Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 2. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Bréf til Stígamóta ÞIÐ SEM stjórnið og starfið hjá Stígamótum hafið unnið gott starf í baráttu gegn ofbeldi. Þið hafið vakið athygli á afleiðingum ofbeld- isverka og skapað skjól fyrir fómarlömb of- beldis, ekki síst heimil- isofbeldis, sem áður áttu fárra kosta völ eða engra. Fyrir þetta hafið þið notið virðingar og stuðnings. Á síðustu árum hef- ur talsvert verið rætt um það sem kallast kynferðisleg áreitni. Þetta er nokkuð óljóst hugtak og illa skilgreint. Mér hefur þó skilist að átt sé við nokkuð stöðugt áreiti með tilheyrandi lítilsvirðingu, t.d. á vinnustað. í mínu ungdæmi hét þetta „að reyna við“ og hefur fólk eflaust notað ýmsar aðferðir þá sem nú og kannski alla tíð. Það er þarft verk hjá Stígamótum að vekja at- hygli á að einnig á þessu sviði skuli fólk gæta tillitssemi og forðast grófa og særandi háttsemi, en mörk þama á milli er víst erfitt að setja og líkar kannski einum það sem öðrum mislík- ar. Þetta á ekki síst við nú þegar tilefn- islaust ofbeldi setur í vaxandi mæli svip á fréttir af ungu fólki. Þetta hlýtur að vekja spurningar um kennslu í mannlegum samskiptum. Víst er ábyrgðar- hluti að sýna fólki ruddaskap, en því fylgir líka ábyrgð að ásaka nafngreint fólk opinberlega, ekki síst ef kæmefni er jafnilla skilgreint og „kynferðisleg áreitni". Ákærða er þá gert afar erfitt að bera af sér sakir, ekki síst ef lang- ur tími er liðinn frá atburðum. Hver sern er getur staðið í slíkum sporum ef ekki eru gerðar kröfur um sönnun. Ykkur er trúlega ljóst að ég á hér við daglegar ásakanir starfs- konu Stígamóta á hendur Ólafi Skúlasyni biskupi. Ég er ekki tals- maður biskups eða kirkjunnar eða kristni í landinu yfírleitt, en mér Jón frá Pálmholti blöskrar hvernig þessar ásakanir em settar fram og finn almenna fordæmingu fólks á þessum starfs- háttum. Ein kona hefur undir nafni ásakað Ólaf fyrir 17 ára gamalt áreiti. Aðrar hafa talað gegnum Guðrúnu Jónsdóttur, starfskonu Stígamóta, og farið með dylgjur um enn eldri atvik. Á maður að trúa því að íslenskar konur séu í fastri meðferð hjá Stígamótum af því ein- hver „reyndi við þær“ uppkomnar fyrir nokkrum áratugum? Og hvernig er þá komið fyrir íslensku kvenfólki? Vitaskuld er þetta alvar- legt mál fyrir hlutaðeigandur, en Stígamót hafa glatað trausti, segir Jón frá Pálmholti, sem ekki verður endurheimt nema með skýrari vinnureglum og nýjum talsmanni. það er líka alvarlegt fyrir fólk yfir- leitt ef þið temjið ykkur að fara með dylgjur um nafngreinda menn opinberlega. Alvarlegast er þetta þó fyrir Stígamót, sem nú hafa glat- að trausti sem ekki verður endur- heimt nema með skýrari vinnuregl- um og nýjum talsmanni. Höfundur er formaður Leigjenda- samtakanna. ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 838. þáttur KJARTAN Ragnars lögfr. (eldri), sá er mjög hefur lagt sig eftir klassískum fræðum, hefur reynst einn traustasti liðsmaður þessa þáttar og íslenskrar tungu. Ég hef enn fengið frá honum bréf sem ég leyfi mér að birta mikinn hluta af, með lítils háttar athugasemdum: „1) Það var mikill siður um áramótin að tala um árið „sem er að líða“, rétt eins og það líði ekki ne_ma helst milli jóla og nýárs. Ég tel það byrji að líða þegar við áramót, og síðan sam- fleytt uns yfir lýkur (ellegar þangað til „upp er staðið“, eins og sumir kynnu að segja). 2) Tilkynningar um jarðarfarir eru einatt orðaðar þannig að NN [nomen nescio] verði jarðsunginn frá tiltekinni kirkju. Mér virðist eðlilegra að telja látinn mann jarðsunginn í kirkju; - aftur á móti verði hann borinn til grafar frá kirkju. [Umsjónarmaður styður þetta og hefur heyrt til- kynningar undanfarið á sama veg orðaðar og Kjartan vill.] 3) „Vandanum velt á undan sér.“ Þessi fyrirsögn birtist í dag- blaði einu nú í vetur. Einhvem veginn kann ég ekki við sam- stöðu afturbeygilegs fomafns og þolmyndar; - má vera að hér sé um að kenna hótfyndni minni, - eða hvað? [timsjónarmaður: Nei, þetta flokkast ekki undir hót- fyndni, því að sér gæti sam- kvæmt þessu vísað til vandans sjálfs, en ekki þess sem veltir honum.] 4) Þá leyfí ég mér enn og aftur að klifa á gömlu áhugamáli mínu, þ.e. að erlend nöfn manna verði borin fram að íslenskum hætti, ef samheiti þeirra íslenskt er rit- að eins, eða því sem næst. T.d. beri okkur hér, þ. á m. fjölmiðlum að segja Benjamín, en ekki Bend- sjamín, eins og oft heyrist, t.d. í útvarpi, þegar getið er erlends manns með þessu nafni. Sama á við um nöfn eins og Davíð, Jónat- an, Georg, Samúel - svo fáein nöfn séu nefnd af handahófí. [Þetta hefur umsjónarmaður áður samþykkt fúslega. Við segjum ekki *Deivíd, *Djonnatan o.s.frv.] 5) Loks vil ég færa þættinum og Valgeiri Sigurðssyni þakkir fyrir tímabæra ádrepu um óradd- aðan framburð erlendra nafna. - Eitt skoplegast dæmi þessa held ég hafí borið að þegar Pompidou heitinn Frakklandsforseti var hér á ferð fyrir nokkrum árum. Hann var einatt nefndur „Poppídú" eða því sem næst. Það er hvimleitt að hlusta á jafnvel vandaða þuli klæmast á þessum framburði.“ Umsjónarmaður þakkar Kjart- ani enn og aftur. Varðandi síð- asta atriðið, þurfum við Kjartan, Norðlendingarnir, að vísu að hafa í huga sunnlenskan fram- burð. Hann er til skýringar, en að okkar mati ekki til afsökunar. Ofurlítið annað sjónarmið kemur fram í næsta þætti. Þar er túlkað sunnlenskt sjónarmið (Theodór Gunnarsson). ★ Salómon sunnan kvað: Ansi mikið er mannkynið viturt og þetta Menningarpostularit þurrt, og mikil er spekin, úr Magnúsi lekin, og svo Miðbæjarfólksháðið biturt. ★ í 830. þætti birti ég án skýr- inga, en með fyrirvara um mis- munandi texta, vísu eftir Gutt- orm J. Guttormsson um stjórn- anda lúðrasveitar, en sjálfur var Guttormur liðtækur á því sviði og hljómvís vel, segir mér Jón Þórarinsson tónskáld. Og nú hef- ur Magnús Óskarsson, lögmaður, sem er hirðumaður um gaman- mál, sent mér eftirfarandi: „Guttormur J. Guttormsson stofnaði homaflokk og stjórnaði sjálfur, þótt lítt lærður væri. Svo kom til sögunnar lærður blásari og varð Guttormur að víkja fyrir aðkomumanni. Þótti skáldinu miður og maðurinn auk þess montinn úr hófi fram. Á fyrsta konsert nýja blásarans kvað Guttormur: Hann kann að spila á horn hæglega í einu á tvö. Þarna komst hann upp á þorn, þá upp á tvístrikað ö. Hækkar sig, hækkar sig nú, hækkar sig eilítið korn. Kannski hann fari upp á Q, það kemst enginn lengra með horn. Heimildarmaður Magnúsar var mágur hans, Björn Jónsson læknir (Bjössi bomm), en Björn þekkti Guttorm vel. ★ Ekki fyrir löngu kom hér í pistlunum fyrir orðið fatli, sbr. fatlaður. Var þess getið að fatli hefði orðið til við áhrifsbreytingu úr eldri orðmynd fetill (beygist eins og ketill). Mér þótti notalegt að heyra dr. Halldór Jónsson í sjónvarpi tala um að setja hönd í fetil. Ég var orðinn því svo vanur, að fólk talaði um að hafa hönd (ef ekki „hendi") í fatla. ★ Áslákur austan sendir: Þegar allsber stóð Olga við rúm, bar að áfjáðan hagfræðiskúm í að fá hana að hugs’ um (hann fór ekki úr buxum) hvaða fár okkur stafaði af kúm. ★ Og jórturleðrið er jaxlað hraðar í Jórvík nýju en annarstaðar. (Einar Benediktsson: Fimmtatröð, Fifth Avenue.) Auk þess spakmæli úr Vídal- ínspostillu: „Þá er efndanna vant, þegar heitið er komið.“ Já, og svo er þess að gæta, að menn „leggja ekki hjálparhönd", heldur rétta þeir einhveijum hana. Á hinn bóginn leggja menn lið, ef þeir vilja hjálpa. Hvers virði er heilsan? í DAG reykir einn af hveijum fjói-um ís- lendingum að stað- aldri. Tíðni reykinga hefur minnkað veru- lega á sl. áratugum. Þessi árangur hefur náðst að allnokkru leyti vegna þess hve mikil fækkun hefur orðið hjá yngra fólki. Greinilegt er að marg- ir taka upp þennan leiða sið á framhalds- skólaaldri. Þannig reykja 15% fólks á aldrinum 15-19 ára að staðaldri en 30% fólks á aldrinum 20-29 ára. Til að vinna gegn útbreiðslu reykinga hafa verið sett lög. Þau miða að því að tryggja reyklausum reyklaust umhverfi. Á íslandi eru reykingar mjög veigamikill áhættuþáttur krans- æðadauða hjá báðum kynjum. Samband er milli skammts og áhrifa þannig að því meira sem reykt er, þeim mun meiri verða áhrif á dánarlíkur. Samspil milli áhættuþátta er þó mikið og magna þeir áhrif hvers annars. Niðurstöður hóprannsóknar Hjartaverndar sýna margföldun áhættu á kransæðadauða hjá reykingamönnum (sjá töflu). Þar reynist væg en ekki marktæk aukning áhættu hjá þeim sem hafa hætt að reykja en ríflega tvöföldun áhættu hjá karlmönn- um sem reykja vindla, pípu eða allt að 24 sígarettur á dag. Hjá stórreykingamönnum meira en þrefaldast áhættan. Athygli vek- ur að áhætta kvennanna er tölu- vert meiri miðað við sama magn tóbaks þ.e. að sú kona sem reykir færri en 15 sígarettur á dag býr við 20% meiri áhættu á kransæða- dauða en karlmaður sem reykir sama magn. Áhættuaukningin heldur áfram með auknu magni reykinga hjá konunum og er meira en sjöföld hjá stórreykinga- konunni. Það er tvöfalt meiri áhætta en sam- bærilegir karlmenn búa við. Það hve áhætta virð- ist lág fyrir konur af vindla og pípureykingum tengist því að um óal- gengan sið er að ræða hjá konum og því ekki marktækt. Hvað látast margir árlega úr kransæðasjúkdómi af völdum reykinga? Af þeim 450-500 íslendingum, sem árlega látast úr kransæða- sjúkdómi, eigi reykingar veruleg- an þátt í ótímabærri þróun sjúk- dóms í þriðjungi (180) dauðsfall- anna. Það er um það bil þrefalt fleiri en látast af völdum krabba- meins af sömu orsök. En hvað er til ráða? Líklega eru fáir reykingamenn sem myndu viðurkenna að hafa tekið uppiýsta ákvörðun um eigin reykingar. Oft er það í hróplegu ósamræmi við lifnaðarhætti fólks að öðru leyti. Hins vegar reynist mörgum erfitt að hætta. Tóbaksframleiðendur tæla unglinga Á síðasta ári komu fram í Bandaríkjunum gögn sem upp- lýstu stefnu tóbaksframleiðenda til að verða sér út um viðskipta- vini frarntíðarinnar. Tóbaksaug- lýsingum hefur verið beint til unglinga á ýmsan hátt í þeim löndum sem heimila þær og berst alltaf nokkuð af slíku efni til ís- lands. Þróun fínkor- nótta neftóbaksins er sömuleiðis slík að- gerð, lítur sakleysis- lega út og er reyk- laust. Það inniheldur nikótín í háum styrk- leika sem frásogast hratt frá slímhúð nefs. Næst með því hár styrkur nikótíns í blóði og eru því líkur á að notandi verði háður nikótíni. Unglingsárin eru viðkvæmt æviskeið, áhrif frá félögum eru mikil og tíska eða ímynd vegur þungt. Því er brýnt að skoða það hvernig umhverfi ungs fólks t.d. kaffihús og veit- ingastaðir, eru undirlagt af tób- aksreyk enn í dag. Slíkt umhverfi laðar yfirleitt ekki að reyklausa viðskiptavini og gefa reykingar gesta því mjög skakka mynd af venjum landans. Oflugar tóbaksvarnir hafa sýnt sig að hamla einnig gegn neyslu fíkniexna og vega því þungt nú þegar áhyggjur af eiturlyfjaneyslu eru áberandi. Reykingamenn bera mikla ábyrgð, segir Lilja Sigrún Jónsdótt- ir, því óæskilegt verður að teljast að börn alist upp við að hand- fjatla tóbak. Foreldrar eru fyrirmynd Reykingamenn bera mikla ábyrgð því óæskilegt verður að teljast að börn alist upp við að handfjatla tóbak og fari að líta á það sem nauðsynjavam- ing. Frá foreldrum þurfa skilaboðin einnig að vera skýr um að þrátt fyrir að viðkomandi reyki sé þetta ekki æskilegt at- ferli og að börn eigi rétt á reyklausu umhverfi. Sé horft til framtíðar má grípa til ýmissra ráða til að fækka reykingamönnum framtíð- arinnar og eru samræmdar að- gerðir mikilvægar til að árangur fyrri ára í tó’baksvörnum glatist ekki. Áhættuaukning kransæða- dauða hjá reykingamönnum Hóprannsókn Hjartavernd- ar 1967-1985 Margföldunarstuðull áhættu Karlar Konur (n=7760) (n=8327) Hafa reykt áður- 1,35 1,28 Reykja vindla og pipu 2,08 0,80 Reykja sfgarettur 1-14 á dag 2,23 2,73 15-24 á dag 2,21 3,70 fleiri en 25 á dag 3,19 7,42 (Skv. fjölþjóðagreiningu Cox) Höfundur er læknir og starfar á Rannsóknastöð Hjarta verndar. - kjarni málsins! Lilja Sigrún Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.