Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Mikill munur á innlendum og erlendum vöxtum Stjórnvöld hafa vaxtalækkanir íhendisér HÁTT vaxtastig hér á landi má fyrst og fremst rekja til óvirkni íslensks fjármagnsmarkaðar að því er fram kemur í grein eftir Davíð Björnsson, deildarstjóra verðbréfamiðlunar Landsbréfa, í nýjasta fréttabréfí fyr- irtækisins. Davíð segir að vextir séu mun hærri hér á landi en hægt sé að réttlæta miðað við frjálst flæði fjármagns milli landa. Segir hann stjórnvöld í raun hafa vaxtastig hér á landi í hendi sér ef þau nýti sér ávallt hagstæðustu kjör. Davíð segir að nokkur tregða sé hjá stjórnvöldum og stærri fjárfest- um til þess að auka erlendar lántök- ur á kostnað innlendra. Þessi tregða skýri þann mikla mun sem sé á vöxt- um hér á landi og erlendis því frjálst flæði fjármagns ætti að öðrum kosti að leiðrétta slíkan mismun mjög hratt með fjármagnstilfærslum. „Umræður einar sér skila litlu ef fjár- magn fylgir ekki á eftir," segir Dav- íð í grein sinni. „Ríkið, sem er stærsti einstaki lántakinn á markaðinum, gæti þann- ig stuðlað að lækkun vaxta. Jafn- framt myndu vaxtagjöld ríkisins lækka þar sem vextir erlendis eru mun lægri en hér á landi. Raunar á þessi röksemd við um fleiri aðila en stjórnvöld, þannig að stórir lántak- endur á borð við stórfyrirtæki og sveitarfélög ættu að beina lántökum sínum í auknum mæli á erlendan markað miðað við þessar aðstæður. Ef marka má hagtölur hefur raunin hins vegar ekki verið sú undanfarna mánuði, heldur hafa erlend lán frem- ur verið greidd upp á þessu tímabili." Innlendir fjárfestar geta nýtt sér þennan mun betur Davíð veltir fyrir sér þeirri spurn- ingu hvers vegna erlendir fagfjár- festar nýti sér ekki þennan mikla vaxtamun með því að ávaxta fjár- magn, sem á uppruna sinn erlendis, hér á landi. Segir hann skýringuna líkast til að fínna í smæð markaðar- ins hér á landi og þeirri vinnu sem fjárfestar þyrftu að leggja á sig til að kynna sér markaðinn betur. Hann segir aðstöðu innlendra fagfjárfesta hins vegar vera mun betri ogfurðulegt aðþeir nýti sér ekki tækifærið til þess að fjármagna kaup á innlendum verðbréfum með erlend- um lánum. Bendir Davíð á að upp úr slíkum fjárfestingum geti traustir lántakendur haft um 2-3% vaxta- mun án þess að taka neina áhættu því lánin sé hægt að ávaxta í ríkis- verðbréfum. „Væntanlega er það ófullkomleika og smæð islenska markaðarins að kenna að slíkt tækifæri skuli enn vera til staðar. Pullvíst má tetja að í ríki sem væri tengdara alþjóðlegu fjármálakerfi væri það fljótt að hverfa þegar markaðsaðilar beittu sér á markaði til að hagnast á tæki- færinu." URVERINU Aðalfundur Olíufélagsins hf. verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 1996 á Hótel Loftleiðum, þingsal 1-3, og hefst fundurinn kl. 14.00 Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 12. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frámmi á aðalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins Suðurlandsbraut 18, 3. hæð, frá og með 19. mars, fram að hádegi fundardags. Stjórn Olíufélagsins hf. Jsso) Olíufélagiðhf Morgunblaðið/HallgrímurMagnússon EIGENDUR Farsæls hf. í brú nýja bátsins. Frá vinstri: Pétur Sigurjónsson, Hermann Sigurjónsson og Sigurjón Halldórsson. Farsæll til Grundarfjarðar Grundarfirði. Morgunblaðið. NÝR bátur, Farsæll SH 30, sigldi í fyrsta sinn inn í Grundarfjarð- arhöfn á föstudag. Útgerðin hefur ailtaf átt bát með þessu nafni og eru þeir nú orðnir átta talsins. Sá síðasti, sem var 100 brúttó- lestir að stærð, var seldur nýlega. Nýi báturinn, sem var keyptur af Meitli í Þorlákshöfn, er 177 brút- tólestir að stærð. Hann er allur endurnýjaður að innan og utan og er hið fallegasta skip. Báturinn verður gerður út á fiskitroll auk hörpudisks og rækjuveiða. Sigurjón Halldórsson og sonur hans Hermann stofnuðu útgerð- arfélagið Farsæl hf. fyrir 50 árum og hefur Hermann starfað þar æ síðan. Núverandi eigendur auk Hermanns eru Pétur Sigurjónsson og Sigurjón Halldórsson, sonar- sonur stofnandans. Sigurjón er skipstjóri nýja bátsins. Við kom- una lögðu margir Grundfirðingar leið sína niður á bryggju að skoða bátinn og um borð biðu þeirra ríkulegar kaffiveitingar. Loðnuveiðar og vinnsla ganga betur en oftast áður Mesta frysting nokkru sinni hjá Vinnslustöðinni „ÉG HELD að loðnuvertíðin hafi í heild sinni gengið einstaklega vel," segir Sighvatur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum. „Það er ekki undan neinu að kvarta. Við erum búnir að taka við rétt um 45 þúsund tonnum af loðnu sem hafa farið í frystingu og bræðslu. Það er 20 þús- und tonnum meira en í fyrra." Hann segist efast um að Vinnslu- stöðin hafi áður fengið meira á þess- um árstíma. „Við höfum sett okkur það mark að ná 60 þúsund tonnum í vetur og okkur sýnist að það muni takast," segir hann. „Vertíðin er langt frá því búin og það er mikið af loðnu ennþá í sjónum." Samningar upp á 500 tonn af hrognum Meira hefur farið í frystingu en Stefnt að móttöku á 60.000 tonnum á vertíðinni nokkurn tíma fyrr hjá Vinnslustöð- inni, að sögn Sighvats. Hann segir að staðið hafi verið við alla samninga til Japans og síðan hafi verið fram- leitt á Tæwan og eitthvað af hæng. Þetta hafí því verið langstærsta ver- tíð sem menn hafí séð hjá Vinnslu- stóðinni í frystingu. Aðspurður um hvað sé framundan segir hann að það sé bræðsla. „Við höfum samninga upp á 500 tonn á hrognum til Japans, en það eru hrogn á hámarksþroskastigi," segir hann. „Það er líklega mánuður eftir af ver- tíðinni. Það sem er óvenjulegt núna miðað við árstíma er að það er allt fullt af loðnu í sjónum. Það er verið að veiða hana alveg austan frá Skarðsfjöru." Um 400.000 tonn veidd frá áramótum Alls hefur um 400.000 tonnum að loðnu verið landað hér á landi frá áramótum, en veiðin frá því í fyrra sumar er orðin tæplega 600.000 tonn. Mikið er enn óveitt af kvótan- um, eða vel yfir 500.000 tonn. Mik- ill kraftur hefur verið í veiðunum síðustu daga, enda frystingu að ljúka. Skipin einbeita sér því að veið- um í bræðslu og um helgina var lönd- unarbið um allt land. Frá því í byrjun marz hafa veiðzt rúmlega 40.000 tonn og veiðist loðna á öllu svæðinu frá Ingólfshöfða og vetur að Reykja- nesi. Morgunblaðið/Þorstcinn Kristjánsson JÚLLI Dan og Júpíter að veiðum uppi í landsteinum. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.