Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR LAUGARDAGUR 2. MARZ 1996 37 Fúsk eða fag- mennska? „EF FAGLEG vinnubrögð eru ekki í heiðri höfð í stjórnmál- um og stjórnsýslu, leiðir það til spillingar og slakrar stefnumót- unar. Vönduð efnisleg meðferð mála víkur þá fyrir annarlegum sjón- armiðum eða einfald- lega skipulagsleysi. Það er meira en bara grunur, að nokkuð hafi skort á fag- mennsku í opinberu lífi á íslandi. Flest bendir til, að vinnubrögð við stjórnsýslu og stefnu- mótun hins opinbera séu ekki eins fagleg og æskilegt væri hérlend- is.“ Þetta segir dr. Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur í bók sinni Embættismenn og stjórnmálamenn (1994). í bókinni er greint frá niðurstöðum rann- sókna hans á opinberri stjórnsýslu á íslandi. Bókin fékk nokkra um- fjöllun, þegar hún kom út, en síð- an ekki söguna meir. En er ekki ástæða til að gefa bókinni gaum og velta fyrir sér boðskap hennar? Séu niðurstöðurnar réttar og stjórnsýslan hér á landi í slappara lagi, er þá ekki sérstök ástæða til fyrir þá sem starfa innan stjórn- sýslunnar, að taka þær til athug- unar? Spillt vinnubrögð Áður en lengra er haldið skulum við athuga nánar kenningar dr. Gunnars Helga Kristinssonar. Hann flokkar spillingu í þijú stig, allt frá svokallaðri smáspiilingu til þess er hann kallar spillt vinnu- brögð. Smáspilling felst t.d. í því að virða að vettugi boð og bönn, svo sem bann við útivist barna á síðkvöldum og um nætur. Spillt vinnubrögð eru öllu alvarlegri. Þau varhugaverðustu eru fólgin í Varhugavert er að gera ráð fyrir því, segir Helga Sigurjónsdótt- ir, að fólk sé yfirleitt strangheiðarlegt. tvennu; annars vegar í klíkuskap við mannaráðningar hins opinbera, verksamninga þess og innkaup og hins vegar í því þegar opinberir aðilar notfæra sér aðstöðu sína til að hagnast persónulega. Ennfremur kemur fram, að ástæða sé til að hafa sérstaklega gott auga með verktökum, sem oft eru iðnir við að koma ár sinni vel fyrir borð. Hvað sem því líður hafa enn ekki verið settar skýrar reglur um þau mál, er lúta að gerð verksamninga og innkaupum hins opinbera. Reglurnar eru „óeðlilega losaralegar", segir í bókinni. Þá hlýtur að vakna sú spurning, hvers vegna þessar regl- ur eru „óeðlilega losaralegar“. Er það kannski til þess að halda op- inni leið til spillingar af því tagi, sem er nefnt spillt vinnubrögð eða spilltar venjur, þ.e.a.s. að „þeir sem gegna opinberum störfum notfæri sér aðstöðu sína til að öðlast vafasaman ágóða tengdan hliðarvinnu". (bls.17). Hugmyndin um hagsmuna- árekstur í. opinberu lífi var til skamms tíma nær óþekkt í þjóð- málaumræðunni hér á landi, en með hagsmunaárekstri er átt við „að óeðlilegt verður að teljast að einn og sami einstakl- ingur gegni störfum fyrir tvo ólíka aðila ef sá möguleiki getur komið upp að hags- munir þeirra stangist á. Gildir þá einu í því efni hvort viðkomandi einstaklingur rækir störf sín fyrir hvorn um sig af heiðarleika og samviskusemi eður ei“. (bls.17). Eftir að stjórnsýslulög voru sett 1993 hefur um- ræðan um hags- munaárekstra aukist og nú gerist æ tíðara, að leitað sé álits í ráðuneytum á ýmsum álitaefnum. En gerir nokkuð til þó að þeir sem geta skapað sér aðstöðu til að hagnast ofboðlítið á kostnað hins opinbera geri það, að minnsta kosti sé það í litlum mæli? Klíku- skapur vekur alltaf tortryggni og særir réttlætiskennd fólks. Við erum nú einu sinni siðferðisverur og höfum samvisku sem segir okkur allajafna hvað er rétt og hvað rangt. Þetta er þó ekki aðal- atriðið heldur hitt sem ég sagði í upphafi máls míns. Spilling af þessum toga stafar af ófaglegum vinnubrögðum og hin ófaglegu vinnubrögð skapa jarðveg fyrir spillingu, viðhalda henni og auka hana. Ófagleg vinnubrögð eru á venjulegu máli slæleg vinnubrögð, þar sem ákvarðanir um verk eru teknar handahófskennt, skipu- lagningu skortir og ýmislegt er látið reka á reiðanum. Umbætur á sviði stjórnsýslu eru því fyrst og fremst fólgnar í vönduðum fag- legum vinnubrögðum, þar sem annarleg sjónarmið komast ekki að. Til þess að svo megi verða þarf að setja lög og reglur og búa svo um hnútana, að þeim verði framfylgt. Þó að við séum full vandlætingar á spillingunni og spörum oft ekki stóru orðin, meg- um við ekki gleyma því, að maður- inn er ósköp breyskur og ístöðu- laus. Það er nefnilega varhugavert að gera ráð fyrir því, að fólk sé yfirleitt strangheiðarlegt. Frumstæðir stjórnarhættir Málefni Kópavogsbæjar hafa verið nokkuð til umræðu í fjöl- miðlum undanfarnar vikur. Menn hafa gagnrýnt., hvernig staðið var að verksamningum við verktaka- fyrirtækið Klæðningu hf. í fyrra þegar fyrirtækið fékk stórt verk við Kópavogshöfn, án þess að verkið væri boðið út. Sjálfsagt hafa engin lög verið brotin við samningsgerðina, hitt er samt augljóst að vinnubrögðin voru ekki fagleg, allra síst þegar haft er í huga að framkvæmdastjóri fyrirtækisins er jafnframt for- maður bæjarráðs. Viðskiptahætt- ir sem þessir tíðkast einfaldlega ekki í þeim löndum, sem við ber- um okkur oftast saman við. Þetta flokkast undir frumstæða stjórn- arhætti, en er líklega aðeins eitt dæmi af mörgum öðrum víða um land. I útvarpsviðtali nýlega varð umboðsmanni Alþingis ^tíðrætt um þessar frumstæðu venjur í stjórnsýslunni hér á landi og sagði efnislega eitthvað á þá leið, að starf umboðsmanns hafi einmitt snúist mikið um að benda stjórn- völdum á, þegar sitthvað mætti betur fara í stjórnsýslunni og hafi ábendingar hans nær alltaf verið teknar til greina. Ef við íslendingar viljum halda áfram að teljast til siðmenntaðra þjóða verðum við að tileinka okkur annan og heillavænlegri hugs- Helga Sigurjónsdóttir unarhátt hvað þetta varðar. Stjómmálamenn eiga að fara þar fyrir, ekki aðeins löggjafinn heldur allir sem starfa í stjórnsýslunni. Það er í okkar verkahring að koma á vönduðum og faglegum vinnu- brögðum, við eigum sjálf að setja okkur leikreglur, sem við getum verið stolt af. Við höfum haft ríflega 50 ár til að sanna okkur seni sjálfstæð og fullvalda þjóð meðal þjóða. Því miður höfum við nú þegar fallið á nokkrum prófum, þar sem hefur reynt á lagalegan Styrk og reisn, t.d. oftar en einu sinni á mann- réttindaprófinu, en sem kunnugt er hafa a.m.k. tveir íslendingar orðið að'höfða mál gegn íslenska ríkinu fyrir mannréttindadómstóli Evrópu vegna mannréttinda- brota. Og rétt í þessu var breskur sjómaður að halda heim til sín, frelsinu feginn eftir að hafa verið dæmdur saklaus í fangelsi, en síðan sýknaður. Hann segir stein- aldarfyrirkomulag einkenna starfshætti ákæruvaldsins á ís- landi og er það bágt að heyra. Einnig í þessum efnum erum við í fallhættu. En hugum aftur að upphafi máls míns. Hefur dr. Gunnar Helgi Kristinsson á réttu að standa, þeg- ar hann fullyrðir, að lítil fag- mennska leiði til spillingar og að spilling í íslenskri stjórnsýslu sé meiri en í nágrannalöndunum? Ég tel mig hafa fært rök fyrir því, að svo sé. Stjórnmálaleg reynsla min rennir enn frekar stoðum und- ir niðurstöðu hans; að flest bendi „til að vinnubrögð við stjórnsýslu og stefnumótun hins opinbera séu ekki eins fagleg og æskilegt væri hérlendis". Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi. IL®Mi®'irlWIlI>]M A AOVÖRUN A f KJÖLFAR NÆTU RVARÐARINS KEMUR NÝ ÓGNVEKJANDI SPENNUMYND. MIÐNÆTURFORSÝNINGAR UM HEEGINA í HÁSKÓLABÍÓI ÚTSALA - ÚTSALA ÚLPUR — ÚLPUR 5-50% afsláttur Síðustu dagar! Enn meiri verðlækkun. Ulpur og ullarjakkar á sértilboði! Stærðir 36-52. Opið lau. 10-16. \<#Hlýl5IÐ Mörkinni 6, sími 588 5518 Bílastæði við búðarvegginn Erum flutt af Laugavegi . í Mörkina 6 - sími 588 5518 (við hliðina á Teppalandi). 50% afsl. ður kr. 21.900 Nú kr. 11.000 Stærðir 36 - 46 SYNING UPPBOÐSVERKA HEFST I DAG KL. 12.00 OG STENDUR ALLA DAGA FRAM AÐ UPPBOÐI FRÁ KL. 12.00-18.00. ANTIKVERSLUNIN ER OPIN KL. 12-18 laugardag og sunnudag. TROÐFULL VERSLUN - GLÆSILEG HÚSGÖGN MALVERKAUPPBOÐ A HÓTEL SÖGU SUNNUDAGINN 10. MARS KL. 20.30 VIÐ INGÓLFSTORG sími 552 4211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.