukku- stund. Þjónusta okkar felst í því að hjálpa fólki til að öðlast heildarsýn yfír fjármálin; skuldir og tekjur. Það er ekki nóg að einblína á húsnæðis- skuldirnar, heldur þarf líka að taka matarútgjöld með í reikninginn, og spyija sig: „Hvar er hægt að skera niður?" Við greinum hér vandann og komum með tillögur til lausnar sem fólk fer með til sinna lánar- drottna, og þá ríður á að Ráðgjaf- arstofan njóti trausts fyrir fagleg vinnubrögð." -Geta allir leitað til ykkar? „Já, en við bendum fólki á að leita til sinna viðskiptastofnana ► Elín Sigrún Jónsdóttir hdl. er fædd í Sandgerði árið 1960. Hún varð stúdent frá Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti árið 1979, og skrifaði embættisritgerð við lagadeild Háskóla íslands 1986 um nauðasamninga. Hún hefur starfað hjá Lífeyrissjóði ríkis- starfsmanna, Eignamiðlun, veríð lögmaður hjá Lögmönnum Höfðabakka, BYKÓ og deildar- sljóri í Félagsmálaráðuneytinu síðustu tvö árin. fyrst. Þar stendur fagleg ráðgjöf til boða, og í raun vísa ráðgjafar viðskiptabanka, Húsnæðisstofn- unar ríkisins og aðrir sem standa að Ráðgjafarstofunni þeim málum til okkar sem talin eru erfiðust viðfangs. Aðgangur að ráðgjöfinni er annars öllum opinn sem að öllu jöfnu hafa ekki nein önnur úræði. Einnig spyijum við fólk hvort það hafi kynnt sér leiðir sem standa því til boða. Til dæmis hef- ur húsnæðismálastjórn heimild til að veita skuldbreytingalán til allt að 15 ára og að fresta greiðslum í allt að þijú ár. Einnig að hægt er að óska eftir að fresta greiðslum áður en til vanskila kemur ef sýnt þykir að í óefni stefni verði ekkert að gert. Einnig má nefna að ríkisstjórnin hefur samþykkt þijú ný frumvörp sem eiga eftir að koma sér vel fyrir viðskiptavini okkar; Frum- varp um réttaraðstoð til einstak- linga sem ætla í nauðasamninga, frumvarp til laga til breytingaa á lögum um innheimtur sveitarfé- laga, meðal annars á meðlögum, og frumvarp til breytinga á lögum um tekju og eignaskatt, sem fela í sér heimild innhélmtumanna til að samþykkja naúðasamninga. Með öðrum orðum bendum við fólki á úrræðin sem eru til staðar og á ráðgjöf sem eðlilegt er að sækja fyrst. Við tökum svo erfiðustu málin." - Hvað merkir að Ráðgjafarstofan er til- raunaverkefni? „Hún er tilraunaverkefni sem mun standa í tvö ár og byggist á góðu samstarfi þeirra sem að henni standa. Að þessum árum liðnum verður framhaldið skoðað. Á Ráðgjafarstofunni í Lækjar- götu 4 eru sex starfsmenn, þar af 4 fjármálaráðgjafar, og við vonum að starfið beri árangur meðal ann- ars vegna þess að fleiri úrræði til að leysa greiðsluvanda heimilanna eru í boði en áður var. Grunn- markmið er samt alltaf að fólk greiði skuldir sínar.“ Hvernfg á að ná endum saman?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.